Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 156. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rainbow Warrior. Leita manns af gúmbáti Autkland. 13. júlí. AP. Cninsamlegur gúmbátur er fund- inn í strandlengjunni við Auckland og er talið að hann kunni að tengjast sprengingu um borð í skipi grænfrið- unga, Kainbow Warrior. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Auckland sást maður róa bátnum í grennd við Rainbow Warrior skömmu áður en sprenging varð um borð í skipinu með þeirri afleið- ingu að það sökk. Énn er leitað fransks manns, sem var um borð í Rainbow Warr- ior skömmu fyrir sprenginguna og er alþjóðalögreglan Interpol komin í spilið. Frakkinn tók sér far með flugvél til Pólynesíu kvöldið sem sprengingin varð um borð í skipi grænfriðunga og er hans nú leitað þar. Sigla átti Rainbow Warrior til Pólynesíu til að mótmæla kjarn- orkutilraunum Frakka á Mururoa- eyjum. Mexíkó: Ásakanir um kosningasvik Monterrey, Mexíkó, 13. júlí. AP. Á FIMMTA tug þúsunda stuðnings- manna stjórnarandstöðunnar í Mex- íkó mótmælti úrslitum kosninganna á sunnudag og sökuðu stjórnarflokkinn um kosningasvik, á langfjölmennasta útifundi, sem haldin hefur verið í borginni Monterrey í tvo áratugi. Sett var á svið á fundinum emb- ættistaka Fernando Canales Clar- ido frambjóðanda PAN við fylkis- stjórakosningarnar í Nuevo Leon við mikinn fögnuð fundarmanna. Jorge Trevino, frambjóðandi stjórnarflokksins, PRI, var lýstur sigurvegari, en stuðningsmenn PAN segja að úrslitin hafi verið fölsuð og viðurkenna því ekki Trev- ino sem fylkisstjóra. Athöfnin og mótmælafundurinn fóru fram fyrir utan höll fylkisstjórans. Fór allt friðsamlega fram. Á miðvikudag blés PRI til fundar í Monterrey til að fagna kosningu Trevino. Helmingi færri sóttu þann fund en mótmælafund PAN. Röðull rennur í Djúpið Einn skuttogara ísfirðinga siglir til veiða út ísafjarðardjúp við sólarlag. MorgunblaÖid/ólafur K. Magnússon Sovétmenn framselja bátafólk til Víetnam Genf, AP. ÞRJÁTÍU og sjö víetnamskir flótta- menn, sem sovézka skipið Poisk tók um borð úr báti fyrir um mánuði, hafa verið sendir aftur til Víetnams. Skýrði Leon Davico, talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, frá þessu á fostudaginn. Davico sagði ennfremur, að sov- ézk stjórnvöld hefðu ekki enn skýrt flóttamannastofnunni frá örlögum bátafólksins og hefðu aldrei svarað tilboði stofnunar- innar um að taka við fólkinu og finna því samastað. Tilboð þetta var borið fram fyrir tveimur vik- um. Poisk var á leið frá Víetnam til sovézku eyjarinnar Sakhalin, er það tók víetnamska bátafólkið um borð. í hópi þess voru 17 konur og 4 börn. Ekki er til þess vitað, að sovézkt skip hafi áður tekið báta- fólk frá Víetnam um borð. í dag komu 50 víetnamskir flóttamenn með líberísku flutn- ingaskipi til Japan. Á meðal þess- ara flóttamanna voru 34 karlmenn og 16 konur. Höfðu þau flúið frá Víetnam á 43 feta löngum báti 27. júní sl. og var þeim bjargað um borð í líberíska skipið 4. júlí. Skæruliðar vinstri manna í E1 Salyadon Réðust á stærsta fangelsi landsins S»n Salvador, 13. júli. AP. SKÆRUUÐAR vinstri manna í El Salvador, vopnaðir sprengjuvörpum, handsprengjum og rifflum, réðust í gærkvöldi á stærsta fangelsi landsins og tókst 104 föngum að flýja í ringulreiðinni, sem skapaðist við árásina. FORSETTI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kom til Eg- ilsstaða í gærmorgun í upphafi heimsóknar til Austur- lands. Á meðfylgjandi símamynd Árna Sæberg, Ijósmyndara Morgunblaðsins, eru fremst (fv) Bogi Nilsson sýslumaður, Vigdís Finn- bogadóttir, Hrafn Sveinbjarnarson Hallormsstað og Stefán Ólafsson Helgustöðum í Helgustaðahreppi. Sjá á bls. 2: „Breytingar á dagskrá vegna veðurs“. Þrír fangaverðir særðust í árás- inni á La Mariona-fangelsi, sem stóð yfir í hálfa klukkustund, og er einn þeirra þungt haldinn. Jose Vitelio Escobar, fangelsis- stjóri, segir, að árásin hafi verið gerð rétt áður en flytja átti fang- ana í klefa sina á ný. Margir þeirra voru þá við æfingar í fang- elsisgarðinum. Fjölmennt lið hermanna og lögreglu kom fljótlega á vettvang, og tókst að handsama einn stroku- fangann. Hinna er ákaft leitað. í fangelsinu hafa verið 1.500 fangar og í þeim hópi eru 433 menn, sem dæmdir hafa verið fyrir aðild að skæruhernaðinum gegn stjórnvöldum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.