Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 VERALDLEGAR SUNNUDAGSPREDIKANIR Gengisfall stjórnmálamanna Morgunblaöið/Andrína Gengi stjórnmálamannanna hefur fallið með þjóðinni hin síðustu ár og ástæðurnar fyrir gengisfallinu eru margar og sam- verkandi. Jafnt stjórn- pftir Áaoeir málamenn sem fSJSE! almenningur slappast, þegar mörg góðæri fara saman með þjóðum. Velmeg- un undanfarinnar hálfrar aidar, hefur valdið því að íslenzkt fólk er nú linara í sér en það var á fyrri hluta aldarinnar meðan hart var á dalnum fyrir þjóðinni. Stjórnmálamenn okkar eru nú upp og ofan og verða eflaust alla tíð eins við hin, en þeir hafa alizt upp við ljúfara mannlíf en sama stétt hérlendis á fyrri hluta aldar- ‘ innar og leiðin upp þjóðfélagsstig- ann verið þeim mörgum auðveld og þeir ekki reynt þrek sitt við að feta sig upp stigann heldur færst uppá loftskörina á rúllustiga. Þeir, sem í hinu harða mannlífi fyrrum hófu sig uppyfir fjöldann í lærdómi, framkvæmdum eða stjórnmálum, voru andlega og oft líkamlega einnig, harðir karlar og miklir átakamenn að hvaða verki, sem þeir gengu. Muna má þá tíma, að valinn maður var í hverju rúmi i forystusveit þjóðarinnar, enda var þá sú sveit fámenn og því auð- veldara en nú að skipa þar vel hvert rúm. Þegar þjóðfélagið gerðist miklu fjölbreyttara en áður og fjölga tók í forystusveitinni leiddi það af sjálfu sér, að þar yrðu rúmin fleiri, sem skipuð væri meðal- mönnum en í hinni fámennu fyrr- um. Skylt er að hafa það í huga, að margur maðurinn, sem nú sýnist rétt meðalmaður fyrir sér, hefði máski orðið annar og meiri á þeim tíma, sem kallað hefði á alla getu hans, svo sem þegar þjóðin var að brjótast úr viðjum eða berjast við sult. *r Hið ljúfa líf velmegunar reynir ekki á baráttuhæfileika mannsins „Svo má heita, að þjóð- in sé öll sammála um sosíaldemókratíska þjóðfélagsskipan, að- eins lítill hluti ungra manna í Sjálfstæðis- flokknum með róttæk- ari skoöanir og einhver verulegur hluti Alþýðu- bandalagsins lifir enn í úreltri hugmynda- fræði.“ til sóknar og hugsjónir hverfa um leið og þjóð er sezt að veizluborði. Það eru harðærin, sem skapa póli- tískar hugsjónir. Það er sem sagt ein skýringin á gengisfalli stjórn- málamanna okkar nú, að miðaldra fólki finnst stjórnmálamennirnir nú mannskapsminni en stéttar- bræður þeira á fyrri hluta aldar- innar. Þá er næst að nefna þá skýringu á gengisfallinu, að stjórnmála- menn nú deila um aðferðir en þeir fyrri börðust um hugsjónir. Á fyrri hluta aldarinnar var barizt um hugsjón sósíalismans og það var barizt af eldmóði af tveimur höfuðandstæðingum og til urðu menn, eins og Ólafur Thors, Jónas frá Hriflu og Einar Olgeirsson. 1 hugsjónabaráttu er barizt með hjartanu, oft meira en með skynseminni og það er skilj- anlegt, að þeir menn, sem töluðu með eða móti sósíalisma næðu betur eyrum fólks, heldur en þeir menn nú, sem þjarka um aðferðir til að laga eit og annan innan til- tekins og fastmótaðs þjóðfélagsr- amma. Það var líf í tuskunum í gamla daga. Bolsarnir lömdu sig utan og froðufelldu, augu þeirra loguðu og blár mælskustrókurinn með heiptarorðum stóð framúr þeim. Það kom fyrir að það hrökk kjaptshögg á ræðupalli eða fæti var brugðið fyrir andstæðing. Að öllu þessu var bæði hin bezta skemmtan í fábreyttu skemmtan- alíf en einnig hitnaði fólki um hja- rtaræturnar. Það átti við, sem Benedikt Sveinsson, Einarsfaðir, sagði: — Það, sem kemur frá hja- rtanu, fer til hjartans. Það er vissulega lítið líf í hinni pólitísku umræðu nú hjá því sem var a fyrri hluta aldarinnar og af því er hún okkur heldur leiðigjörn, sem munum gamla hasarinn, en viðurkennum að meiri sé oft I henni skynsemin. Svo má heita, að þjóðin sé öll sammála um sósíal- demókratíska þjóðfélagsskipan, aðeins lítill hluti ungra manna í Sjálfstæðisflokknum með róttæk- ari skoðanir og einhver verulegur hluti Alþýðubandalagsins lifir enn í úreltri hugmyndafræði. í íslenzkum stjórnmálum stend- ur sem sagt deilan um ýmsar að- ferðir tl úrbóta innan hins sósíal- demókratíska ramma en enga stórpólitíska hugsjón. Hvorki markaðshyggjan né leifarnar af kommúnismanum hafa þann hita í sér, að þessar stefnur geti kallazt hugsjónir. Menn láta eflaust eitt- hvað síga í átt til markaðshyggj- unnar en hitt er einskonar varta eða fæðingarblettur. Á fjölmiðlaöld þeirri, sem nú gengur yfir, móta stjórnmála- menn ekki lengur skoðanir al- mennings, heldur almenningur skoðanir þeirra. Fjölmiðlarnir færa stjórnmálamönnunum al- menningsálitið með morgunkaff- inu og eftir því veja þeir sér fötin fyrir daginn og þurfa því að vera velbirgir af fatnaði með ýmsum lit og af ýmsum gerðum, því að al- menningsálitið er sviptingasamt. En stjórnmálamennirnir eru einig undir sérfræðingunum, er semja fyrir þá allar meiriháttar álitsgerðir í þjóðmálum. Fyrir kemur að sundur slitnar með sér- fræðingunum og almenningi, ein- kum í efnahagsmálunum, þar sem sérfræðingarnir eiga til að hitta sárlega hjarta almennings, pyngj- una, og þá hnýta stjórnmálamenn- irnir saman með rembihnút og er það nú þeirra aðaliðja að hnýta og leysa rembihnúta. Þótt almenningsálitið ráði miklu um hin tíðu fataskipti stjórnmálamannanna, þá ráða sérfræðingarnir meira göngulag- inu, og það verður skrykkjótt, þar sem sérfræðingaþekkingin leitar í allar áttir. Stjórnmálamenn fyrri tíma höfðu hvorugan þessara aðila yfir sér, sérfræðingana og almenn- ingsálit i fjölmiðlum. Sérfræð- ingar voru engir og um almenn- ingsálitið vissu þeir ekkert um fyrr en á kjördegi. Stjórnendur landsins fóru því sínu fram og voru miklu meiri karlar í stjórn landsins en stjórnmalamennirnir eru nú. Allir geta ímyndað sér, hvernig fer um álit skipshafnar á skip- st.jórnarmönnum, sem sigla frá landi með siglingastefnuna setta útí korti af hálærðum siglinga- fræðingum, en fara síðan um leið Guttorm Guttormsgaard Myndlist ^ Bragi Ásgeirsson Norski grafík-listamaðurinn og prófessorinn Guttorm Gutt- ormsgaard gistir um þessar mundir fsland og kynnir um leið nær hundrað verk sín í anddyri Norræna hússins. Guttorm er einn þeirra lista- manna er vilja vera virkir í sam- tíð sinni og nota miðil sinn til að tjá veraldlegar skoðanir. Þetta er ekki nýtt svo sem við getum séð í myndum ýmissa lista- manna fyrri alda og margra á þessari öld, — en hins vegar er það nýtt, að gera slíkt að eins konar hópefli. Slfk list var í eina tíð faraldur í Svíþjóð og víðar og um tíma bar málefnið listræna útfærslu ofurliði. Tækni og tjákraftur nutu þá lítillar hyili, voru nánast aukaatriði, en háv- aðinn á bak við málefnið aðal- atriðið. Angi af þessu kom til ís- lands en varð aldrei mjög áber- andi, sem betur fer. f sjálfu sér eru það tæknigaldurinn og tjá- krafturinn, sem hafa mest að segja í gerð slíkra mynda, og hér held ég að hinn norski listamað- ur sé mér sammála. Gerandinn útfærir myndir sínar á breiðu tæknisviði, sem hann hefur mikla þekkingu á, enda prófessor í grafík við Lista- háskólann í Osló. Honum er mjög í mun, að andæfa þeirri hugmynd, að list eigi „eingöngu að vera til skrauts." Það er og hárrétt því að list, sem eingöngu er ætluð til skrauts hefur að jafnaði lítið og fátæklegt inntak. Þannig sprengir öll góð list ramma skreytigildisins. Það skýtur kannski skökku við en mér fanns einmitt sumar póli- tísku myndirnar hafa einna mesta skreytigildið í myndrænu tilliti þótt þær vitaskuld séu ekki ætlaðar til skrauts almennt séð. En auðvitað skreyta þær and- ófsfundi og veggi þar sem við á! Þannig séð eru hlutirnir afstæð- ir. Guttorm gerir margt vel og af listrænum þrótti og vil ég hér vísa til mynda eins og „Nei! (12), „Fólk“ (20), Út yfir ENGIN að firðinum" og „frá ÞÖGNINNI á eftir, nr. III" (91). Á stundum bregður Guttorm fyrir sig kímni sem virkar dálít- ið hrjúf og grunnrist. Hins vegar er hann í essinu sínu í sumum smámynda sinna með erótísku ívafi. Þá er á sýningunni allmik- ið af myndum hraðrar og frjálsrar tjáningar og þar þótti mér hann hitta í mark í myndum eins og nr. 4, 23 og 36. f heild er sýningin fjörleg og sýningarskráin nokkuð óvenju- leg. Guttorm er haldinn nokk- urri sérvisku og þannig númerar hann ekki myndir sínar en þrykkir svo lengi sem vinnuferl- ið og plöturnar eru lifandi, — það er misjafnt en upplögin geta orðið nokkuð stór í sumum til- vikum og á ég hér við íslenzkan mælikvarða. Guttorm Guttormsgaard er prófessor við Listaháskólann í Osló svo sem fyrr getur en legg- ur áherslu á að hann hafi kennt of lengi. Það virðist vera tölu- verður flótti í prófessoraliði Listaháskólans því að auk Gutt- orms hverfa þaðan málarapró- fesorarnir Halfdan Ljösne og Inger Sitter, sem flúði einnig Noreg, þreytt og lúin á norskri listapólitík. Það gengur þannig ýmislegt á meðal norskra mynd- listamanna um þessar mundir, en hér er þekking mín í molum. Þá er að þakka listamanninum komuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.