Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 Feögaminning: Guðmundur Elías Guðmundsson og Ketill Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Elías Fæddur 16. maí 1917 Dáinn 15. júní 1985 Ketill Guðmundur Fæddur 21. marz 1955 Dáinn 17. júlí 1985 Lífið hefur langa æfi Ijós þér leiti og marga skúr. Lífsins króna er heitin hverjum, hér til dauða, en reynist trúr. Lít því upp, þó húmið hafi hart að dregið þyma fans. Eflaust má úr efni slíku, einnig mynda dýrðarkrans. (G.Þ. frá Lundi) í þessu erindi finnst mér vera margt sem minnir á þann þrauta- tíma sem undanfarnir mánuðir hafa verið fyrir nánustu ættingja feðganna Guðmundar og Ketils sem létust með aðeins mánaðar millibili. En í erindinu felst einnig von fyrir þá sem trúa á hið góða og fagra, þrátt fyrir allt, og víst er að jafn góðar minningar og eru um þá báða eiga eftir að verma hug og hjarta er fram líða stundir. Guðmundur Guðmundsson, eða Mummi, eins og við kölluðum hann öll, var fæddur á Hesteyri, sonur hjónanna Ketilríðar Vetur- liðadóttur og Guðmundar Þeófíl- ussonar. Mummi var ekki fæddur er faðir hans drukknaði og stóð þá móðir hans ein uppi með 9 börn. Má nærri geta að lífsbaráttan hef- ur verið hörð og börnin orðið strax að hjálpa til, strax og geta leyfði. Mummi mun ekki hafa legið á liði sínu, honum þótti vænt um móður sína og tók hana snemma til sín, er hann hafði eignast heimili á ísafirði. Hann kvæntist Lilju Halldórsdóttur frá ísafirði þann 30. apríl 1942 og fluttust þau fljót- lega til ísafjarðar þar sem þau bjuggu síðan. Var hjónaband þeirra mjög farsælt. Þau eignuð- ust fjögur börn, Hákon Pétur, sem giftur er Ingigerði Traustadóttur og búa þau á Akureyri, Ólaf Njál, sem kvæntur er önnu Gunnlaugs- dóttur og búa þau á ísafirði. Katr- ínu, sem gift er Kristjáni Ragn- arssyni og eiga þau heima á Eski- firði. Yngstur var Ketill Guð- mundsson, en hann lést i sjúkra- húsi í London þ. 17. þ.m. Hann var ógiftur og bjó í Reykjavík. Guðmundur starfaði lengi við Skipasmíðastöð M. Bernharðsson- ar en gerðist síðan verkstjóri við Hraðfrystihús Norðurtangans. Hann vann þar fjölda ára, þótti alltaf vænt um það fyrirtæki og eignaðist þar góða vini. Mummi átti auðvelt með að umgangast fólk, jafnt unga sem aldna. Hann hafði slíka kímnigáfu, var hjálp- samur og hlýlegur í framkomu og kom það ekki síst fram í umgengni hans við barnabörnin, sem elsk- uðu að koma til ömmu og afa og gátu trúað þeim fyrir öllu, svosem sigrum og ósigrum í íþróttum og öðru sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Var mjög ánægjulegt að finna trúnaðinn sem ríkti á milli þeirra. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavlk. Sími 31099 Opift öll kvöld tii kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. L. Vinir þeirra hafa einnig átt hjá þeim gott atlæti og fengið sömu móttökur og þau, enda hefur oft verið gestkvæmt á heimili þeirra Lilju og Mumma. Mummi var góður heimilisfaðir og bar hag allrar fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti. Þau hjónin hafa alla tíð verið samhent og var alveg tíltekið hve þau voru sam- taka um að ferðast, oft við erfiðar aðstæður, hvenær sem færi gafst, til þess að heimsækja ættingja og vini. Má ég til að geta þess sem dæmis um trygglyndi þeirra og ættrækni að einu sinni, er ætt- armót okkar var haldið úti á landi, höfðu þau ekki bíl til umráða. Fóru þau svo að segja á puttanum, þó komin væru af létasta skeiði, og glöddust allir mikið er þau birt- ust, enda ómissandi i vinahópi. Eins munum við sakna kvöld- og helgarheimsókna þeirra Lilju og Mumma, sem hafa orðið til þess að hin mannlegu samskipti ættingj- anna hafa orðið meiri en ella. Því miður er alltof mikið um það að við gefum okkur ekki tíma til að heimsækja ættingja og vini og er það verr, því allt í einu getum við uppgötvað að okkar tími er út- runninn og mættum við mikið læra af dugnaði og tryggð þeirra hjóna gegnum árin. Lilja og Mummi keyptu Þurr- hreinsunina á ísafirði fyrir nokkr- um árum og hafa rekið hana af mikilli samviskusemi. Hefur margur haft orð á því að þeim hafi alltaf verið tekið frekar sem kunn- ingja en viðskiptavini. Mummi hafði alltaf gaman af að rabba við fólk og hreif hann alla með glað- værð sinni og góðvild. Veikindi sonarins unga hafa tekið mikið á foreldrana, sem eðli- legt er, og er ekki ólíklegt að áhyggjur Mumma af honum hafi að einhverju leyti átt þátt í því sem síðar kom fyrir. Mummi varð bráðkvaddur er hann var staddur í heimsókn hjá vinum á Brjánslæk, með Lilju og barnabörnum. Hafði hann átt við nokkra vanheilsu að stríða um nokkur ár, en aldrei svo að hann væri frá vinnu og gerði hann alltaf lítið úr veikindum sín- um. Er hann okkur öllum harmdauði og mun ávallt verða okkur minn- isstæður sem góður vinur og félagi og erum við þakklát fyrir öll okkar góðu kynni og biðjum góðan guð að blessa minningu hans. Ketill Guðmundur Guðmunds- son fæddist á ísafirði og var yngstur fjögurra barna þeirra hjóna Lilju Halldórsdóttur og Guðmundar E. Guðmundssonar. Hann ólst upp við mikið ástríki í heimahúsum og varð snemma vinmargur, bæði í vinnu og ekki síst meðal frændsystkina sinna. Hann var ættrækinn og með börn- um okkar og honum hefur alltaf ríkt vinátta, bæði meðan hann dvaldi heima og eins eftir að hann flutti suður. Oft gladdi hann barnabörnin okkar með smekkleg- um gjöfum, sem valdar voru af mikilli natni. Litla frændfólkið hans hreifst af góðlegri glettni hans og hlýlegri framkomu, sem og aðrir sem kynntust honum. Okkur var hann alltaf sami góði drengurinn hvenær sem við hitt- umst, hvort sem það var heima eða heiman. Ketill fór í Verslun- arskólann og lauk þaðan prófi. Hann hóf síðan vinnu við útibú Lar.dsbankans á ísafirði og kom sér þar mjög vel, bæði hjá vinnu- veitendum og starfsfélögum sín- um. Héldu margir þeirra góðu sambandi við hann síðar er hann flutti að heiman. Hann var fær bankastarfsmaður og hjálpsamur við samstarfsfólk sem og við- skiptavini og reyndist svo ávallt síðar, hvar sem hann vann. Síðast vann hann hjá Sparisjóði vélstjóra í Reykjavík. Hefur mjög komið í ljós, nú í hinum erfiðu veikindum Ketiis, hve vinmargur hann var, bæði meðal núverandi og fyrrverandi starfsfélaga og einnig í einkalífi sínu. Sérstaklega sýndu þau Bryndís og Þorvaldur frábæra tryggð og vináttu er þau dvöldust til skiptis hjá honum all- an þann tíma sem Ketill dvaldi í sjúkrahúsi í London. Verður þeim það aldrei fullþakkað. Islenski presturinn í London sýndi einnig frábæra umhyggju og hjálpsemi. Séra Jón sat hjá honum til hinstu stundar og veitti honum styrk sem og nærstaddir vinir hans. Starfsfólkið allt í sjúkrahúsinu var honum mjög gott og gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að reyna að bjarga lífi hans og létta honum þrautir. Við biðjum góðan guð að blessa þau öll fyrir aðstoð þeirra og umhyggju í hans garð. Síðast en ekki síst ber að geta um þann kjark og þá miklu fórn- fýsi sem systir hans, Katrín, sýndi, til þess að reyna að bjarga lífi hans. Hún er gift kona og á fjögur ung börn og býr austur á landi. En þegar kom í Ijós að hún væri sú eina sem gæti gefið bróður sínum merg hikaði hún ekki við að fara með honum og vonuðu allir hið besta. En því miður tókst ekki sem skyldi. Síðan kom reiðarslag- ið, er hún var nýkomin heim til sín, er faðirinn lést. Nokkrum dög- um eftir jarðarför föðurins var hún aftur kölluð út til London. Hafði fyrri aðgerð orðið árang- urslaus. Án þess að geta kvatt fjölskyldu sína fyrir austan hlýddi hún kallinu, enda unni hún bróður sínum mikið og trúði því að hún ein gæti bjargað honum. En því miöur dugði mergflutningur held- ur ekki í þetta sinn, þó vonir glæddust um tíma. Vegna beiöni Ketils, sem vildi að hún kæmist heim til barnanna sinna, varð hún að kveðja hann með þann grun i brjósti að það yrði í hinsta sinn sem hún sæi hann á lífi. Má geta nærri um sálarstríð þeirra beggja. En fórn hennar var ekki til einskis, hún veit að hún gerði allt sem hún gat og hún færði bróður sínum von og trú og vissu um ást hennar og allra ástvinanna heima. Með því fékk hann þann styrk sem hann sýndi í sinni miklu kvöl. Hann bar sig mjög vel til hinstu stundar og dáðust allir að þeirri hugprýði sem hann sýndi. Fjöl- skyldan gat hringt til hans á stof- una sem hann dvaldi í og sýnir það kjark hans að síðasta sunnudag- inn sem hann lifði talaði hann við móður sína, sem oftar, og bað hana að gefast ekki upp því hann sjálfur væri langt frá því að gefast upp í þessari baráttu. En næstu daga varð að gera á honum aðgerðir, sem hann ekki þoldi, og lést hann þann 17. þ.m. Við Árnór og börnin okkar þökkum guði fyrir að hafa fengið að njóta kynna við þennan unga og elskulega frænda, sem alltaf var okkur tryggur og góður. Guð blessi minningu hans. Það er erfitt að skilja svo þung örlög, sem á stuttum tíma hafa dunið yfir sömu fjölskylduna. En eins og segir í sálminum: „Svo ör- stutt er bil milli bliðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvölds." En þar segir líka: „En gott áttu sá hver, sem Guð veitir frið, þó gæfa þín sé hverful um veraldar svið.“ Lilja mín, þú hefur sýnt ótrúleg- an styrk í öllum þessum raunum, ég veit að þú munt öðlast ró í sál þinni með trú þinni og kjarki. Og með þeim fjársjóði sem þú átt f elskulegum börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum, sem sýnt hafa frábæra umhyggju og ást og verið vakandi hverja stund yfir að gera það sem best er, ert þú með gott veganesti. Ég veit að þú kannt að meta það og það mun hjálpa þér í framtíðinni. Við Arnór og börnin okkar og fjölskyldur þeirra vottum þér, Lilja mín, og ástvinum þínum öll- um okkar innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur öll og blessa í framtíðinni. Málfríður Halldórsdóttir, ísafirði. Það var fyrir rúmlega fjórum árum að Ketill ákvað að ganga til liðs við okkur sem unnum saman í Samtökunum '78. Hann slóst i för með hópi úr félaginu sem sótti frelsisviku lesbía og homma í Stokkhólmi það sumar, 1981. Þá kynntumst við strax þeim eigin- leikum sem okkur þótti síðan ein- kenna hann, hlýlegri einlægni og opnum hug. Hann tók þátt í at- burðum vikunnar af innilegri gleði og ánægju og mótaði sér jafn- framt skýra afstöðu til þess i hvern farveg hann ætlaði að beina lífi sinu. Þeirri afstöðu fylgdi hann staðfestlega fram og okkur þótti sem honum yxi æ siðan lífstrú og lífsvilji, sem hann veitti ósínkt af. Ketill tók fúslega að sér að gegna mikilvægu starfi í stjórn fé- lagsins, er hann annaðist síðustu þrjú ár, en það var umsjón með fjárreiðum þess og tengsl við fé- iagsmenn. Auk þess var hann ævinlega boðinn og búinn að leggja ómælda vinnu af mörkum við verkefni sem honum þóttu þörf. Honum var sérstök ánægja að taka þátt í starfi skólahópsins, en margir nemendur munu minn- ast hans frá skólafundum. Með látleysi, hlýju og jákvæðu lífsvið- horfi átti hann greiða leið að opnum hug nemenda. Undanfarin þrjú ár hélt Ketill heimili með góðum vini sínum og félaga, Þorvaldi Kristinssyni. Samúð okkar vottum við honum, móður Ketils og systkinum. Fráfall Ketils er mikill missir okkur öllum sem þekktum hann. Við kveðjum hann með miklum söknuði en þökk fyrir ánægjulega samleið. Böðvar Björnsson Guðni Baldursson Helgi Magnússon f bókinni Spámaðurinn, eftir Kahlil Gibran, segir svo um vin- áttuna: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem sam- úð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða all- ar hugsanir, allar langanir og allar von- ir ykkar til og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni.“ Fjölskyldan á Lindargötunni sér nú á eftir sínum besta heimil- isvini, á miðju því ári sem hann fyllti þriðja tuginn. Eitt kvöld í október síðastlið- num, sat hann hjá okkur sem oftar og fann að fótur sinn hafði bólgnað. Þannig kom sjúkdómur- inn, sem leiddi hann svo skjótt til dauða, í ljós. Ketill tók örlögum sínum með mikilli reisn. Hann reyndi það sem læknavísindin eru lengst komin í baráttunni við sjúkdóminn. Bjartsýnn hélt hann til London, þar sem möguleikinn á lækningu er mestur. Þar naut hann ómetanlegrar hjálpar vina sinna, Þorvaldar og Bryndísar, og systur sinnar Kötu. Hugrakkur barðist hann og hélt í vonina í lengstu lög, því svo mikið elskaði hann lífið að ekkert taldi hann of mikið álag á þrek sitt, svo hann mætti lifa áfram. Samt átti dauð- inn síðasta orðið í þeirri viðureign. Við sem eftir lifum og er ekki gefið að skilja til fulls, hvers vegna svona hlutir gerast, höfum það ráð eitt að halda á loft minn- ingu hans, með þeirri reisn og þeirri gleði sem einkenndi líf hans. Okkur vinum hans og félög- um í Samtökunum ’78 var ómetan- legur styrkur að finna þann kraft sem hann lagði i líf sitt, innan Samtakanna sem utan. Innan þeirra nýttist félagsþroski hans til fulls, ungu félagi í mótun. ósér- hlífni hans og vinnugleði var öðr- um hvatning til starfa. Skilningur hans á málefninu opnaði augu margra, félagsmanna sem ann- arra, fyrir þeirri staðreynd að það að vera hommi og lesbía, er ekkert til að skammast sin fyrir. Við eig- um þvert á móti að vera stolt af því að gangast við þeim tilfinning- um sem búa í brjósti okkar. Þær eru jafn heilagar og aðrar ástar- tilfinningar. Þess vegna var Katli mikið í mun að fólk niðurlægði sig ekki þeirra vegna, né færi gáleys- islega með þær. Það sem einkenndi líf hans eftir að hanm kom úr felum fyrir fjór- um árum, var gleðin yfir því að mega vera sá sem hann var. Mannkostir hans blómstruðu og nutu sín til fulls, þar sem hann hafði unnið bug á þeim bælingum sem heftu hann áður. Hann fann sig sterkan og gaf óspart af sjálf- um sér, vinum sínum og vinnufé- lögum, sem löðuðust að hlýrri, glettnislegri framkomu hans. Það var ótrúlegt hvað hann komst yfir að sinna mörgum vinum, úr öllum áttum, og hlusta á vandamál þeirra. Stundum fannst manni jafnvel að hann mætti heimta meira fyrir sjálfan sig. En það var ekki hans lífmáti. Hann vildi sam- gleðjast, hvetja og sjá jákvæðar hliðar á lífinu. Við undirritaðar eigum honum ómetanlega skuld að gjalda fyrir vináttu hans og þátttöku í heimil- isstofnun okkar meö þeirri ást sem hann sýndi sambandi okkar, strax frá upphafi. Sú samstaða sem myndast í minnihlutahópum getur gert kraftaverk. I henni felst einhver upprunalegur lífs- kraftur. En það var ekki bara hún sem nærði samband okkar við Ketil, heldur það manneskjulega Legsteinar Framleiðum altar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. I S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGl 48 SÍMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.