Morgunblaðið - 12.06.1985, Page 18

Morgunblaðið - 12.06.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt.eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. Útborg helvítis Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Kandulph Stow: The Suburbs ol Hell. A Novel. Secker & Warburg 1984. Randolph Stow fæddist í Ástr- alíu en hefur lengst af dvalist á Englandi, þaðan sem hann er ætt- aður. Hann skrifaði nokkrar bæk- ur um ástralskt umhverfi en síðari verk hans eru tengd Englandi, skáldsögur, sem hafa vakið mikla athygli fyrir frumleg tök á við- fangsefninu, furðulegt ímyndun- arafl og magnað andrúmsloft. Titill þessarar skáldsögu er úr sorgarleik Johns Webster (c. 1613), „Security some men call the suburbs of hell/Only a dead wall between" segir fanturinn Bosola í „The Duchess of Malfi". Öryggið er brothætt, þarf lítið til að það raskist og öryggisleysið nái yfirtökunum. Hvað þá þegar morðalda hefst í Old Tornwich, fornri smáborg út við ströndina. Umhverfið var eins og best var á kosið, skógar og sendin ströndin. Þorpsbúarnir höfðu fram að þessu lifað 1 friði hver við annan allir þekkjast og menn lifa sínu lífi, hver eftir sínu höfði að því er virðist. Sérkenni hvers og eins nutu sín, stöðlunin virtist ekki ná út að þessari strönd. íbúarnir komu saman á kvöldin í pöbbun- um, horfðu á skipin koma og fara og drukku mjöðinn og gerðu að gamni sínu. Helstu persónurnar voru m.a. Harry Ufford, fyrrver- Þorbergur Kristjánsson „Með hliðsjón af póli- tískri stöðu mála nú og aðstæðum í þjóðlífinu, tel ég ástæðu til, að þeir sem vilja varðveita og efla kristin viðhorf, íhugi í alvöru þá spurn- ingu, sem hér var í upp- hafi varpað fram.“ ar, til hagsbóta fyrir heildina og með tilliti til komandi kynslóða. Það hefir sýnt sig, að kristindóm- urinn er máttugasta siðgæðisaflið er sagan þekkir. Boðið um að elska náungann eins og sjálfan sig er kjarni kristinnar siðfræði. Þetta skuldbindur og knýr til ábyrgðar gagnvart öðrum, einnig með póli- tísku starfi. Út frá grundvallarsjónarmiði flokksins er það meginhlutverk að vinna að félagslegum jöfnuði og mannsæmandi lífskjörum öllum til handa. Kristilegi þjóðarflokk- urinn vill sérstaklega beina at- hyglinni að stöðu þeirra einstakl- inga og hópa er höllum fæti standa. Þetta vill hann leggja megináherslu á við mótun póli- tískra markmiða og leiða, varð- andi eigin þjóð og heim allan. Vald hins illa Það tilheyrir kristnum mann- skilningi, að viðurkenndur sé virkileiki hins vonda í veröldinni og hjá einstaklingnum. Þjóðfélag- ið þarf því á að halda lögum og reglum, er geti skapað þann besta mögulega ytri ramma eða grund- völl fyrir manngildi, náungakær- leika og samfélag. Nafn flokksins Kristilegi þjóðarflokkurinn var stofnaður með þá ósk í huga að koma kristnum viðhorfum betur á framfæri á hinum pólitíska vett- vangi. Orðið kristilegur á að gefa til kynna grundvallarviðhorf, skuldbindingu og markmið. Kristilegur stjórnmálaflokkur er Láttu ekki fara á bak við þig Kristilegur stjórnmálaflokkur — þurfum við slíkan flokk? UÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ eftir séra Þorberg Kristjánsson Við íslendingar lítum gjarna til Norðurlanda og höfum við þau margvísleg samskipti, enda af einni og sömu rót að því er menn- ingu varðar. í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og nú síðast í Færeyjum hafa verið stofnaðir kristilegir stjórnmálaflokkar og starfa vel, þótt stórir séu þeir yfir- leitt ekki. í sambandi við þing Norður- landaráðs í Reykjavík 1980 kynntu fulltrúar þessara flokka stöðu þeirra á fundi, sem mennta- málanefnd þjóðkirkjunnar boðaði til i Hallgrímskirkju. Þar kom það fram, að veruleg áhrif hefðu orðið af tilvist þeirra, ekki síst óbein, i því fólgin m.a., að aðrir flokkar hefðu tekið meira tillit til kirkju og kristindóms en áður og fengið á framboðslista sína áhugafólk u'm þessi efni. Allmargir heimamenn tóku til máls á fundi þessum og sýndist sitt hverjum um möguleika og þörf slíks flokks hér á landi. Und- irtektir voru þó það jákvæðar, að menntamálanefnd boðaði til ann- ars fundar í Hallgrímskirkju um þetta efni. Þar var gert ráð fyrir frekari umfjöllun síðar og þá sér- stakiega um fund í Skálholti. Úr þeirri ráðstefnu varð þó eigi, en einstakir áhugamenn hafa af og til rætt málið óformlega og nokkr- ar greinar birst í blöðum. Með hliðsjón af pólitískri stöðu mála nú og aðstæðum í þjóðlífinu, tel ég ástæðu til, að þeir sem vilja varðveita og efla kristin viðhorf, íhuga í alvöru þá spurningu, sem hér var í upphafi varpað fram. Kristilegi þjóðar- flokkurinn Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi er elstur þeirra flokka er áður gat og þeir, sem síðar komu til, byggja í meginatriðum á sömu forsendum og hann, að breyttu breytanda. Mér sýnist því vænleg- ast að segja stuttlega frá honum, til þess að menn átti sig á því, hvað er um að ræða. Hugmyndin um kristilegan flokk kom upp í Hörðalandi á þriðja áratugnum. Ástæðan til þess var sú, að þeir, er létu sér annt um kristin viðhorf, töldu, að flokkarnir, sem fyrir voru, legðu of einhliða áherslu á efnisleg gæði, þannig að andleg viðhorf yrðu út undan. Hinn 4. sept. 1933 samþykkti svo fámennur hópur að stofna Kristilega þjóðarflokkinn. Hann bauð fram í Hörðalandi við Stórþingkosningarnar þá um haustið, fékk 10.277 atkvæði og mann kosinn á þing, smám saman var svo boðið fram víðar. í síðustu Stórþingskosning, 1981, fékk flokkurinn 9,6% heildarmagns at- kvæða og 16 þingsæti. Hann á nú aðild að ríkisstjórn og fyrir nokkr- um árum veitti flokksformaðurinn ríkisstjórn forsæti, þannig að áhrifin eru ekki lengur óbein að- eins. Einkunnarorðin eru: Samfélag, umhyggja, ábyrgð, bent er á, að politískt starf byggist á viðhorf- inu til manneskjunnar og þeirra lögmála, er mannlegu lífi séu sett. Skulu hér nú rakin meginatriðin úr þeim grundvallarviðhorfum, sem á er byggt. Mannskilningurinn Kristinn mannskilningur á ræt- ur í trúnni á þríeinan Guð, eins og hann birtist í Biblíunni. Hér er að finna grundvöll mannlegs lífs og samskipta. Kristilegi þjóðarflokk- urinn byggir í öllu pólitísku starfi sínu á kristnum mannskilningi, boðinu um náungakærleika, þjón- ustu og ráðsmennsku. Maðurinn er skapaður í Guðs mynd og nýtur kærleika hans í Jesú Kristi. Þetta felur í sér að hver manneskja er ómetanlega mikils virði. Allir eiga manngildi, burtséð frá þjóðerni, kynferði, aldri, menningu, trú, menntun og aðstæðum. Grundvallarrétturinn er sjálfur rétturinn til lífs og hann gildir jafnt fyrir allt mannlíf, einnig hið ófædda. í heimi neyðar og ranglætis verður að hafa heild- arsýn yfir grundvallargildin, rétt- inn til lífs og jafngildi allra manna og berjast gegn vanmati á mönnum og manngildi í hvaða mynd sem er. Mannréttindi Kristilegi þjóðarflokkurinn vill efla grundvallarmannréttindi í öllum löndum heims. Hann vill, að Noregur megi í orði og á borði gera sitt til að rétturinn til fæðu og annarra frumþarfa geti orðið virkileiki í veröldinni. Flokkurinn vill jafnframt stuðla að því, að alls staðar megi ríkja réttaröryggi, jafnrétti gagnvart lögum, andlegt frelsi og umburðarlyndi, tjáningar og trúfrelsi. Einstaklingar og hóp- ar manna hafi möguleika á að móta líf sitt í frelsi, af ábyrgð. Ráðsmennska Skaparinn hefir falið okkur menningarhlutverk og ráðs- mennsku yfir náttúruauðlindum og lífsgildum. Það hefir úrslita- þýðingu, að þetta sé gert í sam- ræmi við sjálf lögmál náttúrunn- Nótulaus viðskipti virðast hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Mótu? 711 hvers? Það fer sko enginn j á bak við migl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.