Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLf 1986 Austurrísk vín: Engin fyrirmæli um stöðvun sölu — segir Einar Ólafsson, útibússtjóri hjá ÁTVR „ÞAÐ hafa engin fyrirmæli bor- ist til okkar um að stöðva sölu á austurrískum vínum,“ sagði Ein- ar Ólafsson, útibússtjóri hjá Breytt viðhorf og vaxtamál í athugun — segir Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans „LANDSBANKINN hefur ekki talið ástæðu til breytinga á vöxtum, en með þessari vaxtahækkun Iðnaðar- bankans hafa viðhorfin breyst og vaxtamálin eru nú til athugunar hjá okkur," sagði Jónas Haralz, banka- stjóri Landsbankans, er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun banka- stjórnar Iðnaðarbankans á fimmtu- daginn að hækka vexti. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á föstudag hækk- aði Iðnaðarbankinn vexti á al- mennum skuldabréfum úr 30,5% í 32%, forvexti almennra víxla úr 28% í 30%, vexti á sex mánaða sparireikningum úr 29% í 32% og vexti yfirdráttarlána hlaupareikn- inga úr 29% í 31,5%. Var ástæðan sögð aðlögun á vöxtum sem hafa verið í gildi að undanförnu og til samræmingar við aukna verð- bólgu. Jónas Haralz sagði að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um vaxtahækkun hjá Landsbankan- um, en fram til þessa hefði ekki verið talin ástæða til vaxtahækk- unar. En þar sem ákvörðun Iðnað- arbankans tæki bæði til útláns- og innlánsvaxta hefðu viðhorfin breyst og því talin ástæða til að taka vaxtamálin til nánari athug- unar. Að sögn Matthíasar Á. Mat- hiesen, viðskiptaráðherra, hefur ekki verið fjallað um vaxtahækk- anir í ríkisstjórn eða viðskipta- ráðuneytinu, enda sé hér um að ræða sjálfstæða ákvörðun bank- anna sjálfra enda geri Seðlabank- inn ekki athugasemdir við þær. Víkingahátíðin á Laugarvatni: Tjöld fuku TJÖLD fuku og fólk varð að forða sér í skjól í fyrrinótt á víkingahátíð- inni á Laugarvatni, þegar gerði ofstopaveður. Hvassast varð milli klukkan 5 og 8 um nóttina og var þá veðurhæðin níu vindstig. 1.000—1.500 manns voru á tjald- stæðinu á Laugarvatni í fyrrinótt. Mótsstjórn víkingahátíðarinnar hefur ákveðið að halda áfram há- tíðinni þrátt fyrir hvassviðrið, en veðrið átti að ganga niður í gær samkvæmt veðurspám. 1 DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp .. 6 Dagbók 8 Fasteignir 9/18 Leiðari 28 Reykjavíkurbréf ... 28/29 Peningamarkaður 30 Myndasögur 31/32 Raðauglýsingar 40/47 íþróttir 54 Fólk í fréttum . 30b/31b Dans/bíó/leikhús . . 32b/35b Velvakandi . 36b/37b ÁTVR, er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar að lútandi í gær. Að sögn Einars er ein tegund af austurrísku hvítvíni á boðstólum í útsölum ÁTVR, „Edel Frau- lein“. Vestur-Þjóðverjar gerðu um eina milljón lítra af austurrísku víni upptæka fyrr í vikunni og hafa aðrar þjóðir, sem flytja inn austurrískt vín, ýmist varað fólk við að kaupa vínið, eða tekið það úr hillum verslana. Eitrið sem hér um ræðir nefnist „diethylene glyc- ol“ og hafa rannsóknir leitt í ljós, að um 0,5 til 3,5 grömm af eitrinu eru í hverjum lítra. Þær vínteg- undir sem helst hafa verið nefnd- ar í þessum sambandi eru „Ruster Spatlese 1983“, „Ruster Áuslese 1983“, „Georgener Auslese 1983“ og Ruster Neusiedlersee Spátlese 1983“. Hundadagahátíðinni frestað MorKunblaöið/GBerg Dagskráratriðum á hundadagahátíðinni á Akureyri, sem fyrirhuguð voru um helgina, var frestað vegna veðurs til næstu helgar, en norðangarri hefur verið fyrir norðan síðari hluta vikunnar. Að sögn forsjármanna hátíðarinnar hefur hátíðin gengið vel, nema hvað veðrið hefur sett strik í reikninginn. Myndin er frá skrúðgöngu barna á hátíðinni. Hækkun kjarnfóðurgjaldsins: Ekki rétta leiðin til að hafa stjórn á búvöruframleiðslu — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins „AÐ mínum dómi er það ekki rétta leiðin til að hafa stjórn á búvöruframleiðslunni að auka kostnaðinn við hana enda er hér um að ræða ein- hliða ákvörðun Framsóknar- flokksins,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er hann var spurður álits á hækkun kjarnfóður- gjaldsins 1130%. Þessi ráðstöf- un hefur sem kunnugt er sætt mikilli gagnrýni meðal bænda, ekki síst hjá framleiðendum eggja, kjúklinga og svínakjöts. „Hér er um að ræða einhliða ákvörðun landbúnaðarráðherra og framsóknarflokksins, sem ekki var borin upp í ríkisstjórn og ekki kynnt samstarfsflokknum, svo kynlegt sem það má vera þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða, er snertir skattlagningu á aðföngum til matvælafram- leiðslu," sagði Þorsteinn. „I annan stað er mjög umdeilanlegt hversu hár skattur af þessu tagi á að vera og mín skoðun er sú, að það sé í meira lagi vafasamt að það sé rétta leiðin til að hafa stjórn á búvöruframleiðslunni að auka kostnaðinn við hana. Það leiðir til þess að bændurnir fá minna í aðra hönd. Þeirra afrakstur verð- ur minni og söluverðið til neyt- enda verður hærra. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta ekki rétta leiðin og ég skil mæta vel þá gagnrýni sem bændur hafa sett fram gegn þessari ákvörðun land- búnaðarráðherra og Framsóknar- flokksins. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því, að sérstaka fóðurbætisgjaldið verði endurgreitt samkvæmt regl- um sem á eftir að setja. Það er auðvitað kynlegt að gefa út reglu- gerð sem gerir ráð fyrir endur- greiðslum áður en endurgreiðslu- reglumar liggja fyrir, en það hef- ur verið greint frá því, að þær eigi að fara alfarið eftir framleiðslu- magni. Nú gera nýju lögin ekki ráð fyrir að það sé unnt að setja á búmark nema viðkomandi bú- grein hafi gert um það samninga. Það er ekki hægt að fara bakdyra- megin, samkvæmt þessum lögum, að því að setja á búmark með endurgreiðslureglum á kjarn- fóðurgjaldi og ég vænti þess að það verði ekki gerð tilraun til þess þegar að þær reglur sjá dagsins ljós,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Fjögur leyfí til eldis regnbogasilungs FJÓRIR aðilar hafa fengið leyfi hjá landbúnaðarráðuneytinu til að kaupa regnbogasilungsseiði frá Laxalóni til framhaldseldis, að sögn Guðmundar Sigþórssonar skrifstofu- stjóra ráðuneytisins. Sagði Guð- mundur að það væru allir sem um það hefðu beðið. Fyrirtækin eru: Fiskeldisfélagið Strönd á Akranesi/Hvalfjarð- arströnd, Guðmundur Runólfsson í Grundarfirði, Hörður Guð- mundsson á Kverngrjóti í Dölum og Sjóeldi hf. í Höfnum. Sagði Guðmundur að fyrirtækin hefðu fengið leyfin í ráðuneytinu á þeim forsendum að þau væru með lof- orð fyrir seiðum frá Laxalóni. Hann kvaðst ekki vita um afdrif málsins, en sér skildist að þegar allt hefði komið til alls hefðu fyrirtækin ekki fengið regnboga- silungsseiðin, og þau í staðinn ver- ið seld úr landi. Heímsókn forsetans tíl Austurlands: Breytingar á dag- skránni vegna veðurs KKikwtöóum, 13. júlí. Frá Elisabetu Jónusdótt ur o* ÓUfi Guómundusyni fróttnmönnum Mor* unblaósinn. TÍU DAGA opinber heimsókn forseta fslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til þess að taka á moti forsetan- til Austurlands, hófst klukkan 9.40 í morgun. Þá toku sýslumaður S-Múlasýslu, Bogi Nilsson, kona hans Elsa Petersen, 16 fulltrúar sýslu- nefndar og tveir fulltrúar Egilsstaðahrepps, á móti forsetanum með við- höfn á Egilsstaðaflugvelli. Sex ára gömul stúlka, Lára Vigdís Kristjáns- dóttir, frá Reyðarfirði, fsrði forsetanum blóm. Nokkur mannfjöldi hafði safnast saman á flugvellinum þó að kalt væri í veðri, norð-vestanátt og strekkingur. Snjóað hafði niður í miðjar hlíðar og Fjarðarheiði er þung- fær fólksbifreiðum. leiðis inn Vallaveg þar sem hreppsnefnd Vallahrepps tók á móti forsetanum og fylgdarliði hans. Oddviti Vallahrepps fylgdi forsetanum að Grímsá en þaðan var síðan ekið að Þingmúla. Þar hafði fjölmenni safnast saman f fylgd með forseta fslands eru Halldór Reynisson, forsetaritari, kona hans, Guðrún Þ. Björns- dóttir og Herdís Þorsteinsdóttir, aðstoðarstúlka forseta. Eftir móttökuathöfnina á Eg- ilsstaðaflugvelli var haldið rak- um, þrátt fyrir vetrarveður, er ýmist gekk á með slyddu eða hríðarbyl. Láta mun nærri að nær helmingur hreppsbúa hafi verið saman kominn á Þingmúla til þess að fagna forsetanum. Börn veifuðu íslenzka fánanum og lítil stúlka færði forsetanum blóm. Þá var Þingmúlakirkja skoð- uð. Jón Hrólfsson, oddviti Skriðdalshrepps, greindi frá sögu staðarins og færði forset- anum að gjöf steingerving úr fjallinu Þingmúla sem skiptir byggð í Skriðdal. Þakkaði forset- inn sérstaklega góða gjöf og kvað steingerving þennan fá stað í steinasafni Bessastaða við hlið steingervings frá Vestfjörðum. Síðan var haldið til Egilsstaða og snæddur hádegisverður í Valaskjálf I boði sýslunefnda Múlasýslna. Ráðgert hafði verið að frú Vigdís yrði viðstödd setn- ingu sumarhátíðar ÚÍA að Eið- um en þeirri hátíð hefur verið frestað vegna veðurs. Ennfrem- ur má búast við frekari breyt- ingum á tilkynntri dagskrá vegna veðurfarsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.