Morgunblaðið - 12.06.1985, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 12.06.1985, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNl 1985 mumnn 7/Eruð \>rja öll Sciman ?" ást er ... að yanya vel um baðið. TM Rea. U.S. Pat. Ofl.-all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate l>að eni spurt um þig, 008 HÖGNI HREKKVÍSI Bensíndropinn vandfund- inn frá Borgarnesi að Brú Önundur Jónsson skrifar: Þegar ekið er um landið og veð- ur er gott þá er það eitt sem víst er, að ferðaskapið er með og ekki af verri endanum. Vegir eru víða orðnir olíubornir eða malbikaðir, þannig að fararskjótinn líður áfram eins og i draumi. Fátt er skemmtilegra þegar svo við bætist að landið verður varla fegurra en einmitt þegar svona fallega viðr- ar. Á leiðinni er að finna margvís- legar þjónustumiðstöðvar sem hafa á boðstólum alla þá hluti sem hugurinn girnist, sælgæti svo að með eindæmum er og dettur manni stundum í hug að þarna sé að finna hrein og bein „sælgæt- ismagasín", bensínstöðvar svo margar að við liggur að þurfi að vanda sig til að komast á milli þeirra án þess að rekast utan í þær. Ein er þó undantekning þar á, en það er frá því að farið er frá Borgarnesi og alla leiðina norður i Brú í Hrútafirði. Þar er ekki bens- índropa að fá nema að taka á sig stóran krók frá alfaraleið. Bens- íntankur er jú við Dalsmynni, en þar er víst ekki afgreitt bensín nema stutta stund dag hvern og er opnunartíma að finna í hjörtum heimamanna í hvert og eitt sinn. Hreðavatnsskáli er hættur að vera sá áningarstaður þar sem hægt er að kaupa bensín. Er það mikill ókostur fyrir ferðamenn. Ég get ekki annað sagt en að öll þjónusta við ferðamenn sé með miklum ágætum, en það er að sjálfsögðu verðlagið sem gerir það mögulegt að hægt er að hafa svo mikla og fjölbreytilega þjónustu út um ailt land. Allir hlutir eru í raun og veru dýrir, stundum svo að óskiljaniegt er. Sem dæmi má nefna að í bensínstöðinni við þjóð- veginn á Blönduósi er til sölu harðfiskur í plastöskju, 100 grömm, mjög svo aðgengilegt og þægilegt að hafa í bifreið, en þessi 100 grömm kosta 200 krónur. Til samanburðar má nefna að í Reykjavík þaðan sem ég hef mitt verðskyn, kostar samsvarandi þungi af sömu vöru innan við 70 krónur. En allt á sinar skýringar, líklega er plastaskjan dýr í fram- leiðslu og erfitt að setja fiskinn í hana o.s.frv., o.s.frv. Þrátt fyrir dýran harðfisk og að langt sé í bensínið í Borgarfirðin- um þá held ég að einn besti kostur sem við íslendinar eigum sé að nota þá fáu en góðu sólardaga sem hér eru og ferðast um eigið land, en fara heldur i sólarlandaferðir og þvi um likt á þeim tíma sem skammdegi og haustrigningar hrjá okkar þreyttu sál. Það er ekki nauðsyn að fara svo langt í hvert eitt sinn. Það má fara skamma vegalengd og fá allt eins mikið út úr því eins og vera að aka kíló- metra í hundraðavís og verða þreyttur á langkeyrslunni. Miðaverðið mistök Aðstandendur Regnbogans og Skínanda höfðu samband við Morgunblaðið vegna athugasemd- ar Þóreyjar Jóhannsdóttur í Vel- vakanda: Varðandi fyrirspurn Þóreyjar Jóhannsdóttur um miðaverð á „Hvíta máva“ þá hefur miðaverð á íslenskar kvikmyndir verið tvöfalt venjulegt miðaverð. Það verð sem tíðkast á erlendar myndir er á bil- inu 110 til 130 krónur. í öðrum löndum tíðkast það gjarnan að þegar kvikmynd er bú- in að vera í sýningu í þó nokkurn tíma, er verðið lækkað jafnframt því sem kvikmyndin er þá færð í smærri sýningarsali. Svipuð ákvörðun var tekin varðandi „Hvíta máva“. í upphafi 10. sýningarviku var verðið, sem verið hafði til þess dags 250 krónur, lækkað niður í 190 krónur. Þessi breyting gekk í gildi þann dag sem auglýsing þess efnis birtist í Morgunblaðinu, 11. maí sl., sama dag og Þórey Jó- hannsdóttir fór í Regnbogann til að sjá myndina. Við aðstandendur Regnbogans og kvikmyndarinnar kunnum þá einu skýringu á þessu máli að miðasölustúlkan i Regnboganum hafi annaðhvort ekki frétt af breytingunni í tæka tíð eða selt á gamla verðinu af gömlum vana. I öllu falli vonum við að hér hafi verið um mistök að ræða og að fleiri slík hafi ekki orðið. Við biðj- um Þóreyju velvirðingar og biðj- um hana að vitja mismunarins í Regnboganum tafarlaust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.