Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 56
i E 1 EUROCARD V------ -----J m DAGUGRA NOTA SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Bónusmál starfsfólks frystihúsa í Vestmannaeyjum: Samkomulag um fullan bónus aðstoðarfólks Deilunni um hækkun bónusgrunns vísaö til viðræðunefnda Pólarlaxstöðin: Fyrstu laxarnir komnir FYRffTlJ laxarnir gengu í laxeldis- stöðina Pólarlax í Straumsvík á fimmtudaginn og eru nú um 100 lax- ar gengnir í stöóina. í gcr voru um 600 laxar gengnir upp í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði og á föstudag voru rúmlega 600 laxar komnir í Lár- ósstöðina á Snæfellsnesi. „Þetta virðist allt vera að koma hjá okkur,“ sagði Sigurður Þórðar- son stöðvarstjóri í Kollafjarðar- stöðinni í gær. Hann sagði að 100 laxar hefðu komið að jafnaði á hverju flóði undanfarna sólar- hringa. Að sögn Hannesar Helga- sonar, stöðvarstjóra hjá Pólarlax, komu fyrstu laxarnir inn í stöðina á fimmtudaginn síðastliðinn og væri hann að ganga þessa dagana. Vegna veðurs hefði þó lítið verið hægt að eiga við hann og erfitt að segja nákvæmlega fyrir um fjöld- ann. Hannes taldi að nú væru um 100 laxar komnir í stöðina. Rúmlega 600 laxar voru komnir í Lárósstöðina á Snæfellsnesi í fyrradag, að sögn Jóns Sveinsson- ar, og komu 250 þeirra á tveimur síðustu sólarhringunum. Laxinn er mest tveggja ára fiskur og vænn. Kjamfóðurgjaldið: Reglur um endurgreiðslu vantar enn NOKKIIR tími getur liðið þar til regl- ur um endurgreiðslu fóðurgjalds verða gefnar út, að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu. Sagði Guð- mundur að nú væri beðið eftir hug- myndum um endurgreiðslureglur frá Stéttarsambandi bænda og Fram- leiðsluráði, og einnig þyrfti að leita umsagnar annarra hagsmunaaðila, t.d. sérbúgreinafélaganna. Guðmundur sagði að það vanda- mál hefði komið upp að gildistími nýju laganna hefði verið ákveðinn 1. júlí, en þau hefðu ekki hlotið staðfestingu fyrr en 26. júní, og því lítill tími til að undirbúa fram- kvæmdina en innheimtu- og endur- greiðslureglur hefðu fallið úr gildi með gildistöku laganna. HLÉ ER nú í samningaviðræðum um nýjan bónussamning fisk- vinnslufólks í Vestmannaeyjum og verða þær ekki teknar upp að nýju fyrir en síðari hluta ágúst- mánaðar. Jóhanna Friðriksdóttir, formaður verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum sagði að atvinnurekendur neituðu alfar- ið að hækka bónusgrunninn, sem væri meginkrafa verkafólks. Am- ar Sigurmundsson, hjá Samfrost í Vestmannaeyjum, sagði að það væri samkomulag um aðra megin- kröfu verkalýðsfélagana að að- stoðarfólk njóti bónuss til jafns við aðra. Samstarfsnefnd skipuð tveimur fulltrúum verkalýðsfélag- anna og tveimur fulltrúum at- vinnurekenda mun vinna að úr- vinnslu ýmissa tæknilegra atriða, þar til samningaviðræður verða teknar upp að nýju, en kröfur verkalýðsfélaganna voru í tíu lið- um. „Kröfurnar í fiskvinnslunni eru alltaf að aukast og það fer meiri tími í að vinna fiskinn en áður. í Ijósi þess finnst okkur ekki óeðli- legt að staðlarnir verði endurskoð- aðir og bónusgrunnurinn hækkað- ur,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að kröfur verkafólks varðandi bónus- grunninn væru að hann fylgdi kaupi eftir 6 ára starf, en nú væri hann undir lágmarkslaunum. Þau hefðu þó verið til viðræðu um að grunnurinn yrði miðaður við eins árs starf, eins og verið hefði í byrjun, þegar bónus var tekinn upp, en komið fyrir ekki. Atvinnu- rekendur vildu bíða landssamn- ingsins um bónusmál og vera þar í samfloti með öðrum, en það væri ekki fýsilegur kostur fyrir verka- fólk í Vestmannaeyjum. „Það er samkomulag um aðra meginkröfu verkafólks. Krafan um hækkun bónusgrunnsins náði ekki fram að ganga og var vísað til samningaviðræðna Verkamanna- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins. Það er von okkar að þær viðræður geti farið í gang sem um landssamning fyrst," sagði Arnar Sigurmunds- son. Verkamannasamband íslands hefur skipað samninganefnd sína í bónusmálum og á morgun, mánu- dag, verður fundur í nefndinni, þar sem tillögur og kröfur verða mótaðar og búast má við fundi með fulltrúum vinnuveitenda síð- ar í vikunni. í gildi eru þrír samn- ingar í landinu um bónusmál, landsamningur og síðan sérsamn- ingar fyrir Vestmannaeyjar og Vestfirði. Kafaldsbyl- ur á Möðru- dalsöræfum SNJÓKOMA var víða á Norðaustur- landi í gær og tepptust vegir. Klindbyl- ur var á Möðrudalsöræfum og vegur- inn ófær fólksbifreiðum. Hiti á Norð- austurlandi var frá 2 upp í 5 stig, en frostmark á Hveravöllum klukkan níu í gærmorgun. Slydda var í Mývatns- sveit og höfðust fjölmargir ferðamann hraktir og kaldir við í tjöldum, en allt svefnpokapláss var yfirfullt. Fjarðarheiði var hálfófær í gær og Hellisheiði ófær. Fyrirhugað er að forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, fari þar um í dag, en litlar líkur eru á að svo verði. Sjá ummæli Þorsteins Pálsson- ar á bls. 2. Garöabær: Setjum ekki jarðýtu á forn- leifar frá árinu eitt þúsund — sagði Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri „Við bíðum eftir skýrslu frá þjóðminjaverði um fornleifafund- inn,“ sagði Jón Gauti Jónsson bæj- arstjóri í Garðabæ þegar hann var spurður um það hvort bæjar- stjórn hefði tekið ákvörðun um viðbrögð við fornleifafundinum á Hofstaðalandi. „Beðið verður með allar fram- kvæmdir á lóð barnaheimilisins þar sem fornleifarnar fundust þar til skýrslan frá þjóðminja- verði liggur fyrir. Við viljum vita með vissu hvað þarna hefur fundist og auðvitað förum við ekki að setja jarðýtu á fornleifar frá árinu 1000 ef þær reynast vera merkilegar. Að sögn Guðmundar Ólafsson- ar fornleifafræðings er ekki hægt að segja neitt ákveðið um aldur seiðsins, sem fannst á Hofstaðalandi, en af ummerkj- um að dæma þá er hann frá þjóðveldisöld. Seiðurinn hefur verið utandyra og óvenjulega stór. Hann fannst rétt við bæj- arhólinn og telur Guðmunur mjög sennilegt að menjar um gamla bæinn séu þarna rétt hjá. Vitað er að þarna var stóbýli, sennilega elsta býli í Garðabæ og sér marka fyrir ævafornum steingarði í kringum bæjarland- ið. Þjóðminjasafnið hefur ekki fjárveitingu til áframhaldandi rannsóknar á svæðinu, sem er nokkuð stórt en mun leggja til að þarna fari ekki fram frekara jarðrask.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.