Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 20

Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Rógsherferðin gegn Helgarpóstinum: Þokulúðrar Hafskips hf. — eftir Halldór Halldórsson Nokkrum dögum fyrir aðalfund Hafskips hf. á föstudaKÍnn var ákvað undirritaður ritstjóri Helg- arpóstsins að fjalla um fyrirtækið í blaðinu í tilefni af þessum fundi. Á aðalfundi er farið yfir rekstur, lagðir fram reikningar og gætt að horfum í framtíð. HP hafði heim- ildir fyrir því, að ekki væri allt með felldu hjá Hafskipi hf. og þar með var komin rík ástæða fyrir fréttamann að kanna sjálfstætt stöðu fyrirtækisins og önnur mál því tengd. Afraksturinn af þessari athug- un var birtur í Helgarpóstinum fimmtudaginn 6. júní. Þá ætlaði allt um koll að keyra. Raunar hafði undirritaður gert ráð fyrir bæði jákvæðum og nei- kvæðum viðbrögðum, eins og gengur og gerist. Hins vegar kom mér á óvart, að Björgólfur Guðmundsson, forstjóri fyrirtæk- isins, léti sig hafa það að geta upp á heimildarmanni HP og gefa sterklega í skyn, að ekki væri mark takandi á slíkum manni, því hann væri ekki með öllum mjalla auk fleiri atriða, sem forstjórinn mun hafa látið í ljós við aðra. Síð- ar stóð svo í plaggi frá Hafskipi hf., að heimildarmenn HP væru tveir. Hér skal skýrt tekið fram, að heimildarmenn HP voru fjöl- margir og tilraun forstjórans til þess að gera hugsanlega heimild- armenn blaðsins tortryggilega með því að vísa til „mannlegs harmleiks" er vægast sagt viðbjóðsleg. Það er til lítils að reyna að koma af stað rógsherferð um þá, sem gagnrýna aðra og á ég þá ekki við ímyndaðan heimild- armann Björgólfs heldur aðra, sem stóðu að umræddri grein. í herbúðum Hafskipsmanna hafði gripið um sig hræðsla. Áður en grein HP birtist var búið að setja í gang „vél“ til þess að stöðva birtingu hennar. Þetta reyndu Hafskipsmenn og beittu ýmsum brögðum. Athyglisverðust er ef til vill sú staðreynd, að reynt var að stöðva greinina áður en ég var byrjaður að skrifa hana. Forstjóri Hafskips ræddi við mig fyrir út- komu blaðsins og óskaði eftir því að sjá greinina um Hafskip áður en hún birtist. Ég varð að sjálf- sögðu að svara manninum með því að segja honum, að ekki væri búið að setja staf á blað. Hins vegar væri honum velkomið að lesa greinina eða heyra, þegar ég væri búinn að skrifa hana. Allur at- gangurinn í þeim, sem reyndu að hafa áhrif á gang mála, varð til þess að samning hennar dróst úr hömlu. Engu að síður var greinin lesin fyrir forstjórann. Kjarni greinarinnar fjallaði um, að Hafskip hf. væri á hausnum, fyrirtækið ætti ekki fyrir skuldum og Útvegsbanki íslands væri bú- inn að ábyrgjast lán vegna fyrir- tækisins umfram allt, sem eðlilegt getur talizt. Þessi veðlausa ábyrgð Utvegsbankans nemur nú um 160 milljónum króna. Því hefði mátt bæta við, að þarafleiðandi væri Útvegsbankinn einnig kominn á vonarvöl. Hins vegar er Útvegs- bankinn ríkisbanki og slíkar Halldór Halldórsson „Enda þótt Helgar- póstsgreinin væri nán- ast samantekt á staö- reyndum, sem mörgum eru vel kunnar, kom hún eins og sprenging inn í fyrirtækiö og stjórn þess. Ástæðan: „Það má ekki segja sannleikann á íslandi,“ eins og einn starfsbróð- ir minn orðaði það.“ stofnanir eru ekki látnar fara á hausinn. Þá kemur til kasta skattgreiðenda að borga brúsann. Þannig var í Helgarpóstsgreininni verið að benda á, að ábyrgðarpóli- tik bankans vegna erlendra veð- skulda væri komin út yfir öll mörk og slíkt snerti almenning í þessu landi. Þess var reyndar ekki getið í greininni, að Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, var for- maður bankaráðs Útvegsbankans og formaður stjórnar Hafskips. Enda þótt Helgarpóstsgreinin væri nánast samantekt á stað- reyndum, sem mörgum eru vel kunnar, kom hún eins og spreng- ing inn í fyrirtækið og stjórn þess. Ástæðan: „Það má ekki segja sannleikann á íslandi," eins og einn starfsbróðir minn orðaði það. „Leikritið“ Á aðalfundinum á föstudag, daginn eftir birtingu Helgarpósts- greinarinnar, var mikið í húfi fyrir stjórnendur fyrirtækisins og stjórn þess, að fram kæmi gífurleg samstaða á fundinum. Vegna rekstrarerfiðleikanna var þetta raunar bráðnauðsynlegt, hvort sem var. En nú skyldi blásið í herlúðra. Á þessum fundi var stig- ið fyrsta opinbera skrefið til þess að berja niður sannleika þann, sem Helgarpósturinn hafði birt. í þetta verk var fenginn önnum kafinn þingmaður, Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann flutti kröft- uga kosningaræðu, „pepp-ræðu“, eins og það er kallað, og hljóp svo strax af fundi niður á þing. Efnis- lega sagði Friðrik ekkert um greinina í Helgarpóstinum, heldur talaði hann um sorprit, sem lifði á því að segja gróusögur, „ ... það er þeirra bissness", sagði varafor- maðurinn, sem ósjaldan hefur ver- ið viðmælandi HP og raunar ekki verið tregur til þess að úttala sig einmitt í Helgarpóstinum. Hingað til hafa samskipti ritsjóra HP og varaformannsins verið með ágæt- um og einkennzt af gagnkvæmri kurteisi. En nú hefur Friðrik Sophusson, því miður, tekið að sér að vera fyrsti flutningsmaður fyrir fyrir- tæki, þar sem ekki er allt sem sýn- ist og er það spá mín, að hann eigi síðar eftir að óska þess, að hann hefði aldrei orðið við ósk Hafskips um að halda „pepp-ræðuna“. Friðrik tók pólitíska áhættu. Öðru máli gegnir um fjármála- ráðherra íslands, því hann hefur verið viðriðinn Hafskip og Út- vegsbankann um hríð. Hann var búinn að taka sína áhættu og því gat hann umhugsunarlítið tekið að sér að stjórna þessum aðal- fundi og sjá um annan þátt í sýn- ingunni á honum. Albert bað nefnilega fundarmenn að standa upp, alla sem einn, til þess að sýna samstöðu með stjórn og stjórn- endum fyrirtækisins. Þriðji þáttur kom í hlut „komp- anímannsins" og fulltrúans frá út- landinu, þar sem hann útlistaði fyrir fundarmönnum hversu vel kynnt fyrirtæki Hafskip væri í Evrópu og svo hreytti hann ein- hverjum skít í HP. Fjórði þáttur kom í hlut Guð- Verkfall sjómanna í Reykjavík eftir G. Jakob Sigurðsson í grein um kjaradeilu sjó- manna í Reykjavík í Morgunblað- inu sl. laugardag segir formaður Sjómannafélags Reykjavíkur „Um þann fjölda báta, sem stöðv- ast hafa hvarflar ekki að mér að deila.“ Þetta er eðlileg og sjálf- sögð afstaða, þar sem engir bátar hafa stöðvast vegna verkfallsins. Formaðurinn viðurkennir þetta reyndar, og nefnir eina skýringu, þ.e. að skráðir hafi verið fleiri menn á aukahlut en venjulega. Þetta mun eiga við um 2—3 menn í mesta lagi, en að þeir hafi feng- ið þriggja mánaða uppsagnar- frest tel ég útilokað, þar eð í samningum segir: „Heimilt er að samningatími skipverja sé ákveð- inn við ráðningu," og það er auð- vitað gert við svo sérstakar að- stæður. Veigameiri ástæður til þess að bátar hafa ekki stöðvast eru að flestir þeirra stunda nú veiðar, þar sem áhöfnin er tómir yfir- menn, t.d. rækjuveiðar o.fl., og að loðnuflotinn er bundinn hvort sem er. Það var því engan báta- flota hægt að stöðva með verk- falli háseta á þessum tíma. Guðmundur segir, að sú full- yrðing mín sé „röng“, að verið sé að fara fram á sérréttindi um- fram það, sem flestir sjómenn á iandinu búi við nú. Rétt á eftir segir hann réttilega, að deilan snúist fyrst og fremst um að fá fram starfsaldurshækkun Iauna,“ sem engir fiskimenn á Islandi njóti nú nema vestfirskir sjómenn.“ Mótsögnin er alveg fullnægjandi. Hann telur það bera vott um sérstaka „mannfyrirlitningu" af minni hálfu gagnvart eldri sjó- mönnum, að hafa ekki fallist á starfsaldurshækkun nú. Svona dylgjur og aðrar um að ég hafi verið að gera lítið úr hæfni og dugnaði sjómanna, er ómerki- legur tilbúningur, sem ekki á heima í umræðu um alvarleg mál. Á hitt verður hinsvegar að benda, að ef starfsaldurshækkun á að koma eftir eins árs starf, eins og krafist er, og hækka svo áfram eftir þrjú og fimm ár, verður flestum sjómönnum greidd þessi hækkun strax. Útgerðin telur sig ekki hafa efni á því miðað við núverandi aðstæður, þegar marg- ir eru að þrotum komnir, og aðrir halda sér gangandi með sívax- andi skuldasöfnun. Önnur aðalkrafan er sögð vera um lengingu uppsagnarfrests í 1 mánuð. Þennan uppsagnarfrest hafa engir hásetar á fiskiskipum, en á 2—3 stöðum hefir þó verið samið um 2 vikur. Þessi krafa er því líka um sérkjarabætur um- fram það, sem aðrir hafa. Athyglisvert er, að Guðmundur telur nú, að verkfallið snúist að- eins um þessar tvær kröfur, og virðist því að fallið hafi verið frá hinum átta, sem fram voru settar í upphafi, og er það góðs viti. Þeirri spurningu er varpað fram, hversvegna Útvegsmanna- félag Reykjavíkur hafi vísað þessari deilu til Landssambands ísl. útvegsmanna. Því er auðsvar- að. í heildarsamningum LlÚ og Sjómannasambands íslands fer samninganefnd LÍÚ með umboð fyrir flestöll félög útgerðar- manna á landinu. Það er eindreg- in skoðun allra félaga í Útvegs- mannafélagi Reykjavíkur, sem um það hafa tjáð sig, að LÍÚ ann- arsvegar og Sjómannasambandið hinsvegar eigi að ráða samning- um til lykta. Raunar fara hags- munir þessara tveggja sambanda miklu oftar saman en ekki, og best gæti ég trúað, að Sjómanna- sambandinu sé það áhugamál, engu síður en LÍÚ, að samningar, sem það gerir, séu teknir alvar- lega og haldnir, í stað þess að vera brotnir niður með skæru- hernaði. Sannarlega er það ekk- ert brot á lýðræði, eins og grein- arhöfundi verður tíðrætt um, þótt samninganefndir, sem kosn- ar eru á almennum félagsfund- um, til þess að gera samninga, framkvæmi það, sem þeim er fal- ið, og standi við það. Ef það á að verða sjálfsagður hlutur, að fá- einir menn í einstökum félögum geti bara fellt heildarsamningana og fengið í hvelli verulegar við- bætur, verður heldur lítið úr öllu skipulaginu. Staðhæfing Guðmundar Hall- varðssonar um það, að innan stjórnar LÍÚ séu „menn, sem hafa um langan tíma helst viljað ganga af reykvískri útgerð dauðri" er svo fjarstæðukennd og langt frá öllum sanni, að jafnvel á alvörutímum hljóta menn að brosa að svona barnalegum til- raunum til að rjúfa samstöðu innan LÍÚ. Að hinu mætti spyrja, hvort verið sé sérstaklega að gæta hagsmuna hásetanna á þessum 6—7 skuttogurum í Reykjavík með því að neyða þá eina saman til þess að taka á sig svo langt og kostnaðarsamt verkfall til að knýja fram réttindi, sem svo er ætlunin að færa yfir á alla hina, þeim að kostnaðarlausu. Svona mál er auðvitað miklu eðlilegra að taka fyrir í samningaviðræð- um heildarsamtakanna. Umræður hafa að undanförnu orðið um lengingu uppsagnar- frests starfsfólks í fiskvinnslu, og hafa fallið allkröftug ummæli um hnefahögg og fleira ljótt, sem at- vinnurekendur og stjórnmála- menn eiga að hafa aðhafst í því sambandi. Sjómannaverkfallið hefir nú neytt atvinnurekendur NORRÆNI þýðingarsjóðurinn veitir á þessu ári rösklega 1,8 milljón danskra króna (jafnvirði um 6,8 milljóna íslenskra króna) í styrki til þýðinga á ritverkum af einu Norður- landamáli yfir á annað. Á fundi úthlutunarnefndar sjóðsins í Stokkhólmi dagana 10.—12. maí sl. voru afgreiddar 152 umsóknir um styrki, samtals að upphæð 3,7 milljónir danskra króna. Samþykkt var að veita 72 styrki að upphæð 833 þúsund danskar krónur. Nokkrir þeirra koma í hlut íslenskra forlaga eða varða íslensk rit. Samþykkt var að veita 4.000 d.kr. til að þýða yfir á dönsku rit Þráins Bertelssonar Hundrað ára afmælið, og er það Forlaget Ses- am, sem þann stuðning hlýtur. Kustannusosakeythiö Otava í Finnlandi fær 5.000 d.kr. til að til þess að segja upp nokkur hundruð manns með lágmarks fyrirvara. Þeir hljóta að verða enn þá tregari til að lengja frest- inn, þegar sjómannafélagið stöðvar hráefnisöflun þeirra og þar með allan rekstur svo skyndi- lega sem nú er gert, þvert ofan í alla samninga. Það eru því ekki bara atvinnurekendur, sem valda öryggisleysi fiskvinnslufólks. Hver reiddi fram hnefahöggið í þetta skiptið og framdi annan þann verknað í garð fiskvinnslu- fólks, sbr. forsíðu Þjóðviljans á fimmtudaginn, sem ég af tepru- skap læt ógert að nefna að sinni. Höfundur er formadur Útrega- mannafélags Reykjavíkur. láta þýða rit Njarðar P. Njarðvík Dauðamenn yfir á finnsku. Mál og menning fær 25.000 d.kr. til að láta þýða rit Leonoru Christina Grevinde Leonara Christinas Jammers Minde úr dönsku yfir á íslensku. Samtíminn hf. fær 12.000 d.kr. til að láta þýða rit eftir R. Ambjörnsson og Áant Elzinga Tradition och revolution úr dönsku á íslensku. Setberg fær 35.000 d.kr. til að láta þýða Po hjarma úr dönsku yfir á íslensku. Fripress Bokförlag fær 18.000 d.kr. styrk til að láta þýða Riddara hringstigans eftir Einar Má Guð- mundsson yfir á sænsku og Tid- skriften Rallarros fær 10.000 d.kr. til að láta þýða úr færeysku yfir á íslensku og sænsku rit Bengt Berg og Per Helge Atlantisk temanum er (Island, Færöerne). Norræni þýðingarsjóðurinn: Þrjú íslensk rit fá þýðingarstyrk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.