Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLl 1985 Frænka okkar, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR frá Eakifirði er látin. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum sýnda samúö og hlýhug viö fráfall hennar. örbrún Halldórsdóttir, Hrafnhíldur S. Christopherson, Haukur Snorrason, Jónína S. Snorradóttir, Snorri Snorrason og f jölskyldur. Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Þórsgötu 10, Reykjavík, andaöist í Borgarspitalanum 6. júli. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Valdimar Kristjánsson, Erla K. Valdimsrsdóttir, Guömundur Stefánsson, Sigurþór G. Valdimarsson, Sigrún Guójónsdóttir, Bjarney G. Valdimarsdóttir, Lárus JEgir Guömundsson og barnabörn. t Eiginmaöur mlnn, faöir, sonur okkar, bróðir og mágur, KRISTINN ÓLAFSSON frá Ánastööum, Raftahlíö 68, Sauöárkróki, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 15. júlíkl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Gunnhildur Bergrún Kristinsdóttir, Halldóra Kristinsdóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Bergur Ólafsson, Júlíus Ólafsson, Hlööversdóttir, Halldóra Kristinsdóttir, Ólafur Þórhallsson, Jón M. Benediktsson, Necmi ErgUn, Maöurinn minn og faöir okkar, STURLAUGUR GUÐNASON, Klébergi 13, Þorlákshöfn, veröur jarösunginn þriöjudaginn 16. júlí kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hins látna eru beðnir aö láta Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra eöa Hjarta- vernd njóta þess. Aóalheiöur Eyjólfsdóttír og börn. t Þökkun af alhug auösýnda samúö viö andlát og jaröarför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR VALDIMARSDÓTTUR, Þorgrímsstööum. Jónfna Jónína Guömundsdóttir, Asbjörn Guömundsson, Valdfs Guömundsdóttir, Vigdfs Guómundsdóttir, Guömundur Guömundsson, Kjartan Guómundsson, Olafsdóttir Hólmgeir Björnsson, Kristfn Guójónsdóttir, Jón Guömundsson, Karl Magnússon, Sigríöur Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir færum vlö öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og kærleika viö fráfall eiginkonu minnar, móöur, dóttur og systur, KRISTBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, áöur tH heimilis á Austurgötu 15, Keflavfk, bjó sföast í Noregi. Birgir Guösteinsson, Ólafur Ingimundarson, Rósa Teitsdóttir, Rósmarí Birgisdóttir, Alfa Birgisdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Silja Birgisdóttir, systkini hinnar látnu og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, STEINUNNAR TÓMASDÓTTUR, frá Djúpavogi. Fyrir hönd vandamanna. Margrét Ingimundardóttir, Svava Ingimundardóttir, Magnús Guönason, María Ingimundardóttir, Steingrímur Ingimundarson, Asa K. Engilbertsdóttir, Eggert Ingimundarson, Valgeir T. Ingimundarson, Jens Ingimundarson, Karitas Geirsdóttir, Minning: Jónína Guðríður Þórhallsdóttir Fædd 29. janúsr 1891 Dáin 8. júlí 1985 Fyrir og um síðustu aldamót stóð lítið íbúðarhús, er nefndist Höfn, við norðurjaðar Arnarhóls- túns í Reykjavík, nærri gamla Batteríinu. Fyrir tæpri öld fæddist í húsi þessu stúlkubarn, sem í skfrninni hlaut nafnið Jónína Guðríður. Móðir hennar var Pálína M. Jónsdóttir, sjómanns Erlendsson- ar á Lambastöðum í Garði, en móðir Jóns var frú Elín Sæ- mundsdóttir sóknarprests Ein- arssonar á Útskálum. En faðir séra Sæmundar var Einar spítala- haldari Eiríksson í Kaldaðarnesi. Fyrri kona séra Sæmundar og móðir Elínar var Guðrún yngri Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti Hafliðasonar. Allt naut þetta fólk virðingar og gegndi mikilvægum störfum á lífsferli sínum. Faðir Jónínu, sem hér er kvödd, var Þórhallur verkamaður Þór- hallsson, ættaður frá Langey á Breiðafirði. Jónína ólst upp í Reykjavík og nágrenni með móður sinni, og hef- ur Reykjavík verið henni mjög hugstæð alla tið. Snemma kom í ljós, að Jónína var næm vel og stóð hugur hennar til skólagöngu, en hún bjó við lítil efni og virtist af þeim sökum miklum erfiðleik- um bundið, að draumurinn um námsbraut, er fæðst hafði með henni yngri, mætti rætast. Þó lagði hún til atlögu við erfið- leikana, og að því kom, fyrir dugn- að hennar, viljafestu og einbeitni, að hún hóf nám í Kennaraskóla fslands haustið 1910, og lauk það- an prófi vorið 1913. Hin unga, gáfaða, gjörvulega, fallega stúlka stóð nú með sigur- pálmann í höndum sér. Hún hafði hlotið góða, hagkvæma menntun, sem gaf henni tækifæri til þess að leggja út á nýja starfsbraut. Úm haustið gerðist Jónína heimiliskennari hjá Árna Filipp- ussyni, sparisjóðshaldara í As- garði í Vestmannaeyjum. Einnig hafði hún á hendi stundakennslu við barnaskólann í Vestmannaeyj- um þennan vetur. Haustið 1914 réðst hún fastur kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum, og gegndi hún þeirri stöðu uns hún fluttist þaðan brott 1920. Segja má, að með Vestmannaeyjaför Jónínu hafi örlagadísirnar ákveðið framtíð hennar. Sama dag og Jónína hóf kennslu sem fastráðinn kennari við barna- skólann í Vestmannaeyjum, kom að skólanum nýr skólastjóri. Er skólastjórastaðan þar losnaði, sóttu átta skólamenn um stöðuna, og hlaut einn þeirra atkvæði allra skólanefndarmanna. Hér var um að ræða glæsilegan, harðgáfaðan, fjölhæfan og hugmyndaríkan vel menntaðan skólamann, er hét Björn Hermann Jónsson, en hann hafði þá um nokkurra ára skeið stundað nám í Danmörku. Þau Jónina og Björn skólastjóri felldu hugi saman og gengu í hjónaband á fyrsta sameiginlega starfsárinu í Eyjum. Mér hafa sagt Vestmanneyingar þeirra tíma, að þau Björn og Jón- ína hafi unnið ómetanleg störf fyrir skóla- og menntamál Vest- manneyinga. Það er allra þessara manna mál, að þau hafi með ötulu starfi sínu hrundið þar af stað þróun í skólamálum, sem langt var á undan sinni samtíð. Skólastjórahjónin nutu að verð- leikum mikillar virðingar og trausts, þau ár, sem þau í samein- ingu sinntu forystuhlutverki sínu í skólamálum Vestmanneyinga. í Danmörku varð Björn Her- mann gagntekinn af lýðháskóla- starfseminni þar og ól þann draum kærastan í brjósti sér, varðandi íslensk skólamál, að koma á hér á landi slíku skóla- kerfi. Því varð það, að hin stórvel- látnu skólastjórahjón í Vest- mannaeyjum ákváðu vorið 1920 að breyta til í starfi, þegar séra ólaf- ur Ólafsson prófastur í Hjarðar- holti í Dölum, er í nær tvo áratugi hafði starfrækt þar unglingaskóla, fluttist til Reykjavíkur, að þau Björn og Jónína gerast búendur í Hjarðarholti í Laxárdal, og reka þar jafnframt alþýðuskóla í anda lýðháskólahreyfingarinnar. Hér var í mikið ráðist. Séð var á bak vellátnum störfum í Vest- mannaeyjum. En hvernig myndi lýðháskólahugsjóninni reiða af? Myndu þau sjá hana rætast þar vestur frá? Við mikla erfiðleika var að etja. Heimsstyrjöldinni fyrri var nýlokið. Fjárhagserfið- leikarnir, atvinnuleysið og ógnvaldurinn mikli, kreppa eftir- stríðsáranna, var á hraðri uppsigl- ingu. En skólastjórahjónin trúðu á hugsjónina, á unga fólkið, sem skólans átti að njóta, á hin góðu öfl í sjálfum sér og meðbræðrum sínum. Á sviði menningarmálanna varð Hjarðarholt fljótt miðstöð sveit- arinnar. Þótt skólastjórahjónin nytu mikilla vinsælda í Hjarðar- holti, og fræðslu-, uppeldis- og menningarstarf þeirra yrði árang- ursríkt, nægði það ekki til að bera uppi skólann þeirra. Hið opinbera veitti slíkum skóla engan fjár- hagslegan stuðning. Fjárhagur var því mjög þröng- ur, og mikill gestagangur ásamt höfðingsskap skólastjórahjónanna bættu hann ekki. Kom þar að lok- um, að með öllu skorti fjárhags- grundvöll fyrir starfsemi skólans, og voru skólastjórahjónin þá neydd til að horfast 1 augu við þann ískalda veruleika að lýð- háskólahugsjónin hafði, a.m.k. um sinn, hlotið óvægt skipbrot. Eftir að hafa lagt allt sitt af mörkum fyrir skólann í Hjarðar- holti um fimm ára skeið, urðu skólastjórahjónin að flytjast á brott, stórskuldug, sumarið 1925, en þá gerðist Björn Hermann kennari við barnaskólann á ísa- firði, og varð jafnframt skóla- stjóri iönskólans þar. Isfirðingar fundu brátt, að þar sem þau Jón- ína og Björn voru, þar fór fólk mikilla hæfileika, drengskapar, dugnaðar og gáfumanneskjur. Jónína varð einnig kennari við barnaskólann á ísafirði, er þau komu þangað 1925, og 1930 varð Björn Hermann skólastjóri við skólann. Störfuðu þau bæði við skólann í 27 ár, við hinn besta orð- stír. Það er á Isafirði, sem ég kynnt- ist þeim skólastjórahjónum Jón- ínu og Birni, þegar ég, ungur og óreyndur, nýkominn úr skóla, réðst kennari að barnaskólanum á ísafirði, haustið eftir að Björn tók við stjórn hans. Við vorum þrír nýliðar, er kom- um að skólanum það haust, og mér er óhætt að fullyrða, að allir vor- um við sammála um, að það hafi verið mikil gæfa okkar í kennara- starfinu að mótast í því undir handleiðslu jafn mikilhæfs starfs- liðs og þar var þá, og er þá skóla- stjórinn ekki síst hafður í huga. Mér varð fljótlega ljóst, að Björn skólastjóri var sérstæður persónuleiki, gæddur fjölhæfum gáfum, hugsjónaríkur og hug- myndaauðugur. Kona hans, Jónína Þórhalls- dóttir, kom mér strax þannig fyrir sjónir, að yfir henni hvíldi reisn mikil. Hvar sem hún fór, hlaut hún að vekja eftirtekt fyrir fríð- leik og glæsta framkomu. Síðar, er kynni min við skólastjórahjónin urðu náin og vinátta tókst með okkur, vinátta, sem aldrei hefur fallið skuggi á, kynntist ég þeim eiginleikum beggja, að þau voru gott fólk, heiðarleg, góðhjörtuð, velviljuð, gestrisin, gamansöm og glaðsinna, þegar því var að skipta, oe hinir ágætustu félaear. Þetta er kannski mikið sagt, en þótt þau um sumt væru ólík, þá tel ég, að bæði tvö eigi með réttu það, sem sagt er hér að framan, og nefni ég þau því bæði samtímis hvað það snertir. Jónína annaöist kennslustörf um fjóra áratugi. Þau voru því orðin æði mörg börnin, sem nutu tilsagnar hennar og handleiðslu gegnum árin, og það tel ég mig geta fullyrt, bæði af kynnum mín- uni af kennarastörfum hennar á ísafirði, og umsögn Vestmanney- inga, að hún naut mikils trausts í starfi sínu og var dáð af nemend- um sínum. Hæfileikar hennar til starfsins voru ótvíræðir, velvilji, góðvild, mildi og dugnaður fór saman hjá henni og renndu stoð- um undir góðan starfsárangur. Meðan Jónína var á ísafirði, tók hún virkan þátt í starfi góðtempl- arareglunnar og átti oft sæti á þingum Stórstúku íslands sem fulltrúi stúku sinnar. Jónína og Björn eignuðust fjög- ur börn. Elstur var ólafur, fæddur 14. nóvember 1915. Hann nam læknisfræöi og var síðast héraðs- læknir á Hellu í Rangárþingi frá 1956 til æviloka. En hann lést langt fyrir aldur fram, í janúar 1968. Hann var mikilsmetinn læknir og hlaut lofsyrði allra, er kynntust honum. Eftirlifandi kona Ólafs er Katrín Elíasdóttir, þeirra börn eru: Björn, eðlisfræð- ingur. Elías, læknir, kvæntur Þórhildi Albertsdóttur, og eiga þau eitt barn. Elías dvelur nú við framhaldsnám í Bandaríkiunum, ásamt fjölskyldu sinni. örn, er stundar stærðfræðinám í Svíþjóð og Ingibjörg er stundar sagn- fræði- og bókmenntanám við Há- skóla íslands. Næst var Svava, fædd 2. des- ember 1921. Hún var sjúklingur alla ævi, og í umönnun fyrir henni komu ef til vill best í ljós þeir miklu mannkostir, sem Jónfna bjó yfir. Svava andaðist 1965. Þriðja barn Jónínu og Björns var Jón, rafvirkjameistari í Hafn- arfirði, fæddur 3. ágúst 1924, mik- ill atorku- og dugnaðarmaður. Hann lést 1971. Eftirlifandi kona Jóns er Guðný Guðbjörnsdóttir Ásgeirssonar. Börn þeirra eru: Guðbjartur, prentari, kvongaður Margréti Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Jónína, hárgreiðslu- meistari, er á tvö börn. Guðfinna, snyrtisérfræðingur, gift Hallbergi Guðmundssyni rakara. Þau eiga tvö börn. Herdís, sjúkraliði, gift Allan Flink. Þau búa í Danmörku, og eiga tvö börn. Helga, skrif- stofudama og gjaldkeri, gift Arn- óri Guðmundssyni prentara, og eiga þau tvö börn. Björn Her- mann, auglýsingateiknari, kvong- aður Auði Steinsdóttur. Yngsta barn Jónínu og Björns var Haraldur, fæddur 4. ágúst 1926, dáinn 1963, ókvæntur og barnlaus. Hann var listrænn mjög og áhugasamur um ljósmyndun. Hann var í mörg ár starfsmaður við Keflavíkurflugvöll. Þegar haft er í huga, að Jónfna missir mann sinn og börn sfn öll með eins, tveggja og þriggja ára millibili, og að andlát feðganna allra átti stuttan aðdraganda, þá gefur auga leið, að mjög var að henni þrengt hverju sinni. En í þessum raunum hennar komu vel í Ijós aðdáunarvert sál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.