Morgunblaðið - 12.06.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 12.06.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR12. JÚNÍ1985 Afstaða efri deildar Alþingis: Þjóðaratkvæði um bjórinn Neðri deild á völina og kvölina Kfri deild var mikilvirk á kvöld- fundi sL mánudag, sem stóð fram yfir klukkan eitt að nóttu. Tvenn lög vóru sett: 1) Um veitingu ríkis- borgararéttar til 30 „nýrra“ ís- lendinga og 2) Barnalög. Frumvarp að jarðræktarlögum gekk til neðri deildar. Frumvarp um stálvölsun- arverksmiðju (heimild til veitingar sjálfskuldarábyrgðar ríkissjóðs á láni allt að 1,55 millj. Bandaríkja- dala gegn veðum sem fjármála- ráðherra metur nægileg) var af- greitt til þriðju umræðu og á eftir að fara til neðri deildar. Tillaga til þingsályktunar um sölu „Gullaug- ans“ (Grænmetisverzlun landbún- aðarins) var afgreidd til neðri deildar. Frumvarp um húsnæðis- skatta, þ.e. 1 % gjald á söluskatts- stofn, var samþykkt til þriðju um- ræðu sem og frumvarp um greiðslujöfnun fasteignaveðlána, bæði komin frá neðri deild. Ann- arri umræðu um útvarpslög var frestað til næsta dags. — Á sama tíma fór fram umræða í neðri deild um Byggðastofnun, sem bar öll einkenni málþófs. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær var frávísunartillaga Helga Seljan (Abl.) og Haraldar Ólafssonar (F) á bjórfrumvarpið felld með 11:6 atkvæðum. Hins- vegar var samþykkt tillaga frá Ragnari Arnalds (Abl.) og fleiri þingmönnum um þjóðaratkvæði um málið. Málið gengur því, að lokinni þriðju umræðu í efri deild, á ný til neðri deildar, sem áður hafði fellt tillögu um sama efni. Deildin á um þrjá kosti að ræða: Fallast á þjóðaratkvæði, þrátt fyrir fyrir afstöðu, sem sýnizt eini kosturinn til af- greiðslu málsins af hálfu þings- ins úr því sem komið er, 2) fella á ný út úr frumvarpinu ákvæði um þjóðaratkvæði, sem þýðir væntanlega að málið fær ekki fullnaðarafgreiðslu, 3) láta mál- ið „sofna" í framhaldsmeðferð. • Eyjólfur Konráð Jónsson (S) mælti fyrir meirihlutaáliti, fjög- urra af sjö nefndarmönnum í allsherjarnefnd, er lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt. • Eiður Guðnason (A), einn meirihlutamanna stóð jafnframt að tillögu um þjóðaratkvæði, en kvaðst styðja frumvarpið óbreytt að þeirri tillögu felldri. • Ragnar Arnalds (Ábl.) kvað eðlilegt að viðhafa þjóðarat- kvæði, vegna hefðar um almenn- ar atkvæðagreiðslur um áfeng- ismál og vegna þess hve mjótt væri á munum í afstöðu þing- deildarinnar með og móti frum- varpinu. Hann sagði jafnframt að hann teldi ekki ástæðu til að hafa aðrar reglur um sölu bjórs en annars áfengis. Hann styddi því efnisatriði frumvarpsins en vildi gefa fólki kost á að taka afstöðu til málsins í þjóðarat- kvæði. • Haraldur Ólafsson (F) kvað frumvarpið ekki standa til minni áfengisneyzlu né minni skaðsemi hennar vegna og því bæri að vísa því frá. • Björn Dagbjartsson (S) sagði neðri deild þegar hafa fellt til- lögu um þjóðaratkvæði. Sam- þykkt slíkrar tillögu í efri deild sýndist því tilraun til þing- inanna til að hliðra sér hjá að greiða atkvæði um efnisatriði frumvarpsins sjálfs. Kristín Ástgeirsdóttir (Kvl.) sagði söguleg, siðferðileg og heil- brigðisleg rök mæla gegn bjór- frumvarpinu. Sannfæring sín stæði til andstöðu við það. Helgi Seljan (Abl.) vitnaði m.a. til umsagnar sérfræðinga um áfengismál, sem samdóma stæðu gegn bjórsölu. Eiður Guðnason (A) taldi and- stæðinga bjórs fremur una ákvörðun um bjór í þjóðarat- kvæði en naumri samþykkt hans á þingi. Árni Johnsen (S) óttaðist að sala áfengs bjórs þýddi aukna drykkju unglinga og aukna drykkju á vinnustöðum. Hann stóð að tillögu um þjóðarat- kvæði. Jón Ilelgason (F) kvað al- menna andstöðu við bjórinn vera vaxandi. Óvíst um framgang út- varpslagafrumvarpsins Stuðningur Alþýðuflokks er skilyrtur ÚTVARPSLAGAFRUMVARPIÐ kom til annarrar umræðu í efri deild í g*r, en ekki tókst að Ijúka henni áður en fundi var slitið. Menntamálanefnd deildarinnar klofnaði í fernt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Kristín Ást- geirsdóttir (K), mun greiða atkvæði gegn því, ef ekki verða á því veigamiklar breytingar. Ragnar Arnalds (Abl.), leggur til að fnimvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Árni Johnsen (S), og Har- aldur Ólafsson mæla með samþykkt þess, en sá síðastnefndi flytur breyt- .ngartillögu sem skerðir rétt útvarpsstöðva til auglýsingatekna, miðað við það sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Eiður Guðnason (A), flytur ásamt Karli Steinari Guðnasyni (A), nokkrar breytingartillögur, en þeir munu greiða atkvæði gegn frumvarpinu, ef þær ná ekki fram að ganga. menn Kvennalistans óttast að ef Breytingartillaga Haraldar ólafssonar, gerir ráð fyrir að ef útsendingum útvarpsstöðva er þannig háttað að einungis notend- ur með sérstakan útbúnað geta n£ð þeim þá sé stöðvunum óheim- ilt að birta auglýsingar í dagskrá. Efnislega er tillagan nær sam- hljóða upprunalegri grein frum- varpsins, þegar það var lagt fyrir neðri deild. í meðförum neðri deildar tók greinin þeim breyting- um að ekki eru settar skorður við auglýsingum í útvarpsstöðvum, enda verði þær skýrt afmarkaðar í dagskrá. Útvarpsréttarnefnd ákveður gjaldskrá. Eiður Guðna- son og Karl Steinar Guðnason, flytja einnig breytingartillögu um auglýsingar, en hún skerðir ekki rétt útvarpsstöðvanna í þessu efni. Þingmenn Bandalags jafnaðar- manna, Stefán Benediktsson og Kolbrún Jónsdóttir, eru og með tillögu til breytinga, en þau leggja til að stöðvarnar ákveði sjálfar gjaldskrá auglýsinga. I nefndaráliti sínu, undirstrikar Kristín Ástgeirsdóttir, þá skoðun Kvennalistans að besta leiðin til að bregðast við breytingum og nýjungum sé að breyta skipulagi Ríkisútvarpsins. Þá er varað við að hætta sé á að helsti tekjustofn Ríkisútvarpsins skerðist verulega, fái aðrir sem reka útvarpsstöðvar rétt til að birta auglýsingar. Þing- frumvarpið verður samþykkt óbreytt grafi það undan ríkis- fjölmiðlunum, „og verði til þess að fjársterkir aðilar fari með sigur að hólmi í frumskógi samkeppn- innar sem eflaust mun fylgja í kjölfarið. Reynslan erlendis sýnir að margir eru kallaðir en fáir út- valdir. Það er „frelsi" peninganna sem heldur velli .. “ Ragnar Amalds, Alþýðubanda- lagi, taldi í umræðum i gær þegar hann mælti fyrir áliti sínu að Sjálfstæðisflokkurinn væri að reyna að þvinga fram samþykkt nýrra útvarpslaga. Hann gerði einnig að umtalsefni afgreiðslu fyrri deildar á frumvarpinu og benti á að aðeins 16 þingmenn af 40 hefðu greitt því atkvæði. í áliti sínu leggur þingmaðurinn áherslu á stefnu Alþýðubandalagsins í út- varpsmálum. Efla beri ríkisút- varpið, en afnema einkarétt þess, þó þannig að aðeins samtök sem sérstaklega eru til þess stofnuð, fái heimild til útvarpsrekstrar. Aðeins Ríkisútvarpið á að hafa heimild til að birta auglýsingar, dreifikerfi á að vera í opinberri eign og að lokum er lögð áhersla á gerð innlends efnis. Þingmenn stjórnarflokkanna, Eyjólfur Konráð Jónsson, Árni Johnsen og Haraldur ólafsson, standa að sameiginlegu nefndar- áliti, en eins og áður hefur komið fram flytur Haraldur breytingar- tillögu. Þrímenningarnir eru sam- mála um að boðveitur, er flytja útvarpsefni skuli vera í eigu opinberra aðila, annað hvort Pósts og síma eða sveitarféiaga. Þá seg- ir: „Það er mikilvægt að skýrt sé tekið fram að útsent efni sé á ís- lensku eða með íslenskum texta, og sé þar fylgt sömu reglu og Ríkisútvarpið, fer eftir í dagskrá sinni. (Menntamálaráðherra hefur samþykkt að ákvæði þessa efnis verði sett inn í reglugerð, innsk, Mbl.) Ætla verður að fyrirhuguð út- varpsréttarnefnd fái víðtækt um- boð samkvæmt reglugerð til þess að fylgjast með framkvæmd frum- varpsins ef að lögum verður og leggi fram innan þriggja ára hugmyndir að nýjum útvarpslög- um, þar sem tekið verði tillit til fenginnar reynslu af rýmkaðri út- varpsstarfsemi." Eiður Guðnason, sagði í umræð- unum, en hann skilar séráliti, að unnt hefði verið að ná víðtæku samkomulagi í deildinni, ef ekki hefði komið til stífni þingmanna Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd, sem vildu engu breyta. Ýmsir annmarkar eru á frumvarpinu og sumar greinar hreinlega standast ekki að mati þingmannsins. í áliti sínu getur þingmaðurinn þess að hann hafi gert óformlega tillögu um að níu manna nefnd allra þingflokka vinni að málinu í sumar og leggi fram nýtt frum- varp 1 haust, sem síðan yrði af- greitt í nóvember. Þessi tillaga hlaut ekki hljómgrunn. Eiður Guðnason leggur fram nokkrar breytingartillögur, þar á meðal um að lækka menningarsjóðsgjald úr 10% í 4% af auglýsingum út- varpsstöðva. Þá eru viðamiklar viðaukatillögur um ákvæði til bráðabirgða, er snerta eignarhald boðveitna, sem skulu samkvæmt því vera í eigu sveitarfélaga. Stefán Benediktsson og Kolbrún Jónsdóttir bera fram tillögur til - breytinga meðal annars um að út- varpsréttarnefnd skuli ekki starfa heldur komi hvarvetna mennta- málaráðherra, þar sem stendur útvarpsréttarnefnd. Stuttar þingfréttir Ný lög frá Alþingi I gær var samþykkt sem lög frá Alþingi, heimild iðnaðar- ráðherra til að selja Þörunga- vinnsluna á Reykhólum. Þá voru einnig samþykktar breyt- ingar á gildandi orkulögum, en þar er ráðherra heimilað að stofna hlutafélag er hafi það að markmiði að markaðsfæra erlendis þá þekkingu sem Orkustofnun ræður yfir á sviði jarðhitamála, vatnsorkurann- sókna og áætlunargerðar í orkumálum. Tvenn önnur lög voru sett, annars vegar um veitinga- og gististaði og um ríkislögmann. Gegn lögverndun Meirihluti menntamála- nefndar neðri deildar hefur skilað áliti á frumvarpi um lögverndun á starfsheiti kenn- ara og leggur hann til að því verði vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Bent er á að nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins vinni að því að kanna með hvaða hætti unnt sé að ná sam- komulagi við kennarasamtökin um hvað felast skuli í frum- varpi um lögverndun á starfs- heiti kennara, án þess að skóla- starfi í landinu verði stefnt í hættu vegna kennaraskorts. Að áliti meirihlutans standa Halldór Blöndal, ólafur G. Einarsson, Birgir Isleifur Gunnarsson og ólafur Þ. Þórð- arson. Minnihluti hefur þegar mælt með samþykkt frum- varpsins og telur að með því sé komið til móts við réttmætar kröfur kennara. Gullaugaö selt Efri deild samþykkti síðast- liðinn mánudag þingsályktun- artillögu um sölu Gullaugans og var henni vísað til neðri deildar. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að selja Gullaugað í samráði við bændasamtökin. Hreinum söluhagnaði verði varið til styrktar landbúnaðin- um eftir ákvörðun Alþingis." Rétt skil afurðasölufyrirtækja Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar styður tillögu til þingsályktunar um rétt skil af- urðasölufyrirtækja til bænda. Þar er ríkisstjórninni falið að hlutast til um að afurðasölu- og verslunarfyrirtæki, sem ekki hafa á undanförnum árum staðið bændum full skil á grundvallarverði afurða, geri það nú þegar, ásamt vöxtum og verðbótum. Ef dráttur verður á greiðslu, er lagt til að bændum verði veitt gjafasókn ef þeir hyggjast reyna að ná rétti sín- um fram. Eyjólfur Konráð Jónsson er fyrsti flutnings- maður tillögunnar. Jón Kristjánsson, Fram- sóknarflokki, skilar séráliti og leggur til að tillagan verði felld. Fiskiðnskóli á Siglufirði ENN er ekki Ijóst hvort þingsályktunartillaga, sem samþykkt var fyrir nokkrum árum um stofnun fiskiðnskóla á SiglufirAi kemst í framkvæmd eAa ekki. Ýmislegt þarf aA athuga áAur en ákvörAun um stofnun skólans verAur tekin s.s. hvort þörf er á síikri stofnun, hve stór hún á að vera og lengd námstíma. Þetta kom fram í svari Ragnhildar Helgadóttur, menntamála- ráðherra við fyrirspurn tveggja þingmanna úr NorAurlandskjördæmi vestra, þeirra Ragnars Arnalds og Eyjólfs Konráðs Jónssonar í sameinuðu þingi í gær. í svari sínu gat ráðherra þess að Stefán ólafur Jónsson, starfsmað- ur ráðuneytisins hefði gert athug- un á þeim kostum sem fyrir hendi eru varðandi skóla á Siglufirði. Þar kom fram að skólinn yrði bæj- arfélaginu ávinningur og mögu- leiki væri á því að breyta Hótel Hvanneyri í skóla- og heimavist- arhús fyrir 30 til 40 nemendur. Hins vegar þarf að útvega aðstöðu til verknáms, þar eð hótelhúsið hentar ekki undir þá starfsemi, né starfandi fyrirtæki í fiskvinnslu, þó við þau verði höfð samvinna. Þá er ljóst að ekki er kostur á stundakennurum og því verður að fastráða kennara til skólans. Ragnhildur Helgadóttir sagði að leitað yrði samstarfs bæjar- stjórnar og Fiskifélags íslands um þessi mál. Auk þess sem að fram- an greinir er nauðsynlegt að kost- ir og gallar staðsetningar skólans, sérstaklega hvað varðar samgöng- ur, verði kannaðir, rekstrarkostn- aður og hlutdeild hans í endur- menntun fiskvinnslufólks sömu- leiðis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.