Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.07.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 49 Slysaalda á Selfossi um helgina: Ekið á menn, bíla og hross TVÖ MIKIL umferðarslys urðu í nágrenni Selfoss á sunnudags- kvöldið með u.þ.b. einnar klukkustundar millibili og mæddi mikið á lögreglunni á Selfossi um þessa helgi, sem reyndist í rólegra lagi víðast hvar annars staðar á landinu. ökumaður fólksbifreiðar af gerðinni Saab ók aftan á Mazda- bifreið, sem fór á 70 km hraða eft- ir Skilavegi um kl. 19 í fyrrakvöld. Kastaðist Saab-bifreiðin yfir á gagnstæðan vegarhelming eftir aftanáaksturinn, lenti þar á kyrrstæðri Opel-bifreið, sem stóð utan akbrautar og valt síðan þrjár veltur utan vegar. Að sögn Sel- fosslögreglunnar var ökumaður Saab-bifreiðarinnar bæði ölvaður og réttindalaus. Ökumann Mazda-bifreiðarinnar sakaði ekki og ökumaður kyrr- stæðu bifreiðarinnar, sem næst varð fyrir barðinu á þeim réttindalausa, var að færa farþeg- unum kaffi þegar óhappið varð. Sat fólkið því utan vegar, rétt hjá bifreiðinni og snæddi nesti þegar Saab-bíllinn kom fljúgandi yfir veginn og lenti á farartæki þess og var mesta mildi að ekki fór verr. Ökumaður Saab-bifreiðarinnar skrámaðist lítillega en kona, sem var eini farþeginn í bílnum hjá honum, viðbeinsbrotnaði. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er Saab- bifreiðin að heita má ónýt, Opel- bifreiðin stórskemmd og Mazda- bifreiðin allmikið skemmd að aft- an. Rúmri klukkustund seinna, eða um klukkan 20 á sunnudagskvöld- ið, var ekið á sex hross sem einn maður var á leið með yfir Skeiða- vegamót á Suðurlandsvegi, allt reiðhesta. Meiddust fjórir hest- anna og þar af tveir svo illa að aflífa varð þá. Knapinn sem hafði fimm hesta í taumi er mikið mar- inn og lerkaður og leitaði hann læknishjálpar á Selfossi. Bifreiðin sem óhappinu olli er jeppi af gerð- inni Scout og samkvæmt lögregl- unni á Selfossi er talið að gáleysis- legur akstur ökumanns hafi valdið slysinu. Scout-bifreiðin var full af farþegum en engan sakaði. óvenjumikil umferð hesta- manna var á þessum slóðum um helgina vegna kappreiða sem haldnar voru á Murneyrum. Voru bæði knapinn sem ekið var á og fólkið, sem var að snæða nesti í vegarkantinum þegar Saab-bif- reiðin lenti á bíl þess, að koma af kappreiðunum. Þá féll bóndi úr Flóanum af hestbaki og háls- brotnaði á Urriðavegi, er hann var á leiðinni heim af kappreiðunum á Murneyri aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur til Reykja- víkur á Borgarspítalann og mun líðan hans vera eftir atvikum. Á laugardaginn var ekið á sjö ára dreng á reiðhjóli á Selfossi. Drengurinn hlaut nokkra áverka en er ekki talinn alvarlega slasað- ur. Þá varð bílvelta í Biskupstung- unum en engann sakaði. I Hver- agerði ók ölvaður og réttindalaus ökumaður á ljósastaur. Urðu staurinn og bíllinn illa úti við ár- eksturinn en ökumanninn sakaði ekki. Auk þessa var nokkuð um að menn væru teknir ölvaðir við akstur og minniháttar árekstra og slys á útivistarsvæðum. Einn Selfyssingur, sem trúlega hefur verið á heimleið frá dansleik á Flúðum og vantað far heim, tók ófrjálsri hendi dráttarvél á bæn- um Hellisholtum í Hrunamanna- hreppi og ók henni langleiðina til Selfoss. Hann hafði þó lagt farar- tækinu er lögreglan hafði uppi á honum og er málið i rannsókn. Umferöarslys hjá Veiðivötnum Kona slasaðist á höfði og brjóstkassa þegar jeppi og fólks- bíll rákust saman um klukkan 16 i gær nálægt Veiðivötnum. Var konan flutt til Reykjavíkur til læknismeðferðar. Að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli varð slysið í beygju á blindhæð innan við Þór- istind u.þ.b. sex km frá Veiðivötn- um. 15 ára ók á steinvegg: Hlaut alvarlega áverka á auga FIMMTÁN ára piltur slasaðist al- varlega þegar hann ók bifreið á steinvegg við Ásvallagötu. Hann skarst illa í andliti og skaddaðist á auga. Hann var fluttur í slysadeild Borgarspítalans, síðan á augndeild Landakotsspítala til aðgerðar og liggur nú á gjörgszludeild. Annar piltur var með í förinni og skarst hann einnig mikið í andliti. Pilturinn, sem ók bifreiðinni, hafði tekið bifreið föður síns traustataki. Hann ók Ásvallagötu til austurs og hugðisl beygja norð- ur Ljósvallagötu, en fór of hratt í beygjuna og lenti upp á gangstétt og munaði minnstu að hann lenti á kirkjugarðsveggnum, en náði að sveigja frá honum og nokkrum bifreiðum, en hafnaði síðan á steinvegg vestan megin við göt- una. Bifreiðin skemmdist mikið. Slysið varð laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardagsins. KALT HAREYÐANDIVAX LOUIS MARCEL Ekkertsull, S T R I P W A X engin fyrirhöfn nttiuim «i«ovi) wMWAMfiD mAm toa LOUIS MARCEL FACIAL STRIP WAX <alt iáreyðandi /AX Kalt strimla-VAX fjarlægir óæskileg líkamshár á svip- stundu, meö einu handtaki. Reyndu kalda strimla-VAXIÐ frá Louis Marcel. «l»am «».»nu M«h« *oi» «4nhs Bankastræti 3, sími 13635. Póstsendum. HELGARÞJÖNUSTA Eins og undanfarin sumur er varahlutaverslun okkar OPIN ALLA LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 F.H. - 2. E.H. Komið eða hringið í þjónustusíma varahlutaverslunar: 3 98 11 - 68 63 20 BÚNADARDEILD! ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 7V1SAEA UTSAH ITSApJ SALA uisala ,insr ÍITSAI pSAiJ BALA hlNGHOLTSSTRÆTI l A4DCNS ÞINGHOLTSSTRÆTI l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.