Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 39
og þeir sigla af stað að spyrja há- setana: — Hvaða stefnu viljið þið sigla piltar? Hásetarnir á dekkinu vita í sínu puði þar, ekki neitt í sinn haus um hver stefnan eigi að vera, þræta eitthvað um hana, en kemur loks saman um eitt svar: — Þið megið fara, hvern fjand- ann, sem viljið, nema þið keyrið ekki á móti. Ef við fáum ágjöf, þá erum við farnir í koju. Með sjálfum sér hugsa háset- arnir: — Hvers konar hálfvitar eru þetta? Spyrja okkur um stefnuna. Þetta eru engir skipstjórnarmenn. Yfirmennirnir í brúnni bera saman ráð sín: — Hvern skal nú upptaka? Sér- fræðingarnir segja okkur að keyra á fullu á móti, en höfum við vélar- afl til að keyra stikk í stefni, og þolir byrðingurinn fulla keyrslu á móti sjóum? Svo ætla hásetarnir í koju ef þeir fá á sig ágjöf. í vandræðum sínum fara skip- stjórnarmennirnir að krussa sitt á hvað, ef ekki lensa, til að gera há- setunum lífið þægilegra á dekk- inu. Lens í miklum sjó er hættu- legasta siglingin, þá er svo hætt við að skipinu slái, stýrið missir sjó á öldufaldinn og þá er einnig lítill sjór undir skipinu, báðir end- ar á lofti. Líklegast er að þessari sigiingu ljúki annað hvort með strandi, þegar stefnt er sitt á hvað, eða því hvolfi á lensinu. Þetta allt er að gerast hjá stjórnmálamönnum okkar síðustu árin. Sérfræðingarnir gefa þeim upp stefnur, fjölmiðlarnir fara í spurningaleik við almenning, sem er á kafi í brauðstriti og getur enga grein gert sér fyrir hinum flóknari þjóðmálum, röflar eitt- hvað, nema um það sé að ræða, að stjórnvöld ætli að sækja beint og krókalaust í pyngju almennings, þá verður svarið mjög ákveðið: — Látið budduna okkar í friði. Almenningi er hins vegar ofviða að meta allar langtíma verkanir á pyngju hans. Þar ráða álitsgerðir sérfræðinga, svo sem í fjárfest- ingamálum og nær öllum meiri háttar framkvæmdum og stjórna víða skipan atvinnuveganna, svo sem fiskveiðunum, undirstöðu at- vinnuveginum. Hið einfalda þjóðfélag okkar fyrir hálfri öld, þar sem tré voru strjál og vel sást til allra átta, er orðið villugjarn frumskógur og þjóðin þar á reiki á krákustígum. Við eigum eftir að finna leið út- úr skóginum til fjallsins handan hans. Framh. næsta sunnudag. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNN! ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGIIR14. JtJLl 1985 39 Husqvarna uppþvottavélar Husqvarna uppþvottavélar • Sænska uppþvottavelalinan Husqvarna uppþvottavélarnar hafa fengiö verö- laun hjá Skandinavísku neytendasamtökunum fyrir frábæran uppþvott, aö vera hljóölátar og þurrka vel. Þær standast kröfur nútímans, sænsku Husqvarna uppþvottavélarnar. 26.1®° St-9r- 30.11® S\4r St9r <2\ Gunnar Asgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 Husqvarna *t Fyrir alla aldurshópa. MFyrir bæði stráka og stelpur |S§)Hægt er að byggja ' allskonar hluti meö áhðldum úr einum kassa og einnig hægt aö fá fjöldann allan af aukahlutum. Byggingar- leikföng fyrir alla fjölskylduna X:s Framleitt úr sterku LPVC tfir plasti þannig aö þaö end- ist von úr vttl. Auövelt í samsetningu 9 Allar leiöbeiningar fytgja Níösterkt og stööugt QUADRO býöur upp á ótal samsetningarmöguleika, allt frá leikgrind fyrir 2ja ára upp í stereohillur fyrir táningana Barniö vex og QUADRO meö! TIL SÖLU EAGLE '80 Gullfallegur amerískur jeppi í sportbíladulargerfi. 6 cyl. 4 hjóla drifinn.vökvastýri. vökvabremsur.FM sterio segulband. dráttarkúla með innstungu.krómfelgur FORD HUSÐ eðashii 43813 Þetta er hægt — með þinni hjálp... Skrifstofa Rauða krossins í Nóatúni 21 eropiná sunnudag frá kl. 14—17 til að taka á móti framlögum til hjálparstarfsins í Eþíópíu og Súdan. Sími 26722. Gistane „engill dauðans11 Gistane „feit og pattaraleg“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.