Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLl 1985 51 i i Tikhonov forsætisráðherra gaf Shevardnadze þá einkunn þegar hann tilnefndi hann að hann væri „vel að sér, menntaður og siðfágað- ur“. Hann sagði að vegna þess og vegna reynslu í störfum fyrir flokkinn og ríkið „væri ástæða til að ætla að hann mundi ráða vel við hina miklu ábyrgð, sem fylgdi starfi utanríkisráðherra". „Ef menn vilja utanríkisráð- herra, sem kemur vel fyrir og held- ur góða blaðamannafundi er hann rétti maðurinn," segir Jerry Hough við Brookings-stofnunina í Wash- ington. Ekki er talin ástæða til að ætla annað en að Shevardnadze verði fljótur að setja sig inn í samskipti Rússa við vestræn ríki og læra réttu tökin. Sagt er að vera megi að hann nái vinsældum meðal al- mennings, þar sem hann komi vel fyrir og eigi auðvelt með að laga sig að nýjum aðstæðum. Shevardnadze talar að því er bezt er vitað engin önnur tungumál en rússnesku og grúsísku. ÓUÓS STEFNA í utanríkismálum hefur Shev- ardnadze haft fátt fram að færa. Eina nýlega ræða hans um utan- ríkismál var hversdagsleg stefnu- ræða, þar sem hann lýsti yfir stuðningi við íhlutun Rússa í Afgh- anistan og talaði um þá „sósíalist- ísku skyldu" að „hjálpa bylting- unni“. Hann hefur einnig farið lof- samlegum orðum um „slökun" í sambúð austurs og vesturs. Shevardnadze stendur í engum beinum tengslum við Gromyko svo vitað sé. Sagt er að samband hans við Gorbachev virðist aðallega byggjast á því að þeir séu báðir „ungir“, aðhyllist nútímahugsun- arhátt og berjist fyrir ströngum aga í þjóðfélaginu og á vinnumark- aðnum. Vestrænn stjórnarerindreki hef- ur sagt að val Shevardnadze muni gera Gromyko kleift að halda áfram að gegna vissu hlutverki á sviði utanríkismála. Shevardnadze er „greindur, vel máli farinn maður sem getur látið hjólin snúast með- an Gromyko hugsar um það sem raunverulega máli skiptir,“ sagði hann. Hann segir að Shevardnadze muni njóta góðs af setu Gromykos í stjórnmálaráðinu, þar sem mik- ilvægustu ákvarðanir eru teknar og stefnan mörkuð. Stuðningur Grom- ykos muni vega upp á móti reynslu- leysi Shevardnadzes. En frá sjónarmiði Gorbachevs er reynsluleysi Shevardnadze kannski helzti kostur hans, þar sem það gerir honum kleift að móta stefn- una án þess að þurfa að eiga við valdamikinn kunnáttumann. Mik- ilvægt er að völdin í utanríkisráðu- neytinu hverfa úr höndum atvinnu- mannanna, sem þjónuðu Gromyko, og færast í hendur dyggs flokks- manns, sem er sammála skoðunum Gorbachevs og hlýðir skipunum hans. Gorbachev ræður Upp frá þessu mun Gorbachev móta stefnuna í raun. Hann metur Shevardnadze fylaiat Shevardnadze á fundi Æðsta ráösins Gorbochev ávarpar þegar hann var skipaður í stjómmálaráöiö iEösta ráöiö og i embastti utanríkisráöherra. Atkvæöagreiöela í AEÖsta ráöinu Gromyko á fundi Æösta ráösins mikils reynslu þá sem hann hlaut þegar hann var formaður utanrík- ismálanefndar Æðsta ráðsins. Nú gegnir þvi starfi nánasti samherji hans í stjórnmálaráðinu, Yegor Ligichev, sem nú fer með stjórn hugmyndafræðilegra mála. Bandarískur sérfræðingur, Dim- itri K. Simes, spáir því að Shev- ardnadze muni breyta „stjórnun og stíl“ sovézkra utanríkismála og áð- ur en hann breyti inntaki hennar. Hough segir að Gorbachev hafi farið rétt að, „ef hann hafi viljað skipa sinn eigin mann á tímum flókinnar utanrikisstefnu" og „segja megi með sanni að sagt hafi verið skilið við fortíðina." Þótt fátt sé vitað um skoðanir Shevardnadzes f utanríkismálum mun hann hafa miklu meiri áhuga á þriðja heiminum og samskiptun- um við Kina og Japan annars vegar og Vestur-Evrópu hins vegar en Gromyko, sem einbeitti sér að sam- skiptunum við Bandaríkin á löng- um ferli sínum. En óvíst er hvort Shevardnadze hefur svigrúm til mikilla breytinga. Stjórnin í Peking setur þrjú skil- yrði fyrir bættum samskiptum: taumhald verði haft á Víetnömum í Indókína, fækkað verði í sovézka herliðinu á landamærum Kina og sovézka herliðið í Afghanistan fari þaðan. Þrátt fyrir margar ferðir vest- ur-evrópskra utanrfkisráðherra til Moskvu og tilraun Rússa til að vingast við Evrópubandalagið munu samskipti Sovétrfkjanna og Vestur-Evrópu mótast af sam- skiptum Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna i Ijósi staðsetningar Pershing- og stýriflauga í Vestur- Evrópu. Áhugi Shevardnadzes á þriðja heiminum stafar af því að Rússar telja að þeir hafi staðið þar höllum fæti síðan þeir réðust inn í Afghan- istan. Sérfræðingar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins vilja gera lftið úr því að horfur séu á skjótum breytingum á inntaki sovézkrar utanríkisstefnu. Þeir telja að áhrif Gromykos verði enn mikil og að hann hafi verið hækkaður í tign, þótt aðrir leggi meiri áherzlu á hlutverk Gorbachevs. En þeir benda á að það sé ókost- ur að í starf utanríkisráðherra Sovétríkjanna veljist maður, sem hafi aldrei komið til Bandarikj- anna og virðist ekki búa yfir mikilli vitneskju um bandarísk stjórnmál og telja að það geti reynzt slæmt fyrir Bandaríkin. Fyrsta prófraun Shevardnadzes gæti orðið í Helsinki í lok mánað- arins, ef utanrfkisráðherrar þeirra 35 ríkja, sem undirrituðu Helsinki- sáttmálann um öryggi Evrópu og mannréttindi, koma þangað til fundar eins og búizt er við. Þar gæfist honum kostur á að hitta George Shultz og e.t.v. Sir Geoffrey Howe og fleiri vestræna utanrík- isráðherra og þeir fengju að kynn- ast nýja manninum frá Grúsfu. — GH tók saman. Einar Eldon í glímu við hugann Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Einar Eldon: Saga lífsins um breytingar á hörðum vöðvum. _ " Gefín út á kostnað höfundar. Einar Eldon er af þeirri gerð höfunda sem rýna í eigin barm, skoða sjálfa sig fyrst og fremst. Saga lífsins um breytingar á hörð- um vöðvum er dæmigerð fyrir innri átök, höfundurinn reynir að ná upp á yfirborðið, en tekst það ekki nema stundum. Það liggur auðvitað ekkert á því að skáld- skapurinn er torsótt glfma sem fellir menn oftar en lætur Jþá halda velli. ■ Það er margt á huldu f ljóðum Einars Eldon. Ljóð hans eru frem- ur skynjun en skýring mannlífs. Hann skynjar í myndum og hljómi. Heimur hans er sundur- laus, í brotum. Það er vissulega við hæfi að ungt og leitandi skáld yrki með þeim hætti sem Einar Eldon gerir, einhvern tíma verða menn að vera ungir. En það getur líka borgað sig að bíða með útgáfu þangað til menn hafa náð meira valdi á tjáningaraðferðum ljóðs- ins. Það getur vel verið að Einar Eldon sendi bara frá sér þessa bók og snúi sér svo að öðru eins og mörg ung skáld hafa gert. En það er nógu mikið af skáldíegri upplif- un í þessari bók til að höfundurinn geti haldið áfram að segja okkur hug sinn. A bls. 27 er sögð reynsla með eftirtektarverðum hætti: Skuggar minir eru tveir þeir mætast á gatnamótum horfa í himininn og segja sögur í lifi mínu hef ég visnað i lífi mínu hef ég harðnað líkt hörðum vöðva er þroskast líkt ávöxtum blómstrað líkt rósrunnum í paradís ég hef grátið og fundið hatur tilfinningabrotinn með augun púsluð í spegli er sálin raðar saman á margan hátt Einar Eldon hefur frá mörgu að segja og það er styrkur. Tilraun hans til að skapa óvænt hugmyndatengsl er ekki út í blá- inn og hann sýnir viðleitni til að vanda sig; það er út af fyrir sig lofsvert. Hann lýsir sjálfum sér eflaust best í eftirfarandi fjórum línum: Ég syndandi í barmi af blómum er nærast af ást minni í glimu við hugann 4- L Upphafið og stundum róman- tískt málfar er áberandi víða, en þótt slíkt sé orðið útlægt úr ljóð- um flestra skálda yngri kynslóðar treysti ég mér ekki til að áfellast höfundinn. Málfarið er í samræmi við efni ljóðanna, myndirnar sem oft eru á mörkum hugljúfs draums i og martraðar. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.