Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 46

Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 Lúðrasveit Laugarnesskóla í garðin- um hjá gamla Tonton Yves, síðasta íslandssjómanninum. --------wi.Aia/Hreiftar P- HaraldMon^ Vinartengsl af fornum rótum r Iblöðum Bretagneskaga, sem okkur hafa borist, eru myndir af 30 ungum íslenskum hljómlistarmönnum sem léku í Paimpolbæ, bæði á útihátíð á Martraytorgi og framan við ráðhúsið. Þetta er lúðrasveit Laugarnesskóla undir stjórn Stefáns Stephensen, sem var á ferðalagi með einhverjum af kennurum sínum og nokkrum foreldrum. í lúðrasveitinni eru krakkar úr skólanum og var sveitin styrkt með nokkrum eldri hljóðfæraleikurum, sem farnir eru úr skólanum. Er sagt frá því í blaðinu d’Armor, að Jean Le Meur aðstoð- arbæjarstjóri, sem hefur mikinn áhuga á tengslum bæjarins við fsland og sögu íslandssjómannanna, hafi boðið lúðrasveit- inni til smámóttöku í ráðhúsinu og vitanlega boðið þangað síðasta íslandssjómanninum franska, Tonton Yves. Þá vildi svo skemmtilega til að í hópnum hitti gamli maðurinn Matthí- as Pálsson, en iangafi hans var einmitt lífgjafi Tontons Yves, sr. Jón Jóhannessen prestur á Sandfelli í Öræfum. Hann bjargaði áhöfninni af frönsku skútunni Áróru þegar Tonton Yves var þar um borð, 18 ára gamall. Urðu þarna miklir fagnaðarfundir, því gamli maðurinn gleymir aldrei sr. Jóni og hefur mikið talað um hann í bók sinni og frásögnum í fjölmiðl- um og fyrirlestrum sem hann flutti áður fyrr um frönsku sjómennina. Bauð hann öllum hópnum í garðinn sinn. Og ung stúlka, dóttir Le Meurs, fór með þeim og sýndi þeim minjar frá þeim tíma þegar sjómenn úr bænum og nálægum þorpum veiddu þorsk á íslandsmiðum, m.a. kirkjugarðinn með nöfnum þeirra sem hurfu í hafið við Ísland, ekknakrossinn o.fl. forseti Forseti Frakklands Mitterand stendur hér fyrir framan dálít- ið sérstakt hús sem likist stórum bolta í fyrstu. Þetta mun þó vera kvikmyndahús sem rúmar um fjögur hundruð áhorfendur hefur upp á að ia mjög stórt sýn- ingartjald. Morgunbladið/ólafur Gústaf Guðmundsson og Stefán Friðleifsson, nýráðnir flugmenn Flugfélags Austurlands. Klugkostur FA að baki þeim: Tvær sjö sæta vélar að Navajo-gerð. Tonton Yves með Matthíasi Páls- syni, en langafi hans, sr. Jón Jó- hannessen, bjargaði gamla mannin- um þegar skútan Áróra strandaði við ísland fyrir 70 árum. Le Meur (t.v.) varabæjarstjóri í Paimpol talar við stjórnanda Lúðra- sveitarinnar, Stefán Stephensen. EGILSSTAÐIR Flugmenn með flugdellu Nýlega voru tveir nýir flug- menn ráðnir til Flugfélags Austurlands á Egilsstöðum, Gústaf Guðmundsson og Stefán Friðleifsson. Báðir luku þeir stúdentsprófi nú í vor, Stefán frá MA, en Gústaf frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hvorugur þeirra er þó nýliði í fluginu. Stefán — sem er uppal- inn á Héraði, hóf flugnám 1976, lauk flugprófi þremur árum síð- ar og starfaði um 2ja ára skeið sem lausráðinn flugmaður hjá Flugfélagi Norðurlands. Gústaf — sem er fæddur og uppalinn á Flateyri, lauk hins vegar flug- prófi 1969 eftir 3ja ára nám. Síð- an starfaði hann eitt ár hjá Flugskólanum Þyt og eitt ár hjá Helga Jónssyni — og hefur jafn- framt stundað flugkennslu und- angengin 16 ár. „Við erum sjálfsagt báðir haldnir illlæknalegri flugdellu," sögðu þeir félagar við tíðinda- mann Morgunblaðið — „enda tókum við bakteríuna ungir.“ Eruð þið aldrei flughræddir? „Jú, það kemur fyrir að manni stendur ekki á sama sem farþegi en það er af og frá að flug- hræðsla læðist að okkur undir stýri." En er farþegunum ykkar hræðslugjarnt? „Nei, við höfum ekki orðið var- ir við hræðslumerki hjá þeim.“ Hvert fljúgið þið aðallega? „Flugfélag Austurlands held- ur uppi fastri áætlun til fimm viðkomustaða á Austurlandi auk Reykjavíkur — og svo er mjög mikið um sjúkraflug og einnig almennt leiguflug — bæði fyrir einstaklinga og félög. T.d. höfum við flogið til Færeyja fyrir Flugleiðir og það færist í vöxt að flugvél sé leigð hérna til að sækja bráðnauðsynlega vara- hluti til Noregs eða Bretlands. Menn syðra eru að atta sig á því að það er styttri flugleiðin héðan en frá Reykjavík og flugið þar af leiðandi ódýrara." Eigið þið ykkur einhverja eft- irlætis flugleið? „Nei ekki getum við sagt það.“ Var stúdentsprófið tengt flug- áhuganum á einhvern hátt? „Það má segja það — því að stúdentspróf i ensku, stærðfræði og eðlisfærði er skilyrði fyrir því að fá flugstjóraskírteini í hend- ur. Auk þess sem sum flugfélög setja stúdentspróf sem almennt skilyrði fyrir starfi." Frá flugturni berast boð um veðurfar á Vopnafirði — og áður en varir er Gústaf búinn að ræsa TF-EGS og horfinn út í himin- blámann á leið til Vopnafjarðar. Stefán situr eftir við símann — það er aldrei að vita hvernær beiðni berst um leigu- eða sjúkraflug. Frakklands- LONDON Settu spor sín í sement London vill auðsjáanlega ekki heltast úr lestinni og hefur nú tekið upp þann sið sem ríkt hefur í Hollywood um skeið að frægar kvikmyndastjörnur komi og setji spor sín eða fingraför í sement. Staðurinn sem valinn var fyrir þetta í London var Leicester Squ- are og þeir fyrstu er urðu þessarar viðurkenningar aðnjótandi voru Omar Sharif, Alan Bates og Charlton Heston. Alan Bates og Omar Sharif setja spor sín í sement á Leicester Square. fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.