Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 35 Loksins, loksins eru Islend- ingar orðnir víkingar. Vík- ingarnir eru komnir, er til- kynnt í veglegri auglýsingu í sjónvarpinu. Danskir víkingar sem gera strandhögg á Laug- arvatni. En við erum fullvissuð um að ekki þurfi menn að hræðast því þar verða okkar eigin íslensku víkingar - vænt- anlega líka með horn. Nú, og til útlanda erum við að senda sveit víkinga, að því er sagði í þriðjudagsblaðinu: n Bach að hætti víkinga", segja þeir suð- ur í Róm um komu Pólýfón- kórs með kammersveitarliði. Og á sömu síðu segir frá för íslensks fulltrúa á fegurðar- samkeppni á Miamiströnd í Vesturheimi, klædd búningi er „minna skal á klæðnað á vík- ingaöld". Mynd fylgir til skýr- ingar. Rennur upp ljós. Þær hafa náttúrulega setið og beðið eftir víkingunum sínum í leð- urbíkíni og með bleikan fjaðradúsk á höfði fornkon- urnar. Eiginlega hefur manni í fáfræði sinni frekar dottið í hug kona hellisbúans við að sjá svo fáklædda konu með skinnbleðil. En það er líklega miskilningur. Búningurinn var borinn þar sem minna skyldi á þjóð vora og land og hér bjuggu aldrei frummenn. Raunar ekki víkingar heldur, en við erum nú að koma okkur þeim upp þó seint sé. Raunar ekki seinna vænna. Fyrir það hve seint land- námsmenn fundu þetta land, tóku ekki að setjast hér að fyrr en níunda öldin var nær öll, misstum við að mestu af vík- ingatímanum, sem var víst á 9. öld (sá fyrri) og 10. öld ( sá seinni). Þá voru Danir að flandra í víking til Englands, Frakklands, Normandí og upp í Loiredalinn, Norðmenn að fera strandhögg í Skotlandi, á rlandi og hinum eyjunum bresku auk Normandís og Sví- ar héldu í austurátt til Rúss- lands og jafnvel suður til Byz- ans. Gerðu ekki víkingarnir annars friðarsamningana við Frakka árið 872, áður en Ing- ólfur kom til Islands? Eitthvað héldu menn þessum gaura- gangi þó áfram í svosem eina öld, teygðist úr því allt fram til 1013 þegar Sveinn tjúguskegg- ur lagði undir sig England. ☆ Okkar menn tóku að setjast að á þessari eyju norður í höf- um eftir 874 og gerðust bú- andkarlar, komu sér upp al- þingi og fóru svo seinna að skrifa bækur. Svoleiðis höfum við a.m.k. lengstaf viljað hafa það. Talið okkur það til tekna. Vitanlega dreymdi unga drengi á upphafsárunum hér fjarri strandhöggum um að fá líka að sigla fögru fleyi og fara á brott með víkingum, standa í stafni og stýra dýrum knerri. Og einum og einum tókst að komast í lið erlendra höfðingja og höggva mann og annan á fjarlægri ströndu. En að halda í víking á eigin spýtur frá ís- landi var þrautin þyngri, enda fljótlega engin skip til þess. Satt að segja hefur mér löng- um fundist það svona fremur geðugt en hitt að okkar menn skyldu missa af þessháttar brambolti tímans sem víkinga- öld. Það á kannski eitthvað skylt við „súru vínberin"? I rauninni er víst ekki seinna vænna fyrir Islendinga að fara að gerast víkingar, nú 1000 árum síðar. Erum við ekki þegar orðnir „country- syngjandi" kúrekar norður í landi? Og enginn hefur verið að rekast í þvi hvort forfeður okkar hafi nokkurn tíma rekið nautpening um slétturnar við Hópið. Má bara innflytja það. ☆ Danir, sem voru á sínum tíma ekta víkingar er vöktu hroll á ókunnum ströndum, hafa löngum haldið við sinni víkingaímynd. Kynntu hana m.a. á heimssýningunni í Kanada — enda gott auglýs- ingabragð til sölu á danskri skinku og osti í Ameríku. Piet Hein orti þá fyrir þá grúkkur á veggi sýningarskálans, þar sem einni lauk eitthvað á þessa leið: Now we have the viking-age — behind us. Úr því að ekki tókst að rifja upp nema hluta af víkingavísu Piets Hein á alþjóðavettvangi þá má láta hér fylgja aðra eft- ir sama höfund, sem væntan- lega er ætluð til uppörvunar nútímavíkingum. Hann nefnir hana á ensku (er ekki öll þjóð- in skítpligtug til að læra ensku í skyldunáminu?): En það geta íslendingar vit- anlega ekki gert — því þeir eiga enga víkingaöld að baki. Sakir skipaleysis gátum við víst engin strandhögg gert á fjarlægum stöðum. Nú má bæta fyrir það, gera vík- ingastrandhögg fyrir íslend- inga á fjarlægum stöðum með söng eða í víkingabíkíní á palli eða með því að stunda vík- ingaleikfimi á Laugavatni og bíta í skjaldarrendur þar á leikpalli. Þetta er semsagt allt miklu auðveldara nú. A Maxim for Vikings: Here is a fact that should help you fight a bit longer: Things that dont actu- ally kill you outright make you stronger. ÁADKOMA SÉR UPPÞAKIYFIR HÖFUDID ÁN ÞESS AD REISA SÉR HURDARÁS UM ÖXL? Útvegsbankinn leysir ekki allan vanda húsbyggjenda, EN getur þó komið þeim til hjólþar. Q Róðgjafinn í Útvegsbankanum getur reiknað út mónaðarlega greiðslu- byrði hinna ýmsu valkosta sem hús- byggjanda eða kaupanda bjóðast. Q Róðgjafinn getur kynnt þér hvernig Plúslón með Ábót léttir undir greiðslu- þungann. Q Endurgreiðslutfmi getur orðið allt að fjórum órum, jafnvel sex. 0 Frávik frá áœtluðum sparnaði þurfa ekki að skerða lánsréttinn. Við erum greinilega þín megin f barátt- unni - Ekki sattT? PLÚSLÁN MEÐ ÁBÓT ÚTVEGSBANKINN 1 EINN BAHKI • ÖLL WÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.