Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Minning: Ásta Ólafsdóttir frá Brautarholti „Hollt es heima hvat.“ Gott og fagurt heimilislíf er undirstaða eðlilegs þjóðfélags og sprenglærðir spekingar hafa ekki getað fundið upp betra skipulag til farsældar manninum. Ásamt góð- um erfðum og heilsuhreysti veit ég ekkert betra veganesti til lífs- ins göngu en það sem hugulsöm húsmóðir gefur af brjóstviti sínu ' og hjartahlýju. Þetta kemur mér fyrst í hug er ég minnist Ástu Ólafsdóttur, föð- ursystur minnar, sem kvaddi þennan heim þ. 8. apríl 1985. Hún fæddist 16. mars 1892 að Lundi í Lundarreykjadal og ólst þar upp uns hún fluttist með for- eldrum sínum og systkinum að Hjarðarholti í Dölum 1902. Þessi bernsku- og æskuheimili Ástu voru stór og reglusöm, þar sem andi lífsgleði og samlyndis ríkti og fornar dyggðir voru í heiðri hafð- ar. — En prestssetrið í Hjarðar- holti var ekki aðeins heimili fjöl- skyldunnar og aðstoðarfólks hennar heidur líka skólafólks og ' kennara er voru við unglingaskól- ann þar. Húsmóðirin varð þá að sjá um velferð tugi manna, hús- næði þeirra og fæði. Hafa ýmsir er þess nutu lýst heimilinu og skói- anum í Hjarðarholti, t.d. Þórður Kristleifsson, söngvari og menntaskólakennari. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið og Ásta, sem mótaðist svo mjög af andrúmsloftinu í Hjarðarholti, ekki síst myndar- skap móður sinnar, var því sérlega vel í stakk búin til að taka við stjórn eigin heimilis í Brautar- holti þegar þar að kom, með manni sínum, ólafi. Það varð og brátt stórt fyrirmyndarheimili, sem einkenndist af samheldni fjölskyldunnar í bliðu og stríðu. Óg er tímar liðu stofnuðu börn og tengdabörn ný heimili, sem stóðu í nánu sambandi við gamla heimil- ið. Yngstu synir Ástu og ólafs fóru líka að búa í Brautarholti og héldu uppi reisn staðarins með konum sínum og börnum. Að gömlum og góðum íslenskum sið tel ég rétt að rekja hér nokkuð ættir Ástu þótt ekki hafi ég tök á að bera saman við frumheimildir á íslandi það sem ég rita nú, á hlaupum erlendis. Faðir Ástu var séra ólafur, fæddur í Hafnarfirði, fyrst prest- ur í Lundi í Lundarreykjadal en síðar prófastur og skólastjóri í Hjarðarholti í Dölum, sonur ólafs Jónssonar verslunar- og útgerðar- manns í Hafnarfirði. En hann var kominn í beinan karllegg af Guðna „gamla", er svo var kallað- ur, Jónssyni, bónda í Reykjakoti í Ölfusi (d. um 1783). — Guðni átti fjölda barna og afkomendur þeirra mynda stóra ætt, er telur margt þekktra manna. Mætti t.d. nefna Guðna Jónsson, prófessor, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta og Friðrik ólafsson, stórmeistara í skák. Þá er áberandi marga lista- menn á ýmsum sviðum að finna í þessari ætt, svo sem Halldór Lax- ness, Val Gíslason, leikara, Karl Kvaran, listmálara og Ólöfu, myndhöggvara, bróðurdóttur Ástu. Faðir Ástu var og listrænn maður, málaði m.a. myndir sem hlotið hafa lof innlendra og er- lendra listgagnrýnenda. Þá fékkst Páll, sonur hans og bróðir Ástu, allmikið við Ijóðagerð og tónsmíð- ar þótt lítið birti hann opinber- lega. — Hljómlist og sönglist var mjög tíðkuð í tíð séra Ólafs í Hjarðarholti og höfðu börn hans næmt eyra fyrir slíku. Ekki síst Ásta, sem oft lék á orgel við mess- ur í Brautarholtskirkju. Föðurmóðir Ástu var Metta Kristín, dóttir Ólafs Þorvaldsson- ar hreppstjóra í Hafnarfirði og Lilju, sem var dóttir Ara „ríka“ bónda í Ytri Njarðvík, Jónssonar. Móðir Ástu og eiginkona séra Ólafs var Ingibjörg, fædd í Dag- verðarnesi í Dalasýslu, dóttir séra Páls Matthiesen, Jónssonar, prests í Arnarbæli, er kominn var í beinan karllegg af Ólafi lögsagn- ara á Eyri, Jónssyni (d. 1761). En ættarslóðir hans liggja á Vestur- landi, einkum þó við ísafjarðar- djúp. T.d. var eyjan Vigur lengi í eigu ættar hans. Meðal afkomenda ólafs lög- sagnara er gerðust áhrifamenn í þjóðfélaginu eru t.d. Jón Sigurðs- son, forseti og frelsishetja, séra Matthías Jochumsson, skáld, Ás- geir Ásgeirsson, forseti, ráðherr- arnir Björn Þórðarson og Matthí- as Á. Mathiesen og bankastjórinn Jóhannes Nordal. Móðurmóðir Ástu var Guðlaug Þorsteinsdóttir Magnússonar frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, en hann var gildur bóndi á sinni tíð. Föðursystkini Ástu voru Guð- jón, er lengi dvaldi við viðskipta- störf í Ameríku, Lilja, sem giftist fyrst séra Jósef Hjörleifssyni en síðar séra Lárusi Þorlákssyni, Guðrún, er giftist Daníel Bernhöft bakarameistara í Reykjavík, Ní- elsína, giftist Daníel Daníelssyni starfsmanni við stjórnarráðið og Valgerður, giftist Karli Nikulás- syni, dýralækni og konsúl á Akur- eyri. Móðurbræður Ástu voru þeir séra Jens Ólafur Páll, er var m.a. prestur á Þingvöllum og síðar pró- fastur í Görðum á Álftanesi og al- þingismaður og Jón Guðmundur Þorsteinn verslunarmaður er menntaðist í Bretlandi. Jens kvæntist Guðrúnu Guðjohnsen. Hann átti Bessastaði um skeið. Ásta var yngst sex barna þeirra Ingibjargar og séra Ólafs. Fyrsta dóttir þeirra, Guðlaug, dó barn. Páll Ólafur var elstur þeirra er unp komust. Hann varð ungur kaupfélagsstjóri í Búðardal og síð- ar útgerðarmaður og stórkaup- maður í Reykjavík og erlendis. Hann rak um skeið búskap á fjór- um jörðum er hann átti; Hrapps- stöðum í Dalasýslu, Brautarholti á Kjalarnesi og Laugalandi og Undralandi við Reykiavík. Páll var lengi ræðismaður Islendinga í Færeyjum. Páll hitti í Hjarðarholti við brúðkaup næstyngstu systur sinn- ar, Guðrúnar, og séra Björns Stef- ánssonar frá Auðkúlu, Hildi, syst- ur brúðgumans. Voru þau síðar gefin saman á Auðkúlu og sköpuð- ust með þessu tvöföld ættartengsl milli þeirra Hjarðhyltinga og Auðkýlinga. En auk þess kemur hluti framætta þeirra saman í ól- afi lögsagnara á Eyri. Systkinin Hildur og Björn frá Auðkúlu voru börn séra Stefáns M. Jónssonar á Auðkúlu og konu hans Þorbjargar Halldórsdóttur, bónda og stúdents frá Loðmund- arfirði. En langafi Stefáns var séra Friðrik Thorarinsen á Breiðabólstað (d. 1817), sonur Þór- arins Jónssonar sýslumanns á Grund, forföður Thorarensena, og konu hans Sigríðar, dóttur séra Stefáns Ólafssonar á Höskulds- stöðum, forföður Stephensena. En kona fyrrnefnds Friðriks var Hólmfríður, dóttir Jóns vísilög- manns, sem var einn sona Ólafs lögsagnara á Eyri. Með öðrum orðum, Jón vísilögmaður, langa- langafi séra Stefáns á Auðkúlu og langalangafi Ingibjargar í Hjarð- arholti, og Þórður stúdent og bóndi í Vigur voru bræður. En Matthías, sonur hans, stúdent og bóndi á Eyri, er forfaðir Mathie- sena. Jón hét annar bróðir Ástu. Hann tók sér ættarnafnið Foss og var læknir á Svalbarða (Spitz- bergen), á íslandi og síðast í Bandaríkjunum. Kona hans var Elísabet Kristjánsdóttir Jónsson- ar háyfirdómara. Kristín var eldri systir Ástu. Hún lauk fyrst íslenskra kvenna læknaprófi frá Háskóla íslands og rak eigin læknisstofu í Reykjavík til æviloka. Jafnframt fékkst hún við ritstörf og gaf út frumsamin rit og ýmsar þýðingar. Hún giftist Vilmundi Jónssyni landlækni. Guðrún Sigríður hét fullu nafni áðurnefnd systir Ástu er var fyrri kona séra Björns Stefánssonar prófasts á Auðkúlu. Hún var glæsileg kona að allra dómi en lést í blóma lífsins. Ættmenn Ástu hafa margir verið hávaxnir og hygg ég að hún hafi verið meira en meðalkven- maður á hæð miðað við samtíma kynsystur. Hún var grannvaxin á yngri árum en varð síðar þétt á velli og svipaði þá meira til móður sinnar eins og ég man hana. Ásta var fríð kona sýnum, fremur lang- leit í andliti, sem faðir hennar og fleiri skyldir. Ennið var hátt og bjart. Ljós voru augu og fagurt og jarpt hár, mikið og sítt. Jafnan var það vel fléttað og fest upp undir skotthúfu að fornum sið. (slenskan búning bar Ásta oft og duldist engum fyrirmanniegt fas hennar og virðuleiki. En á bak við það bjó mannlegur hlýleiki og samúð með þeim sem minnimátt- ar voru í lífinu. Mont eða mikil- læti held ég að hafi legið Ástu fjarri. Árið 1919 flutti Ásta til Reykja- víkur með foreldrum sínum og bjó með þeim í húsi þeirra við Bjarg- arstíg um sex ára skeið. Var mikið samband á milli þessa heimilis og foreldra minna, er þá bjuggu í húsi sínu Hólavelli í Reykjavík. Ólafur afi hafði það m.a. fyrir sið að labba vestur á Hólavöll snemma á hverjum morgni og var þá Ásta eigi ósjaldan í för með honum. Áttu foreldrar mínir sér- lega ljúfar minningar frá þessum heimsóknum. Eftir að Ásta giftist 1925 og eignaöist myndarlegan barnahóp urðu heimsóknir í Brautarholt eitt af gleðiefnum skyldmenna. Eiginmaður Astu var Ólafur Bjarnason prófasts í Steinnesi í Húnavatnssýslu. Ólafur nam bú- fræði og hafði stjórnað stóru búi á Norðurlandi áður en Páll bróðir Ástu fékk hann til að gerast bú- stjóri í Brautarholti, en hann átti þá jörðina með föður sínum, séra Ólafi. Síðar keypti Ólafur, maður Ástu, jörðina og gerðist mikill bændahöfðingi og félagsfrömuður. Hjónaband þeirra Ástu mun hafa verið einkar farsælt alla ævi og samheldni þeirra var við brugðið. Aldrei sá ég þeim sinnast. Bæði voru þau félagslynd og kirkju- rækin, svo sem við var að búast af prestsbörnum, enda stendur kirkja í Brautarholti, sem þau létu sér mjög annt um. Sérstæða kímnigáfu höfðu bæði hjónin, sem kom öðrum oft í gott skap, en aldrei varð ég var við illkvittni hjá þeim í garð nokkurs manns. Ólafur lést árið 1970. Hann var vinsæll maður og fylgdi honum jafnan ferskur blær hvert sem hann fór. Þótti hann fyrirmyndar heimilisfaðir, stjórnsamur og ljúf- ur í senn. Þau Ásta eignuðust fimm mannvænleg börn: Af heilum huga þakka ég öllum þeim sem meö hlýjum handtökum, heillakveöjum og gjöfum eöa á annan hátt heiöruöu mig á afmæli mínu þann 10. júlí sl. og geröu mér daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. BjarniJ. Gíslason. Til sölu HINO KY 420 vörubifreiö árgerö 1981 meö búkka, lítiö ekin. Buröargeta 12 tonn, vél 6 cyl. 260 hestöfl. Bifreiöin er í 1. flokks ástandi og fæst á góöu veröi og meö greiöslu- skilmálum. Allar nánari upplýsingar gefur sölumaöur Véladeildar hjá Bílaborg hf., Smióshöföa 23, sími 81299. | Bindindismótið CaItalækjarskógi Bjarna, sem öll sín unglingsár var styrk stoð heimilis síns þótt ekki gengi hann alltaf heill til skógar. Með okkur tókst mikil vin- átta og var hann einn besti dreng- ur er ég hef kynnst. Hann heim- sótti mig oft í Reykjavík síðustu æviár sín, er hann gegndi m.a. þingvarðarstörfum, en hann féll frá um tvítugsaldur. Varð vinátta okkar til þess að ég kynntist Ástu nánar, en hún hafði þungar áhyggjur af heilsuleysi Bjarna. Ingibjörg er eina dóttir þeirra Brautarholtshjóna og kynntumst við vel er hún var við hjúkrunar- nám í Kaupmannahöfn. Var hún þá jafnan mikill aufúsugestur á heimili foreldra minna þar og bar alltaf birtu og gleði í bæinn. — Mat Ásta mikils þessi vináttubönd að því er hún tjáði mér. — Ingi- björg varð útlærð hjúkrunarkona og brátt fyrirliði í hjúkrunarmál- um, en auk þess lagði hún stund á lögfræði. Milli þeirra mæðgna var mikil ástúð og á mannamótum mátti merkja að þær voru sjaldan langt hvor frá annarri. Eiginmað- ur Ingibjargar er Gunnar Sigurðs- son byggingaverkfræðingur. Ólafur landlæknir er þriðja barn Ástu og Ólafs. Hann hefur lengi verið í forystuliði Hjarta- verndar og er einn af traustustu vinum og stuðningsmönnum und- irritaðs í baráttunni fyrir fram- gangi mannfræðivísinda á íslandi. Hefur frá upphafi setið í stjórn Mannfræðistofnunar Háskóla (s- lands. Hann er giftur Ingu, hjúkr- unarkonu, sænskrar ættar. Tveir yngstu bræðurnir, Páll búfræðingur, giftur Sigríði Jóns- dóttur hjúkrunarkonu og Jón stúdent, giftur Auði Kristinsdótt- ur, eru báðir bændur í Brautar- holti, sem fyrr getur og urðu for- ystumenn um nýjungar í landbún- aði. Þegar undirritaður festi ráð sitt voru foreldrar hans og systkini þeirra öll látin nema Ásta. En við Anna höfðum einn góðviðrisdag tækifæri til að heimsækja saman venslafólk mitt í Brautarholti meðan Ásta bjó þar enn í hinu vinalega húsi fjölskyldunnar. Var hún alúðleg að vanda og þá vel hress. Sýndi hún okkur margar fjölskyldumyndir og málverk eftir föður sinn og nutum við þess að fræðast af henni um ýmsa hluti. Enda var hún vel menntuð og margvís þótt ekki væri hún lang- skólagengin. Að lokum leiddi hún okkur að leiði ástvina sinna og sýndi okkur jafnframt hvar nokkrir ungir landar Önnu höfðu fengið hvílustað í islenskri mold fyrir tilstilli heiðurshjónanna í Brautarholti, Ástu og ólafs. Við Anna höfum oft hugsað með hlýhug til Ástu og samúð til að- standenda hennar, en umfram allt dvelur hugur gamals vinar hjá Imbu frænku frá Brautarholti, — þessari hugrökku hetjusál er ég sá síðast alvarlega þjáða á spítala. Samt hafði hún þrek til að gera að gamni sínu eins og í gamla daga og jafnhliða að hugsa til annarra er áttu um sárt að binda. Megi hún njóta aftur fullrar heilsu og hamingju. Hún og önnur börn og tengdabörn Ástu stóðu vörð um hana í erfiðleikum siðustu ára þar til yfir lauk. Jarðneskar leifar Ástu liggja nú í Brautarholtslandi, en hún lifir í afkomendum sínum og andi henn- ar hvílir enn yfir staðnum þar sem víðsýnið skín. Jens Ó.P. Pálsson, p.t. Bretzenheim. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.