Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 19 Laugavegur verð- ur hvorki vist- gata né göngugata — eftirSkúla Jóhannesson Vegna breytinga neðst á Lauga- vegi og villandi upplýsinga um þessi mál finn ég mig knúinn til að upplýsa almennan vegfaranda Laugavegar um þær breytingar sem fram fara á þessari stærstu og vinsælustu verslunargötu Reykjavíkur og liklega iandsins. — Sunnudaginn 23. júní sl. birtist á baksíðu Morgunblaðsins myndarleg frétt með fyrirsögninni „Neðsta hluta Laugavegar breytt í vistgötu." Vistgata er skilgreind í þessari frétt sem gata þar sem ökutæki koma ekki nema i brýn- ustu erindagjörðum og að gatan verði einskonar torg. Fátt í þess- ari frétt er rétt. — í texta undir mynd sem birt- ist í Morgunblaðinu 17. júlí sl. er þess getið að „Reykjavíkurborg hafi hafist handa um að breyta neðsta hluta Laugavegar í göngu- götu“. Göngugata á hún ekki að verða, ekki eins og við þekkjum erlendis frá. Báðar þessar fréttir gefa fólki villandi hugmynd um hvað er þarna að gerast. Breyting sú sem fram fer á neðsta hluta Laugavegar, þ.e. kafl- inn Klapparstígur að gatnamótum Skólavörðustígs mun ekki hefta eða breyta bifreiðaumferð, hægt verður að aka inn og útaf Lauga- veginum á þessum kafla eins og áður, meira að segja mun bifreiða- stæðum á þessum kafla fjölga, þau voru 9 fyrir breytingu en verða 12. Skortur á bifreiðastæðum við Laugaveginn er mikill og er því hverju stæði sem bætist við fagn- að. Það má segja að Laugavegur hafi í reynd aðeins verið ein ak- rein og hann mun áfram vera það, nema nú mjókkar þessi akrein og gangstéttirnar verða breikkaðar sem þvi nemur. Á þeim stutta kafla sem Laugavegurinn var tvær akreinar, frá Smiðjustíg að Skóla- vörðustíg, verður hann ein akrein. Breikkun gangstétta verður til mikilla bóta fyrir gangandi um- ferð og til að bæta um betur verð- ur hiti bæði í gangstéttum og á akbraut, þeim kostnaði munu hús- eigendur og borgin skipta á milli sín. Til að fegra þennan vegark- afla þá býður þessi breikkun á gangstéttum uppá að hægt sé að koma fyrir blóma- og trjáskreyt- ingum, einnig er gert ráð fyrir nýrri götulýsingu. Þessar breyt- ingar eru gerðar til þess að gatan verði vistlegri, en ekki „vistgata" með þeim umferðarhöftum sem þeim fylgja, og „göngugata" verð- ur hún ekki, ekki eins og við þekkjum þær frá suðlægari lönd- um. Bílaumferð verður þarna sem áður, strætisvagninn mun aka þarna áfram og ekki síst mun gangandi umferð njóta sín á Laugaveginum, og þetta er líklega sú gerð „göngugötu" sem hentar okkur íslendingum best. Veðurfar hér á landi gerir okkur háðari bílum en við ef til vill vilj- um, þess vegna þurfum við að komast sem mest á honum. Þar sem fólkið er, eins og á Laugaveg- inum, þar á strætisvagninn heima, allt þetta þrennt, fólkið, strætis- vagninn og einkabíllinn er og hef- ur verið góð blanda á Laugavegin- um, og þar verða umferðarslys engin, þrátt fyrir að á góðum degi fari um 3 þúsund gangandi vegfar- endur og hundruð bíla þar um á hverjum klukkutíma. Um málefni Laugavegar mætti rita lengra mál, en verður ekki gert að sinni, en þessi gata er okkur öllum kær, þar getum við leitað góðra við- skipta, eða bara sýnt okkur og séð aðra, og nú fljótlegra í fallegra umhverfi. Árni óla, gamall starfsmaður Morgunblaðsins, lét eftir sig rit- „Þessar breytingar eru geröar til þess aö gatan verði vistlegri, en ekki „vistgata“ með þeim umferðarhöftum sem þeim fylgja, og „göngu- gata“ verður hún ekki, ekki eins og við þekkj- um þær frá suðlægari löndum.“ verk um þessa merku og gömlu verslunargötu, gaman væri ef Morgunblaðsmenn rifjuðu eitt- hvað upp við tækifæri. Að lokum þakka ég skipulags- yfirvöldum fyrir gott samstarf við húseigendur og verslunareigend- ur, en sú skylda þeirra að upplýsa þær þúsundir vegfarenda, sem leið eiga um Laugaveginn daglega, um hvað við veginn ætti að gera, brást, því er þessi grein rituð. Höfundur er rerslunareigandi rið Laugareg. Únnið að breytingum á Laugavegi 1500 árg. 1985 Viö erum nú aö selja síöustu bílana af Polonez 1500 árgerö 1985 á aðeins 277.500 kr. komnir á götuna meö ryövörn og fullan bensíntank. Frábær kaup á stórum og rúmgóöum alhliða fjölskyldubíl eöa vinnubíl fyrir iönaöarmenn. 1100 lítra farangursrými er aftursætiö leggst fram. Sterkur og traustur bíll eftir ítalskan hönnuð, kjörinn fyrir íslenskar aðstæður. nagsiæo greiðslukjör Ármúla 23, aími 685870 — 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.