Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 41 Nói Bergmann Þór- hallsson - Minning að taka til fósturs umkomulausa frænku sína, sem síðan ólst upp með þeim systrum. Arnlín var yngst systra sinna. Lengi fylgdi skuggi hins mikla áfalls yfir heim- ilinu í Gerðakoti. En af miklum dugnaði hélt Elín áfram búskap með dætrum sínum, en hætti búskap 1919, þegar Arnlín var fermd. Dugnaður og hjálpsemi Elínar í Gerðakoti var víða kunn um Suð- urnes, hvort sem í hlut áttu menn eða málleysingjar og það töldu dæturnar mikla gæfu, að fá að al- ast upp í skjóli móður sinnar, og geta að ýmsu leyti létt henni byrð- arnar, enda hafa sterk bönd sam- heldni og tryggðar jafnan ein- kennt systurnar frá Gerðakoti og fjölskyldur þeirra. Áður fyrr var töluverð byggð á Miðnesi, en á síðari árum hefur byggð mjög gengið saman þar á nesinu, og nú má telja að mann- auðn sé þar á flestum bæjum. Á yngri árum stundaði Arnlín verslunar- og afgreiðslustörf, en þann 12. nóv. 1927 giftist hún Óla J. ólasyni, skókaupmanni frá Stakkhamri í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, vinsælum dugnað- armanni, löngum kenndum við Skóbúð Reykjavíkur. Lengst af bjuggu þau á Laugar- ásvegi 24 hér í Reykjavík. Þegar þau byggðu húsið sitt í Laugar- ásnum var þar lítil byggð fyrir, en nú er þar allt að mestu uppbyggt. Óli var mjög dugmikill kaupsýslu- og athafnamaður og kom víða við sögu. Hann var félagslyndur og hjálpsamur og manna glaðastur og vinsæll hvar sem hann fór. Þau hjónin voru samhent, vinmörg, gestrisin og góð heim að sækja og sannir vinir vina sinna. Heimil- isskyldur sínar rækti frú Arnlín af mikilli prýði svo að eftir var tekið. Hvar sem litið var bar heimili þeirra vott um smekkvísi og snyrtimennsku og fágaða um- gengni. Hún var dul að eðlisfari, ljúflyndi og stilling voru eitt af höfuðeinkennunum í skapgerð hennar, hún fjasaði aldrei um hlutina. Hinn stóri afkomenda- hópur hennar naut góðs af örlæti hennar og hjartagæsku. Móðir hennar og tengdamóðir dóu báðar á heimili þeirra. Elín móðir henn- ar var rúmföst síðustu 5 æviár sín (d. 1946) og voru systurnar henni ævinlega þakklátar hve vel fór um móður þeirra í hennar höndum, og hve mikils ástríkis hún naut hjá fjölskyldu hennar. Þeim hjónum var 4 barna auðið, þau eru: Elínborg, gift Hermanni Sigurðssyni eftirlitsmanni. Elín, gift Birni Jenssyni trygginga- fulltrúa, óli Jón, kaupsýslumaður, kvæntur Huldu Jónsdóttur, og Gunnar Árni, tryggingafulltrúi, var kvæntur Signýju Guðmunds- dóttur. Alls munu afkomendur þeirra vera rúmlega fimmtíu. Við sem höfum þekkt Arnlínu Árnadóttur um árabil, eða verið tengd henni fjölskylduböndum, eigum eðlilega margar minningar um þessa hógværu konu og hina velvirku og myndarlegu húsmóð- ur. Þótt hún hefði jafnan ærið að starfa á heimili sínu, var hún jafnan boðin og búin að rétta öðr- um hjálparhönd, þar sem þess var þörf og dugnaður hennar og vand- virkni sást hvarvetna, þar sem hún kom við sögu. Hún var glað- lynd að eðlisfari, lagði öllum gott til og var hvarvetna aufúsugestur, en undi sér þó hvergi betur en á heimili sínu. Hún var gædd miklu starfsþreki og var lengst af mjög heilsuhraust þar til fyrir 7% ári, er hún fékk sjúkdómsáfall sem lagði hana í rúmið, svo aö upp frá því varð hún ósjálfbjarga sjúkl- ingur. í Hafnarbúðum naut hún þeirrar bestu umönnunar og hjúkrunar, sem hugsast gat og aldrei verður fullþakkað af börn- um hennar og vandamönnum. Það er vissulega erfitt að setja sig í spor þeirra sjúklinga, sem ekki geta tjáð sig, og liggja þannig ósjálfbjarga árum saman, svo að hjúkrunarfólkið verður að geta sér til um líðan þeirra, eftir svipbrigð- um þeirra og hreyfingum, og smám saman lærir það að þekkja sjúklingana ótrúlega vel og meta þakklætisbros þeirra, þótt borið sé fram af veikum mætti. Það eru vissulega margar hugs- anir sem vakna um lífið og tilver- una, þegar staðið er við sjúkrabeð langlegusjúklinga, þá er þörf að geta lyft huganum yfir allt hið jarðneska og hverfula. Þótt holdið liggi lágt og læst í dróma fær andinn hafist hátt í himinljóma. Hann fylgir Drottni fjalls á tindinn bjarta þar fögur útsjón er, Guðs undradjúp þar sér hið hreins hjarta.(V.Br.) Með þessari trúarlegu hugsun er Adda, þessi hógværa, þolinmóða kona, kvödd af öllum vandamönn- um sínum og vinum. Minnisstæð- ust er hún á heimili sínu, í önn dagsins, þar sem hún gekk að störfum sínum á sinn hógværa hátt, glöð og gestrisin. Ástvinir hennar og vinir um- vefja hana með þakklæti og kær- leika. Óskar J. Þorláksson Fæddur 18. september 1916 Dáinn 2. mars 1985 Látinn er í Bandaríkjunum æskuvinur minn, Nói Bergmann Þórhallsson, 68 ára að aldri. Nói fæddist í Reykjavík 18. september 1916, en lést í Bandaríkjunum 2. mars 1985. Foreldrar Nóa voru Jó- hanna Bergmann og Þórhallur Einarsson, trésmiður, sem bjuggu á Bergstaðastræti 59. Nói átti þrjár systur, Ester, sem nú er lát- in, Lydiu og Jónu og tvo bræður, Reyni og Hilmar. Það eru ekki margir mánuðir síðan ég tók mér penna í hönd til þess að minnast konu Nóa, Sveinborgar Kristjánsdóttur, sem dó á síðastliðnu ári, 66 ára að aldri. Nói og Sveinborg giftust ár- ið 1938 og lifðu í ástsælu hjóna- bandi í 46 ár. Börn þeirra eru sex: Ragnar Jóhann, Bergljót, Kristján Ólafur, Jóhanna Ragnhildur, Sig- rún og loks Hrefna Dagmar. Síðan 1956 hefur fjölskyldan bú- ið í Kanada og Bandaríkjunum. Síðustu árin hafa þau búið í Tac- oma, norðarlega á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er mikill söknuður meðal barna, tengda- barna og barnabarna því ástríkið var mikið í allri fjölskyldunni og reyndu þau að búa í námunda við hvort annað til þess að komast oft á æskuheimilið, því þar undu þau sér vel og var þar oft mikil kæti og djúp gleði. Við Nói vorum leikfélagar og vinir frá barnæsku. Hann var skapgóður, kátur og fjörmikill, en einnig ijúfur eins og móðir hans, Jóhanna, sem alltaf var svo gott að vera í návistum við. Foreldrar okkar hvors um sig voru í Hjálpræðishernum og var því eðlilegt að við Nói færum í sunnudagaskóla og á aðra ungl- ingafundi á Her og þar var góða sæðinu sáð. Ungur gafst Nói Kristi Jesú á hönd og vígðist í Hjálpræðisherinn, og í mörg ár var hann ötull. starfsmaður hers- ins í frístundum sínum. Margt ungt fólk var þá í Hjálpræðishern- um og indælt og fjölbreytt félags- líf. Lofsöngurinn hljómaði seint og snemma og mikið var spilað á lúðra og strengjahljóðfæri. Nói lék á kornett, mandólín og fiðlu og oft var glatt í góðra vina hópi. Margir segja nú, fimmtíu árum seinna, að þessi tími í Hernum hafi verið besti tíminn í lífi þeirra. Mig setti hljóðan er mér var sagt lát vinar míns, svo óvænt og fljótt bar það að. Nói og Sveinborg ætluðu að koma til Islands síðast- liðið sumar en veikindi og lát Sveinborgar, kom í veg fyrir það. í bréfi Nóa um áramótin síðustu tjáði hann mér, að með vorinu kæmi hann til íslands og myndi gefa sér góðan tíma, því nú væri hann kominn á eftirlaun. Hann ætlaði að ferðast hægt yfir Amer- íku þvera og koma svo með skipi til fslands. Gefa sér góðan tíma meðal ættingja og vina, og var til- hlökkunin mikil meðal okkar vina hans. Það var ekki til íslands heldur til fyrirheitna landsins sem hann kom. Þar sem allir Krists vinir munu mætast að lok- um. Jesús sagði: „Ég lifi og þér mun- uð lifa.“ Við berum því engan beyg í brjósti, heldur hlökkum til endurfundanna hinum megin grafar. „ó, það yndisland er Guðs vina land, já, mitt eigið ástkært föðurland.” Guð blessi minningu vinar míns Nóa. Óskar Jónsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast 1 síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. MiTSUBtSHi GALANT framhjóladrifinn kjörgripur Vestmannaeyjar: Vinnuskólanum lauk með útihátíð í Herjólfsdal VeHtmannaeyjum, 21. júli. HÁIT í 200 krakkar störfuðu í Vinnuskóla Vestmannaeyja í sumar en starfi skólans lauk um helgina með mikilli útihátíð í Herjólfsdal. Krökkum úr skóla- görðunum var einnig boðið til þessarar hátíðar, þar sem efnt var til grillveislu og farið í marg- víslega leiki. Um kvöldið var síð- an kvöldvaka í Bæjarleikhúsinu þar sem krakkarnir sjálfir fluttu eigin verk. Eftir kvöldvökuna var slegið upp balli. Krakkarnir í Vinnuskólanum hafa unnið að fjölmörgum verk- efnum í sumar, sem flest öll lúta að fegrun og þrifnaði í bænum, þar á meðal uppgræðsla og plöntun blóma og trjáa víðsveg- ar um bæinn. Vinnuskólinn hér í Eyjum er frábrugðinn öðrum vinnuskólum bæjarfélaga að því leyti að hér starfa mun yngri krakkar en annars staðar. Meginuppistaða skólans kemur úr 4. og 5. bekk grunnskóla en eldri krakkar fara gjarnan frek- ar til starfa annars staðar, s.s. í fiskvinnslu og barnagæslu. Kaup krakkanna var til að byrja með 35 kr. á tímann en þau fengu kauphækkun í byrjun þessa mánaðar og fór þá tíma- kaupið í 40 kr. Sumarið hefur þó ekki farið í eintóma vinnu hjá krökkunum, þau hafa átt kost á ýmiskonar tilbreytingu frá daglegu amstri. Farin var skemmtisigling með lóðsinum og farið í starfskynn- ingu í ýmis fyrirtæki. Elstu krakkarnir ætla í úteyjaferð í vikunni og þeir yngstu í útilegu suður á eyju. Starfið í Vinnu- skólanum er því sambland af starfi og leik. Það eru einmitt bílarnir frá MITSUBISHI sem nióta mestra vinsælda hérlendis. - hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.