Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
Bann
— eftir Kjartan
Jóhannsson
Laxveiðar í sjó jafnvel þótt litl-
ar séu geta flokkast undir rán-
yrkju. Ástæðan er fyrst og fremst
hegðun laxins og þekkingarskort-
ur á gönguleiðum hans.
Þegar lax er veiddur á hafi úti
er nánast ógerningur, miðað við
núverandi þekkingu á laxastofnin-
um og laxagöngum, að segja til um
úr hvaða stofni eða af hvaða upp-
runa hinn veiddi lax er. Hitt er
víst, að það eyðist sem af er tekið.
Miklum fjármunum er nú varið
til þess að rækta ár og jafnframt
færist hafbeit á laxi sem atvinn-
ugrein í vöxt. Sá sem festir fé í
'slíkri starfsemi getur aldrei orðið
viss um endurheimtu sína eða arð
af fjárfestingunni. Hitt er þó öllu
verra að aðrir hirði arðinn af fjár-
festingunni með því að stunda
laxveiðar á hafi úti. Laxveiðar í
sjó hafa það einmitt f för með sér
að einn sáir en annar uppsker.
Þannig er sáðmaðurinn rændur og
veiðarnar rányrkja.
Stjórn laxveiða er líka nánast
ókleif, svo lengi sem laxveiðar eru
stundaðar í sjó, einfaldlega af
þeirri ástæðu að menn vita ekki
hvað þeir eru að gera, úr hvaða
stofni er verið að veiða eða hvaðan
hinn veiddi lax er upprunninn.
Allt hnígur þetta að því að lax-
veiðar eigi ekki að stunda í sjó, svo
framarlega sem vit á að vera í
veiðunum og stuðla eigi að við-
gangi stofnanna og heilbrigðum
grundvelli undir ræktun eða haf-
beit.
á laxveiðum í sjó
Hafréttarsáttmálinn
Þessi skilningur kemur skýrt
fram í Hafréttarsáttmálanum,
þar sem upprunalandi göngufisks,
sem hrygnir í fersku vatni, er fal-
in meginábyrgð á varðveislu
stofnsins og stjórnun veiða. Þann-
ig geta upprunaríki skv. 66. gr.
Hafréttarsáttmálans ákveðið afla-
mark og gripið til annarra stjórn-
unaraðgerða til þess að tryggja
viðgang og verndun stofnsins.
Samkvæmt greininni er ætlast til
að upprunalönd sameinist um að-
gerðir af þessu tagi, enda skiljan-
lega ekki gagn að þeim nema svo
sé. Þannig er í rauninni litið á
upprunaland eða hrygningarland
sem eiganda viðkomandi stofns.
Sá sem veiðir úr slíkum stofni á
hafi úti er því að ganga í eignir
annarra.
Ofveiði og hrun
Allt bendir til þess að á undan-
förnum árum hafi verið gengið
mjög nærri laxastofninum í og við
Norður-Atlantshaf með ofveiði. Á
áratugnum frá 1973 til 1983 hröp-
uðu þannig veiðar tíu landa á
þessu svæði um 40%. Veiðar í
norðurhluta Noregshafs voru um
900 tonn á sjöunda áratugnum en
eru nú um 200 tonn og í ám og við
strendur Noregs hafa veiðarnar
minnkað um fjórðung á sama
tíma. Við Vestur-Grænland veidd-
ist um 2700 tonn 1971, en árið 1983
tókst ekki að ná nema 300 tonnum.
Þannig mætti áfram telja og
hvarvetna úr Evrópu berast fregn-
ir af miklum samdrætti í laxa-
göngum í hefðbundnar laxveiðiár.
Vafalítið er meginskýringin á
þessu hruni sú ofveiði í sjó sem
viðgekkst og viðgengst enn.
Við íslendingar höfum markað
okkur skýra stefnu í þessum efn-
um. Afstaða okkar gagnvart eigin
veiðum og annarra í sjó liggur ljós
fyrir og Alþingi samþykkti m.a.
þingsályktun 1983 frá Eyjólfi
Konráð Jónssyni þar sem ríkis-
stjórninni var falið að beita sér
fyrir því að stöðvaðar yrðu lax-
veiðar Færeyinga í efnahagslögs-
ögu sinni og skyldi ríkisstjórnin
hafa um þetta samráð við önnur
upprunalönd laxastofnsins í
Norður-Atlantshafi. I greinargerð
með tillögunni var jafnframt á
það bent að veiðar Færeyinga
væru nýhafnar, þ.e.a.s. eftir að 66.
gr. Hafréttarsáttmálans hefði
verið frágengin og málstaður
þeirra því enn verri en ella.
Samþykkt
EvrópuráÖsins
Fyrir um það bil ári vakti ég
máls á því innan Evrópuráðsins að
taka ætti til athugunar hvernig
vernda mætti í samræmi við
ákvæði Hafréttarsáttmálans
hagsmuni þeirra sem stunda
ræktun á laxveiðiám eða hafbeit.
Málið var síðan til umfjöllunar í
nefndum ráðsins og kom til af-
greiðslu hinn 4. júlí sl. á grund-
velli skýrslu sem ég lagði fram og
ályktunar sem ég mælti fyrir.
Meginniðurstaða ályktunarinnar
var að mæla með banni á laxveiöum
í sjó og var þá sérstaklega vitnað til
veiða Færeyinga milli 12 og 200
mílna og veiðanna við Vestur-
Kjartan Jóhannsson
„Meginniðurstaða
ályktunarinnar var að
mæla með banni á lax-
veiðum í sjó og var þá
sérstaklega vitnað til
veiða Færeyinga milli 12
og 200 mflna og veið-
anna við Vestur-Græn-
land. Tillagan var sam-
þykkt með atkvæðum
aílra nema Dana.“
Grænland. Tillagan var samþykkt
með atkvæðum allra nema Dana.
Vinnum almennan
stuðning Evrópuþjóða
Umræðurnar sannfærðu mig
um að við eigum að geta eignast
marga bandamenn í þessu máli.
Ályktun Evrópuráðsins er mikil-
vægt skref til þess að ná endan-
legri niðurstöðu og með þeirri um-
ræðu sem þar fór fram tókst að
vekja skilning og áhuga margra.
Ég dreg þann lærdóm af umræð-
unni að við eigum ekki eingöngu
eða fyrst og fremst að snúa okkur að
Færeyingum, Grænlendingum eða
Dönum í þessu máli, heldur ekki síð-
ur og enn frekar að rækta stuðning
við banni á laxveiðum í sjó hjá öðr-
um Evrópuríkjum. Þau eiga sömu
hagsmuna og við að gæta. Þar eins
og hjá okkur er stunduð ræktun á
laxveiðiám. Þar eins og hjá okkur
er áhugi á hafbeit. Þessar þjóðir
skilja að hvorugt er til neins ef
aðrir hirða afrakstur slíkrar við-
leitni og fjárfestingar. Þessar
þjóðir skilja, og reyndar trúi ég að
Danir geri það eiginlega líka, að
ekki er hægt að hafa skynsamlega
stjórn á veiðunum og vernda
stofnana nema aflagðar verði
laxveiðar í sjó. Norðmenn, Skotar,
Englendingar og írar sýndu mik-
inn skilning á þessu í umræðum I
Evrópuráðinu og hið sama kom
fram hjá Svíum og Belgum. Með
því að vinna áfram að málinu og
fylgja eftir ályktun Evrópuráðsins
er ég sannfærður um að skapa
megi almennan stuðning í Evrópu
við banni á laxveiðum í sjó og
þannig þann þrýsting m.a. á Dani
og Færeyinga sem nauðsynlegur
er til þess að koma málinu endan-
lega í höfn.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
ílokks fyrir Reykjaneskjördæmi.
Þeir borga mest sem
minnstu húsin byggja
— eftir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur
Nú um nokkurt skeið hefur nóg
framboð verið á einbýlis- og rað-
húsalóðum í Reykjavík. Er það
enda í samræmi við þá stefnu nú-
verandi borgaryfirvalda að allir
skuli eiga kost á lóð þegar þeir
vilja og/eða geta byggt. Þetta ríf-
lega framboð breytir þó ekki
þeirri staðreynd að misjafnlega
gengur mönnum að byggja yfir sig
og sína. Til þess liggja ýmsar
ástæður og vega þar líklega
þyngst versnandi lifsafkoma
launafólks og lélegt hús-
næðislánakerfi.
Ekki er beinlínis hægt að segja
að Reykjavíkurborg sé þarna um
að kenna, en hins vegar má vel
fullyrða að borgaryfirvöld taki
ekki nægilegt mið af þessum að-
stæðum við skipulag nýrra hverfa
og íþyngi efnalitlum húsbyggjend-
um meir en ástæða er til.
Engra kosta völ
Þorri þeirra byggingarlóða sem
nú er völ á í Reykjavík er í Graf-
arvogi. Eru lóðirnar tiltðlulega
stórar eða um 700—800 m2 og af
því leiðir að í skipulagi er gert ráð
fyrir að þarna sé mögulegt að
byggja stór hús þó það sé alls eng-
in kvöð. Þetta tengist svo aftur
þeim gatnagerðargjöldum sem
fólk þarf að greiða og mig langar
til að gera hér lítillega að um-
ræðuefni.
Um gatnagerðargjald gildir það
ákvæði að það skuli vera lág-
marksgjald og miðast við nýt-
ingarmöguleika samkvæmt skipu-
lagi. Það endurgreiðist ekki þó
minna sé byggt á lóð en skipulag
gerir ráð fyrir. í Grafarvogi mið-
ast þetta gjald við 650 3 einbýlis-
hús og er því um 480 þúsund kr.,
við 550 3 raðhús sem gera 261 þús.
kr. og við 450 3 í fjölbýli sem gera
95 þús. kr. Ef stærra er byggt
hækkar gjaldið sem því nemur en
er óbreytt þó minna sé byggt. Með
öðrum orðum, þeir sem byggja til-
tölulega lítil einbýlishús og raðhús
— sem eru oftast þeir efnaminni
— greiða í raun hærra gjald á
hvern rúmmetra en aðrir. Sem
dæmi má nefna að sá sem byggir
sér 500 3 einbýlishús í Grafarvogi
borgar rúmum 110 þúsund kr.
meira í gatnagerðargjald með
þessu móti en ef hann greiddi ein-
ungis fyrir raunverulegt bygg-
ingarmagn á lóðinni þ.e. 500 3
Munar flesta lánskjaraþræla um
minna.
Ef þetta mál er skoðað í víðara
samhengi kemur í ljós hvaða upp-
hæðir þarna er um að ræða. Sam-
kvæmt upplýsingum frá skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings
voru 125 einbýlishús af 339, sam-
þykktum árið 1984, undir viðmið-
unarstærð (650 3) eða um 37%. Af
119 raðhúsum voru 40 hús eða
34% undir viðmiðunarstærð (550
3)
Hefðu allir þeir sem þessi hús
byggja einungis greitt í samræmi
við raunverulegt byggingarmagn á
Ióð, hefði borgin fengið 8 milljón-
um kr. minni tekjur af gatna-
gerðargjöldum á síðasta ári en
raun var á.
Það má líka orða þetta þannig,
að borgin hafi í raun skattlagt þá
húsbyggjendur sem byggðu minni
hús en skipulagið í Grafarvogi
gerði ráð fyrir, um 8 milljónir
króna.
Ég kalla þetta skattlagningu
vegna þess að þessir húsbyggjend-
ur áttu þess kost að byggja á
minni lóðum sem miðuðust við
minna byggingarmagn. Litlar lóð-
ir er ekki á boðstólum í Reykjavík.
í þeim efnum er ekkert val í þess-
ari „frjálsu" borg þar sem allir
geta fengið lóðir og byggt eins og
þeim sýnist ef þeir bara borga það
sem upp er sett.
Minni lóðir lægri gjöld
En hvernig er hægt að breyta
þessu óréttlæti gagnvart þeim
húsbyggjendum sem ekki vilja,
þurfa eða geta byggt stór einbýl-
ishús eða raðhús?
Ein leiðin er að lækka lág-
marksgatnagerðargjaldið, þ.e.
miða það við minna byggingar-
magn en nú er í Grafarvogi. Slík
lækkun virðist sanngjörn en hefur
þó ákveðinn annmarka þegar bet-
ur er að gáð. Hann er sá að borgin
hefur ákveðinn kostnað af því að
gera lóðir byggingarhæfar. Ef um
væri að ræða tiltölulega stórar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Hefðu allir þeir sem
þessi hús byggja einung-
is greitt í samræmi við
raunverulegt bygging-
armagn á lóð, hefði
borgin fengið 8 milljón-
um minni tekjur af
gatnagerðargjöldum á
síðasta ári en raun var
á“
lóðir sem síðan væru byggð á lítil
einbýlishús eða raðhús með lágu
gatnagerðargjaldi, þá er vafasamt
að borgin næði í gatnagerðar-
gjöldum inn fyrir því sem hún
þyrfti til að standa undir fram-
kvæmdum á þessum nýbyggingar-
svæðum. Slíkt kæmi aðeins niður
á öðrum þáttum í rekstri borgar-
innar og aukinni skattheimtu.
Mun betri lausn á þessu máli er
einfaldlega að gera ráð fyrir því
við skipulag nýrra íbúðarhverfa
að einhverjir vilji byggja smátt
(ca. 36% húsbyggjenda). Og þeir
sem það vilja þurfa ekki 700—800
m2 lóðir. í nýjum hverfum þarf því
að gera sérstaklega ráð fyrir lóð-
um undir smærri einbýlishús og
raðhús. Þar sem lágmarksgatna-
gerðargjald miðast við nýtingarm-
öguleika lóða samkvæmt skipu-
lagi, þá hefði þetta sjálfkrafa í för
með sér að gjaldið myndi lækka og
enginn þyrfti að greiða meir en
sanngjarnt er. Með þessu móti
fengist líka mun betri nýting á
landi, þ.e. fleiri lóðir fengjust á
hvern hektara lands. Þar með
fengi borgin tekjur í samræmi við
þann kostnað sem hún hefur af
framkvæmdum á svæðinu.
Nú er lag
En af hverju er þetta ekki gert?
Spyr sá sem ekki veit. Borgarkerf-
ið sem er svo fljótvirkt, skilvirkt,
framkvæmdaglatt og kraftmikið
undir stjórn núverandi meirihluta
hefur verið að möndla með tillögu
frá Kvennaframboðinu þessa efnis
nú í fjóra mánuði. Var tillagan
flutt í borgarstjórn og vísað þaðan
til borgarráðs. Þar var hún lögð í
pækil og lá í honum þar til fyrir
nokkrum dögum að borgarráð
ákvað að senda hana skipulags-
nefnd til umsagnar. Sér því ekki
enn fyrir endann á málinu þó ein-
hver skriður sé að komast á það.
Vonandi láta borgaryfirvöld það
ekki aftra sér að þessi tillaga er
frá Kvennaframboðinu komin,
heldur vinda bráðan bug að þvi að
leiðrétta þetta misrétti sem við-
gengst gagnvart þeim sem hvorki
geta né vilja byggja sér stór og
dýr hús.
Höfundur er borgarfulltrúi
Kvennaframboðsins í borgarstjórn
Reykjavíkur.
o^° C
með stál í tá og sóla.
Skerfan 3h - Sími 82670
ÚTSÖLUSTAÐIR:
ATLABÚÐIN - AKUREYRI
VERSL AXELS SVEINBJÖRNSS - AKRANESI
BYKO - KÓPAVOGI OG HAFNARFIRÐI
HÚSPRÝÐI - BORGARNESI
JÓN BENEDIKTSSON - HÖFN
SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS
ÞRÖSTUR MARSELlUSSON - ISAFIRÐI