Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 156. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rainbow Warrior. Leita manns af gúmbáti Autkland. 13. júlí. AP. Cninsamlegur gúmbátur er fund- inn í strandlengjunni við Auckland og er talið að hann kunni að tengjast sprengingu um borð í skipi grænfrið- unga, Kainbow Warrior. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Auckland sást maður róa bátnum í grennd við Rainbow Warrior skömmu áður en sprenging varð um borð í skipinu með þeirri afleið- ingu að það sökk. Énn er leitað fransks manns, sem var um borð í Rainbow Warr- ior skömmu fyrir sprenginguna og er alþjóðalögreglan Interpol komin í spilið. Frakkinn tók sér far með flugvél til Pólynesíu kvöldið sem sprengingin varð um borð í skipi grænfriðunga og er hans nú leitað þar. Sigla átti Rainbow Warrior til Pólynesíu til að mótmæla kjarn- orkutilraunum Frakka á Mururoa- eyjum. Mexíkó: Ásakanir um kosningasvik Monterrey, Mexíkó, 13. júlí. AP. Á FIMMTA tug þúsunda stuðnings- manna stjórnarandstöðunnar í Mex- íkó mótmælti úrslitum kosninganna á sunnudag og sökuðu stjórnarflokkinn um kosningasvik, á langfjölmennasta útifundi, sem haldin hefur verið í borginni Monterrey í tvo áratugi. Sett var á svið á fundinum emb- ættistaka Fernando Canales Clar- ido frambjóðanda PAN við fylkis- stjórakosningarnar í Nuevo Leon við mikinn fögnuð fundarmanna. Jorge Trevino, frambjóðandi stjórnarflokksins, PRI, var lýstur sigurvegari, en stuðningsmenn PAN segja að úrslitin hafi verið fölsuð og viðurkenna því ekki Trev- ino sem fylkisstjóra. Athöfnin og mótmælafundurinn fóru fram fyrir utan höll fylkisstjórans. Fór allt friðsamlega fram. Á miðvikudag blés PRI til fundar í Monterrey til að fagna kosningu Trevino. Helmingi færri sóttu þann fund en mótmælafund PAN. Röðull rennur í Djúpið Einn skuttogara ísfirðinga siglir til veiða út ísafjarðardjúp við sólarlag. MorgunblaÖid/ólafur K. Magnússon Sovétmenn framselja bátafólk til Víetnam Genf, AP. ÞRJÁTÍU og sjö víetnamskir flótta- menn, sem sovézka skipið Poisk tók um borð úr báti fyrir um mánuði, hafa verið sendir aftur til Víetnams. Skýrði Leon Davico, talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, frá þessu á fostudaginn. Davico sagði ennfremur, að sov- ézk stjórnvöld hefðu ekki enn skýrt flóttamannastofnunni frá örlögum bátafólksins og hefðu aldrei svarað tilboði stofnunar- innar um að taka við fólkinu og finna því samastað. Tilboð þetta var borið fram fyrir tveimur vik- um. Poisk var á leið frá Víetnam til sovézku eyjarinnar Sakhalin, er það tók víetnamska bátafólkið um borð. í hópi þess voru 17 konur og 4 börn. Ekki er til þess vitað, að sovézkt skip hafi áður tekið báta- fólk frá Víetnam um borð. í dag komu 50 víetnamskir flóttamenn með líberísku flutn- ingaskipi til Japan. Á meðal þess- ara flóttamanna voru 34 karlmenn og 16 konur. Höfðu þau flúið frá Víetnam á 43 feta löngum báti 27. júní sl. og var þeim bjargað um borð í líberíska skipið 4. júlí. Skæruliðar vinstri manna í E1 Salyadon Réðust á stærsta fangelsi landsins S»n Salvador, 13. júli. AP. SKÆRUUÐAR vinstri manna í El Salvador, vopnaðir sprengjuvörpum, handsprengjum og rifflum, réðust í gærkvöldi á stærsta fangelsi landsins og tókst 104 föngum að flýja í ringulreiðinni, sem skapaðist við árásina. FORSETTI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kom til Eg- ilsstaða í gærmorgun í upphafi heimsóknar til Austur- lands. Á meðfylgjandi símamynd Árna Sæberg, Ijósmyndara Morgunblaðsins, eru fremst (fv) Bogi Nilsson sýslumaður, Vigdís Finn- bogadóttir, Hrafn Sveinbjarnarson Hallormsstað og Stefán Ólafsson Helgustöðum í Helgustaðahreppi. Sjá á bls. 2: „Breytingar á dagskrá vegna veðurs“. Þrír fangaverðir særðust í árás- inni á La Mariona-fangelsi, sem stóð yfir í hálfa klukkustund, og er einn þeirra þungt haldinn. Jose Vitelio Escobar, fangelsis- stjóri, segir, að árásin hafi verið gerð rétt áður en flytja átti fang- ana í klefa sina á ný. Margir þeirra voru þá við æfingar í fang- elsisgarðinum. Fjölmennt lið hermanna og lögreglu kom fljótlega á vettvang, og tókst að handsama einn stroku- fangann. Hinna er ákaft leitað. í fangelsinu hafa verið 1.500 fangar og í þeim hópi eru 433 menn, sem dæmdir hafa verið fyrir aðild að skæruhernaðinum gegn stjórnvöldum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.