Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 VÍSINDI Sverrir Ólafsson „Það stórveldanna er fyrst kæmi upp mann- aðri rannsóknarstöð á tunglinu eða jafnvel verksmiðju hefði veru- lega sterka stöðu gagn- vart hinu með tilliti til yfirráða og stjórnunar geimsins í næsta ná- grenni við jörðina. Stjórn Bandaríkjanna lætur nú þegar vinna að hönnun geim- stöðva. “ Þannig gæti hluti framtíðar tungstöAvar litid ÚL Nýr áhugi á mönnuðum tunglferðum Asíðastliðnum árum hafa mannaöar tunglferðir ekki verið á dagskrá geimvísinda- áætlana stórveldanna, en nú eru liðin tæp 15 ár frá því síðasta Apollo-ferjan tók sig á loft frá yfirborði tunglsins og flaug til baka til jarðarinnar. Síðan hefur engin mannleg vera gengið um grundir tunglsins. Áhafnir Ap- ollo-ferjanna komu fyrir ýmsum vísindatækjum á tunglinu, m.a. til mælinga á sólarvindum og tunglskjálftum. Einnig tóku þær tunglgrjót með sér til jarðarinn- ar, en athuganir á því hafa gefið mikilvægar upplýsingar um efni þau er koma fyrir á yfirborði tunglsins. Mannaðar tunglferðir eru ákaflega kostnaðarsamar og „malarflutningur" þessi eflaust sá dýrasti sem um getur í sög- unni. Apollo-áætlun Bandaríkjanna lauk í desember 1972, en eftir það leituðu Bandaríkjamenn eft- ir árangursríkari og ódýrari leiðum til aukinnar þekkingar á geimnum. Frá lokum apollo- áætlunarinnar hafa þeir lagt höfuðáherslu á ómannaðar geimferðir, sem hafa margvís- lega kosti fram yfir þær mönn- uðu. Geimskipin eru smærri og geta ferðast og starfað mánuð- um og jafnvel árum saman. Fjöl- breytni tilrauna er hinsvegar takmarkaðri, þar sem nauðsyn- legt er að skipuleggja þær langt fram í tímann og möguleikarnir til að bregðast við óvæntum upp- ákomum ekki þeir sömu og ef um mannaðar ferðir er að ræða. Kostnaður við mannlausar geim- ferðir er einnig langtum minni, þar sem ekki er nauðsynleg upp- setning hinna flóknu tækja og skilyrða, sem nauðsynleg eru til að gera dvöl geimfaranna líf- vænlega. Á allra síðustu árum hefur áhugi geimvísindamanna á mönnuðum ferðum til tunglsins hins vegar aukist á ný. Tilgang- ur áætlaðra framtíðarferða yrði ekki sá að stinga niður fánum eða safna grjóti, heldur fram- kvæma tilraunir af öllum hugs- anlegum gerðum og það viðkom- andi fleiri þáttum en þeim er varða einungis yfirborð tungls- ins. Nýlega settu bandarískir geimvísindamenn fram hug- myndir um uppsetningu mann- aðrar framtíðarstöðvar á tungl- inu, sem framleitt gæti eigin orku og matvæli ásamt öðrum frumnauðsynjum og myndað þvi sjálfstæða einingu. Það er von vísindamannanna að slík stöð geti orðið að veruleika innan næstu 25 ára. Kostnaður við uppsetningu hennar yrði gífur- legur, en góður árangur geim- skutluáætlunarinnar svo og lof- orð Bandaríkjaforseta um að byggja geimstöð á síðasta áratug þessarar aldar hafa gefið vonum visindamannanna byr undir báða vængi. Hvort tveggja er forsenda fyrir byggingu og árangursríkari starfrækslu tunglstöðvar. Helsta fyrirstaða áætlunarinnar er hinn mikli kostnaður við að koma efni frá jörðinni til tunglsins. Sam- kvæmt áætlunum þyrfti geim- skutluflotinn að flytja 560 tonn af efni á ári til lágbrautar geimstöðvar í u.þ.b. 200 kíló- metra fjarlægð frá yfirborði jarðar og það í tíu ár, en svo langan tíma tæki að byggja tunglstöðina. Kostnaður við þennan flutning er nálægt því að vera 2000 dollarar fyrir hvert kíló! Frá geimstöðinni til tungls- ins sjálfs er áætlað að flutning- urinn fari fram með sérstökum geimskipum. Um það bil 70 pró- sent af þessum þunga eru elds- neyti í formi fljótandi súrefnis fyrir geimskipin og starfsemi á tunglinu sjálfu. Hagkvæmara væri því að framleiða eldsneyti þetta á tunglinu, en sú orka sem þarf til að flytja eina þyngdar- einingu frá yfirborði tunglsins og út í geiminn er ekki nema u.þ.b. fimm prósent af þeirri orku sem þarf til hins sama ef lagt er af stað frá yfirborði jarð- arinnar. Möguleikar til slíkrar framleiðslu eru góðir og flestir „tunglspekingar" eru sammála um það að höfuðþáttur hagnýtr- ar starfsemi á tunglinu verði framleiðsla súrefnis. Skoðun sína byggja þeir á þeirri stað- reynd að efnið „ilmenid" (járn- títan þríoxíð, FeTiOs) er að finna í yfirborði tunglsins. Ef „ilmen- ið“ er hitað með vetni upp í 900°C myndast hreint súrefni í nokkrum mæli. Aukaefni þessar- ar framleiðslu eru járn og títan er nota má sem byggingarefni. Hugsanlegir erfiðleikar í þessu sambandi eru skortur vetnis á tunglinu. Vindar þeir er iðulega Yfírborð tunglsins séó frá stjórnstöð Apollo II. Framundan í u.þ.b. 400 þús. km fjarlægð sést jörðin. geisa á tunglinu blása þó örlitlu magni af vetni inn í hrjúft yfir- borð smákorna tunglefnisins. Sumir vísindamenn eru bjart- sýnir og álíta að vinna megi nægjanlegt magn vetnis úr vel saman þjöppuðu tunglefni. Ef bjartsýni þessi er á rökum reist eru forsendur fyrir því að tunglstöð geti framleitt elds- neyti og vatn til eigin nota. Vatnsgróður ýmiskonar gæti verið meginuppistaða næringar þeirra er í stöðinni byggju. Sól- arljós er ríkulega fyrir hendi, en það má nota til framleiðslu á hita og raforku. Ef umsvif og orkuþörf stöðvarinnar yrðu mik- il er hugsanlegt að byggja lítil kjarnorkuver. En hvað veldur hinum nýja áhuga á mönnuðum tunglferð- um? Vissulega ráða pólitískir eða jafnvel efnahagslegir þættir nokkru, en það er fullkomlega raunsætt að gera ráð fyrir því að í framtíðinni geti einhvers konar framleiðsla farið fram á tungl- inu. Það stórveldanna er fyrst kæmi upp mannaðri rannsókn- arstöð á tunglinu eða jafnvel verksmiðju hefði verulega sterka stöðu gagnvart hinu með tilliti til yfirráða og stjórnunar geims- ins í næsta nágrenni við jörðina. Stjórn Bandaríkjanna lætur nú þegar vinna að hönnun geim- stöðva. Áhugamenn um tunglstöðvar vita að nú er rétti tíminn til að sækja mál sitt, þvi ekki er ólík- legt að þeir njóti góðs af geim- stöðvaáætluninni. Vísindalega séð er tunglið enn mjög áhugavert viðfangsefni. Apollo-farar gerðu lítið meira en kroppa í yfirborð þess og taka með sér nokkur sýni til jarðar. Sú hlið tunglsins er vísar frá jörðu er tiltölulega lítið rann- sökuð. Eins er upphaf tunglsins óráðin gáta og enn er ekkert vit- að um kjarna þess eða innri upp- byggingu. Vísindamenn langar einnig að fá svar við spurning- unni hvort tunglið hefur ein- hvern tima búið yfir eigin seg- ulsviði, en ýmis sýni sem tekin hafa verið á tunglinu eru lítils- háttar segulmögnuð. Búast má við að svör við þessum spurning- um fáist fljótlega eftir að vís- indastöð verður komið upp á tunglinu. Lítið í gluggana um helgina Barokksófasett + 2 aukastólar + sófaborö meö einlitu plussáklæöi. Verö aöeins kr. 55.800. Já allt þetta á kr. 53.000 staögreitt. Einnig mikiö úrval af leðursófasettum. VAlHÚSGðCN S: 82275 og 685375. Laxveidileyfi Til sölu eru dagar á vatnasvæöi Stangaveiðifélags ísfirðinga. Uppl. gefur Gunnlaugur Einarsson í síma 94-3077 og 3413. SAGA HÓTEL Kaupmannahöfn, Colbjörnaenagade 20, DK-1852 Copenhagen, aími (01)24-99-67. Staðaett 200 m tri jirnbrautaratödinni, 300 m tri Tívolí og 700 m tri Riðhúatorginu. íslendingar fá 10% afslátt Eins og tveggja manna herbergi meö og án baós. Morgunmat- ur innifalinn i verói. Litasjónvarp og bar. Óakum öllum íalendingum gleðilega aumara. Bredvig-fjölskyldan V J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.