Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 50
50 MÓfi&UNBLAftfP, SCTTNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/Eduard Shevardnadze hevardnadze er einn af yngstu forystu- mönnum Sovétríkj- anna þótt hann sé 57 ára gamall. Ásamt Geidar Aliyev og Dinmukhamed Kunayev er hann fulltrúi þeirra þjóða, sem enn eru í minnihluta í Sovétríkjunum, en verða í meirihluta eftir nokkur ár. Aðeins tveir aðrir utanríkisráð- herrar hafa ekki verið Rússar: Trotsky og Litvinov, sem báðir voru Gyðingar. Þar sem Shevardnadze hefur haft litla sem enga reynslu af utan- ríkismálum mun Gorbachev hafa mikil áhrif á mótun utanrikisstefn- unnar, en líklega verður leitað ráða hja Gromyko, hinum gamalreynda fyrirrennara Shevardnadzes, sem hefur verið skipaður forseti. Shevardnadze er níundi utanrik- isráðherra Sovétríkjanna og annar utanrikisráðherra iandsins í þrjá áratugi. Allan þann tíma hefur stjórn utanríkismála verið í hönd- um Gromykos, sem gekk í utanrik- isþjónustuna 1939 og varð utanrík- isráðherra 1957. KOM Á ÓVART Skipun Shevardnadzes kom á óvart vegna takmarkaðrar reynslu „Það eina sem hann hefur fram að færa í utanríkismálum eru grúsisk- ir persónutöfrar," sagði annar. Fyrir um 25 árum var Shev- ardnadze formaður svokallaðrar Einingarnefndar Afríku og Asíu. Hann hefur einnig verið í forsæti á ráðstefnum með fulltrúum frá löndum þriðja heimsins i Tiflisi, höfuðborg Grúsíu. Hann hefur farið til Búlgaríu, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands, en sjaldan út fyrir sovézku valda- blokkina. Hann var formaður nefndar, sem fór til Alsírs í fyrra, og hefur farið til Túnis, Indlands og Brazilíu. Hann hefur einnig far- ið í stuttar heimsóknir með sovézk- um sendinefndum til Portúgals og Austurríkis. Löndin sem hann hef- ur heimsótt eru því aðeins níu tals- ins. LÍKUR FERILL Shevardnadze er kennari og Eduard Shevardnadza hans í utanríkismálum. Vestrænir „Kremlarfræðingar“ hefðu líklega bent á Vitali Vorotnikov, stjórn- málaráðsfulltrúa sem hefur verið sendiherra á Kúbu, ef þeir hefðu verið spurðir hvern þeir teldu lík- legasta eftirmann Gromykos. Fá- um hefði dottið Shevardnadze í hug. Um Shevardnadze er sagt að hann sé „hugmyndaríkur", „hressi- legur“ og „kraftmikill" og bæti þannig upp reynsluleysið. Reynslu- leysi hefur ekki komið í veg fyrir að menn hafí verið skipaðir utanrík- isráðherrar í Sovétríkjunum — Gromyko var fyrsti sérhæfði mað- urinn, sem gegndi því starfi. Til greina kom að hækka Shev- ardnadze í tign þegar Gorbachev varð aðalritari kommúnistaflokks- ins í marz. Hann hafði verið auka- fulltrúi (þ.e. fulltrúi án atkvæðis- réttar) í framkvæmdastjórninni, eða stjórnmálaráðinu, síðan 1978. En gengið var fram hjá honum og í staðinn voru þrír bandamenn Gorbachevs, Viktor Chebrikov, yf- irmaður KGB, og tveir miðstjórn- arritarar, Nikolai Ryxhkov og Yeg- or Ligachev, skipaðir aðalfulltrúar í stjórnmálaráðinu í apríl. Fréttin um skipun Shevardnadze kom svo á óvart að sumir erlendir fulltrúar hristu höfuðið þegar þeir heyrðu Tikhonov forsætisráðherra tilnefna hann á fundi Æðsta ráðs- ins. „Þeir hljóta að vera snarruglað- ir,“ tautaði vestrænn sendiherra. sagnfræðingur að mennt og hefur eingöngu fengizt við störf í þágu flokksins á landsbyggðinni. Hann hefur svipaðan feril að baki og Gorbachev og uppruni þeirra er keimlíkur. Þeir tilheyra einnig „skóla þróttmikilla og metnaðar- gjarnra ungra manna", sem þrosk- uðust á árunum eftir fráfall Stal- íns. Eduard Shevardnadze er fæddur 25. janúar 1928 í þorpinu Mamat vestur af Tiflisi, milli Kákasus- fjalla og Svartahafs, og er af ætt valdamikilla stjórnmálamanna í Grúsíu, þar sem Stalín er fæddur og enn dýrkaður. Fyrsti verndari hans var bróðir hans, Ippokrat, sem var valdamikill deildarstjóri í grúsísku miðstjórninni þar til hann lézt fyrir sjö árum. Shevardnadze starfaði í „ung- herjasamtökum" kommúnista- flokksins og var í tvö ár leiðbein- andi í þeim áður en hann varð fé- lagi í kommúnistaflokknum 1948. Líkt og margir af hans kynslóð var hann tekinn í lögregluna, MVD, og náði hershöfðingjatign. Sennilega er hann eini utanríkisráðherra heims sem hefur verið lögreglu- maður. Árið 1958 varð hann aðalfulltrúi í grúsísku miðstjórninni. Síðan var hann innanrikisráðherra Grúsíu á árunum 1965 til 1972. Á þessum árum gegndi Gorbach- ev svipuðum störfum í Stavropol í norðurjaðri Kákasus. Vestrænir sérfræðingar telja líklegt að þeir Eduard Shevardnadze, eftirmaður Andrei Gromykos í embætti ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna og áður leiðtogi kommúnistaflokksins í Grúsíu (Georgíu), þykir vel máli farinn og er steyptur í sama mót og Mikhail Gorbachev, sem héðan í frá mun móta sovézka utanríkisstefnu. Hann er sagður yfirlætislaus og er ekki ýkja vel kunnur í Sovétríkjunum að öðru leyti en því að frá því hefur verið skýrt að hann hafi getið sér gott orð fyrir baráttu gegn spillingu í Grúsíu og unnið brautryðjandastarf með tilraunum í efnahagsmálum. Ljóst þykir að hann styðji baráttu hins nýja leiðtoga í Kreml fyrir auknum aga og takmörkuðum um- bótum. bæta efnahagsástandið með tals- verðum árangri. Hann stóð fyrir „efnahagstilraunum," sem byggð- ust á frumkvæði og valddreifingu, og þær vöktu athygli í Sovétríkjun- um. Eitt af því sem hann reyndi var að koma á samvinnu landbún- aðar og iðnaðar. Flestar þær „efnahagstilraunir", sem Gorbachev hefur lagt mikið upp úr og mikið veður hefur verið gert út af, voru fyrst gerðar í Grúsíu. í tvö ár hefur Shevardnadze reynt að virkja áhuga Grúsíu- manna þeirra á sjálfstæðum at- vinnurekstri með því að leyfa hálf- gerðan einkarekstur veitingahúsa og annarra fyrirtækja. Bændur í Grúsíu hafa hagnazt á því að senda tómata og gúrkur til Moskvu og selja vöruna fyrir allt að 400 kr. pundið á köldustu vetr- armánuðunum. Oft hafa vörubílar með slíkan farm horfið á leiðinni og varan hefur komizt í hendur maöuriun frá Grilsíu Steyptur í sama mót og Gorbachev hafi þekkzt og líklega hitzt á fund- um um málefni þessa landshluta. Ef það er rétt á samband þeirra sér 25 ára sögu. Shevardnadze barst lítið á í Grúsíu öfugt við aðra leiðtoga flokksins og sagt var að Nanuli kona hans, sem er blaðamaður, hefði farið með strætisvagni í vinn- una. Hann þótti fær og ákveðinn embættismaður, en var nokkuð umdeildur. Barátta hans gegn spillingu, sem hófst þegar hann var innanríkis- ráðherra Grúsíu, varð fræg í Sovét- ríkjunum og slík frægð er nauðsyn- leg sovézkum flokksstarfsmönnum, sem vilja ná langt. Hann braut einnig á bak aftur öll merki grús- ískrar aðskilnaðarstefnu, en reyndi að stuðla að varðveizlu grúsískra séreinkenna. Grúsíumenn eru alræmdir fyrir spillingu í Sovétríkjunum. Þeir hafa oft verið ráðamönnum í Moskvu erfiðir, því að þeir eru sjálfstæðir og vilja fara eigin leið- ir. Þeir eru framtakssamir og dug- legir að vinna sér inn aukapeninga. MÚTUHNEYKSLI Shevardnadze gegndi mikilvægu hlutverki í rannsókn mesta mútu- hneykslis í sögu lýðveldisins. Höf- uðpaurinn var Otari Lazishvili, vildarvinur fyrrverandi saksókn- ara, sem notaði sambönd sín til að hilma yfir ólögleg viðskipti. Shev- ardnadze lét til skarar skríða 1972. Fyrir atbeina hans tókst að af- hjúpa mikið mútu- og svartamark- aðskerfi, sem teygði anga sfna til æðstu valdamanna í Grúáiu, alla leið til Vasili Mzhavanadzes flokksleiðtoga, fyrirrennara hans. f Moskvu var mikið lof borið á Shevardnadze fyrir frammistöð- una. Mzhavanadze var settur af og Shevardnadze gerður að leiðtoga grúsíska kommúnistaflokksins í hans stað. Rússneski sagnfræðingurinn, Mikael Voslensky, sem flúði land, segir í bók sinni Nomenklatura að Mazhavanadze, næstráðandi hans, Albert Churkin og konur þeirra („Tamörurnar tvær“ eða „Tamöru- prinsessumar“) hafi mótað mútu- starfsemi, í Grúsíu. Hann segir að ráðherraembætti hafi gengið kaupum og sölum: emb- ætti félagsmálaráðherra hafi kost- að 100,000 rúblur og embætti við- skipta- og iðnaðarráðherra 250,000 til 300,000. En hann segir að menn hafi einnig þurft að vera f réttum klíkum. Samkvæmt þessari frásögn not- aði Shevardnadze hneykslið til að krækja sér í stöðu flokksleiðtoga með stuðningi frá Moskvu. Vosl- ensky segir að einhverjir ráðamenn í Moskvu hafi séð sér hag f því að Ijóstrað yrði upp um hneykslið. Hann gizkar á Shevardnadze hafi fengið stuðning Yuri Andropovs og Tsviguns og Brezhnev hafi reynt að jafna ágreining. Voslensky segir að sannleikurinn hafi ekki sigrað í þessu máli heldur Shevardnadze, sem fékk starfið sem hann sóttist eftir og kommún- istískt siðgæði hafi ekki aukizt i Grúsíu. Allan þann tíma sem Shevardn- adze var flokksleiðtogi, 13 ár, bár- ust fréttir um baráttu hans gegn spillingu. Sagt var að eitt það fyrsta sem hann gerði hafi verið að kalla leiðtoga flokksins saman og svipta þá glæsilegum gullúrum, sem þeir báru. Sagan segir að hann hafi beðið þá að greiða atkvæði f ákveðnu máli með því að rétta upp hönd. Hann starði á gullarmbandsúr þeirra og sagði: „Allir sem eru ekki með erlend úr mega láta höndina síga.“ Sagt er að þar með hafi haf- izt hreinsun i flokknum. Barátta Shevardnadzes gegn spillingu gekk stundum erfiðlega. Grúsíska „Mafian“ er voldug og stöðugt rísa ný og glæsileg einbýl- ishús manna sem hagnast á vafa- saman hátt. Fyrir fjórum árum var embætt- ismaður leiddur fyrir aftökusveit fyrir að þiggja mútur að upphæð fimm og hálf millj. fsl kr. Ári síðar voru fyrrverandi fjármálaráðherra og tveir aðrir háttsettir embætt- ismenn dæmdir í 13 ára fangelsi hver fyrir ólögleg viðskipti með demanta og lúxusbfla, sem ríkið átti. „TILRAUNIR“ Shevardnadze reyndi líka að óprúttinna aðila, sem hafa selt hana með álitlegum hagnaði. I vet- ur voru nokkrir yfirmenn ávaxta- og grænmetisframleiðslu Grúsíu dæmdir fyrir stórfellda fjárkúgun. Nýlega hvatti Shevardnadze til baráttu gegn vaxandi notkun eit- urlyfja í Grúsiu, aðallega á hassi og ópíum. í Grúsiu heyrist vel f bandarísku útvarpsstöðinni Voice of America, þótt sendingar hennar séu truflað- ar í flestum öðrum hlutum Sovét- rfkjanna. Ymsar nýjungar, sem Shev- ardnadze bryddaði upp á í Grúsíu, mæltust vel fyrir hjá almenningi, m.a. skoðanakannanir, sem hann beitti sér fyrir og bera sjálfstrausti hans vitni. Nýlega birti grúsískt dagblað spurningalista um baráttu Shevardnadzes gegn spillingu og bað lesendur um svör. Hann hefur einnig reynt að kanna vinsældir embættismanna og þar með gert almenningi kleift að hafa nokkur áhrif á val þeirra. Sérfræðingar segja að þótt Shev- ardnadze sé harður i horn að taka skjalli hann fólk með góðum árangri og yfir ræðum hans sé viss þokki, þær „láti vel f eyrum“, hann „slái á letta strengi“ og þar „örli á kímni“. Shevardnadze hefur komið nokkuð við sögu valdabaráttunnar í Sovétríkjunum Þegar Konstantín Chernenko var kjörinn flokksleiðtogi lýsti Shev- ardnadze hann yfir eindregnum stuðningi við hann og hældi honum í lengra máli en aðrir leiðtogar. Hann sagði að Chernenko hefði beitt áhrifum sínum í Moskvu til að tryKRja stuðning við síðustu ný- mæli í efnahagsmálum lýðveldis- ins. Hins vegar var Shevardnadze kuldalegur í garð Yuri Andropovs. Á valdadögum Leonid Brezhnevs gerði hann sér sérstakt far um að sýna að hann væri hlynntur Chern- enko og virðist hafa stutt hann eft- ir fráfall Andropovs. Chernenko virtist þvf fús til samvinnu við unga, umbótasinnaða leiðtoga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.