Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 37

Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1985 37 Ferðamannaþjónusta á Hellu Starfsfólk Cistihúss Mosfells á Hellu. Mosfell rekur gistihús, sumarhús og tjaldstæði Á UNDANFÖRNUM árum hefur ferðaþjónusta vaxið verulega á Hellu með starfsemi GLstihúss Mosfells. Aðsókn var góð á sl. ári og bókanir fyrir þetta sumar eru ágaetar. Á sl. ári bættist við fullkomið tjaldsvæði á bökkum Rangár. Mosfell hóf rekstur gistihúss 1975, þá með 6 herbergi á efri hæð verslunar og verksmiðju- húss. Nú eru þar 20 herbergi, sem góð nýting var á sl. ári af hópum ferðamanna á vegum ferða- skrifstofu Guðmundar Jónasson- ar, Úrvals o.fl. Einar Kristinsson hjá Mosfelli sagði að aðsókn hefði verið góð á sl. ári, gestir ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar væru fasta- gestir í gistihúsinu á hverju ári. Þeir dvelja i 7 daga í senn og fara dagsferðir frá Hellu. 90% gesta gistihússins eru út- lendingar en í sumarhúsunum, sem leigð eru út á tjaldsvæðinu á Rangárbökkum, er meira um ís- lendinga. Þau hafa notið mikilla vinsælda og til marks um það þá var þar fullt um hvítasunnuhelg- ina, allt íslendingar. Einar kvað bókanir vera ágæt- ar, eins og hann komst að orði, og það sýndi að útlitið væri gott, bæði hvað varðaði sumarhúsin og gistihúsið. Hann sagði það svo eiga eftir að koma í ljós hvort bókanir skiluðu sér eða ekki. Oft væri það raunin að færru kæmu en áætlað hefði verið þegar pant- að væri á haustin og bókanir gerðar. Einar sagði alla aðstöðu fyrir ferðamenn á Hellu vera mjög góða og hefði hún batnað mikið með tilkomu tjaldsvæðisins í fyrra og nú sundlaugarinnar sem opnuð var fyrr í vor. Tjaldsvæði Mosfells er á bökk- um Rangár neðan brúarinnar. Það er mjög vel búið og aðstaða öll hin fullkomnasta. Á svæðinu eru sumarhús til leigu og verða þau 10 talsins í sumar. Húsin eru af þremur stærðum, 10m2, 16m! og 26m'. Snyrtiaðstaða er mjög góð á svæðinu og aðstaða til matseldar er fyrir hendi og mjög góð. Stór skáli er á svæðinu fyrir gesti að snæða í og sem setustofa. Þar er bjart og vistlegt. Þessi að- staða á tjaldsvæðinu hefur verið í byggingu frá því í fyrra og er viðbót við ferðaþjónustu þeirra Mosfellsmanna. Texti og myndir: Sigurður Jónsson Sundlaugin vinsæl hjá börnum og unglingum Sundlaugin á Hellu nýtur vaxandi vinsælda og aðsókn að henni hefur verið góð frá því hún var opnuð snemma í vor. Að sögn annars baðvarðarins, íshildar Einarsdóttur, er laugin vinsæl hjá börnum og unglingum. Aðsókn fullorðinna sagði hún að færi vaxandi og margir kæmu í laugina klukkan sjö á morgnana, einnig væri nokkuð um að fólk úr sveitinni og ferðafólk nýtti sér þessa góðu aðstöðu. Innan tíðar verða settir upp heitir pottar og vaðlaug við laugina. Einar Kristinsson við sumarhúsin, sem Mosfell leigir út. Vignir, Helgi og Sigurður fyrir fram- an Grillskálann. • • „Ommukakó“ í Grillskálanum Grillskálinn á Hellu er sannarlega veitingastaður í þjóðbraut eins og eigendurnir Vignir Sigurbjarnarson og Aðalbjörg Jónsdóttir leggja áherslu á og bæta við að þetta sé eini staðurinn sem býður upp á ekta ömmukakó. Grillskálinn er liður í ferða- þjónustunni á Hellu og um marga rétti að velja hjá Vigni og sonum hans tveimur, Helga og Sigurði, sem aðstoða hann við reksturinn. „Við erum alltaf með ekta ömmu- kakó og hlaðborð og þetta gengur vel,“ sagði Vignir Sigurbjarnar- son. Hann lagði á þaö áherslu að að- staða ferðamanna á Hellu væri orðin mjög góð og fólk gæti fengið það sem það vildi á staðnum. Hann kvaðst bjartsýnn á sumarið og kvað það alltaf leggjast vel í sig eftir gott vor eins og nú hefði ver- ið. í Grillskálanum vinna 10—12 manns vfir sumartímann. Aöalstr»ti 4. Bankastrnti 7. Sumar í Herrahúsinu Mikiö úrval af sumarfatnaöi í Ijósum litum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.