Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÍJNÍ 1985 Minning: Rannveig Jóns- dóttir Súðavík Þann 29. maí síðastliðinn fór fram frá Súðavíkurkirkju jarðar- för Rannveigar Jónsdóttur ljós- móður, en hún andaðist 17. maí síðastliðinn í Borgarspítalanum. Áður hafði farið fram minningar- athöfn í nýju kapellunni í Foss- vogi, sem séra Bernharður Guð- mundsson flutti en hann hafði verið nágranni þeirra um skeið fyrir vestan. Þar var hvert sæti skipað og urðu margir að standa. Það sýnir hennar miklu persónulegu vin- sældir, og var hún þó tiltölulega nýflutt suður. Rannveig var fædd 29. nóvember 1902 að Þverdal í Aðalvík, dóttir hjónanna Rann- veigar Einarsdóttur frá Hvammi í Dýrafirði og Jóns Halldórs Guð- mundssonar frá Hrauni í Hnífs- dal. Stuttu eftir fæðinguna dó móðir hennar og var hún þá tekin í fóstur til hjónanna Guðrúnar Finnbjarnardóttur og Hermanns Sigurðssonar að Sæbóli í Aðalvík. Hún var eitt af þremur fóstur- börnum þeirra hjóna en sjö börn áttu þau fyrir og var móðir mín *eitt af þeim og urðu þær frænkur því fóstursystur. Stutt var á milli húsanna og náinn samgangur í milli. Nú hefur maðurinn með ljá- inn höggvið svo í þennan hóp að eftir er einn bróðir, Jón Her- mannsson, rúmlega 90 ára, og eitt fósturbarnið, Sigurjón á áttræðis aldri. Faðir Rannveigar hafði flust til Hnífsdals og til hans fór hún og naut þar skólagöngu, sem mun hafa komið henni vel í lífinu. F,g hygg að Sléttuhreppur sé erfið- asta svæði landsins að stunda ljósmóðurstörf. Það var frá Rit og að Horni og á þessum árum var búið svo að segja í hverri vík sem byggileg var, þó enginn búi þar nú. Ég man að það gerðist heima hjá mér þegar gamla ljósmóðirin, Ingibjörg Jósepsdóttir, tók Veigu tali og var að biðja hana að gerast ljósmóðir hreppsins, og sagðist álíta að hún hefði bæði vit og áræðni til að takast þetta erfiða og vandasama starf á hendur. Það varð úr að hún fór til Reykjavíkur árið 1923 til að nema ljósmóður- störf. Ég man og spennu þá sem ríkti hjá okkur krökkunum þegar von var á henni heim vorið 1924. Flestum okkar færði hún ein- hverja gjöf þó ekki væru efni hennar mikil. Hún giftist manni sínum, Þor- bergi Þorbergssyni frá Miðvík, 29. desember 1926 og reistu þau bú í Efri-Miðvík. Alls eignuðust þau 6 börn. Rannveig gegndi jafnframt ljósmóðurstörfum í Sléttuhreppi til ársins 1932 en þá fluttu þau hjón burt og maður hennar gerðist vitavörður að Gelti. Eftir nokkur ár fluttust þau þaðan og til Bol- ungarvíkur og gerðist Rannveig ljósmóðir þar, og þaðan í Súðavík- urhérað sem ljósmóðir með búsetu að Svarthamri í Álftafirði. Síðan flytja þau í þorpið í Súðavík og gegnir Rannveig þar ljósmóður- störfum til ársins 1982, þar til maður hennar lést og hún flyst suður, enda starfsdagurinn orðinn langur og er álitið að hún hafi ver- ið búin að taka á móti á fjórða hundrað börnum. { minningarræðu sinni sagði séra Bernharður: Það var stundum sagt í Súðavík að þar gæti fólk ekki fæðst eða dáið án þess að kalla Rannveigu til. Þegar eitthvað bar út af var hún sótt. Hún átti úrræði, lífs- reynslu og hún kunni að miðla fólki kjarki og von. Persónulega á ég margs að minnst frá mínum bernskuárum í sambandi við Veigu. Til hennar þótti mér oft gott að leita og á ég bjartar minningr þar um. Eftirlif- andi börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð svo og öðrum aðstandendum. Eftir lifir minn- ingin um góða og göfuga konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Vilhjálmur H. Vilhjálmsson frá Sæbóli. Kveðjuorð: Kristján Sveins- son lœknir Kristján Sveinsson læknir og heiðursborgari Reykjavíkurborgar var fæddur 8. febrúar 1900 á Ríp í Hegranesi. Voru foreldrar hans séra Sveinn Guðmundsson og kona hans, Ingibjörg Jónasdóttir, og var frú Ingibjörg af hinni ^jgömlu Skarðsætt. Kristjári læknir varð bráð- kvaddur þá er hann var gestur á Elliheimilinu Grund hér í borg, fimmtudaginn 23. rnaí síðastlið- inn. Ég undirritaður þekkti Kristján lækni mjög vel, enda vorum við saman við nám fyrir fermingu okkar, vorið 1913, hjá foreldrum Kristjáns í Efri-Múla í Saurbæj- arþingum. Kristján læknir sýndi mér ávallt sanna vináttu, sem ég nú þakka honum er leiðir skiljast. Ég mun ekki skrifa um hans mikil- hæfu störf á liðnum árum, það munu aðrir gera, hinsvegar langar mig til þess að þakka honum alla vinsemd mér til handa, þvi ekki eru nema 3 vikur þá er ég hittí hann síðast. Ég votta börnum hans, ásamt systrum hans, mína innilegustu samúð, og bið vini mínum Kristjáni lækni blessunar Guðs, þar sem hann nú dvelur handan landamæranna. Sjáumst fljótlega. Árni Ketilbjarna: Einar Olafsson Keflavík — Mínning j> Hinn 3. júní sl. andaðist á heim- ili sínu Suðurgötu 3 í Keflavík einn af þekktari eldri Keflvíking- um, Einar Ólafsson, verkstjóri, á 86. aldursári. Einar var fæddur í Nýjabæ á Eyrarbakka 27. desember 1899. F'oreldrar hans voru hjónin Ólafur Helgason og Elín Einarsdóttir. Þar ólst Einar upp með foreldrum sínum og systkinum en systkini hans voru þessi: Gestur, nú sjúkl- ingur á Reykjalundi og ólafía, dá- in fyrir nokkrum árum. Eins og venja var á uppvaxtar- j^árum Einars, varö hann ungur að vinna fyrir heimilinu. Var þá ekki um fjölbreytt störf að velja. Á vetrum var það sjórinn og á sumr- in vegavinnan. Ungur fór Einar til sjóróðra í Þorlákshöfn, seinna var hann á vertíð í Sandgerði og að síðustu lá leið hans til Keflavíkur, sem hann-var í skiprúmi hjá *• Ólafi Björnssyni mörg næstu árin. Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni Kristínu Guðmundsdóttúr frá Hörgsholti í Hrunamanna hreppi 10. nóvember 1928. Þau festu byggð í Keflavík, keyptu húsið nr. 3 við Suðurgötu og bjuggu þar síðan. Börn þeirra og tengdabörn eru þessi: Katrín, gift John Warren, búa í Bandaríkjun- um; Elín, gift Sigurði Markússyni, bifreiðastjóra, búa í Keflavík; Ólafía, gift Aðalbergi Þórarins- syni, bifreiðastjóra í Keflavík; Guðmundur, kvæntur Sveingerði Hjartardóttur, búa í Mosfellssveit. Einar var í eðli sínu félagslynd- ur maður. Hann gekk snemma í Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og var í stjórn þess um ára bil. Hann var einnig hluthafi í Félagshúsi hf. og var í stjórn þess um tíma. í þessum félögum unn- um við saman og vil ég hér þakka honum samstarfið, sem ávallt var hið ánægjulegasta. Það hefur snemma vaknað hjá Einari áhugi á félagsstöríum, þeg- ar heima á Eyrarbakka. Ég minn ist þess að einhverju sinni er ég ræddi við Vilhjálm S. Vilhjálms- son, ritstjóra Álþýðublaðsins um tíma, sem skrifaði undir nafninu „Hannes á Horninu" og hann leit- aði frétta hjá mér um gamla Eyrbekkinga, sem þá voru búsettir í Keflavík en þeir voru þá Sæ- mundur G. Sveinsson og Einar Ólafsson. 10 ára afmæli sor- optimistaklúbbsins í Kópavogi UM ÞESSAR mundir er 10 ára af- mæli Soroptimistaklúbbs Kópavogs, en hann er stofnaður 4. júní 1975. Félagar eru 24. Tvö höfuðmarkmið Soroptim- istahreyfingarinnar hafa ætíð verið: Hið besta handa konum — hið besta frá konum. Þessi markmið felast i sjálfu nafni hreyfingarinnar SOROR- systir, OPTIME- bestur. Því þýðir nafnið Soroptimist besta systir eða bjartsýnissystir. Kópavogsklúbburinn hefur frá upphafi aðallega helgað öldruðum krafta sína og var það fyrir til- stilli þeirra, að samtökin um bygg- ingu Sunnuhlíðar, hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi, urðu til. Þau 9 félög og klúbbar, sem stóðu fyrir byggingu hjúkrunar- heimilisins, hafa einnig rekið það síðan það var opnað 20. maí 1982. Rúmlega 300 manns hafa notið þar umönnunar og er öll hjúkrun og umhyggja í Sunnuhlíð rómuð af þeim, sem hennar hafa notið. Á aðalfundi Soroptimistaklúbbs Kópavogs 13. mars 1984 var sam- þykkt að gefa öll þau tæki, sem þyrfti í sjúkraþjálfunarsal Sunnu- hlíðar. 8. október 1984 tók sjúkra- þjálfunin til starfa og eru nú kon- urnar búnar að gefa þangað tæki og búnað fyrir allt að 400 þúsund krónur. í tilefni af 30 ára afmæli Kópa- vogskaupstaðar 11. maí sl. gáfu konurnar „acut-tösku“ til Heilsu- gæslustöðvar Kópavog. Er taska sú mjög nauðsynleg og mikið ör- yggistæki fyrir Heilsugæslustöð- ina. Á fundi 4. maí sl. var samþykkt að leggja fram kr. 10.000,- til að fjármagna með öðrum Soroptim- istaklúbbum á íslandi skólagöngu fjögurra Vietnamskra stúlkna í Skálholti næsta vetur. Sunnuhlíðarsamtök hafa nú ákveðið að hefjast handa um að reisa verndaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða, þar sem hægt verð- ur að búa við öryggi til æviloka og útaf fyrir sig. Verður húsið reist við vesturenda Sunnuhlíðar og er gert ráð fyrir 20 tveggja manna og 16 eins manns íbúðum. Boðið verð- ur upp á alla þjónustu, sem fyrir hendi er í Sunnuhlíð, og verður innangengt milli húsanna. Eru því verkefnin nóg framund- an og vonandi að ókomin ár verði jafn ánægjuleg og árangursrík og þau 10 ár, sem nú eru að baki í starfssemi Soroptimistaklúbbs Kópavogs. Takmarkið er að gefa öllum Kópavogsbúum tækifæri á því að eyða ævikvöldinu í öryggi og hamingju í Kópavogi. Er það von okkar, að við getum áfram orðið að liði og saman stuðlað öt- ullega að því að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. (Or frétutilk;ani>gii.) Klúbbur soroptimista í Kópavogi. Frá sjómannadeg- inum í Stykkishólmí StykkÍMhólmi, 3. júní. Sjómannadagurinn var haldinn hér cinu og vanalega og var mikií þátttaka í honum. Dagskrá hófst á laugardag meö því að þyrla frá landheigisgæsl- unni og Keflavíkurflugveíli kom hingað og á aðra staði hér á Snæ- fellsnesi til að sýna björgunaræí- ingar. Voru margir mættir til aö Á Eyrarbakka var á tímabili mikið félagslíf. Þar voru þá menn sem seinna komu við sögu i félags - málum. Má þar nefna V.S.V, Hannes á Horninu og Ragnar í Smára. V.S.V. sagði mér þá að þótt stundum hefði verið erfitt aö ná mönnum saman hefði Einar sjaldan eða aldrei látið sig vanta til starfa að þeirra félagsmálum, Og sá eðliskostur fylgdi honum ávallt. Skylduræknin og trú- mennska voru hans aðalsmerki. Honum mátti alltaf treysta. Einar réðst til Rafveitu Kefla- víkur á árinu 1945 þegar hafin var lagning rafmagnslínunnar frá Sogsvirkjuninni suður til Kefla- víkur. f hlut hans kom að stjórna verki við byggingu rafkerfisins hér í byggð. Hafði Einar þetta starf á hendi í full 30 ár eða þar til hann hætti störfum hjá Rafveitu Keflavíkur. Þegar nú leiðir skilja er mér þakklæti efst í huga fyrir stðrf hans og órofa tryggð við þau mál- efni sem við unnum að og okkur var falið að leysa. Hluttekningarkveðja til konu hans og annarra aðstandenda, Ragnar Guóleifsson fylgjast með, en í komu hennar varð tímaskekkja svo allt var búið þegar þeir seinustu komu á vett- vang, en 3veimað var yfir Hólmin ■ um og hafði það sitt að segja og bætti úr. Á sunnudag voru fánar dregnir að hún og bátar viö höfn- ina fánum skreyttir. Veður var ekki nógu hagstætt en batnaö' þegar leið á daginn. Var því hægc aö hafa öll átriði, íþróttir og önn- ur skemmtiefni. Safnast var saman á haínar- bryggjunni og þaðan gengiö tii kirkju kl. 11 en þar messaði séra Gísli Kolbeins og skírði tvö börn. í kirkjunni voru svo heiðraðir sjó- menn, Grímúlfur Andrésson, sem hér var lengi farsæll skipstjóri og dugnaðar maður, Jón Dalbú Ág- ústsson skipstjóri á Baldri sem hefur alla sína starfsævi haldið sig við sjóinn og svo síðasí en ekki síst var Guðrún Jónasdóttir frá Öxney heiðruð, en hún hefir lengi stundað sjómennsku og meðal annars hefir hún byggt sér hús í eyjunni Galtarey. Þangaö fer hún og annast gögn og gæði, á bát sem hún stýrir og er sjálf bæði skip- stjóri og véiamaður og lætur ekki veður aftra sér ef hún þarf að komast leiðar sinnar. Hún kann vel við sig á sjó og eins er hún víkingur til verka í landi, hefir enda unnið hörðum höndu um dagana og ég held hún þekki ekki sjálfhlífni. Ér hún því vel að heiðrinum komin. Er þetta í fyrsta sinn sem ég man eftir að kona hafi veriö heiðr- uð hér fyrir sjósókn, eftir að ég kom hingað. Ární
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.