Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 49
arþrek og sú styrka skaphöfn, er hún bjó yfir. Þetta voru eiginleik- ar, sem born hennar, jafnt sem óskyldir, er henni kynntust, mátu mikils í fari hennar. Ég minnist þess, er við Ólafur læknir, sonur hennar, sem vorum góðir vinir, ræddum eitt sinn sem oftar um skólamál og áhrif heim- ilanna á uppeldi barna og ungl- inga, að hann mælti á þessa leið: „Ég leita oft til hins ljúfa hugar- heims, sem foreldar mínir, og þá ekki síst móðir mín gaf mér, þegar ég var á barnsaldri. Ég þykist geta tekið undir með Matthíasi, að hafa setið við listalindir og mennta- brunna. En „enginn kenndi mér eins og þú“, og einhvern veginn finnst mér, að enginn geti hafa átt slíkt æskuheimili sem ég. Þaðan á ég myndabók endurminninganna, sem mér er æfinlega jafnmikil un- un að blaða í, og þar er sólskin og ylur á hverri síðu.“ Þannig fórust hinum mikilhæfa gáfumanni orð um æskuheimili sitt og túlkar það nokkuð mat hans á ástríkri móður, er vann bornum sínum allt, er hún mátti. Björn H. Jónsson lét af skóla- stjórn á Isafirði, vegna heilsu- brests, vorið 1957, og fluttust þau Jónína þá að Ásgarði 6 í Garðabæ. Við brottför þeirra frá ísafirði var þeim hjónum sýndur með ýmsum hætti mikill sómi og ham- ingjuóskir með þakklæti fyrir heillarík störf í þágu bæjarbúa. Björn skólastjóri andaðist 4. júní 1962. Jónína bjó ein áfram í Ásgarði um sextán ára skeið, og naut á þessum árum mikillar um- hyggju barna sinna, meðan þeim entist aldur, svo og barnabarna sinna, sem á þessum árum og ávallt síðar sýndu ömmu sinni mikla umhyggju og dvöldu sum hver langtímum hjá henni í Ás- garði. Kom vel í ljós á þessum árum, eins og ávallt, að barnabörnin 10 hennar Jónínu, gerðu sitt til að létta henni lífið og gleðja hana, og Ijóst var, að þau eru efnisfólk, sem með lífsferli sínum heiðra minn- ingu ömmu sinnar og afa, og þar sem þau fara er á ferðinni gáfað, vel gert og atorkusamt fólk. Þá lögðu tengdadætur Jónínu sitt af mörkum til að létta henni einsemdina eftir að hún hafði missti mann sinn og börnin sín öll með fárra ára millibili. Árið 1978 flytur Jónína á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar dvaldi hún til æviloka. Hún undi hag sínum á Hrafn- istu mjög vel, og lét oft í ljós við mig aðdáun á þeim glæsibrag, sem væri yfir þessu dvalarheimili aldr- aðra og þeirri óþreytandi elju og atorku, er forustumenn þeirra samtaka, er að Hrafnistu stæðu, ætti til að bera. Henni var hlýtt til starfsfólksins alls, er annaðist hana og veitti henni umhyggju- sama þjónustu og bað mig, ef ég lifði sig, að koma á framfæri við það innilegu þaklæti fyrir góðvild þess og hjálpsemi í sinn garð, og er það gert hér með. Jónína naut á vissan hátt góðr- ar heilsu fram undir það síðasta, þótt hún ætti erfitt með gang síð- ustu árin, eftir að hún bilaðist í fótum. Og andlegri heilbrigði hélt hún uns yfir lauk. Hún var ljóð- elsk mjög og kunni ógrynni af ljóðum. Eitt sinn er ég heimsótti hana á Hrafnistu, sem oftar, lá ljóðabók Hannesar Hafsteins á borðinu hjá henni og segi ég þá við hana: „Ertu að lesa Ijóð Hafsteins núna?“ Þá svarar hún: „Ég geri nú lítið af því vegna minnar sjón- depru, en ég kunni nú að mestu Ijóðin hans hér áður fyrr.“ „Og kannt sjálfsagt enn,“ sagði ég. „Þú getur prófað mig í því, ef þú vilt,“ sagði hún. „Gerum það,“ sagði ég. Og í ljós kom að hún hafði yfir þrjú kvæði reiprennandi án nokk- urrar missagnar, og var þó eitt þeirra sjö erindi. Þetta var fyrir rúmu ári, og Jónína þá á 93. ald- ursári. Heimsóknir mínar á Hrafnistu verða mér ætíð minnisstæðar og leiða hugann að því að ellin getur verið all björt, góðu og andlega • þroskuðu fólki. Jónína bjó yfir ríkri réttlætis- kennd og kærleika til þeirra, er minna máttu sín. í lífi sínu var hún gjöfull veit- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ1985 andi og þeir munu margir sem nú hugsa til hennar með þökk og virðingu fyrir veitta aðstoð. Við orðin vegaskil vil ég heils- hugar þakka Jónínu G. Þórhalls- dóttur órofa vináttu við mig og mitt fólk gegnum árin. Ástvinum hennar og velunnur- um votta ég dýpstu samúð. Helgi Hannesson Útför Jónínu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 15. júlí kl. 15.00. Sæunn Sigurð- ardóttir - Kveðja Hvernig á maður að kveðja þrí- tuga stúlku, sem virtist síður en svo á förum síðast þegar ég sá hana? Sæunn var dóttir Sigurðar heit- ins Guðmundssonar ritstjóra Þjóðviljans og konu hans. Var hún því systir hins frábæra leikara Þórhalls Sigurðssonar. Þegar slík harmafregn berst, sem lát Sæunn- ar setur okkur kunningja hennar hljóða. Hún bar þann þunga kross að eiga við vanheilsu að stríða. Við munum ætíð minnast hinna góðu kynna af henni, hins góða skaps hennar og hógværðar. Nú hefur sorgin kvatt dyra og hér er kvödd góð stúlka. Eg bið góðan Guð að styrkja aðstandend- ur hennar og bið Guð að varðveita hana. Sumarliði Steinarr Benediktsson Minning: Kristinn Ólafs- son vélstjóri Fæddur 7. desember 1956 Dáinn 7. júlí 1985 Hann var drengur góður. í svo stuttu og samanþjöppuðu máli var bestu mönnum lýst í fornum sög- um, að undangenginni langri lýs- ingu á útliti og vexti viðkomandi persónu. Víst er um, að slíka um- sögn fengu ekki aðrir en þeir, sem verðskulduðu hana. Þessi stutta setning segir raunar mest af því, sem ég vil segja, er ég minnist mágs míns Kristins Ólafssonar, sem nú er látinn langt um aldur fram, aðeins tuttugu og átta ára gamall. Kristinn fæddist á Syðri- Ánastöðum á Vatnsnesi 7. des- ember 1956. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Kristinsdóttir og Ólafur Þórhallsson, sem þar hafa búið allan sinn búskap þar til fyrir tveimur árum að þau fluttu til Reykjavíkur. Á Ánastöðum ólst Kristinn upp, í miðið af fimm systkinum, á góðu heimili, þar sem foreldrar hans, ásamt afa og ömmu hjálpuðust að, við að kenna honum allt, sem prýða má einn mann. Á mannmörgu heimili, þar sem mikið var um gestakomur, ríkti menningarbragur og glað- værð þrátt fyrir mikil veikindi á stundum. Gott uppeldi ásamt mjög góðu upplagi, mynduðu til samans einstaklega lundgóðan mann, sem var hvers manns hugljúfi. Undraðist ég oft hversu æðru- laus hann gekk að hverju verki, þrátt fyrir að oft væri vinnudag- urinn langur. f öllun tilfellum reyndi hann að fara að vilja föður síns enda mátu þeir hvor annan mikils. Eftir skólagöngu á Reykjum í Hrútafirði fór hann í Vélskóla Is- lands og lauk þaðan námi. Síðan starfaði hann sem vél- stjóri á togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga um skeið, þar til hann fór í land og vann eftir það á verkstæði sama fyrirtækis. Það segir sína sögu, að eftir nokkurn tíma þar, var honum fal- in verkstjórn. Mér er kunnugt um að hann sinnti því starfi af sömu trúmennsku og heiðarleika sem einkenndu alla hans framgöngu. Hjá stóru útgerðarfyrirtæki er mörgu að sinna hvað varðar reglu- bundið viðhald skipa en þar við bættist, að undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi vélaskipta og annarra meiriháttar breytinga. Veit ég að Kristinn vann ötul- lega að þeim málum, því saman fóru mikil skyldurækni og áhugi á vexti og viðgangi fyrirtækisins. I sínu einkalífi var hann gæfumað- ur. Hann átti góða konu, Gunn- hildi Hlöðversdóttur og tvær ung- ar dætur, tveggja og fimm ára. Þær sjá nú á -bak eiginmanni og föður, sem lét-sér- mjög annt Um heimilið og vildi hag þess sem bestan. Kristinn var mjög barngóður og hændust börn að honum. Mér er minnisstætt frá námsárum hans, en þá dvaldi hann hjá okkur, hversu hann var syni okkar góður, og síðar dætrum okkar einnig. Mér er ljúft og skylt að þakka Kristni Ólafssyni fyrir samferð- ina, sem því miður var alltof stutt. Áleitnar verða spurningar um hvers vegna ungur maður, prýdd- ur svo mörgum góðum kostum, er frá okkur tekinn, þegar lífsstarfið er rétt hafið. Við slíkum spurning- um fást ekki svör. Amma hans, háöldruð hefur sagt mér, að hún sé þess fullviss, að fundum hans og afa hans hafi nú borið saman að nýju og þeir takist nú á við önnur verkefni, sem okkur eru hulin. Ef til vill hjálpar það ein- hverjum, í miklum söknuði, að trúa slíku, en vandi eiginkonu og barna er jafnstór eftir. Ég votta eiginkonu, börnum, foreldrum, ömmu og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Jón M. Benediktsson Blömastofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma BJÖRG PÁLSDÓTTIR, Ásgaröi 77, Reykjavík, sem andaöist hinn 7. þ.m. veröa jarðsungin frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 16. júlí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlega beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Harald S. Andrésson, Kristín P. Andrésdóttir, Siguröur Jóhannesson, Björgúlfur Andrésson, Hafdís Jónsdóttir. og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö viö andlát og útför SIGURÞÓRS INGA ÓLAFSSONAR, bókbindara, Hofteigi 10. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13, Kieppsspitala. Auöur Olafsdóttir, Ásgeir Eiríksson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GRÍMU Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR, Strandgötu 17, Patreksfiröi. Gríma Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Jónsson, Kópur Sveinbjörnsson, Rannveig Árnadóttir, Jónas Þ. Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vlö andlát og útför eiginkonu minnar, LAUFEYJAR HALLDÓRSDÓTTUR, hjúkrunarfrasöings, Fornhaga 23. Ingólfur Th. Guömundsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Hruna, Ólafsvík. Börnin. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför systur okkar, mág- konu og frænku, ÓLAFÍU VILBORGAR BJÓRNSDÓTTUR, Austurgötu 5, Hafnarfirói. Jóhann Björnsson, Ingunn Símonardóttir, Guóni V. Björnsson, Hallbjörg Gunnarsdóttir, brasórabörn og fjölskyldur þeirra. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 9B S.HELGASON HF 81STEINSMIÐJA ■■ SKBAAJVEGI 48 SiMI 76677 Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. H S.HELGASON HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.