Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1985 27 Sýningarsalurinn á efstu hæð hins nýja hugvísindahúss há- skólans. Um 90 myndum hefur verió komið upp í salnum, en alls eru 250 lista- verk í eigu safnsins. Tveir stjórnarmenn Listasafns háskól- ans, Björn Th. Björnsson og dr. Gylfi Þ. Gíslason, ræda við listakon- una Lovísu Matt- híasdóttur og eigin- mann hennar, Lel- and Bell listfræðing. ing- lokið um samtímis og halda þær þá til skiptist í kirkjum í viðkomandi prestakalli. Þetta gefur til kynna að tímabært sé að huga að sam- einingu einhverra sókna hér í prófastsdæminu, en ekki er ástæða til að nefna á þessu stigi málsins ákveðnar sóknir í því sambandi. Það gladdi okkur hjón- in sérstaklega að heimsækja elli- heimilin á Hellu og Hvolsvelli og verða þess áskynja hve aðbúnaður gamals fólks hefur batnað á und- anförnum árum. Þá var ekki síður ánægjulegt að koma á vistheimilið í Gunnarsholti þar sem fram fer merkilegt og uppbyggilegt starf í þágu drykkjusjúkra. I lok þessrar vísitasíu hef ég heimsótt öll próf- astsdæmi á Suðurlandi og við hjónin biðjum Rangárvalla- prófastsdæmi blessunar Guðs og þökkum góðar móttökur," sagði biskup. Eins og fyrr segir lauk bisk- upsvísitasíunni í Skarði sem er í Fellsmúlaprestakalli. Svo till til að meðan á vísitasíunni stóð hafði sóknarpresturinn, sr. Hannes Guðmundsson, þjónað þar í rétt 30 ár. f prédikun á þessum tímamót- um lagði sr. Hannes út af sama texta og hann gerði í fyrstu pré- dikun sinni eftir að hann vígðist til Fellsmúlaprestakalls á sínum tíma, þ.e. Lúk. 5.1-11, „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskidráttar," þar sem Kristur beinir orðum sínum til Símonar Péturs og segir síðan við hann: „Vertu óhræddur, héðan í frá skaltu menn veiða." Að lokinni messu í Skarði sat biskup fund ásamt sóknarnefnd- inni eins og annars staðar í próf- astsdæminu. Þar kom m.a. fram að í kirkjunni væri fátt gamalla gripa og lét biskupinn í ljós þá skoðun að gamlir kirkjugripir sem varðveittir væru annars staðar ættu heima í þeim kirkjum þar sem þeir hefðu upphaflega verið. Biskupshjónin ásamt séra Hann- esi Guðmundssyni (í fremri röð) og prófastshjónunum í Rangárvallaprófastsdæmi, frú Ingibjörgu Halldórsdóttur og séra Sváfni Sveinbjarnasyni. Myndin er tekin fyrir framan Skarðskirkju á Landi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PAUL JOHNSON Dreffur úr mætti Bandaríkjanna? Mikil skuldasöfnun erlendis farin aö hafa áhrif á dollarann .EFNAHAGSLEG samskipti þjóðanna standa aldrei kyrr. Þau er stöð- ugt að breytast og það næstum án þess að eftir því verið tekið. Þegar litið er til lengri tíma valda litlar breytingar smám saman stórfelldum umskiptum. Sem dæmi má nefna, að áður fyrr var sagt um Breta, að þeir væru mestu útflytjendur í heimi á fullunnum vörum en um leið mestu innflytjendur á matvælum. Nú flytur Bretland meira inn af verksmiðjuvörum, en það flytur út og samtímis eru Bretar orðnir um- fangsmiklir matvælaútflytjendur. Þeir framleiða sjálfir 80% af öllum þeim matvælum, sem þeir þurfa og enda þótt þeir flytji enn þá inn matvæli fyrir fjóra milljarða punda á ári, þá flytja þeir út matvæli fyrir sömu fjárhæð, sem þýðir, að þeir eru í sjöunda sæti sem matvælaút- flytjendur á meðal þjóða heims. Þetta eru mjög athyglisverð um- skipti, sem átt hafa sér stað smám saman á lífskeiði heillar kynslóðar. Samt eru þau umskipti enn at- hyglisverðari, sem átt hafa sér stað, að því er varðar stöðu Bandaríkjanna í alþjóðavið- skiptum. Bandaríkin hafa að sjálfsögðu alltaf verið um- fangsmikill útflytjandi á land- búnaðarafurðum. En þar til fyrir skemmstu voru þau einn helzti útflytjandi heims á full- unnum vörum — og framar öllu öðru útflytjandi á fjármagni. Þetta hefur verið að breytast um skeið og sú þróun hefur orðið æ hraðari. Sennilega flytja Banda- ríkin líkt og Bretland nú orðið inn meira af verksmiðjuvörum en þau flytja út og víst er, að þau flytja inn meira fjármagn en þau flytja út. Geysilegur viðskiptahalli Ef Bandaríkin flyttu ekki inn mikið af fjármagni, það er að segja með því að telja erlenda fjármagnseigendur á að leggja fé sitt í bandarískan iðnað og fasteignir hefðu fjárfrekir neyzluhættir Bandaríkjanna fyrir löngu kallað yfir þau mikla erfiðleika. Neyzla Bandaríkj- anna fer fram úr því, sem þau framleiða og þau greiða mis- muninn með því að safna skuld- um. í maímánuði fluttu þau t.d. aðeins út vörur fyrir 17 millj- arða dollara en fluttu hins vegar inn vörur fyrir 30 milljarða doll- ara. Þetta er geysilegur halli, bæði með tilliti til stærðar og hlutfalls. Þar sem Bandaríkin flytja nú inn meira fjármagn en þau flytja út og hafa svonefndar ósýnilegar tekjur, það eru þær tekjur, sem þau fá af fjárfesting- um erlendis að frádregnu því fé, sem þau greiða sjálf erlendum fjárfestingaraðilum hjá sér — einnig farið minnkandi. Árið 1981 voru þær um 35 milljarðar dollara. Á þessu ári verða þær minni en 10 milljarðar dollara og verða áður en langt um líður orðnar neikvæðar, ef núverandi þróun heldur áfram. Fram til þessa hafa fjárfest- ingar erlendra aðila brúað við- skiptahalla Bandaríkjamanna, sem nú nemur um 120 milljörð- um dollara á ári. í stuttu máli sagt, Bandaríkin lifa á peningum annarra. Eins og horfir, þá mun koma að því bráðlega, að Banda- ríkin þurfi að taka erlenda pen- inga að láni til þess eins að greiða vexti af lánum sínum. Við gætum búizt við slíku af ríkjum eins Zaire, Mexíkó eða Argent- ínu, en ekki af auðugasta ríki heims, sem er helzti máttar- stólpi hins alþjóðlega peninga- kerfis. Það eru tvær megin ástæður fyrir hinum mikla viðskiptahalla Bandaríkjanna. Sú fyrri er, að Bandaríkin hafa tekið að sér það hlutverk að efla á ný efnahags- lífið í heiminum, vegna þess ein- faldlega að þau eru eina stór- veldið, sem er reiðubúið til að gera það. Vestur-Þýzkaland og Japan, sem eru þau tvö af stóru ríkjunum, er búa við heilbrigð- astan efnahag, vilja ekki taka á sig þá áhættu, annað hvort í sameiningu eða sitt í hvoru lagi. viðskiptahalla þeirra. Ef Banda- ríkin færu að eins og Vestur- Þýzkaland og Japan og eyddu ekki meiri fé en þau hefðu efni á, þá myndi efnahagslíf hins frjálsa heims lenda í mikilli efnahagskreppu og hervarnir hans myndu hrynja saman. Efnahagslegt vald og hernaðarmáttur Við komum nú að þeirri þver- sögn, sem er mergur málsins. Á fyrri tímum kom fjármálalegt og efnahagslegt vald alltaf fram í hernaðarmætti um leið. Ríki eins og Feneyjar eða Holland voru kannski lítil, en þegar verzlunarveldi þeirra stóð sem hæst voru þau ekki aðeins þess megnug að verja sín eigin landa- mæri, heldur notuðu þau flota- veldi sitt til yfirráða yfir höfn- um og sjóleiðum, sem skiptu máli fyrir verzlunarhagsmuni þeirra. Bretland beitti sömu aðferð- um í enn stærra mæli á 18. og 19. -HNtell Pappírstígrisdýr kallar teiknarinn dollarann, en styrkur hans hefur farið minnkandi að undanförnu vegna lækkandi vaxta og minnkandi hagvaxtar í Bandaríkjunum. öld. Flotaveldi Bretlands, sem var alls ráðandi á höfunum, endurspeglaði peningaveldi þess, sem var alls ráðandi í kauphöll- unum. Hvort tveggja efldist og óx samtímis og hvort tveggja minnkaði samtímis. Frá árinu 1945 þar til fyrir nokkrum árum átti hið sama við, að því er snertir Bandaríkin. Þau voru í ríkum mæli lögregluvörð- ur heimsins, sökum þess að þau voru að verulegu leyti banka- stjóri heimsins. Þessi tvö hlut- verk virtust haldast í hendur. Nú er sú hætta fyrir hendi, að þau verði aðskilin. Japan er nú mesti útflytjandi í heimi á fjármagni, rétt eins og Holland, Bretland og Bandaríkin voru einu sinni. Áður fyrr leiddi slík staða óhjákvæmilega til samsvarandi hlutverks á hernaðarsviðinu. Nú er Japan meinað slíkt hlutverk vegna sögu sinnar, stjórnarskrár og greinilegs vilja japönsku þjóðarinnar. Vestur-Þýzkaland er að nokkru í sömu aðstöðu. Fyrr eða síðar hlýtur að koma að því, að þetta afbrigðilega ástand verði leiðrétt og Japan og Vest- ur-Þýzkaland knúin til að taka að sér hernaðarlegt og stjórn- málalegt hlutverk, sem er í sam- ræmi við árangur þeirra á verzl- unarsviðinu. Bandaríkjanna í milljörðum doll- ara frá 1970—1984. í fyrra nam viöskiptahallinn 123 milljörðum dollara og á þessu ári verður hann sennilega um 150 milljarðar doll- Með miklum innflutningi, sem greitt er fyrir með erlendum fjárfestingum, eru Bandaríkin að glæða viðskiptalífið i heimin- um nýju fjöri. Þetta er óhentug og kostnaðarsöm leið, en samt eina leiðin, sem Bandaríkin telja færa. Hin ástæðan og sú, sem skipt- ir meira máli, er að Bandaríkin greiða í reynd fyrir kjarnorku- varnir Vesturlanda. Varnarút- gjöld eru megin ástæðan fyrir fjárlagahalla Bandaríkjanna og eru um leið helzta ástæðan fyrir (Birt nokkuð stytt. Paul Johnson er kunnur brezkur sagnfræðingur og greinahöfundur.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.