Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
21
„Þegar verslunin er frjáls ... “
Viðskipti & verslun láta gera 25 mínútna mynd um verslun
á íslandi sem verður frumsýnd um verslunarmannahelgina
Um verslunarmannahelgina
veröur sýnd í sjónvarpi kvikmynd-
in „Þegar verslunin er frjáls ... “
en hana gerði kvikmyndafyrirtæk-
ið Lifandi myndir fyrir samtökin
Viðskipti & verslun. Myndin verð-
ur einnig boðin skólakerfinu.
Myndin er 25 mínútna löng.
Titill myndarinnar er sóttur í
hvatningarskrif Jóns Sigurðs-
sonar á síðustu öld og í mynd-
inni eru sýndir tvennir tímar í
verslunarmálum þjóðarinnar,
annars vegar nútíminn með öllu
sínu fjölbreytta vöruúrvali og
þjónustu en hins vegar fyrri
tímar ófrelsis með fábreytni í
vöruvali, skömmtun og höftum.
Handritshöfundur er Sigurður
Sverrir Pálsson, sem einnig tók
myndina ásamt Þórarni Guðna-
syni og klippti. Þulur er Ólafur
Ragnarsson.
Samtökin Viðskipti & verslun
sem létu gera myndina, eru
samtök atvinnurekenda og laun-
þega í verslunarstétt en þau
voru stofnuð 1979 til að vinna að
tímabundnu útbreiðsluverkefni
og var einkum fólgið í því að
vekja almenning og stjórnvöld
til vitundar um mikilvægi þess-
arar atvinnugreinar fyrir alla
landsmenn. Gerð myndarinnar
„Þegar verslunin er frjáls ..."
er því liður í þessari viðleitni.
Myndin kostaði í gerð á nú-
virði um 1,7 milljónir króna, en
hún var tekin á tæplega 40 stöð-
um á höfuðborgarsvæðinu og 13
stöðum úti á landi.
Ljósmynd úr kvikmyndinni „Þegar verslunin er frjáls ... “ og sýnir gamla
tímann í verslunarmálum. Myndin er fengin hjá Ljósmyndasafninu.
Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður tekur við blómvendi úr
hendi Péturs Maack, stjórnarmanns í VR, þegar kvikmyndin var frumsýnd.
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verð.
Steinull — glerull — hólkar.
Armúla 16 sími 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Fljótvírk
- góð-
íslensk!
Fást í matvöruverslunum
og hjá Essó.
BROGA
skór fyrir siglingamenn
Skórnir þola salt og bleytu, vegna
sérstakrar meöhöndlunar leðursins.
nuuiitii
Ánanaustum
Síml 28855