Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. JÚLl 1985 47 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS íslensk matvælaframleiðsla á framtíð fyrir sér Valgaróur L. Jónsson, f.v. bóndi á Eystra-Miófelli, skrifar: Þegar forustugreinar dagblaða voru lesnar í útvarp 13. júlí 1985 vakti athygli mína grein Alþýðu- blaðsins. Þar sagði eitthvað á þessa leið, að sumir hefðu góðan hagnað af geymslukostnaði kinda- kjöts og fleiru í því sambandi. Nær væri að leggja eitthvað af því fé í að útvega markað fyrir kjötið erlendis, t.d. mætti hugsa sér Bandaríkin. Ef þessu fólki dytti í hug að kaupa sér eina máltíð á ári af þessu dýra hnossgæti, sem ís- lenzka dilkakjötið er, þá vantaði mikið á að íslenzkir bændur ættu uppí þá pöntun. Svo einfalt er málið. Það er ótrúlegt, ef dugnað- ur yrði lagður í að kynna og koma þessu gæðakjöti á hinn stóra markað, að við þyrftum hér að hafa áhyggjur af offramleiðslu. Ég sé fyrir mér þá möguleika, sem hljóta að koma, að kjötið verði úrbeinað og sett í snortrar neytendapakkningar líkt og fisk- urinn okkar. Á meðan við getum státað af hreinu landi og ómeng- uðu, og eftirspurnin eykst eftir gæða-matvælum frá slíkum stöð- um, þá ætti íslenzk matvælafram- leiðsla að eiga framtíð fyrir sér. Þetta mál er þjóðinni allri al- vörumál. Ef leggja á íslenzkan landbúnað í rúst er líf okkar hér fyrir bí. Þær eru margar hendurn- ar sem vinnu hafa af þessari at- vinnugrein, beint og óbeint. Hræddur yrði ég við það hrun og kreppuástand sem hér myndaðist ef okkar elsta og traustasta undir- stöðuatvinnugrein leggðist niður. Ég vildi ekki lifa þá daga. Naglana burt! Einar skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist yfir þessu nagladekkjafargani á götum borgarinnar á veturna. Borgarstarfsmenn hafa fundið út að um 93% af bílum séu á nöglum á veturna. Fyrir sjö árum eða svo bönnuðu Vestur-Þjóðverjar alveg notkun nagladekkja og voru þá aðallega að hlífa gatnakerfi sínu. Sl. vetur var þetta mál tekið til umræðu aftur og prófaðar hinar ýmsu gerðir snjóhjólbarða á móti nagla- dekkjum. Útkoman var mjög upp- örvandi. Hinar nýju gerðir snjó- hjólbarða voru betri en nagladekk við allar aðstæður nema á blaut- um gljáís. Éinnig kom i ljós að hemlunarvegalengd var 20% lengri á nagladekkjum við góðar aðstæður, þ.e. á þurru malbiki. Ástæðan var sögð vera sú að hjólbarðaframleiðendur hafi kom- ið til móts við auknar kröfur og hannað nýjar gerðir munsturs og harðara gúmmí sem til samans hafa ofangreinda eiginleika. Eins var þess getið að í neglda eða negl- anlega hjólbarða væri notað mýkra gúmmí þar sem það væri ódýrara. Hér með geri ég það að tillögu minni til borgaryfirvalda að þeir verði sér úti um niðurstöður þess- ara tilrauna eða láti framkvæma slíkar tilraunir við þessar marg- rómuðu „sér-íslensku“ aðstæður. Þá mætti kannski sannfæra bíl- eigendur og tryggingarfélög um að nagladekk séu engin bót, allavega ekki ef miðað er við betri gerðir snjóhjólbarða. Verslunum hefur fjölgað mjög ört Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að koma á framfæri athugasemd við lesendabréf í Velvakanda fimmtu- daginn 18. þ.m. undir fyrirsögninni „Söknum S.S. í Iðufelli“, skrifað af K. Einarssyni. Á það skal bent að verslunum í Breiðholti og nágrenni hefur „Miss World“ í sjónvarpið Stelpa skrifar: Mig langar að biðja sjónvarpið að sýna frá „Miss World“-keppn- inni, sem haldin var nýlega. Eg er viss um að marga langar að sjá þetta þó að einhverjar kvenrétt- indakerlingar séu kannski á móti því. Síðan vil ég þakka sjónvarpinu fyrir „Live Aid“-tónleikana, sem sýndir voru í sjónvarpinu, og Dur- an Duran-aðdáendur: ekki getið þið neitað því að Simon Le Bon var hryllilega falskur. Ég sjálf hef svo sem ekkert á móti Duran Dur- an, en þetta er bara heilagur sann- leikur. Hann náði engum háum tónum og söng hreint og beint illa. fjölgað mjög nú seinni árin þannig að vel ætti að vera séð fyrir mat- væladreifingu til íbúanna í þess- um hverfum borgarinnar. Af þeim ástæðum ákvað Slátur- félag Suðurlands að loks SS-búð- inni í Iðufelli. Starfsfólk Sláturfélags Suður- lands lýsir ánægju sinni yfir góð- um óskum K. Einarssonar í þeirra garð og að íbúarnir hafa kunnað vel að meta þjónustu þá sem SS veitti við matvæladreifingu í þess- um borgarhluta. Jafnframt bendum við K. Ein- arssyni og öðrum viðskiptavinum okkar á að SS-búðirnar eru í al- faraleið og ávallt reiðubúnar til þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að loka fleiri SS-búðum. Sláturfélag Suðurlands, Matthías Gíslason, fulltrúi forstjóra. Skrifið eða hringið til Velvakanda Þessir hringdu . . . Alnæmi — Heilnæmi Þ.Æ.Ö. hringdi: Fyrir sjúkdóminn AIDS hafa menn viljað nota orðið „Alnæmi*. Það er óheppileg samsetning því að „allur" og „heill“ eru orð, sem hafa áþekka merkingu í mörgum samböndum. Ekki vilja menn þó kalla sjúkdóminn „heilnæmi"? Budda týndist S.H. hringdi: Síðari hluta júní tapaði ég svartri buddu einhvers staðar í Austurbænum. Ég er búin að leita um allt sem hugsast getur en ekki orðið buddunnar vör. 1 buddunni voru fjórir gull- hringir og eitt armband úr gulli, m.a. var giftingarhringur minn og móður minnar. Þeir sem kunna að hafa orð- ið buddunnar varir eru vin- samlegast beðnir um að hringja annað hvort í síma 43808 (vinnusími) eða 74045 (heimasími). Á timabilinu 1. mai til 30. saptember: Á timabilinu ts.júni til 31 agust: MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA Frá Stykkisholmi kl 9 00 árdegis Fra Brjanslæk kl 14 00 siðd Til Stykkishólms kl 18 00 (ruta til Reykjav ) Frá Stykkishólmi kl. 14 00 (eftir komu rutu) Fra Brjanslæk kl 18 00 Til Stykkishólms um kl. 21 30 FIMMTUDAGA MIÐVIKUDAGA Sama timatafla og manudaga FOSTUDAGA Sama timalafla og manudaga LAUGARDAGA Fra Stykkisholmi kl 14 00 (eftir komu rutu) Fra Brjánslæk kl 18 00 Viðkoma i mneyjum Til Stykkisholms kl 23 00 Fra Stykkisholmi kl 9 00 ardegis Sigling um suðureyjar FráBrjanslæk kl 15 00siðdegis Til Stykkishólms kl 19 00 BILAFLUTNINGA ER NAUÐSYNLEGT AÐ PANTA MEÐ FYRIRVARA FRA STYKKISHOLMI: Hjð afgreiðslu Baldurs. Stykkishólmi, simi: 93-8120 FRA BRJANSLÆK: Hja Ragnari Guómundssyni. Ðrjanslsk. simi: 94-2020 HADEGI Tvíre 420 krónur -á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Borðapantanir í síma 18833. Fimm daga hálendisferð Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með 10. júlí 1. DAGUR: EkiðSprengisandoggistíNýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. VERÐ AÐEINS 6.900.- Allar nánari upplýsingar í síma 687912 og hjá ferðaskrifstofu BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, s(mi 22300. Snæland Grímsson hf. Feröaskrifstofa. Sími 687912. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351 Auglýsngar & hánnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.