Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLA ÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚL11985 47 JOHANNES HELGI/Bergen 4 Málþing í Bergen ÞAÐ má einu gilda hvar maður er á ferð í gamla bænum í Berg- en. tslensk saga og norsk, dönsk og þýsk, tvinnast þar saman við nálega hvert húshorn. Norskir konungar voru ís- lenskum búandkörlum manna hugleiknastir. Eru fornbók- menntirnar ljósasti vottur þess. Heimskringla ekki undanskilin. Daglegt amstur almúga þótti ekki í frásögur færandi, enda hvunndagurinn norski víðast hvar líkur hinum íslenska. Jafn- vel afglapar i afdölum áttu þá ósk heitasta að þeim auðnaðist að líta konung augum áður en ævi þeirra yrði öll. Skemmtileg- asta dæmi þess er að finna í Hreiðars þætti. Hreiðar, maður ekki sjálf- bjarga sakir vitsmunaskorts og þó ekki alls varnað, er kominn ti Björgvinjar I för með Þórði bróður sínum, margsigldum manni sem handgenginn er Magnúsi konungi. Spyr nú kon- ungur að Hreiðar er í för með Þórði og að hann muni ekki vera sem fólk er flest, leikur nú for- vitni á að sjá afdalamanninn á málþingi því sem blásið hefur verið til við Voginn í Bergen. Sjá vilda ek hann, segir kon- ungr. Og sendir nú konungr eftir honum. Og er Hreiðarr heyrði sagt að konungr vildi hitta hann, þá gengr hann uppstert mjök og nær á hvat, sem fyrir var, og var hann því óvanr, að konungr hefði beiðzt fundar hans. Hann var á þá leið búinn, at hann var I ökulbrókum (brækur teknar saman um ökkla) og hafði feld grán yfir sér. Ok er hann kemr fyrir konung, þá fellr hann á kné fyrir konung og kveðr hann vel. Konungr svaraði honum hlæj- andi og mælti: Ef þú átt við mik erendi, þá mæl þú skjótt slíkt, er þú vill. Aðrir eigu enn nauðsyn að tala við mik síðan. Hreiðarr segir: Mitt erendi þykkir mér skyldast. Ek vilda sjá þik, konungr. Þykkir þér nú vel þá, segir konungr, er þú sér mik? Vel víst, segir Hreiðarr, en eigi þykkjumst ek enn gerla sjá þik. Hvernig skulum við nú þá? segir konungr. Vildir þú, at ek stæða upp? Hreiðarr svarar: Það vilda ek. Konungr mælti, er hann var upp staðinn: Nú muntu þykkjast gerla sjá mik mega? Eigi enn til gerla, segir Hreið- arr, og er nú þó nær hófi. Viltu þá, segir konungr, að ek leggja af mér skikkjuna? Þat vilda ek víst, segir Hreið- arr. Konungr mælti: Við skulum þar þó nökkut innast til áðr um þat málit. Þér eruð hugkvæmir margir, íslendingar, ok veit ek eigi, nema þú virðir þetta til ginningar. Nú vil ek það undan skilja. Hreiðarr segir: Engi er til þess færr, konungr, at ginna þik eða ljúga at þér. Konungr leggur nú af sér skikkjuna og mælti: Hyggðu nú at mér svá vandliga sem þik tíð- ir. Svá skal vera, segir Hreiðarr. Hann gengr í hring um kon- unginn ok mælti oft it sama fyrir munni sér: Allvel, allvel, segir hann. Konungr mælti: Hefir þú nú sét mik sem þú vilt? At vísu, segir hann. Konungr spurði: Hversu líst þér á mik þá? Hreiðarr svarar: Ekki hefur Þórðr, bróðir minn, ofsögum frá þér sagt, þat er vel er. Konungr mælti: Máttu nökkut at finna um þat er þú sér nú, ok þat er eigi sé í alþýðu viti? Ekki vil ek at finna, segir hann, og ekki má ek þegar, því at þannig myndi hverr sik kjósa sem þú ert, þó at sjálfr mætti ráða. Mikinn tekr þú af, segir kon- ungr. Hreiðarr svarar: Háttung er pðrum á þá, segir hann, at lof- gjarnliga sé við mælt, ef þú átt þetta eigi at sönnu, sem mér lízt á þik ok ek sagða áðan. Konungr mælti: Finn til nökk- ut, þó að smátt sé. Það er helzt þá, herra, segir hann, at auga þitt annað er litlu því ofar en annat. O.sv.frv. II Þér eruð hugkvæmir margir, Islendingar, sagði Magnús kun- ukr (eins og á fornum peningum stendur, hinu bleika og brennda silfri). Hugkvæmnin er þó eitthvað minna metin annó 1985 en forðum. En íslenóingar hafa löngum verið vel séðir í Noregi. í Lögmannsannál 1407 segir svo: „Dauði Erlends bónda Filipus- sonar úr Losnu, er merkiligastr maðr hefir verit í öllu Noregi af bændum fyrir flestra hluta sak- ir, því at hann vildi aldrei ridd- ari verða, þótt kóngarnir sjálfir byðu honum. Trúði hann og betr íslendingum en öðrum norræn- um mönnum ok hafði þá jafnan I sinni þjónustu." En nútíð og fortíð. Tveir glampar. Sama ljós. Sama þil. Héðan sem ég sit þessa stundina í gamla bænum er skammt til Nýkirkjunnar sem um var ort í fyrra stríði og Kristinn Reyr snaraði í samvinnu við undirrit- aðan: Já, Lina var min kærasta og Ijúfust vina i senn, sú fegursta frá Torgi aft Tollbúö, góðir menn. Ó, Lína með sín augu; ó, Lina með sitt hár. Ef Linu þína áttu, þér skilst mitt hjartasár. En sjá, þau mást og hverfa í hin sælu bernskuspor. Einn sunnudag við fermdumst í Nýkirkjunni um vor. Ó, engin var sem Lina, svo unaðsfríð f kór og leynibros frá henni um hjartað eldi fór. Svo liðu ár við strit og baks, en Iftt mér gekk f vil og loks var engin sála, sem skrifaði mér til. Og tundraðan að Bergensborg mig bar sem uppá sker en brúður annars þá hún var — og gæfan horfin mér. Því: Kvatt ég hef í hinsta sinni Bergen. III Hver sá sem rennir augum yf- ir kort af Noregi og bregður á það mælistiku sér í hendi sér forsendurnar fyrir þeim sæg smákonunga sem þar ríkti og um leið ástæðuna fyrir mállýskun- um sem í landinu hafa þróast á umliðnum öldum. Það er ekki einasta að lengd Noregs frá nyrstu mörkum til syðstu jafn- gildi vegalengdinni frá syðsta odda Noregs og lengst niður á ftalíuskaga; vesturströnd Nor- egs er svo torfarin sem framast má verða. Einn mótstaður, al- þingi, kaupstefna og löggjafar- samkoma í senn, sem kynni að hafa getað hamlað gegn mál- lýskunum, hefur af landfræði- legum ástæðum ekki komið til greina í Noregi, og leikum manni virðist af sömu ástæðum, að bókmenntir I líkingu við fslend- ingasögur, þótt skrifaðar hefðu verið, hefðu litlu þar um breytt, nema þá kannski helst um mið- bik landsins. Um samgang milli byggðarlaga, umfram ránsferðir víkinga, hefur ekki verið að ræða svo teljandi sé öldum saman. Ferðir milli byggðarlaga vestan- megin hafa ekki verið á færi annarra en sæfara sem þaul- kunnugir hafa verið staðháttum frá blautu barnsbeini og volkinu vanir, og víst var víkingunum að ýmsu leyti vorkunn. Þegar fólks- fjölgun i Noregi náði hámarki hverju sinni þá varð mannfellir og vesturströndin varð af aug- Ijósum ástæðum verst úti og um Mynd/Jóhannes Helgi björg ekki að ræða nema með hernaði vestur um haf og suður með löndum. Sveitarfélögin hafa því sýni- lega frá öndverðu þurft að vera sjálfum sér nóg i andlegum sem veraldlegum efnum, enda standa ræturnar svo djúpt enn þann dag í dag að erfitt getur verið fyrir mann að öðlast þegnrétt í öðru héraði en því sem hann er borinn og barnfæddur, jafnvel þótt hann kappkosti að tileinka sér siði og mállýsku hins nýja heimkynnis. Sú saga er sögð að mætur maður frá vesturströnd- inni hafi kvænst stúlku frá Þela- mörk og sett sig niður I heim- kynnum elskunnar; hann lagði sig rækilega eftir Þelamerkur- mállýskunni að ekki varð annað greint en að hann væri Þela- merkurbúi í húð og hár. 10 árum síðar var hann einu sinni sem oftar í kaupstaðarferð í Osló, en að þessu sinni varð Þela- merkurbúi vitni að því að vest- urstrandarmaöur gat þess af einhverju tilefni að hann kæmi frá Þelamörk. Vinur vor var ekki fyrr kominn heim til Þelamerk- ur en kunningi hans braut uppá alvarlegu máli, nefnilega þessu: Kunninginn: Þú sagðir í Osló að þú kæmir frá Þelamörk. Vesturstrandarmaður: Það sagði ég ekki. Ég sagðist hafa komið með lestinni frá Þela- mörk. Kunninginn: En þú áttir þá að láta þess getið að þú værir ekki fæddur þar. Heimildin Julian Kramer: Norek identitet — et produkl it underutviklinp o* sUmmetilhöriehet: Löpnannonnnáil; fsiendingaoötpir f útgáfti Cuöna Jónssonar, Hrappoeyrarprent 1*47. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar húsnæöi i boöi Iðnaðarhúsnæði til leigu. Tveir hlutar, 220 fm hvor, á jaröhæö viö Krókháls. Uppl. í síma 671010. Háskólanemar Vantar ykkur húsnæöi. Ég bý í grennd viö Háskólann og þarf pössun fyrir 7 ára dreng og aðstoð á heimili. Frekari uppl. í síma 91-15366 e. kl. I8.00. Iðnaðar- og verslunarhúsnæði til leigu viö Skemmuveg. 240 fm jaröhæö. Stórar afgreiðsludyr. Upplýsingar í síma 671010. Iðnaðarhúsnæði lönaður? lager? heildverslun til leigu viö Vesturvör í Kóp. 520 fm (2X260). A neöri hæö er lofth. 4.3 m og hurðarh. 3.5 m. Upplýsingar í sima 44072 og 43250. 28. þing S.U.S. verður haldiö á Akureyri 30. ágúst — 1. september nk. Féiöfl ungra sjálfstæöismanna sendi tilnefningar um þlngfulltrúa fyrir 7. ágúst nk. Hafiö samband viö skrifstofu sambandsins varöandi undirbúning. Stlóm S.U.S. Stjórnmálanefnd SUS Stjórnmálanefnd SUS heldur sinn fyrsta fund nk. miövikudag, 17. júlí, kl. 12.00 i Valhöll viö Háaleitisbraut. Rætt veröur um undirbúning stjórnmálaályktunar fyrir næsta SUS-þing sem haldiö veröur á Akur- eyri dagana 30. ágúst til 1. sept. nk. öllum ungum sjáltstæöismönnum er velkomiö aö taka þátt í störfum nefndarinnar. Formaöur nefndarlnnar er Sigurbjöm Magnússon, form. Heimdallar. sumarferð sjálfstæðis- félaganna í Noröurlands- kjördæmi eystra Farin veröur sumarferö i Asbyrgi dagana 19.-21. júlf nk. Qist í tjöldum eöa i svetnpokaplássi i Skúlagaröi. Lagt veröur af staö á föstudags- kvöldi. fyrri hluta laugardags veröur fariö i Hljóöakletta og Hólmatung- ur en seinni partlnn veröur grlllaö sameiginlega i Asbyrgl og margt fleira sér til gamans gert. Lagt af staö heim um hádegi á sunnudag. Fariö veröur meö rútum ef næg þátttaka fæst annars meö einkabilum. Tilkynningar um þátttöku og nánari upplýsingar eru hjá Margréti í sima 25957 eftir kl. 19.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.