Morgunblaðið - 12.06.1985, Page 27

Morgunblaðið - 12.06.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. JÚNl 1985 27 I stuttu máli Noregur: Lama verkföll olíuboranir? Ósló, ll.júní. AP. SÁTTASEMJARI ríkisins, Björn Haug, tilkynnti í dag, að hann mundi á næstu dögum gera loka- tilraun til að leysa launadeilu starfsmanna á hreyfanlegum olíuborpöllum í Norðursjó. Beri sáttatilraunin ekki árangur, hefst verkfall starfsmannanna í viku- lokin. Haug hefur kvatt fulltrúa verkalýðsfélags starfsmann- anna á sinn fund, en innan vé- banda þess eru 1200 félags- menn, sem kjaradeilan snertir. Á miðvikudaginn í síðustu viku var haldinn árangurslaus sáttafundur í kjaradeilu þess- ari. Félagið hefur farið fram á stuðningsaðgerðir starfs- manna á borpöllum með fast aðsetur og hvatt til að öll bor- starfsemi verði stöðvuð 15., 17., 19. og 21. júní. Verði af samúðarverkfallinu, mun vinnudeilan ná til um 5.000 manns. Costa Rica: Óeirðir við sendiráð Nicaragua ( osU Kica, 11. júní. AP. UNGMENNI brutu rúður, og reyndu að ráðast inn í sendiráð Nicaragua í dag í mótmælaskyni við dauða tveggja þjóðvarðliða frá Costa Rica sem felldir voru úr launsátri skammt frá landa- mærum Nicaragua 31. maí sl. Stjórn Nicaragua hefur vís- að á bug ásökunum um að her landsins hafi staðið á bak við launsátrið. Mótmælaaðgerðirnar, sem um hundrað ungmenni tóku þátt í, fóru í fyrstu friðsamlega fram, en fóru síðan úr böndun- um. Kröfðust mótmælendurnir þess m.a. að sendiherra Nicar- agua á Costa Rica yfirgæfi landið. Yfir 117 þús. Peking-búar sjálfra sín Peking, 10. jnní. AP. YFIR 117 þúsund af íbúum Pek- ing, höfuðborgar Kína, vinna nú sjálfstætt, eða um 400 sinnum fleiri en fyrir sex árum, að því er sagði í frétt frá stjórnvöldum í dag. Flestir þeirra, sem eru sjálfra sín, vinna við veitinga- rekstur, verslun, handiðnir, viðgerðir, þjónustu, fatagerð og flutninga, að sögn hinnar opinberu Xinhua-fréttastofu. U.þ.b. þriðjungur ofantal- inna starfar við götusölu, selur ávexti, grænmeti og smávöru til heimilishalds, „og hefur að undanförnu átt drjúgan þátt í að draga úr ávaxtaskorti í borginni", sagði í fréttinni. Sjálfsmennska var að heita mátti bönnuð meðan á menn- ingarbyltingunni stóð 1906—76, og í umrótinu, sem varð á þeim áratug, var mark- aðskerfið kallað öllum illum nöfnum. HUGBÚNAÐINN hvar sem hann eraó finna! Þessari auglýsingu er ekki æ'tlað að sannfæra þig um að Skrifstofuvélar eigi undantekningarlaust besta og heppileg- asta hugbúnaðinn. En hún er eindregin hvatning til bín um að velja hugbúnað af ýtrustu kostgæfni og kaupa einungis bað besta - hjá okkur eða öðrum. Tölvudeild okkar er vel í stakk búin til bess að ráðleggja bér um val á hugbúnaði. Þar vinna sérfræöingar í ráðgjafar- og bjónustustörfum, kerfisfræðingar og tölvunarfræðingar sem velja allan bann hugbúnað sem Skrifstofuvélar hafa á boðstólum. Þeir vita að rangur hugbúnaðurgetur hreinlega skaðað rekstur fyrirtækis bíns á sama hátt og réttur hugbúnaður er bví ómetanleg lyftistöng. Tölvudeild Skrifstofuvéla hefur mótað ákveðna stefnu um ráðgjöf og þjónustu á sviði hugbúnaðar. Sú stefna er mörkuð með bað að leiðarljósi að eiga sem oftast samleið með íslenskum fyrirtækium í tölvuhugleiðingum. HUCBÚNAÐUR 0KKAR FYRIR PC-TÖLVUR: Microsoft Multlplan Kerfi til áætlunargerðar og útreikninga. Með þessu forriti framkvæmirðu utreikninga sem áður tóku e.t.v. nokkra daga á nokkrum minútum. verð kr. 8.800 Chart Petta forrit setur talnauppiysingar fram i myndrænu formi og getur lesið talnarunur beint úr Multiplan og öðrum forritum. Tekur alla islenska stafi. verð kr. 10:150 Word Ritvinnslukerfi eins og þau verða best. leiðréttingar, breytingar, leit, og að sjálfsðgðu ritunin sjálf eai leikur einn verð kr. 16.800 Project Verkáættunarkerfi, ómissandi fyrir þá sem vi|ja láta hlutina ganga upp á réttum tima Hægt að siá á stundinni hvernig verk stendur. ásamt kostnaðaryfirliti Komi upp óvæntir hlutir, eins og verkföll, fridagar o.s.frv., sér forritiö um að endurreikna allt á augnabliki og koma með nýja stöðu. Verð kr. 11.500 Öll forritin frá Microsoft geta unnið saman ef öskað er Skrifstofuvélar hf. eru einkaumboðsaðili á Islandi fyrir Mlcrosoft og Ashton Tate Ashton Tate Framework Fimm forrit ofin saman i eina heild; áætlanagerð. ritvinnsla, graphics, gagnagrunnur og samskiptaforrit. öll forritin geta unnið saman eða siálfstætt á miklum hraða. Tekur alla islenska stafi. Verð kr. 28.900 dBASE III Gagnagrunnsforrit til að skrifa i forrit. Byggt á dBASE ll sem ffá upphafi hefur verið mest selda forritsinnar tegundar i heiminum. Cevsiöflugt og auðlært forrit. Sérhannað fyrir hina nyju kvnslóð 16 bita tölva. verð kr. 27.000 íslensk forrit Að sjálfsögðu bjóðum við einnig hin hefðbundnu viðskiptaforrit, svo sem: • Fjárhagsbókhald • Sölubókhald • Vlðsklptamannabókhald • Launabókhald • Birgðabókhald ásamt sérhönnuðum hugbúnaði fvrir: • utreikninga á framlegð • Tollskýrslugerð og verðútrelknlnga • Lækna, lögfræðinga o.fl. starfsstéttlr Hugbúnaðurinn skiptir höfuðmáli! SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Jjjg Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377 Auglýsjngaþjónustan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.