Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLf 1§85
39
viðmót sem var honum svo eigin-
legt og er uppspretta þess sem
tengir vini saman. Synir okkar
áttu í honum einiægan félaga.
Þeir munu báðir sakna þess að sjá
hann aldrei aftur sitja í eldhúsinu
við spjall og snæðing. Aldrei verð-
ur skarð hans í hugum okkar fyllt.
Við sem ætluðum að verða gömul
saman og skemmta okkur í ellinni.
Ferðast saman. Við áttum eftir að
sitja svo mörg kvöid og ræða sam-
an. Við áttum eftir að syngja svo
mikið, hlæja svo mikið.
En Ketils bíður annað hlutverk,
á öðrum stað. Hann fær þar ör-
ugglega verk að vinna. í hjarta
okkar á hann hólf sem við viljum
rækta. Þar geymum við í minning-
unni persónu hans og tökum okkur
til eftirbreytni. Gerum góðlátlegt
grín að ýmsu í okkar skrýtnu til-
veru. Reynum að gleyma aldrei að
vera sönn og sjálfum okkur sam-
kvæm. Fáum okkur gott að borða
og kannski einn Irskan kaffi eða
rósavínsglas, þegar við höfum efni
á. Brosum.
Elsku Lilja, Kata og bræður.
Munið hvað Ketill trúði sterkt á
lífið og hið góða í manninum. Við
biðjum þess að okkur öllum gefist
styrkur til að lifa áfram á þann
hátt sem honum hefði líkað.
Elísabet Þorgeirsdóttir.
Stella Hauksdóttir.
Örfá kveðjuorð skulu færð á
blað í innilegri þökk fyrir kær-
komin kynni.
Við kynntumst Katli sem vinnu-
félaga og síðar góðum vini. Hann
ætlaðist til þess að við gerðum
ávallt okkar besta og létum aldrei
bugast. Sömu kröfur gerði hann til
sjálfs sín og stóð vel undir þeim.
Hann reyndi að hjálpa öðrum sem
best hann mátti og fórst það vel úr
hendi.
Hann lætur okkur eftir bjartar
minningar og reynslu sem við
gleymum seint.
Minning:
Innilegustu samúðarkveðjur til
aðstandenda og vina.
Guð blessi minningu hans og
ykkur öll.
Halla og Matta
Skoðaðu hug þin vel, þegar þú er glaður,
og þú munt sjá, að aðeins það, sem vald-
ið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Spámaðurinn)
Ungur maður er fallinn frá, góð-
ur drengur hefur kvatt. Orð mega
sín lítils á stundum sem þessum.
Við systkinin eigum því láni að
fagna að tilheyra stórum frænda-
hópi og í hugum okkar er sá hópur
hlýr, samheldinn og traustur,
sannkölluð tryggðatröll. Einn úr
þessum hópi hefur nú kvatt þetta
líf. Frændi okkar, Ketill Guð-
mundson, lést í sjúkrahúsi í Lond-
on 17. júlí. Hann var sonur hjón-
anna Lilju Halldórsdóttur, móð-
ursystur okkar, og Guðmundar
Guðmundssonar frá ísafirði, en
Guðmundur lést 16. júní sl.
Ég kynntist Katli fyrst þegar
hann kom til Reykjavíkur til að
stunda nám við Verslunarskóla ís-
lands. Alla tíð síðan hélt hann
tryggð sinni við þá ættingja sína
sem bjuggu hér á suðvesturhorn-
inu og var duglegur að heimsækja
þá. Á mínu heimili var hann au-
fúsugestur og áttum við margar
ánægjustundir saman, þar sem við
reyndum að kryfja til mergjar líf-
ið og tilveruna. Það var alltaf gott
að tala við Ketil, og eiga hann að
vini. Hann var einn þessara
manna sem gaf mikið af sjálfum
sér, var óeigingjarn og einstaklega
ljúfur í umgengni. Það verður erf-
itt að sætta sig við það að eiga
ekki eftir að fá hann aftur í heim-
sókn. Skarðið sem hann skilur eft-
ir verður aldrei fyllt. Ketill tók
karlmannlega á öllum þeim erfið-
leikum sem lífið lagði honum á
Jason Sigurðsson
Mig langar til að skrifa nokkur
þakkar- og minningarorð um
tengdaföður minn ástkæran, Jas-
on Sigurðsson, sem lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 15. júlí og borinn
verður til hinstu hvílu í dag í
gamla kirkjugarðinum við Suður-
götu.
Jason fæddist á Steinhólum í
Grunnavíkurhreppi í Jökulfjörð-
um 6. nóvember 1898, sjöunda
barn af 10 systkina hópi, og voru
foreldrar hans Sigurður Ebenez-
ersson, bóndi, og Jóhanna Jóns-
dóttir, kona hans. Hann talaði
alltaf um foreldra sína með ein-
stakri virðingu og hlýju, og var
auðfundið að tengsl og samskipti
við þau hafa verið mjög góð. Eink-
um varð honum tíðrætt um trú
móður sinnar og hve annt henni
hafi verið um að kenna börnum
sínum að biðja, og leyfði hann mér
stundum að heyra hin mörgu
bænavers, sem hún hafði kennt
honum og aldrei liðu honum úr
minni. Þakklætið fyrir trúaða
móður ljómaði af þeirri frásögn
allri. Þegar Jason var um tvítugt
veiktist faðir hans af þvi meini,
sem dró hann til dauða, og varð
hann þá fyrirvinna foreldra sinna
og yngri systur á meðan þess
þurfti með.
Árið 1925 kynntist Jason eftir-
lifandi konu sinni, Ingibjörgu
Vilborgu Benjamínsdóttur, og
voru þau bæði skipverjar á
strandferðaskipinu „Suðuriandi",
er kynni tókust með þeim. Sam-
fylgdin hafði því varað í 60 ár, nú
þegar Jason hverfur af sjónarsviði
jarðnesks lífs. Þau hjónin eignuð-
ust tvö börn: Jóhönnu, sem dó að-
eins 8 mánaða gömul foreldrnm
sínum til mikillar sorgar, og son-
inn Benedikt, og var hann eina lif-
andi barn þeirra, þar til tengda-
dóttirin kom til sögunnar. Því segi
ég þetta, að þau hjónin hafa alltaf
reynst mér sem væri ég dóttir
þeirra.
Erfitt er að finna orð sem túlk-
að geta þakklæti mitt til Jasons,
tengdaföður míns, og þá virðingu
og væntumþykju sem ég bar til
hans. Hann var góður maður.
Persónuleiki hans, sem endur-
speglaðist í framkomu hans, var
búinn miklum kostum. Margt gæti
ég sagt um líf hans og störf, sem
voru unnin af trúmennsku, ósér-
hlífni og einstakri greiðvikni við
samferðamennina. Én efst er mér
samt í huga einlæg trú hans og
traust hans á Guði. Síðustu mán-
uðina sem hann lifði og enn mátti
mæla fór hann oft með viðlagið úr
kristilegum söng, sem honum var
einkar kær, og gleðitárin læddust
þá stundum niður kinnar hans:
„Ég er þinn, ó, Jesús, — ég er þinn,
aðeins þinn, — þinn á krossi
keyptur, kæri Jesú minn.“
Jason átti sæti í stjórn Kristni-
boðsfélags karla í Reykjavík um
árabil, og var hann gjaldkeri þess
félags um langt skeið. Gídeon-
samtökin, sem hafa það að
markmiði að koma Guðs orði til
sem flestra og gefa m.a. öllum ís-
lenskum börnum Nýja testament-
ið, áttu einnig hug hans, og var
hann þar virkur féiagi á meðan
kraftar entust. Annars reyndi
hann að leggja góðum málefnum
lið hvenær sem færi gafst þótt hér
sé aðeins talið það, aem hann leit á
sem hluta þeirrar lífsköllunar sem
hann frekast vildi reynast trúr.
Ég blessa minningu míns hjart-
kæra tengdaföður og þakka föð-
urlega umhyggju hans og góðvild.
„Hann gengur frammi fyrir
Drottni á landi lifenda."
Margrét HróbjarLsdóttir
herðar, og gafst ekki upp þótt á
móti blési. Og nú síðast sýndi
hann mikið hugrekki í veikindum
sinum, þótt hann vissi að brugðið
gæti til beggja vona. Að því leyti
getum við tekið okkur Ketil til
fyrirmyndar nú á erfiðri kveðju-
stund.
Þung byrði hefur verið lögð á
herðar Lilju frænku okkar, því að-
eins með fjögurra vikna millibili
hefur hún misst mann sinn og nú
yngsta son sinn. Við frændsystk-
inin biðjum þess að hún hljóti
þann styrk sem hún þarf til að
axla þessa byrði.
Við sendum Lilju og systkinum
Ketils innilegar samúðarkveðjur,
kveðjum Ketil með söknuði og
þökkum honum samveruna.
Ólöf Jónsdóttir
{ dag kveðjum við vin okkar og
vinnufélaga, Ketil Guðmundsson.
Kynni okkar af Katli hófust í ág-
úst 1982, þegar hann réðst til
starfa hjá Sparisjóði vélstjóra.
Strax í upphafi kom í ljós að Ket-
ill hafði góðan mann að geyma og
hann varð strax mjög vinsæll
meðal vinnufélaga sinna.
Ketill hafði unnið við banka-
störf víða um landið í átta ár og
var því vel að sér í þeim efnum.
Alltaf var gott að leita til Ketils
með vandamál sem upp komu, því
það var sarna hvað hann hatði
mikið að gera, hann gaf sér alltaf
tíma til að tala við fólk og leysa úr
vandamálum þess og aðstoða á all-
an hátt. Fljótlega voru Katli falin
ábyrgðarstörf, bæði af starfsfólki
og af sparisjóðnum. Hann var
formaður starfsmannafélagsins
strax frá því í janúar 1983 og fram
til ársloka 1984 og sýnir það hve
fljótt hann vann hylli vinnufélaga
sinna, auk þess sem hann var ráð-
inn fulltrúi sparisjóðsins snemma
árs 1984.
Ketill var meira en vinnufélagi,
því hann var sannur vinur margra
og minnumst við margra góðra
stunda er við áttum saman utan
vinnutíma. Ketill var mikill
mannvinur og kom það sér oft vel
ef leiðrétta þurfti misskilning og
vandamál manna á meðal.
Síðastliðið haust kom svo reið-
arslagið. Ungur og efnilegur mað-
ur er haldinn alvarlegum sjúk-
dómi. Allan tímann þar til í apríl
að hann fór til London í aðgerð,
sem allir bundu miklar vonir við,
vann hann í sparisjóðnum, jafn
lífsglaður og kátur og hann alltaf
var. Einstakt jafnaðargeð og lífs-
vilji entust honum þar til yfir
lauk. Ketils er sárt saknað af
okkur öllum og við vottum móður
hans og fjölskyldu okkar innileg-
ustu samúð.
Vinir og vinnufélagar I
Sparisjóði vélstjóra.
Veittur er 50% afsláttur af fullu
fargjaldi. Börn innan 12 ára greiða
helmingi minna en fullorðnir. Grænt
Apex er aðeins selt báðar leiðir og bóka
verður þær samtímis minnst 14 dögum
fyrir brottför. Greiða skal farseðil að
fullu um leið og bókað er. Engar
breytingar eru leyfilegar né endur-
greiðslur. (Athugið: Apextryggingu.)
Grænt Apex gildir alla daga sem flogið
er. Lágmarksdvöl er fram yfir
sunnudag, en hámarksdvöl er 1 mánuð-
ur nema í Glasgow og London er
hámarksdvöl 3 mánuðir.
Gildir ekki til Ameríku.
FLUGLEIDIR
VANTAR SKÁPAPLÁSS?
ACME-FATASKÁPUR
utanum gamla skópinn
1. Gamli fataskápurinn.
2. Gamli fataskápurinn,
aukinn og endurbætt-
ur.
3. Gamli fataskápurinn,
aukinn og endurbætt-
ur, orðinn að
ACME-fataskáp.
Þó gamli fataskápurinn sé of lítill þarf ekki
endilega að henda honum þegar fenginn er
nýr skápur.
Hafðu samband við okkur og fáðu tdlögur
að nýjum fataskap sniðnum eftir Jrínum
þörfum.
ACME-kerfið býður upp á fjölbreyttar
lausnir á fyrirkomulagi fataskápanna og
það er líka hægt að nota gamla skápinn.
Gf*-nsasvf>Q. 8 iaAuf A.mm> !<•. i
Sim. 84448