Morgunblaðið - 24.07.1985, Side 18

Morgunblaðið - 24.07.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 Gróðursetning við fþróttavöllinn á Egilsstödum. Lj6sm./Árni Sæberg ^ Ljósmynd/Þorkell Á Stöóvarfirði tók forseti upphafsspyrnuna í maraþonfótboltaleik sem félagar í ungmenna- félaginu Súlunni léku í heilan sólarhring. Hér getur að líta hina ungu íþróttamenn ásamt þjálfara sínum, Ársæli Hafsteinssyni. , r Ljósmynd/Þorkell Ibúar á Neskaupstad tóku vel á móti forseta og fylgdarlidi og í skrúðgarðinum hélt Ásgeir Magnússon bsejarstjóri ræðu. Þessi mynd er tekin við það tækifæri. Frá vinstri: Þorsteinn Skúlason bæjarfógeti, Bára Jóhannsdóttir, Asthildur Lárusdóttir, í bæjarstjórn, Vigdís Finnbogadóttir, Ingibjörg Finnsdóttir og Þórður Þórðarson, í bæjarstjórn. Umhverfis þau standa ungir Norðfirðingar. Ljósmynd/Þorkell Það er ekki heiglum hent að ná tali af forsetanum, sérstaklega þegar maður er lágur í loftinu. Elsa Særún Helgadóttir, 5 ára hnáta, lét þó ekkert aftra sér. Hún stóð á afleggjaranum að bænum Urðarteigi í Berufirði með heima- ræktaðar rósir í fanginu til að færa Vigdísi. í fyrstu tóku gestirnir ekki eftir telpunni en loks var snarhemlað svo við lá að bflalestin skylli saman. En eins og í góðum ævintýrum endaði allt vel; Elsa Særún hitti forsetann, Vigdís fékk blómin og bflarnir óku heilir á braut. Fyrir aftan Elsu stendur Karen systir hennar. LjÓ8mynd/Þorkell A Kolfreyjustað skoðuðu gestirnir kirkjuna og séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson rakti sögu staðarins. , Ljósmynd/Þorkell A Breiðdalsvík var gengið á útsýnissUðinn Hellur og rýnt til fjalla. Það gekk frekar illa þar sem þau voru hulin skýjum en þrátt fyrir það létu íbúar Breiðdalsvíkur sig ekki vanta til að fagna gestunum. m M Austurlandsför forseta íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.