Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 Kannski glórulaus ofdirfska segir Játvarður Jökull sem er að skrifa sögu Ólafsdalsskóla og nemendatal skólans með tréstauti á tölvu Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi í Reykhólasveit er bú- inn að fá sér tölvu — og er að skrifa á hana. Þætti ekki tíðind- um sæta við venjulegar aðstæð- ur, en Játvarður Jökull situr í hjólastól, lamaður upp að hnjám og öxlum og hefur hvorki not af höndum né fótum. í staðinn not- ar hann tréstaut með gúmmíi á endanum og stjórnar honum með munninum einum. Stór- kostlegt að horfa á hann, ekki aöeins skrifa á tölvuna heldur líka við að fletta með þessum hætti blöðum og jafnvel taka þau úr og setja þau götuð í bréfamöppu. Hann var nýkom- inn heim að Miðjanesi í Reyk- hólasveit frá Reykjalundi, þar sem hann hafði m.a. verið að fá þessa rittölvu og þjálfast í að nota hana, þegar blaðamaður Mbl. var þar á ferð. Játvarður kvaðst hafa fengið tölvu í viku í fyrra, rétt til að kynnast henni. Fyrir jólin fékk hann svo sína eigin greidda af Trygggingarráði. Hún beið hans á Reykjalundi. Til að hann gæti notað hana þurfti að festa 4 táknlykla, því með stautinum sínum getur hann ekki ýtt á fleiri takka en einr. í einu. Átti að vera hægt að lagfæra það og það reyndist rétt. Játvarður sagði að tölvan væri hljóðlátari og höggin ekki eins snögg eins og á raf- magnsritvélina. Talað er um að fullfrískt fólk finni til einhverrar hræðslu andspæn- is því viðfangsefni að fara að vinna á tölv- ur. En ekki þessi lamaði bóndi. Hann gengur að því eins og hverju öðru verkefni. Bóndinn tók að lamast Játvarður Jökull var bóndi á Miðjanesi og hafði búið sig undir það lífsstarf í Hvanneyrarskóla. Hafði aldrei dottið í hug að gera neitt annað. Var búinn að búa í nær 20 ár þegar hann fór að kenna lömun- ar í útlimum um 1957 og limir héldu áfram að visna, svo að hann var orðinn öryrki frá 1958. Er þar á ferð einhvers konar tauga- lömun. Og þessi hraustlegi bóndi hætti að geta unnið útivið. En hann settist ekki i aðgerðarleysi. Hann fór að skrifa. „Gat ekki gert neitt annað," segir hann. „Mig hafði stundum langað að skrifa í blöð um ýmis málefni og gerði það bara,“ segir Játvarður einfaldlega þegar blaðamaður fer að spyrja hann um þessi viðbrögð Hefi bara reynt að aðlagast jafnóðum, segir Játvarður Jökull, sem nú hefur flutt sig af rafmagnsritvélinni yfir á tölvu og skrifar þannig heilar bækur með munninum. Játvarður Jökull skrifar nafið sitt á blað með öruggum, fallegum stöfum, sem ekki allir leika eftir þótt þeir hafi not af hendi með fímm fíngrum. manns sem kippt er á þennan hátt út úr lífsstarfi sínu. Síðan hefur Játvarður skrifað greinar í safnrit, tímarit og dag- blöð, og heilar bækur. En meðan hann var bóndi hafði hann haft afskipti af félags- málum, verið í ýmsum nefndum, m.a. hreppsnefnd, og var oddviti um skeið. „Sem betur fer kom þetta ekki allt í einu, svo maður hefur bara reynt að aðlag- ast því jafnóðum," segir Játvarður. í fyrstu handskrifaði hann, en 1971 var svo komið að hann gat ekki lengur haldið á penna og fékk þá rafmagnsritvél. Þreifaði sig áfram „Ég byrjaði á Reykjalundi að þreifa fyrir mér, en til þess að geta skrifað á ritvélina varð ég að geta snert hana. Fann þá upp á því að hafa þetta prik í munnin- um,“ segir Játvarður Jökull. „Þetta átti að vera létt, en prikið rann alltaf til svo tekið var upp á því að hafa á endanum stammt gúmmí. Og með þessu get ég gatað blöð og gengið frá þeim í möppur. Sjáðu svona!“ Og Játvarður beygir sig niður og opnar læsinguna á einni möppunni á borðinu með munninum, tekur upp i sig tré- GIÆSILEim W hAAZDA 929 LTD er vandaöur, Jríkulega útbúinn luxusbíll, svo sannariega „einn meö öllu" Verö frá aöe ' r • 623.000 BILABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99 Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin S)Öumúla33 símar 81722 og 38125 JfHðrgtmÞlfiMb Metsö/uUaðá hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.