Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 30
'M'ORGtÍNBLAÐTÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1985
Hamrahlíðarkórinn í Frakklandi:
Réttir
í Eyjum
Vestmannaejrjuiii, 21. júlí.
LÍFIÐ snýst um meira en fisk í
Vestmannaeyjum, stærstu verstöö
landsins, jafnvel líka um landbún-
að. í Eyjum eru allmargir menn
sem í frístundum sínum frá dag-
legum störfum stunda fjárbúskap
og er talið að um 500 fjár gangi á
Heimaey og í nokkrum úteyjum.
Ekki er hér um neina stórbændur
að ræða en umhyggja þeirra fyrir
rollum sínum og áhuginn á rollu-
standinu er ósvikinn og vel þekkt-
ur raeðal bæjarbúa. Þessir „frí-
stundabændur" koma úr hinum
ýmsu stéttum, þeirra á meðal má
finna lækni, lögregluþjón, fram-
kvæmdastjóra, kennara og skip-
stjóra fleiri en einn, svo dæmi séu
tekin.
Á laugardaginn voru þeir
Bjarni Sighvatsson fram-
kvæmdastjóri og Bjarnhéðinn
Elíasson fyrrverandi skipstjóri
við smalamennsku og rúning á fé
sínu, en þeir eiga um 100 fjár.
Þeir félagar ásamt fríðu liði að-
stoðarfólks smöluðu land sitt
allt frá Blátindi í suðri að Hlíð-
arbrekkunum norður undir Eiði.
í réttinni við Skiphella, ofan við
Friðarhöfn, voru snör handtök
viðhöfð, rollurnar rúnar reyfum
sínum og velalin lömbin spraut-
uð.
Með þeim félögum Bjarna og
Bjarnhéðni voru þarna tveir aðr-
ir þekktir fjárbændur, Birgir
Sigurjónsson lögregluþjónn og
Jón Gunnlaugsson á Gjábakka.
Þeirra fé gengur raunar í Litla-
Höfðanum en þar sem þröngt
var orðið um fjárstofninn þar
Réttardagur í Vestmannaeyjum.
fengu þeir að koma nokkrum
rollum fyrir í landi Bjarna og
Bjarnhéðins. Aðrir fjárbændur í
Eyjum hafa fé sitt í Heimakletti,
Mið- og Ystakletti, suður á eyju
og í Stórhöfðanum. Þá er fé haft
í nokkrum úteyjum, Elliðaey,
Bjarnarey, Álsey og Suðurey. í
þremur síðasttöldu eyjanna hef-
ur féð gengið sjálfala árið um
kring.
Hið besta veður var á laugar-
daginn og ánægjuleg tilbreytni
að bregða sér i réttirnar. Úr
réttinni er fögur sýn yfir al!a
höfnina og þar var rólegt yfir að
líta, engin löndun en menn að
dytta að skipum sínum. Þrátt
fyrir allt er nú fiskurinn lífs-
hvatinn hér.
— hkj.
4.500 áheyrendur á
fyrstu tónleikunum
Strassborg 22. júlí. Frá Jóni ólafssyni blaðamanni Morgunblaósins.
Bflveltum og útafakstri
hefur fjölgað um helming
Morfcunblaðið/Árni Sæberg
Starfsfólk Riddarans fyrir utan nýja veitingahúsið að Vesturgötu 8 í Hafnar-
fírði.
HAMRAHLÍÐARKÓRINN hélt sína fyrstu tónleika í Strassborg sl. sunnu-
dagskvöld. Um það bil 4.500 áheyrendur voru viðstaddir tónleikana, en þar
sungu auk Hamrahlíðarkórsins, kórar frá Japan og Venezúela.
Hamrahlíðarkórinn heldur úti-
tónleika hér í borginni á morgun,
tónleika innanhúss á miðvikudag-
inn og á föstudaginn er kórnum
boðið til borgar í nágrenni
Strassborgar. Við höfum því gott
tækifæri til að fylgja velgengninni
á þessum fyrstu tónleikum enda er
hugur í fólki og allir ákveðnir í að
gera eins vel og mögulegt er. Það
sást líka á sunnudaginn að þessi
íslenska tónlist á greiða leið að
Frökkum.
Norræna húsið:
Verkskipting
og viðgerðir
á fyrsta
stjórnarfundi
NÝSKIPUÐ stjórn Norræna hússins
hélt sinn fyrsta fund í Reykjavík dag-
ana 29. og 30. júní sl.
Stjórnin er nú þannig skipuð:
Jorgen Peter Skælm, fulltrúi frá
Danmörku, Matti Gustafson, menn-
ingarfulltrúi frá Finnlandi, Guð-
laugur Þorvaldsson, ríkissáttasemj-
ari, prófessor Gylfi Þ. Gíslason,
prófessor Þórir Kr. Þórðarson,
Hákon Randal, fylkismaður frá
Noregi, prófessor Gunnar Hoppe
frá Svíþjóð og Knut ödegárd, for-
stjóri Norræna hússins.
Stjórnin skipti þannig með sér
verkum að Guðlaugur Þorvaldsson
var endurkjörinn formaður, vara-
formaður var kjörinn Matti Gust-
afson og vinnunefnd stjórnarinnar
skipa Guðlaugur Þorvaldsson,
Matti Gustafson, Gunnar Hoppe og
forstjóri hússins, Knut Ödegárd.
Ýmis mikilvæg mál voru rædd á
fundinum, m.a. endurbætur, sem
nauðsynlegt er að gera á bygging-
unni vegna alvarlegs þakleka.
Stjórnin kemur saman tvisvar á ári
og var samþykkt að næsti stjórn-
arfundur yrði í Reykjavík í lok
október.
Tónleikarnir tókust vel og
klöppuðu gestirnir kröftuglega.
Raunar linnti ekki látum fyrr en
stjórnandi kórsins, Þorgerður Ing-
ólfsdóttir, var búin að koma
nokkrum sinnum upp á sviðið aft-
ur. Tónleikarnir voru haldnir í að-
alhljómleikahöll Europa Cantat,
Palais De Fete, sem tekur 6.500
manns í sæti. Byggingin stendur á
svæði þar sem venjulega eru
haldnar ráðstefnur ýmiss konar
og sýningar en hefur nú verið gert
að aðalbækistöðvum Europa Cant-
at.
Sendiherra íslands í Frakk-
landi, Haraldur Kroyer, og ræðis-
maðurinn hér, Jean Noél Riehm,
héldu kórnum veislu með miklum
glæsibrag fyrir tónleikana. Þeir
höfðu komið alla leið frá París
fyrr um daginn til að fylgjast með
kórnum.
Európa Cantat var sett for-
mlega á fimmtudaginn var, en þá
um kvöldið voru haldnir tónleikar
í Palais De Fete fyrir troðfullu
húsi. Forseta Frakklands og
kanslara Vestur-Þýskalands var
boðið á þessa tónleika og var því
mikill viðbúnaður á staðnum og
öflug löggæsla. Einn kórfélagi,
sem klæddur var í bleikar stutt-
buxur með sólgleraugu þótti t.d.
grunsamlegur og mátti teljast
heppinn að sleppa við handtöku.
Gangtruflanir í bifreiðum —
portúgölsku bensíni kennt um
BORIÐ HEFUR á gangtniflunum í bifreiðum að undanfórnum og er
portúgölsku bensíni um kennt. Bensínið kom hingað til lands í
byrjun júní og er nú á þrotum. Bensínfarmur frá Bretlandi er
væntanlegur í dag og tekur því við af portúgalska bensíninu.
Sigurður Óskarsson, verkstjóri
hjá bifreiðaverkstæði Mazda-
umboðsins, sagði að töluvert hefði
verið um gangtruflanir að undan-
förnu en hinsvegar gæti hann ekki
sagt til um hvort það væri alfarið
bensíninu að kenna eða öðru.
„Svipað ástand kom upp fyrir
u.þ.b. ári síðan. Mörg önnur atriði
ber að athuga áður en bensíninu
er alfarið kennt um, t.d. er mikil
aukning í umferðinni yfir hásum-
arið og því eru bifreiðarnar mun
meira notaðar. Maður vissi jú að
þetta portúgalska bensín var í
notkun og því er maður betur á
varðbergi gagnvart bensíninu sem
orsakavaldi."
Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu
sagðist helst hafa orðið þessa var
með bíla sem hafa hátt þjöppun-
arhlutfall. „Ég hef t.d. sjálfur orð-
ið var við gangtruflanir hjá mér
og ek ég á Pajero-jeppa. Það er
eiginlega ekki hægt að tala um lé-
legt eða gott bensín, heldur er
þetta portúgalska bensín önnur
gerð af bensíni, og á við aðrar vél-
ar.“
Árni Ólafur Lárusson hjá Skelj-
ungi sagðist ekki hafa orðið var
við að neinar kvartanir hafi borist
til Skeljungs. „Ég hef ekki orðið
var við neitt óeðlilegt. Hins vegar
hef ég heyrt að menn hafi sett ís-
vara út í bensínið vegna truflana
þegar þær koma upp.“
„Jú, ég hef heyrt um smávægi-
legar gangtruflanir undanfarið en
engar alvarlegar," sagði Svanur
Friðgeirsson, hjá Olíuverslun ís-
lands. „Ég keyri á bíl sjálfur og
hef ekki orðið neins var, en sumar
bíltegundir eru viðkvæmari en
aðrar og hef ég sérstaklega heyrt
talað um Volvo. Bensínið, sem
kom frá Portúgal, var öðruvísi en
við var búist m.t.t. þjöppunarþols-
ins. En bensínið er að verða búið
og ekkert við þessu að gera. Við
fáum nýtt bensín. væntanlega í
dag frá Englandi. Ég veit að sumir
bifreiðaeigendur hafa notað ís-
vara í bensínið og hefur það lækn-
að sumar bifreiðar. Aðrir hafa
ekkert orðið varir við þetta.
Næsta sending frá Portúgal
kemur í byrjun ágúst til íslands.
Okkur eru sendar innsiglaðar
prufur og er ekki hægt að prófa
þær neitt fyrirfram því við vitum
aldrei úr hvaða tönkum þær eru
teknar úti. Samið er um ákveðin
gæði. Við hér viljum fá bensín
með þjöppunarþoli (octane) 93. Ef
á hinn bóginn við fáum b ensín
með þjöppunarþoli 94 eða 95, þá er
það eiginlega gæðameira bensín
og því ósköp lítið hægt að segja
við því þegar það er hingað komið.
í þessu sérstaka tilfelli var um það
að ræða að bensínið var heldur
sterkara en pantað var. Flestir ís-
lenskir bifreiðaeigendur hafa bif-
reiðar sínar stilltar á þjöppunar-
þol 93 og þegar við fáum of sterkar
sendingar, verða bílarnir hálf-
skrýtnir," sagði Svanur.
GEIGVÆNLEG fjölgun umferðarslysa hefur orðið á fyrstu sex mánuðum
þessa árs. Bílveltum og útafakstri hefur fjölgað úr 56 að meðaltali árin 1981
til 1984 í 104 það sem af er þessu ári. Af því tilefni hefur umferðarráð sent
fjölmiðlum bréf og vakið athygli á þessari uggvænlegu þróun.
Riddarinn
— nýtt veitingahús í Hafnarfirði
1 bréfinu kemur fram að 71
þessara 104 umferðarslysa hefur
orðið við akstur út af vegum með
bundnu slitlagi og 33 þegar menn
óku út af malarvegum. I 29 þess-
ara tilvika reyndust ökumenn vera
ölvaðir og var meðalaldur þeirra
29,3 ár. Fimm þessara ökumanna
höfðu verið sviptir ökuleyfi begar
þeir lentu I þessum slysum. I slys-
unum létu fimm lifið, þar af þrír
ökumenn.
Umferðarráð bendir á þá alvar-
legu staðreynd að ökuhraði, sem
ekki hæfði aðstæðum var megin-
orsök flestra þessara slysa. Þá
vekur það ugg að nær þriðjungur
ökumanna reyndust vera undir
áhrifum áfengis, þar af voru
nokkrir mjög ölvaðir.
Þegar ekið er á bundnu slitlagi
vill umferðarráð minna á að sum-
um ökumönnum hættir til að auka
hraðann en menn eru minntir á að
í strjálbýli er einungis ein akrein í
hvora átt og því stutt á milli bíla
sem mætast. ökumenn eru beðnir
að hafa það hugfast að víða er
nokkur hæðarmunur á vegunum
sjálfum og malarreininni sem er
meðfram akbrautinni. Við
minnstu truflun geta hjól lent út
fyrir brún bundins slitlags og
eykst sú áhætta, því hraðar sem
ekið er. Mörgum ökumanni verður
það á við aðstæður sem þessar að
snöggbeygja inn á bundna slitlag-
ið. Mörg alvarleg slys verða af
þeim sökum. Bestu viðbrögð eru
að slaka strax á bensíngjöfinni og
aka um stund utan bundna slit-
lagsins með hægri hjólin uns fullu
valdi hefur verið náð á bílnum að
nýju, segir meðal annars í upplýs-
ingum frá umferðarráði.
NÝTT veitingahús — Riddarinn —
var opnað sl. Tóstudag að Vesturgötu 8
í Hafnarfirði.
Riddarinn er í nýju húsi, sem hef-
ur verið í smíðum undanfarna mán-
uði og stendur á sama stað og Hafn-
arkaffi stóð, sem var starfrækt um
alllangt skeið.
Eigandi og gestgjafi Riddarans,
Sjöfn Gunnarsdóttir, rak áður
Hafnarkaffi undanfarin átta ár —
en vegna þess að gömlu húsakynnin
reyndust of lítil, lét hún byggja all-
rúmgott veitingahús á tveimur hæð-
um og gaf því nafnið Riddarinn.
Býður Riddarinn upp á fjöl-
breytni í veitingum.
Hönnuður innréttinga í nýja veit-
ingahúsið er Páll V. Bjarnason,
arkitekt.