Morgunblaðið - 14.07.1985, Side 36

Morgunblaðið - 14.07.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 Blandaður kór frá Tinn heimsækir ísland í ágúst eftir Ivar Orgland Síðan 1950 hefur Austbygde og Atrá songkor starfað i héraðinu Tinn á Þelamörk í Noregi. 1 þess- um kór syngja konur og karlar frá þeim tveimur sveitalögum í Tinn: Austbygde og Atrá, en Nils Hauk- aas er stjórnandi kórsins. Kórinn heldur æfingar yfir veturinn, en syngur við sérstök tækifæri á sumrin, ekki aðeins heima fyrir, en líka víðar, þar sem nefna mætti stóriðnaðarbæinn Rjukan — fyrirbæri, sem við víkjum að seinna. Kórinn syngur reglulega í sambandi við aðventuhátíð í kirkj- um, en líka er sungið í kirkjunum 17. maí, þjóðhátíðardag Norð- , manna. Að loknu starfsári um páskaleytið fer fram svokallaður „sángarfest", alltaf með húsfylli. Jafnframt söngnum hefur kórinn líka að staðaldri flutt ýmsa þætti á leiksviði, en þar ber að nefna meðal annars: „dramatisering“ af þjóðvísum, senur úr Pétri Gaut Ibsens, Huliðsheimum eftir Árna Garborg, úr Oklahoma, Fiðlaran- um á þakinu og Annie Get Your Gun. Enn fremur norskar þjóðlífs- myndir, Evert Taube-dagskrá og leikrit eftir Jón Haukaas, fyrrver- andi skólastjóra Kennaraháskól- ans i Osló, sem nefnist „Bakom syng fjellet" (Aftan við syngur fjallið). En þar er rakin saga Tinn-sveitar í stórum dráttum, eins og við munum gera á annan hátt i þessari grein. í lokahátíðum kórsins hafa margir af þekktustu listamönnum og menningarfrömuðum Noregs tekið þátt, þar á meðal hinir frægu leikarar Tore Segelcke og Per Aabel, söngvararnir Birgitte Grimstad, Hege Tunaal, Olav Er- iksen o.fl., hinn þekkti útvarps- og sjónvarpsmaður Erik Bye og skáldkonan Halldis Moren Vesaas. En víkjum nú að heimahögum kórsins, þar sem ekki síst ísland kemur til sögunnar, og ef til vill mun gefa dálitla skýringu á áhuga söngmanna fyrir íslandsferðinni f ágúst 1985. Nafnið Tinn er líklega dregið af stöðuvatninu Tinnsjöen, þ.e. Sjór- inn glitrandi: Það á að hafa sam- hengi við rótina „tis“ (lýsa). Tinn er dæmigerð fjallasveit, í útjaðri Harðangurshálendisins (Hardangervidda), en Tinnsær er eitt hinna stærstu og dýpstu stöðuvatna Noregs, 192 metra yfir sjávarmáli. Hæsta fjallið, Gausta, nær 1883 metra. Saga Tinn á sfn upptök í fjallaheiminum. Það má nefna þrjú drög eða tímabil: Veiði- mannatíminn, ferðamannatíminn, þegar ferðamannastraumur kem- ur til Tinn, en síðast hin miklu tímamót Norsk Hydro og saltpét- ursiðnaðar í Vestfjorddalnum. Gamli tíminn Jörðin og skógurinn veittu Tinnbúum lífsmöguleika frá upp- hafi, en fjallið, fjallaheimurinn, skipti miklu máli. Harðangurshá- lendið er talið besta hreindýra- svæði Noregs, og fyrir marga Tinnbúa var veiðimannalífið mik- ilvægast í lífsbaráttunni. Fjöldi vitnisburða um hreindýragrafir hefur komið í ljós; en þær eru nefndar „dyrestup". Annars veiddu menn önnur dýr og fugla, ennfremur fisk f vatni og á. Að reka bú í seljum á sumrin hafði líka mikla þýðingu fyrir lífsbjörg manna. FerÖamenn koma 1810 kom Jens Esmarkj, assess- or við yfirbergamtið á Kongsberg, til Þelamerkur, en þá líka til Tinn. Áform hans var að athuga berg- tegundirnar. Af tilviljun „upp- götvaði“ hann fossinn mikla f Vestfjorddalnum, Rjukanfossinn, og lýsti þessu ógurlega náttúru- fyrirbæri í bréfi til det skandinav- iske litteraturselskap (Skandinav- iska bókmenntafélagið) I Kaup- mannahöfn. Varaumboðsmaður ríkisstjórnar Danaveldis í Noregi, prins Friedrich von Hessen, heyrði um málið, og bað Esmark að senda kónginum Frederik VI skýrslu um ferðina. En þar með hófst timabilið sem gerði Vest- fjorddalinn með Rjukanfossinum og Gaustatoppnum að aðlaðandi ferðamannastöðvum fyrir listmál- ara, skáld og „venjulega" bæj- arbúa úr átthögum nær og fjær. Dalurinn átti allt það sem full- trúar rómantísku stefnunnar óskuðu fletir: sveitasælu hinnar friðsælu sveitar 1 dalbotninum, veðurbarin timburhús, akra og engi milli þyrpinga af lauftrjám og steingirðingum, en kringum þetta allt hin ógurlegu, tröllslegu fjöll, þar sem Gausta gnæfir, stoltur og tignarhár. En fyrst og fremst fossinn sjálfur. Hinn óhugnanlegi dynur niðri í gilinu, vatnsreykurinn og gufan á móti himinhvolfinu. Á björtum sóldög- um mátti líka sjá regnbogann Rjukanfoss er 105 metra hár. hvelfa sig yfir afgrunninum. En ferðamenn þyrptust að, svo að segja frá allri veröld og nutu ægi- legrar sýnarinnar í óttaþrunginni hrifningu. Stóriðnaðurinn Áin Mána (Mána) kemur frá Mösvatni, sem er gífurlegt vatna- svæði, um 1475 ferkílómetra að stærð. Þessi á myndar Rjukan- fossinn, þar sem hin voldugu öfl voru „tamin" stuttu eftir aldamót. Haustið 1905 var hlutafélagið Norsk Hydro stofnað, 1907 hófust framkvæmdirnar í Vestfjorddaln- um, og 1911 var fyrsti Noregs- saltpéturinn sendur út frá Tinn. Stóriðnaðurinn hafði rutt sér til rúms í byggðarfélaginu gamla, sem á stuttum tíma var orðið ger- breytt. Fossinn samsvaraði 300.000 hestöflum eða 5.400 smálestum af enskum kolum fyrir hvern sól- arhring. Saltpéturinn var í þá daga fluttur út í tunnum, eins metra háum. Framleiðslan var á stuttum tíma orðin 3.800 rúm- metrar á sólarhring. Það má nefna í gamni að gróða- menn (gróðafíknir menn) frá Ski- en keyptu fossinn fáeinum árum fyrir aldamót. Bændurnir, sem BATINN - BUSTAÐINN OG GARÐINN HAND- OG RAFMAGNSVERKFÆRI I URVALI 1 / Allttilsjó- 1 stanga- og handfæra- veiða Allur öryggis- og skoð- unarbúnaður í bátinn og skútuna. Dælur — drekar björgunarvesti — siglingaljóa vfrar — keðjur — kaðlar Vatna- og innfjarðarbátar 9—14 fet. SILUNGANET, ÖNGLAR, LÍNUR, SIGURNAGLAR, SÖKKUR. SJÓVEIOI- STENGUR, HANDFJERA- VMDUR MED STÖNG. FÆREYSKAR HAND- FÆRAVINDUR. 't- Ánanaustum, Grandagarði. Sími 28855. Hlífðartatnaður Regnfatnaður Norsku ullarnærfötin Samfestingar Peysur — skyrtur Buxur Gúmmístígvél há og lág Skófatnaður Vinnu- og garðhanskar Sokkar Fúavarnarefni — Málning — Lökk — Hreinlætisvörur — Kústar — Burstar. Vatns- og oliudælur. Minka- rottu- og músa- giidrur Gasluktir — vasaljós — rafhlööur — hreinsuö stein- oiía Olíuofnar — Arinsett — Úti- grill og kol SLÖKKVITÆKI REYKSKYNJARAR. VATNSBRÚSAR FÖTUR. Garöyrkjuverk- færi Hjólbörur — Slöngur og klemmur. Tengi og úöarar. Rafmagns-, bensín- og handsláttuvélar. Orf og Ijáir. Fánar- Vimplar Flaggstangarhúnar Hitamælar — Klukkur Loftvogir — Sjónaukar OKulampar og luktir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.