Morgunblaðið - 14.07.1985, Page 55

Morgunblaðið - 14.07.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 55 Atlavík. Vinsjell áningarstaður ferðamanna á Austurlandi. MorgunblaðiÖ/ólafur Ferðamálanefnd Vest-Norden svæðisins fyrir utan Hótel Valaskjálf: Ólafur St. Valdimarsson, ráðuneytisstjóri, Sigurður Hjaltason, framkvæmdastjóri, SSA, Jónas Hallgrímsson, stjórnarmaður Vest-Norden nefndarinnar, Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs, og Reynir Adólfsson, framkvæmdastjóri Ferðamálanefndarinnar. Á myndina vantar 5. stjórnarmanninn, Færeyinginn Jakob Haraldsen, formann færeyska ferðamálaráðsins. Egílsstaðir: Norrænt samstarf að ferðamálum Sérstök kynningarskrif- stofa ferðamála opnuð Kgilsstöðum, 9. júlí. VERKEFNI okkar í fyrstu er að vinna að heildarskipulagningu ferða- mála milli íslands og Færeyja — en síðar meir munu Grænland og Vest- ur-Noregur væntanlega fléttast inn í þá skipulagningu — sagði Jónas Hallgrímsson, stjórnarmaður hinnar svonefndu Vest-Norden-nefndar sem er samnorræn nefnd og lætur einkum málefni Grænlands, fslands, Færeyja og Vestur-Noregs til sín taka. íslensku fulltrúarnir í Vest- Norden nefndinni, Jónas Hall- grímsson og Bjarni Einarsson, gerðu á sínum tíma að tillögu sinni að nefndin gengist fyrir sérstöku átaki til framdráttar ferðamálum innan starfssvæðis nefndarinnar — og eftir umfjöllun í nefndinni var erindi þar að lútandi sent Norrænu embættismannanefnd- inni. Norræna embættismanna- nefndin samþykkti síðan endanlega í apríl síðastliðnum tillögur Vest- Norden-nefndarinnar varðandi ferðamálin — og til að vinna að verkefninu skyldi komið á fót sér- stakri 5 manna ferðamálanefnd er fulltrúar samgönguráðuneytis, Ferðamálaráðs íslands, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Ferða- málaráðs Færeyja og Vest-Nord- en-nefndarinnar skipuðu. Til verkefnisins veitir Norður- landaráð 250 þús. n.kr. árlega næstu 3 árin. Nefndin var strax skipuð og hóf þegar störf — en í henni eiga sæti: Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, Kjartan Lár- usson, formaður Ferðamálaráðs, Sigurður Hjaltason, framkvæmda- stjóri SSA, Jakob Haraldsen, for- maður færeyska ferðamálaráðsins og Jónas Hallgrímsson af hálfu Vest-Norden-nefndarinnar. Nefndin hefur ráðið sér fram- kvæmdastjóra, Reyni Adólfsson, áður framkvæmdastjóra Ferða- skrifstofu Vestfjarða. Alls sóttu 13 manns um starfið. Og nú hefur ver- ið opnuð sérstök kynningarskrif- stofa nefndarinnar að Lagarási 8 á Egilsstöðum — sem Reynir mun veita forstöðu. Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri, gat þess á frétta- mannafundi i dag að það væri afar mikilvægt fyrir íslendinga að fá þetta verkefni til sín — og ekki síst Austfirðinga. Verulega væri komið til móts við þarfir íslendinga með þessu verkefni og það styrkti nor- ræna samvinnu — og síðast en ekki síst skilning almennings á nauðsyn þeirrar samvinnu. Kjartan Lárusson sagði starf nefndarinnar nú í fyrstu beinast að kynningu Færeyja á íslandi og þeim ferðamöguleikum sem þar byðust — og eins kynningu Íslands í Færeyjum. Jónas Hallgrímsson var bjart- sýnn á viðgang ferðamála á Aust- urlandi og nefndi hann sem dæmi að farþegaaukning með Ms. Norrena væri nú um 7% miðað við síðastliðið ár — og það samstarf sem nú er hafið myndi án efa efla ferðamannaiðnaðinn almennt. Ferðamálasamtök Austurlands voru nýlega stofnuð á Djúpavogi og var Rúnar Pálsson, Egilsstöðum, kjörinn formaður þeirra samtaka. Þessi nýstofnuðu samtök munu njóta fyrirgreiðslu ferðamála- nefndarinnar og verður Reynir Adólfsson jafnframt starfsmaður þeirra fyrst um sinn. Reynir mun væntanlega ferðast um Austurland á næstu dögum til upplýsingaöfl- unar um ferðamál í fjórðungnum og til að kynna starfsemi skrifstofu sinnar á Egilsstöðum. - Ólafur Lukku bílar vloiiui_-_ f-: 'gönqpir loigrs. Annar lukkubílalisti Œís ANNAR lukkubílalisti Olís hefur verið hengdur upp á bensínstöðvum fyrirtækisins. Tíu bílnúmer eru dregin út og eiga eigendur þeirra að svara því hvaða tegund af olíu þeir noti. Geta þeir þannig fengið 10 þúsund króna greiðslu frá fyrirtækinu. Skólakór Kársness ásamt stjórnanda sínum, Þórunni Björnsdóttur. Skólakór Kársness heldur tónleika í Kópavogskirkju Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur heldur tón- leika í Kópavogskirkju mánudaginn 15. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins eru íslensk þjóðlög og kórlög, sum þeirra sam- in sérstaklega fyrir kórinn, ma- drigalar, negrasálmar, lög frá Ungverjalandi, Finnlandi og fleiri löndum og kórverk eftir Knut Nystedt og Brahms. Kór Kársness heldur á alþjóð- legt kóramót, „Europa Cantat", í Strassburg í Frakklandi eftir fá- eina daga. Brúðaigjafir Sérstök þjónusta Óskalisti - gjafaskrá Sé þess óskað, skráum við nöfn brúðhjóna, hvaða hlutum þau óska eftir og hvaða gjafir hafa verið keyptar. Þannig getagefendur ávallt séð hvað búiðer aðkaupaog á þann hátt forðast að gefnir séu margir munir sömu gerðar. Gjafakort Munið vinsœlu gjafakortin. Þau henta vel ef fólk vill ekki velja gjafirnar sjálft, heldur láta viðtakanda um það. Bankastræti 10, sími 13122.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.