Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 46

Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNl 1985 Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Geðyernd barna — eftir Helgu Hannesdóttur Meirihluti alvarlegra geðsjúk- dóma fullorðinsára á rætur sínar að rekja til bernskuára, nánar til- tekið til fyrstu 2ja—3ja æviára. Þetta tímabil hefur verið kallað fósturstig persónuleikans. Erfið- leikar, veikindi, miklar breytingar í lífi foreldra ungra barna, fátækt og hvers konar fyrirstaða eða hindrun á eðlilegum tilfinninga- samskiptum móður og barns á fyrstu ævimánuðum er eins og rauður þráður í sögu þeirra barna, sem síðar meir fá alvarleg geðræn vandamál. Enda þótt greinileg sjúkleg einkenni hafi verið til staðar allt frá frumbernsku tekst oftast lítið að gera fyrr en mörg- um árum seinna. Á seinni hluta 19. aldar óx víða áhugi manna á börnum og högum þeirra og þá fyrst var viðurkennd sú staðreynd, að æska og bernska væri þýðingarmikið tímabil til undirbúnings fullorðinsára. Upp úr síðustu aldamótum fór skiln- ingur manna vaxandi á þvi, að sálfræðilegur þroski barna skipti jafnmiklu máli og líkamlegur þroski þeirra. Rannsóknir á þroskaferli barna hafa sýnt fram á, að mannleg geta til að elska, læra og skilja er kom- in undir þroskamöguleikum barna fyrstu 18 ævimánuðina, en það tímabil hefur verið kallað hreyfi- skynjunartímabilið. Hreyfiskynj- unarþroskinn er talinn leggja grundvöll að vitsmunaþroska barna. Svo náið samband er á milli tilfinningaþroska og vits- munaþroska barna, að það virðist nánast samofið þroskaskeið. Geðvernd barna fjallar um allt það, sem stuðlar að því að við- halda andlegri vellíðan þeirra, koma í veg fyrir bráða sjúkdóma, lækna, greina og meðhöndla. í þrengri skilningi fjallar geðvernd eins og önnur heilsuvernd al- mennt um það, hvernig koma skuli í veg fyrir sjúkdóma. Fyrirbyggjandi aðgerðir í geðvernd barna Lýst hefur verið aðallega þrenns konar fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að draga úr algengi geðsjúk- dóma: 1. Fyrsta stigs fyrirbygging (geðvernd) dregur úr algengi með því að draga úr nýgengi og stuðla að almennu heil- brigði til að koma í veg fyrir sjúkdóma. 2. Ánnars stigs fyrirbygging (meðferð) dregur úr algengi með því að draga úr lengd sjúkdómstímabils. 3. Þriðja stigs fyrirbygging (endurhæfing) dregur einnig úr algengi með því að draga úr lengd sjúkdómstímabilsins. Nefna má sem dæmi um fyrsta stigs fyrirbyggjandi aðgerð þjón- ustu á meðgöngutímabili, sem beinist að því að reyna að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu eða fé- lagsleg hjálp við fjölskyldu, sem á við fjárhagserfiðleika að stríða. Dæmi um annars stigs fyrirbygg- ingu má nefna undirbúning barns fyrir skólagöngu til þess að draga úr neikvæðum áhrifum í huga barnsins áður en skólaganga byrj- ar. Einnig að uppgötva tímanlega börn sem eiga við námserfiðleika að stríða og veita þeim stuðn- ingskennslu sem fyrst. Til dæmis um þriðja stigs fyrirbyggjandi að- gerð má nefna undirbúning barns með heilaskaða fyrir skólagöngu. Áhættuhópar barna Að uppgötva áhættuhópa barna er sambiand af fyrsta og annars stigs fyrirbyggjandi aðgerðum. Æskilegast hlýtur að vera að reyna að koma í veg fyrir sjúk- leika og stytta sjúkdómstímabilið. Frekari rannsóknarvinna á þessu sviði væri æskileg og verja þyrfti meiri peningum og mannafla til þessa starfs hér á landi. Nokkrum áhættuhópum barna hefur verið veitt sérstök athygli. Börn þola illa allar breytingar, sérstaklega börn innan við 5 ára aldur. Aðskilnaður frá foreldrum veldur börnum gjarnan miklu álagi og erfiðleikum siðar meir, ef um langvarandi aðskilnað er að ræða. Einnig langvarandi veik- indi, tíðar sjúkrahúsinnlagnir, flutningar, alvarleg veikindi for- eldra eða dauði. Erfiðleikar barna eru oftast samtvinnaðir erfiðleik- um allra annarra fjölskyldumeð- lima og þess vegna eru þeir oft yfirséðir af foreldrum, vegna Helga Hannesdóttir „Ef mæður svara fljótt og reglubundið gráti barns fyrstu 3 ævimán- uðina eru meiri líkur á, að þessi sömu börn gráti minna næstu 3 ævimánuði. Jafnframt sýna þau börn meiri til- finningatjáningu við eins árs aldur, ef tilfinn- ingaleg svörun móður hefur verið skjót og reglubundin á fyrstu 3 ævimánuðum.“ þeirra eigin vanlíðunar. Foreldrar eru því oft ófærir um að sinna barninu, þegar það þarf mest á hjálp að halda og börnin sjálf leita ekki hjálpar, því börn gera sér enga grein fyrir tilfinningalegum vandamálum eða líkamlegri van- líðan. Fyrirbyggjandi aðgerðir á meðgöngutíma Fyrirbyggjandi aðgerðir á með- göngutíma hafa hlotið verðugan sess innan læknisfræðinnar á und- anförnum árum og eru líkur á, að þær dragi úr sjúkleika barna á margvíslegan hátt. Má t.d. nefna fyrirbyggjandi aðgerðir meðal mæðra, sem fá rauða hunda á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu. Áhersla á heilsusamlegt fæði á meðgöngutíma er mikilvægt. Sérhvern sjúkleika móður, sem getur haft áhrif á fæðingu barns, skiptir miklu máli að greina snemma, eins og t.d. of háan blóð- þrýsting. Tilfinningaleg líðan móður á meðgöngutíma og sál- rænn undirbúningur beggja for- eldra fyrir fæðingu hefur bæði læknisfræðilegt og sálfræðilegt gildi. Það virðist afar eðlilegt að beina athygli varðandi fyrirbyggj- andi aðgerðir i kringum fæðingu og að fyrstu ævimánuðum. Eins og málshátturinn segir „Því fyrr því betra“, bendir hann á þá stað- reynd, að meir sé hægt að gera því fyrr sem hafist er handa. Góð þjónusta við mæður á meögöngu- tíma skiptir miklu máli, bæði hvað varðar líkamlega heilsu móð- ur og fósturs og auk þess hefur það áhrif á síðari þroska barnsins eftir fæðingu. Fræðsla og upplýs- ingar fyrir verðandi foreldra um fæðingu, öndunar- og slökunaræf- ingar hafa dregið allverulega úr deyfilyfjagjöfum meðan á fæðingu stendur. Ef fæðing barns er eðli- leg og án deyfilyfjagjafar getur fæðingin haft áhrif á tengsla- myndun milli móður og barns á fyrstu ævimánuðum. Aðgerðir á fyrstu ævimánuðum Hegðun barns fyrstu 12—18 mánuðina einkennist aðallega af tvennu: Á fyrstu ævimánuðum af tengslamyndun og í lok þessa timabils af aðskilnaði. Hegð- unareinkenni barna fyrstu ævi- mánuðina eru einkum að gráta, að gripa, að horfa í kringum sig, að brosa og sjúga. Rannsóknir síð- ustu ára hafa lagt áherslu á það grundvallaratriði, að foreldrar virði og skynji þessa eiginleika barnsins og séu meðvitaðir um þá og svari barninu þegar í stað þegar það sýnir þessa hegðun til að stuðla að nánum tengslum milli foreldris og barns. Ef mæður svara fljótt og reglubundið gráti barns fyrstu 3 ævimánuðina eru meiri líkur á, að þessi sömu börn gráti minna næstu 3 ævimánuði. Jafnframt sýna þau börn meiri til- finningatjáningu við eins árs ald- ur, ef tilfinningaleg svörun móður hefur verið skjót og reglubundin á fyrstu 3 ævimánuðum. Ef foreldr- ar svara gráti barna óreglulega og seint eru meiri líkur á, að börn þeirra gráti oftar og meira að magni til, þegar þau gráta. Öll reglusemi mæðra og feðra í sam- skiptum við börn sín fyrstu ævi- mánuðina skiptir því verulegu máli. Brýtur þetta í bága við munnmælasagnir um, að því leng- ur sem barnið gráti, þeim mun hraustara verði það. Til þess að fyrirbyggjandi að- gerðir heppnist í frumbernsku þurfa aðgerðir að beinast í fyrsta lagi að meðgöngutíma, í öðru lagi að því að vernda tengslamyndun milli móður (föður) og barns og i þriðja lagi aö samhæfa aðgerðir beggja foreldra gagnvart börnum sínum allt frá frumbernsku. Að lokum þurfa fyrirbyggjandi að- gerðir að beinast að frumþörfum foreldra, t.d. ef um líkamlegt heilsuleysi foreldra er að ræða, fjárhagserfiðleika eða húsnæðis- vandamál þá þarf jafnframt að sinna því. FÖSTUDAG LAUGARDAG OG SUNNUDAG Forsala aógöngumióa frá kl.4 í dag í anddyri SÚLNASALAR GILDIHF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.