Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JtlLl 1985 23 „Sjáðu, svona,“ segir Játvarður Jökull og opnar bréfamöppu með munninum, tekur svo tréstautinn sinn góða í munninn og snýr fímlega við götuðu blaði og setur það upp á stautana áður en hann lokar aftur læsingunni. Flettir með þessum hætti fimlega blöðunum til að fínna það sem hann leitar að. stautinn, snýr götuðu blaði fimlega við og kemur því upp á pinnana áður en hann festir læsinguna aftur. „Þetta er engin kúnst," segir hann við orðlausan áhorfand- ann, sem stynur upp: „Þú hlýtur að hafa óendanlega þolinmæði." „Ég hefi alltaf verið þolinmóður. Það þýðir ekki að vera með nein læti. Svo venst maður á að bíða eftir öðrum, taka tillit til annarra. En þótt ég verði ekki beint óþol- inmóður þá er mér ekki sama ef einhver tefur mig frá verki. Ég hefi lengst af haft þann sið að halda mig að verki. En er þetta nú ekki orðið alltof mikið sjálfshól?" bætir hann við og tekur pennann sinn í munn- inn, beygir sig fram og skrifar nafnið sitt með fallegum öruggum stöfum á blað. Lætur fyrst á sig gleraugun sem liggja á borðinu með því að beygja sig niður að þeim. „Þetta er ofur einfalt. Þetta hefur allt komið af sjálfu sér þeg- ar þörfin hefur kallað. Kemur ekki allt í einu. Eins og að matast. Fyrst var búið til áhald til að festa í mataráhöldin. En það er svo mikið mas að fá einhvern til að festa það á að ég fór að taka matinn milliliða- laust af diskunum. Það eina sem ég ekki get borðað á þann hátt er þykkur grautur. En þunnan vökva get ég sopið. Þá hefi ég bara þægilegan bolla sem ég get drukkið úr. Til dæmis á ég hentugan bolla geymd- an í skáp í samkomuhúsinu. Það er skemmtilegra að drekka úr bolla en gegn- um rör. Því hefi ég aldréi getað vanist." Játvarður segir mér að í fyrstu hafi hann getað gengið um landareignina. Hendurnar fóru fyrst, svo hann hætti að geta klætt sig. „En ég get enn staðið upp,“ segir hann og vegur sig andartak upp úr hjólastólnum. Ég spyr hann hvort hann sé ósáttur við skapara sinn vegna þessa. En hann neitar því alveg: „Hann veit sjálfsagt hvað hann er að gera. Trúaður? Veit ekki hvað segja skal. Trúaður á minn hátt. En ég er ekki í takt við þetta strangtrúarfólk." Það er heldur fátítt á íslandi um þessar mundir að vera svona sáttur við tilveruna, ekki satt? „Já, einhver er svartsýnni en ég. Það er eitthvert ógurlegt óráð á flestu. Ef maður fer svo að skoða einstaklingana, einn og einn, þá er fjöldinn allur úrvalsfólk. En það nægir ekki. Það er svo víða pottur brotinn í stjórnarfarinu. Engin glóra í þessari skuldasöfnun. Við erum alltaf að sökkva dýpra og dýpra í skuldafenið. Og hvergi er slakað á neinni kröfu. Það erum ekki við, sem minna megum okkar, sem erum að setja allt á hausinn." Talið berst að Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og Játvarður Jökull kveðst aldrei hafa ljáð öðru eyra en að hún eigi rétt á sér þótt hún hafi lent í sömu erlendu skuldasúpunni og önnur fyrirtæki á fs- landi vegna vaxtakjara og gengisfellingar. Og við ræðum um annað áhugamál Ját- varðar Jökuls, selafrumvarpið, sem hann er ákaflega ósáttur við og hefur skrifað ótal aðilum harðorð bréf út af — ráðherr- um, þingflokki alþýðubandalagsins, þing- mönnum, sýslunefndum o.fl. Svo að Ját- varður Jökull kom mjög inn í umræðurnar um þetta mál á alþingi: „Ætli það sé ekki nokkuð óalgengt að svona maður eins og ég, langt uppi í sveit, komi inn í átökin á þingi eins og þegar þeir fóru að munn- höggvast út af mér alþingismennirnir Garðar Sigurðsson og Hjörleifur Gutt- ormsson," segir Játvarður Jökull þegar hann sýnir mér afritin af bréfunum sem hann sendi um þetta mál. Og það er orð að sönnu. Það er áreiðanlega einsdæmi að svo fatlaður maður í afskekktri sveit fylgist svo vel með og fylgi áhugamálum sínum svo vel eftir með bréfaskriftum á æðstu staði að rödd hans berist inn á þing lands- ins. Bók í haust og saga Ólafsdalsskóla í smíðum En slíkar bréfaskriftir eru þó ekki aðal- viðfangsefni Játvarðar Jökuls, þegar hann sest við ritvélina sína og nú tölvuna. Á árinu 1979 gaf hann út bókina Umleikinn ölduföldum, ágrip af sögu Hergilseyinga, og ófáar æviskrár og annála hefur hann skrifað í Árbók Barðastrandarsýslu, þar sem hann hefur átt sæti í ritnefnd frá 1978. Og nú er von á bók eftir hann í haust, um Sigríði stórráðu, sem var lærð mjólk- uriðnaðarkona á sinni tíð, starfaði í Möðrudal á árunum 1861—74. „Sigríður var ömmusystir mín, svo mér rennur blóð- ið til skyldunnar," segir Játvarður Jökull. Hann kveðst hafa verið að skrifa þessa bók þegar Ásgeir Bjarnason í Ásgarði kom og fékk hann til að skrifa sögu skólans í Ólafsdal. Játvarður hafði tekið saman útvarpser- indi um Ólafsdalsskóla á aldarafmæli hans 1980 og er nú að vinna að bók um skólann. „Þá tók ég upp hjá sjálfum mér að vinna nemendatal Ólafsdalsskóla frá 1880 til 1907 og hefi verið að því með öðru sl. þrjú ár,“ segir Játvarður. „Ekkert er jafn mikið komið undir velvilja fólks eins og að hafa upp á myndum frá svona löngu liðnum tíma. Til dæmis vantar myndir af 10 vesturförum frá Ólafsdal. Það þarf kjark til, líklega bæði kjark og ýtni, að kalia eftir myndum af 19du aldar mönnum frá Ameríku. Það er kannski glórulaus ofdirfska af mér við þessar aðstæður að ætla mér að skrifa sögu Torfa í ólafsdal," segir Ját- varður Jökull eins og afsakandi. „En þeir hættu á þetta í Búnaðarfélaginu. Eg var að skila sögu Torfa Bjarnasonar og Ólafs- dalsskóla, en á eftir að Ijúka nemendatal- inu. Mig er að dreyma um að skrifa það inn í tölvuna. Ég á líka eftir að vinna þar nafnaskrá úr Torfasögu,“ bætir hann við. Játvarður læt- ur sig áreiðanlega ekki muna um það verk. Nú þegar er hann búinn að setja inn á tölvuna nafnaskrá fyrir bókina um Sigríði stórráðu, 704 nöfn eða 24.536 tákn á skerminum. Hefur þér aldrei dottið í hug að gefast upp, Játvarður, eftir að hafa staðið í þess- ari baráttu í 28 ár? „Nei, það hefur aldrei staðið til, ekki meðan lömunin segir ekki stopp. Ég hefi bara tekið þessu eins og það er. Aldurinn er nú raunar farinn að færast yfir, ég er kominn yfir sjötugt. En mér finnst ekkert þrekvirki að láta aðra hafa fyrir sér. Ég er árlegur gestur á Reykjalundi, hefi t.d. vöðvabólgu í hálsinum sem hann Birgir náði þó ekki úr mér á 10 vikum, en ég hefi gott af dvölinni þar, bæði andlega og lík- amlega." Þótt Játvarður Jökull Júlíusson sé ný- kominn úr erfiðri ferð að sunnan, er ekki annað að heyra en að óþol sé í honum að komast að verki — við að skrifa með tré- stauti á tölvu efni í bók. Og ekki situr á blaðamanni í gangfæru standi með tíu nothæfa fingur til að skrifa með að tefja fyrir. Texti og myndir Elín Pálmadóttir Fallegar sólstofur Þessar dönsku sólstofur eru auöveldar í uppsetn- ingu og ódýrar. Verdin eru frá 34 þÚS.—59 þÚS. med öllu Gísli Jónsson og co. Sundaborg 41, sími 686644. RAFHLÖÐUVERKFÆRI Drehfix 101 Borvél Skrúfvél BBC BROWN BOVERl ★ Borvélar^ ★ Skrúfvélar ★ Fylgihlutir: ★ — Töskur ★ — Slíður við belti ★ — Hleðslutæki ★ — Rafhlöður ★ — Skrúfjárnsett ★ — Tolllyklasett Vatnagöröum 10, Rvík. Símar 685855 og 685854 HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.