Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985
SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 1985
Samkoma í Skálholtskirkju
helguð 170 ára afmæli
Hins íslenska biblíufélags
Selfossi, 22. júlí.
Á Skálholtshátíö í gær, 21. júlí,
var samkoma í Skálholtskirkju
sem var helguð 170 ára afmæli
Hins íslenska biblíufélags.
Samkoman hófst með orgelleik
en síðan fluttu leikararnir Guðrún
Ásmundsdóttir, Auður Bjarna-
dóttir, Hallgrímur Helgason og
Karl Guðmundsson samantekt
Guðrúnar Ásmundsdóttur sem
nefndist: Guðleg ný tíðindi — svo
sem kvað Oddur Gottskálksson.
Þar var m.a. fjallað um tilurð þýð-
ingar biblíunnar á íslensku og
mikilvægi þess.
Glúmur Gylfason og Davíð
Kolbeinsson léku á orgel og óbó
Air & Rondo eftir Hándel. Að því
loknu flutti sr. Felix Ólafsson
ávarp um Ebenezer Henderson
postula biblíufélagsins. Það var
fyrir 170 árum sem Henderson
kom með biblíu til íslands, 1813,
þá fimmtu sem prentuð var. Þess
má geta að í hátíðarmessunni var
lesið úr þeirri biblíu.
Að loknu ávarpi sr. Felix söng
Guðmundur Gíslason einsöng og
sr. Helga Soffá Konráðsdóttir las
úr Ritningunni og flutti bæn. Loks
var svo almennur söngur.
í tilefni afmælis Hins íslenska
biblíufélags hefur verið komið
fyrir í Skálholtskirkju sýnishorn-
um af útgefnum biblíum. Þar er
frumútgáfa Guðbrandsbiblíu og
ljósprentun hennar. Þá er þar
fyrsta íslenska biblían sem gefin
var út á kostnað Breska og erlenda
biblíufélagsins. Hún var prentuð í
Kaupmannahöfn á erfiðum stríðs-
tímum — ófullkomin á ýmsan
hátt, en þjóðinni ómetanlega
dýrmæt eins og þá stóð á, upplag
5.000, eins og segir í skýringar-
texta.
Sig Jóns.
Prestar ganga til Skálholtskirkju.
Hluti gesta á Skálholtshátíð.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, í Skálholtskirkju.
. Á ^
Svo sem kvað Oddur Gottskálksson. Leikarar flytja samantekt Guðrúnar
Ásmundsdóttur.
Skálholt var í árdaga
sérstök vitjun frá Guði
Ávarp herra Péturs Sigurgeirssonar biskups á Skálholtshátíð 21. júlí 1985 í
tilefni af tveggja alda tfmamótum um flutning biskupsstóls úr Skálholti.
Kæru þátttakendur og gestir á
Skálholtshátíð.
í sögu Guðmundar Kambans er
vel að orði komist um þennan
helga stað. Þar segir:
„Og Guð leit yfir landið og sjá:
Á þessum stað var sól án forsælu í
allar áttir. Og Guð gerði Skálholt
að fyrsta vígi kirkju sinnar á ís-
landi."
Þannig var Skálholt í hálfa átt-
undu öld höfuðstaður kirkju og
kristni í þessu landi ásamt Hólum
í Hjaltadal. Þeir staðir voru gróð-
urreitir trúar og menningar. Frá
þeim bárust víðfeðm árhif, sem
mótuðu íslenska menningu, og
áttu sinn drjúga skerf að endur-
reisn hinnar íslensku þjóðar.
- O -
Á 17. og 18. öld átti þjóðin við
mikla erfiðleika að stríða, svo að
slíks eru ekki dæmi í þjóðarsög-
unni. Þá lá við borð, að þeir sem af
lifðu hörmungarnar yrðu fluttir
brott af landinu og það eftir skilið
óbyggilegt. Bæði Hólum og Skál-
holti hnignaði svo, að þeir voru
sviptir sinni aldagömlu hefð.
Þannig hvarf öll gjöf Gissurar.
— O —
Enginn staður var svo rúinn
ytri merkjum tignar sinnar sem
Skálholt. Ofan á allt lagði jarð-
skjálfti staðarhúsin í rúst, og eftir
var dómkirkjan ein, gömul og
hrörleg. Árið 1785, fyrir réttum
tveimur öldum, var sú ákvörðun
tekin að biskupsstóllinn yrði flutt-
ur til Reykjavíkur. Fjárhagslegum
stoðum var kippt undan embætt-
inu, sem það hefur síðan ekki
endurheimt.
En þjóðin reis upp og sótti fram.
Hún kom sér upp nýjum höfuðstað
og vann sína stóru sigra í lífstríði
alda. Skálholt, sem í árdaga var
sérstök vitjun frá Guði, hefur á
liðnum áratugum stöðugt verið í
uppbyggingu til þess að halda
áfram ætlunarverki sínu.
Þegar 9 aldir voru liðnar frá því
að fyrsti íslenski biskupinn settist
að í Skálholti var hornsteinn þess-
arar nýju veglegu kirkju lagður.
Skálholtskirkja var svo vígð 1963
af dr. Sigurbirni Einarssyni bisk-
upi, er mikinn þátt hafði átt í
endurreisn staðarins. Skálholt var
gefið þjóðkirkjunni með heimild-
arlögum frá Alþingi og samkvæmt
ákvörðum íslensku ríkisstjórnar-
innar. Það var gert í þakkarskyni
fyrir allt, sem kirkjan hafði verið
þjóðinni á umliðnum öldum.
Á vígsludeginum, 21. júlí, ná-
kvæmlega fyrir 22 árum, afhenti
þáverandi kirkjumálaráðherra
Bjarni Benediktsson kirkjunni
Skálholt og sagði: „Það skiptir
ekki máli, þó að hin kaþólska
kirkja hafi miklu lengur en okkar
evangelisk-lúterska kirkja haft
biskupsstól í Skálholti. Hin síðar-
talda er afsprengi og eftir íslensk-
um lögum arftaki hinnar fyrri.
Siðaskiptin urðu raunar ekki með
ljúfu samþykkir landsmanna, en
hafa fyrir löngu unnið sér hefð í
hugum þeirra."
- O -
Uppbyggingin hefur komið
skref fyrir skref. Fyrst kirkjan,
síðan koma sóknarprestsins á