Morgunblaðið - 24.07.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.07.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 Þessi gutti gaf sko ekkert eftir í köngulóarhlaupinu. Einbeitingin skín úr andlitinu. UMSJÓN/ JÓN ÓLAFSSON Knattspyrnu- skóli Fram heimsóttur Áriö 1895 réðst til starfa hjá ísafoldarprentsmiðju skoskur prentari að nafni James Ferguson. Hann hóf að kenna samstarfs- mönnum sínum leikinn knattspyrnu og brátt fóru ungir drengir að leika og læra þessa íþrótt undir handleiðslu prentarans. Árið 1899 var síðan fyrsta knattspyrnufélagið á ís- landi stofnað. I dag er knattspyrna vinsælasta íþrótt heims og þeir eru ófáir, uppkomnir íslend- ingarnir sem hafa ekki einhverju sinni elt knött sem óðir menn um fer- kantaðan völl í þeim til- gangi einum að setja hann í þar til gert mark. MorgunblaðiÖ/Bjarni Föngulegur hópur ekki satt? Þessir krakkar taka nú þátt íknattspyrnuskóla Fram og rétt máttu vera að þessu. Þ.e. að sitja stillt og prúd í nokkrar sekúndur. Með þeim eru leiðbeinendurnir, Sigurbergur Sigsteinsson og Valdimar Stefánsson. Þrátt fyrir margra ára baráttu andstæðinga knattspyrnunn- ar eru dagblöð enn yfirfull af fréttum af knattspyrnuleikjum og afrekum tengdum þessari fallegu íþrótt og svo verður vafalaust allt- af þó myndbönd, kvikmyndahús og matsölustaðir hafi unnið á sitt band margan knattspyrnuáhuga- manninn, sem lætur sér nægja að lesa um leikinn í blaðinu sínu dag- inn eftir leik, í stað þess að fara á völlinn og standa með sínum mönnum. Þegar enska knattspyrnan er annars vegar í sjónvarpinu er al- gerlega bannað að gera nokkurn skapaðan hlut á sumum heimilum en tala um viðkomandi íþrótt. „Ég er ekki heima," segir húsbóndinn gjarna þegar síminn hringir á meðan á leiknum stendur og aum- ingja húsfreyjan má helst ekki sjúga upp í nefið. Það gæti eyði- lagt fallega sóknarfléttu. Þó áhorfendum hafi fækkað á íslenskum knattspyrnuleikjum síðustu ár, þá breytir það því ekki að æska landsins flykkist á knattspyrnuæfingar út um allt land. Ungir drengir og ungar stúlkur fara út á morgnana með bolta í hendi, vel greidd og snyrti- leg en koma svo heim um kvöld- matarleytið, skítug upp fyrir haus, blóðrisa á hnjám, en sæl og rjóð eftir skemmtilegan dag, með bolt- ann, stundum heilan, stundum sprunginn. Og mæðurnar dæsa (eða feðurnir!) Frá því Ferguson kom til lands- ins hafa íslendingar stundað knattspyrnu, hvort sem þeir hafa æft hana með keppni í huga eður ei. Útlendingar hafa heimsótt okkur Frónverja við og við og haldið knattspyrnunámskeið og fyrir nokkuð mörgum árum voru knattþrautir KSl mörgum piltin- um mikil áskorun. Knattspyrnuæfingar í yngsta flokki, 6. flokki, eru yfirleitt lítið unum og víst er að til þess þykir krökkunum mikið til koma. Morgunblaðið heimsótti einn af þessum knattspyrnuskólum í vik- unni, Knattspyrnuskóla Fram, og þar voru 30—40 krakkar, geislandi af lífsgleði og orku, strákar og stelpur í heilbrigðum leikjum und- ir stjórn Sigurbergs Sigsteinsson- ar og Valdimars Stefánssonar, (þessi æfing fór reyndar fram inni vegna úrhellisrigningar). Þarna var reynt að þroska hæfileika hvers og eins og allt miðaði að því að krakkarnir nytu knattspyrn- unnar sem leiks, frekar en ýtt væri undir dæmalausa metnað- argirnd sem svo oft vill koma upp þegar menn hafa keppni í huga. Krakkarnir finna sjálf hvenær þau eru reiðubúin. Annars tala viðtölin við krakkana og þjálfar- ana ásamt myndunum sínu máli. vaxandi aðsókn á knattspyrnuæf- ingar og auknar kröfur til tækni- kunnáttu íslenskra knattspyrnu- manna hefur kallað á svokallaða knattspyrnuskóla sem nú eru orðnir föst venja hjá íslenskum fé- lögum. f allavega 5—6 ár hafa fé- lög eins og Valur, KR, Fram, Vík- ingur og Þróttur haldið námskeið á sumrin þar sem krökkum á al- drinum 4—12 ára er kennd knatt- spyrna. Leiðbeinendur knattspyrnuskól- anna eru yfirleitt tveir eða fleiri og tíminn fyrir hverja æfingu er mun meiri en á hinum venjulegu knattspyrnuæfingum. Krökkunum / upphafi rar hitað upp á fjölbreyttu boðhlaupi og eins og sjá má var spennan mikil. Eru strákarnir ekkert að sparka í ykkur og svoleiðis? „Jú sumir en flestir eru fínir." Nú eruð þið miklu færri en strákarnir. Spila vinkonur ykkar ekkert fótbolta? „Nei, þær hlusta bara á Wham og Duran Duran og svoleiðis!" En ekki þið? Fjórar, hnellnar stelpur vöktu mikla athygli á þessu nám- skeiði hjá knattspyrnuskólanum, fyrir geysilegan áhuga, baráttu og ekki sízt knattspyrnuhæfileika. Þær Þuríður, Heiða, María og Árný gáfu sér örlítinn tíma til að spjalla við blaðamann. Eruð þið góðar í fótbolta, stelp- Hvor hefur betur? Stúlkan eða strákurinn. Það breytir kannski litlu en bæði sýna jafnmikla takta. Knattspyrnuskólarnir eru yfir- leitt í júní og júlí og margir þátt- takendanna fara á 3—4 námskeið, 2—3 tíma í einu, 5 daga í senn, auk þess að æfa með sínu félagsliði og er skipt niður í hópa og þau fara á hálfsmánaðarnámskeið og læra knattspyrnuna á degi hverjum undir vakandi leiðsögn úrvals- manna. Lögð er áhersla á snert- lengri en klukkustund og fjöldinn á æfingum getur farið upp í 70—80 manns. Þjálfarinn er yfir- leitt einn og hver maður getur séð það að erfitt er að einbeita sér að hverjum og einum og kenna. Sí- ingu við knöttinn og farið í öll grundvallaratriði knattspyrnunn- ar. Einn daginn er kannski ein- göngu farið yfir skallatækni, þann næsta í að rekja knött og svo framvegis. fá svo aldrei nóg!“ íslensku leikmennirnir sem leika í landsliðinu eða í 1. deild heimsækja krakkana á þessi nám- skeið, veita viðurkenningar og slíkt, og taka jafnvel þátt í leikj- ur? „Nei, bara ágætar." Gaman? „Ofsalega gaman," svöruðu þær í einum kór. „Jú, líka,“ svöruðu þær og svo hófst þetta vanalega karp um hvorir væru nú betri, Wham eða Duran Duran. Við látum nú Vel- vakanda um slíkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.