Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 139. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins E1 Salvador: Lýsa ábyrgð á fjölda- morði Su Sahador. 22. júaf. AP. LÍTT þekkt skærulidasamtök vinstri manna í El Salvador, Mardoqueo Cruz, hafa lýst ábyrgð sinni á fjölda- morði því sem átti sér stað á úti- veitingastað í San Salvador í fyrra- dag. Þá skutu 10 menn klæddir ein- kennisbúningi stjórnarhersins í El Salvador 13 manns til bana, þar á meðal fjóra bandaríska hermenn. í tilkynningu skæruliða segir að fórnarlömbin hafi verið banda- rískir hernaðarráðgjafar og bandamenn þeirra. Jose Duarte, forseti E1 Salva- dors, sem kvað þjóðina harmi slegna yfir þessum atburði, vott- aði Bandaríkjamönnum samúð sina með því að hringja f Reagan Bandaríkjaforseta og vera við- staddur minningarathöfn um her- mennina fjóra áður en lík þeirra voru flutt með sérstakri flugvél flughersins til Bandaríkjanna. Sprenging í Briissel Brttaoel, 22. jání. AP. SPRENGJA, sem sprakk í dag í höf- uðstöðvum vestur-þýska efnafyrir- tækisins Bayer í Briissel, olli nokkru tjóni á anddyri byggingarinnar, en engan sakaði að sögn belgísku lög- reglunnar. Hafa óþekkt umhverfisvernd- arsamtök, sem kenna sig við frið- arbaráttu, lýst á hendur sér ábyrgð á sprengingunni. Maður, sem ekki vildi segja til nafns, hringdi í AP-fréttastofuna og kvað samtökin hafa komið sprengjunni fyrir í ruslakörfu í aðalbyggingunni til að mótmæla losun úrgangsefna á vegum Bayer í Norðursjó, og aðgerðum fyrir- tækisins gegn umhverfisverndar- samtökum Grænfriðunga. írakar hrinda sókn írana Budad, írak. 22. iúní AP ÍRAKAR skýrdu frá því í dag að þeir hefðu hrundið sókn frana á suður- hluta víglínunnar, og fellt um 200 íranska hermenn. Talsmaður íraka vísaði einnig á bug fréttum frana um að þeir hafi náð frumkvæði í stríðinu og unnið mikla hersigra að undanförnu. Sagði talsmaðurinn að tilgangur frana með þessum staðhæfingum væri greinilega að reyna að bæta andann í herbúðum þeirra og hvetja hermenn sína til dáða. Morgunbladið/RAX Sumar á Húsavík Discovery: Tilraun með leysi-geisla ber árangur KauTenlbörta. 22. jiof. AP. FERÐ bandarísku geimferjunnar Discovery gengur að óskum. f morgun voru geimfararnir að reyna að ná um borð gervihnettinum Spartan, sem þeir komu sjálfir á braut umhverfis jörðu í því skyni að afla upplýsinga um svonefnd „svarthol" í miðri Vetrarbrautinni, sem lengi hafa verið vísinda- mönnum mikil ráðgáta. í gær gerðu geimfararnir til- raun með leysigeisla og er það liður í rannsóknum Bandarikja- manna á möguleikum varnar- kerfis í geimnum. Spegill var settur í einn glugga geimferjunn- ar og leysigeisli sendur frá jörðu til að leita ferjuna uppi. Átti til- raunin að sýna hvernig ljósgeisl- inn dreifist á ferð sinni gegnum gufuhvolfið og hvaða leiðrétt- ingar þurfi að gera til að koma í veg fyrir að geislinn brotni og dreifist. Að sögn geimferðayfir-. valda á Kanaveralhöfða varð til- raunin árangursrík og því fallið frá því að endurtaka hana í dag. Tveir útlendingar eru um borð í geimferjunni. Annar þeirra er Frakkinn Patrick Baudry, sem vinnur að rannsóknum á áhrifum þyngdarleysis á mannslíkamann. Hinn er Salman Al Saud, soldán frá Saudi-Arabíu, bróðursonur Fahd konungs. Hann hefur m.a. tekið myndir af heimalandi sínu frá geimferjunni. t>ær gætu leitt í ljós nýjar auðlindir undir yfir- borði jarðar. Lausn á gísladeiluiini ekki í sjónmáli: Bandarískar herþot- ur á flugi yfir Beirút Beirút, 22. júnf. AP. ÓÞEKKTAR herþotur flugu yfir Beirút árla í morgun og fullyrðir út- varpsstöð kristinna manna, að þar hafi verið á ferð bandarískar orr- ustuþotur af gerðinni F-14, sem komið hafi frá flugmóðurskipi ei staðsett sé 8 km undan strönd Líb anons. Fjörutíu Bandaríkjamenn eru enn gíslar flugræningjanna, sem rændu farþegaþotu bandaríska flugfélagsins TWA á leiðinni frá Aþenu til Rómar fyrir röskri viku. Eru 37 þeirra í haldi víðs vegar í Beirút og nágrenni, en þrír úr áhöfn vélarinnar eru í gíslingu í stjómklefa þotunnar á flugvellin- um í Beirút. Tilraunir til að fá fólkið látið laust hafa enn engan árangur borið. Vonir voru í gær bundnar við að tveir gíslanna, sem talið er að séu heilsutæpir, yrðu látnir lausir, en af þvi hefur ekki orðið. Ræningjarnir krefjast þess að um 770 líbanskir fangar í lsrael, sem flestir eru shítar, verði látnir lausir í skiptum fyrir Bandaríkja- mennina. ísraelsstjórn segist hafa ■ hyggju að láta fangana lausa þegar ástandið er orðið eðlilegt, en ekki fyrir þvinganir. Hernaðaryfirvöld í Beirút hafs ekki staðfest, að þoturnar hafi verið bandarískar. Algengt er, af herþotur ísraela fljúgi eftirlits- flug yfir Líbanon. Hins vegar hafa líbönsk hernaðaryfirvöld viður- kennt, að bandarískt flugmóð- urskip hafi fært sig nær strönd landsins, en segja að þau séu enn utan lögsögunnar. Bandaríska sendiráðið í Beirút hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um mál þetta. Mafíufélagar handteknir Kóm.borg, 22. júni. AP. ÍTALSKA lögreglan handtók í gær 107 manns, sem gninaðir eru um að eiga aðild að mafíunni. Er þetta liður í þeirri viðleitni yfirvalda að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi á Ítalíu. Mennirnir voru handteknir víðs vegar á Ítalíu, en lögreglan leitar nú 43 í viðbót sem riðnir eru við mafíuna. Meðal hinna handteknu voru Eduardo Form- isano, sem er fyrrverandi borg- arráðsmaður i Róm og félagi i ítölsku nýfasistahreyfingunni, og Vincenzo Femia, sem sakaður er um að hafa ætlað að ræna brasilísku knattspyrnustjörn- unni Paulo Roberto Falcao.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.