Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 14
14 ________ MORGUNBLAÐIÐ, 'FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985
Áttræður
fagurkeri
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
í dag er hollvinur minn og
margra starfsbræðra minna í
málaralistinni og fleiri listgrein-
um, Helgi Einarsson, áttræður.
Hann er ættaður úr Dölum, fædd-
ur á Hróðnýjarstöðum og ólst þar
upp við öll almenn sveitastörf í þá
daga, gætti búsmala í haga og
undi sér mætavel við fegurð og
gróandi sveitarinnar. Hann er af
góðu fólki kominn svo sem list-
fengi og hugarþel hans er fagur-
lega til vitnis um og hefur ýmsar
skemmtilegar sögur af uppvaxtar-
árum sínum sagt þeim, er hér rit-
ar, á góðum stundum. Þær stundir
eru orðnar allmargar hin síðari
ár, og eiginlega eru allar stundir
góðar í návist jafn hauklyndrar
sálar og er aðal þessa manns. Ég
segi hér lítið af ætt hans og ævi-
ferli, sem ég er ekki nægilega
fróður um, en ég veit, að þessi
mikli hagleikur lærði hvort
tveggja húsa- sem húsgagnasmíði,
en þessar tvær faggreinar var ver-
ið að skilja í sundur, er hann kom
suður til náms árið 1929. Hönnun í
nútímaskilningi lærði hann hins
vegar aldrei, en þar varð hann
mjög snjall, er fram liðu stundir,
og er ennþá mjög laginn við að
leysa flókin mál, er upp koma í
daglegu starfi, því svo er hugvitið
frjótt.
Hér segi ég öðru fremur frá
kynnum mínum við Helga og þeim
þáttum, er ég met og þekki best í
fari hans, en þeir eru margir og
sannarlega verðir nokkurrar um-
fjöllunar á þessum tímamótum.
Þekking mín á Helga Einars-
syni var næsta lítil, þar til ég eitt
sinn kom á vinnustað minn á
Austurbrún 4 einhvern tímann
seinni hluta sjöunda áratugarins.
Þá tekur húsvörðurinn, Egill Ein-
arsson, á móti mér í anddyrinu og
mælir við mig: „Nú varst þú
óheppinn Bragi, því að sá maður
er nýfarinn, sem spurði eftir þér
og þú hefðir þurft að hitta, — ég
sá ekki betur en að hann væri í
kauphugleiðingum." Síðan býður
húsvörður mér inn til sín í kaffi og
fer að segja mér af Helga, og Inga,
kona hans, staðfesti allt jafnharð-
an og bætti um betur. Ég man
ljóslega, að m.a. sögðu þau mér:
„Helgi er traustur maður, vel efn-
aður og gæddur þeim eiginleikum,
að ef hann ætlar sér eitthvað, þá
framkvæmir hann það, og hafi
hann ætlað sér að kaupa af þér
mynd, þá hefði hann gert það og
gerir það ábyggilega einhvern
tíma.“
Ég var því töluvert fróðari um
þennan mann, er ég svo hélt upp á
topp á háhýsinu, þar sem vinnu-
stofa mín var og er enn, og tók til
starfa. Og víst er, að allt, sem
þetta mæta fólk sagði, hefur geng-
ið upp og gott betur. Nokkrum ár-
um seinna hélt ég vinnustofusýn-
ingu og þá kynntist ég Helga dá-
lítið í eigin persónu, en hann kom
fyrstur manna og keypti heilar
fjórar myndir — og ekki nóg með
það, því hann tók vin sinn með, er
keypti tvær. Síðan komu fulltrúar
Listasafns íslands og bættu um
betur með kaupum á stærsta mál-
verkinu.
Ekki verður því lýst hér, hve
slík uppgrip í upphafi sýningar
hefur mikla þýðingu fyrir viðkom-
andi, er stóð í miðjum miklum
stílbreytingum og gat allt eins bú-
ist við fálæti og stórtapi. Það er
alveg víst, að listir standa jafn
langt utan við lögmál framboðs og
eftirspurnar, á meðan þær eru að
verða til, og þær geta svo malað
gull löngu seinna. Þá eru það ein-
mitt menn af stærðargráðu Helga,
sem hafa gert mörgum iistamann-
inum mögulegt að ná endum sam-
an frá ári til árs.
Er ég svo hélt stóra og kostnað-
arfreka sýningu í Norræna húsinu
árið 1971, kom Helgi einnig fyrst-
ur á vettvang og nú með son sinn,
og ekki stóð á myndakaupunum í
það sinnið. Það var sú vítamín-
sprauta, er máski réð úrslitum um
velgengni þeirrar nýstárlegu sýn-
ingar, og undursamlegt var að
ganga á milli banka að sýningunni
lokinni og greiða alla vixla upp.
Leggja svo í hann aftur glaðbeitt-
ur og skuldlaus.
Á þessum árum rak Helgi hús-
gagnaverkstæði í Brautarholti og
seldi smíðagripina í verslun sinni í
verslunarhúsnæði á jarðhæð á
horni Laugavegs og Nóatúns.
Þeirri verslun hafði ég lengi tekið
eftir fyrir afar vönduð, traust og
falleg húsgögn, sem voru nautn
fyrir augu mín, en útilokuð fyrir
pyngjuna. Er Helgi fór svo að
sýna og selja fágætt gler frá Múr-
anó í Feneyjum, tók ég að venja
komur mínar í verslunina, og þá
kynntist ég honum betur, því við
fórum að ræða margt saman.
Mál skipuðust svo þannig, aö
Helgi tók að draga saman seglin
við húsgagnasmíðar, en auka inn-
flutning fagurra gler- og list-
muna. Hann gerði sér margar
ferðir til Feneyja og hóf nú fyrir
alvöru að þjóna sjónrænni fegurð-
arþrá sinni. Hér hafði hann ætlað
sér eitthvað sérstakt og sannar-
lega framkvæmdi hann það með
ágætum.
Hann leigir gamalt hlaðið
steinhús fremst á Skólavörðustíg
og ræðst í það þrekvirki að inn-
rétta það upp á nýtt með eigin
höndum. Sást lítið til mannsins,
fyrr en hann skyndilega opnar
forkunnarfagra og haglega inn-
réttaða verslun á neðri hæðinni,
en gallerí undir súð á þeirri efri og
nefndi „Á loftinu". Þar hélt hann
litlar, en athyglisverðar smásýn-
ingar valinkunnra myndlistar-
manna um árabil og var hér um
sumt brautryðjandi. Eiginlega var
það líkast því, að maðurinn hefði
flutt smábrot af Latínuhverfinu í
París upp til Islands, og ekki
spiilti það stemmningunni, aö
fyrir var Mokka-kaffi svo til beint
á móti, þó aðeins ofar.
Maður lagði oft leið sína þangað
á þeim árum, þáði kaffi blandað
léttu listrænu spjalli við húsráð-
endur, Helga og Björgu Sverris-
dóttur, verslunarstjóra á Loftinu,
og eins hjá Guðmundi og Guðnýju
á Mokka. Og nú kynntist ég Helga
ennþá betur og fleiri hliðum hans.
Rekstur Loftsins gekk máski
ekki sem skyldi þrátt fyrir mjög
vandaða vöru, en þó rak Helgi
staðinn sér til yndis í nokkur ár.
Hætti svo og seldi verslunina og
var mikil eftirsjá af þeirri fágætu
stemmningu, er þar ríkti. Á sama
hátt og hornið á Nóatúni missti
andlitið, er Helgi fór, þá varð hús-
ið á Skólavörðustíg aldrei það
sama aftur.
Ekki fór nú svo, að Helgi settist
í helgan stein, enda athafnamaður
út í fingurgóma, og nú réðst hann
í það að setja upp innrömmunar-
verkstæði í bílskúr húseignar
sinnar áð Sporðagrunni 7. Vel
kominn yfir sjötugt hefur hann
nýjan atvinnurekstur, er gerir
honum gott, því að það þjónar
fegurðarkennd hans og ánægju að
handfjatla myndir og hafa lista-
menn í kringum sig. Þó að hann
þekkti lítið til innrömmunar, varð
hann fljótlega mjög vinsæll meðal
þeirra listamanna, er vilja traust-
ar umbúðir utan um myndir sínar.
Hann varð nefnilega fljótlega úr-
vals innrammari, sem er ekki svo
undra merkilegt, því að maðurinn
Bréf frá íslandi
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
W.H. Auden & Louis MacNeice:
Letters from Iceland. Faber and
Faber 1985.
Bréfin komu fyrst út 1937.
Endurútgefin í kilju með formála
Audens 1967 og sú útgáfa endur-
útgefin nú í maí sl. Auden segir í
formálanum, skrifaður eftir síðari
heimsókn hans hingað, 1965, að
hann minnist þessara þriggja
mánaða sumarið 1936 þegar hann
dvaldi hér á landi, sem einhvers
hamingjusamasta tímabils lífs
síns „sem hingað til hefur verið
óvenjulega hamingjusamt".
Bókin ber það með sér að höf-
undur hefur notið ferðarinnar í
ríkum mæli, skrifin bera vott um
lífsgleði og kæti og þessvegna er
ferðasagan óvenjulega skemmti-
leg, full af lífi og birtu. Tímarnir
voru þó ekki sérlega ánægjulegir,
borgarastyrjöldin á Spáni braust
út í júlí þetta sumar, einmitt þeg-
ar þeir félagar voru staddir hér á
landi og þeir sem glöggastir þóttu
væntu vályndra veðra í heiminum.
Þetta er safn ljóða, ljóðabréfa til
Byrons lávarðar, svipmynda úr
þjóðsöguheimi landsmanna, ráð-
leggingar til ferðamanna og lýs-
inga á landi og þjóð, ferðalögum
og einstaklingum. „Ferð til ís-
lands“ birtist hér sem bréf til
Christophers Isherwood. Höfund-
um þótti margt eftirtektarvert
hér, margt nærri því fáránlegt og
margt ágætt. Þeir bjuggu á Stúd-
entagarðinum í Reykjavík í
nokkra daga i júlí og hittu ýmsa
og voru fræddir um hina og aðra
framámenn. Þeir sáu konunginn,
sem var þá í heimsókn, koma út úr
„húsi forsætisráðherra ásamt
ýmsum framámönnum. Ég veit að
pípuhattar og kjóll og hvítt fer
mönnum ekki sérlega vel, en ef
dæma á eftir útliti þeirra einu,
myndi ég ekki treysta þeim fyrir
borðsilfrinu." (Framsóknarflokk-
urinn var þá við stjórn).
Þeir fóru til Þingvalla, sem
þeim fannst fagur staður, en „hót-
elið er fullt af fylliröftum hvert
kvöld."
Þeir félagar fóru norður á land,
þeim leist vel á Akureyri „miklu
geðslegri staður en Reykjavík",
síðan austur og á leiðinni ýmsa
útúrdúra, eins og með mjólkurbíl
W.H. Auden
til Hóla. Auden dvaldi á Egilsstöð-
um einhverja daga og féll mjög vel
við Svein bónda Jónsson, „sem var
meðal framámanna í Bænda-
flokknum". Þar fékk hann loksins
góðan mat á íslandi. Hann kvart-
hefur margsannað, að svo lengi
lærir sem lifir.
Nú kynntist ég honum fyrir al-
vöru og einnig fleiri nafnkenndir
málarar, og honum dugði ekki að
ramma eingöngu vel inn myndir
okkar, heldur býður til veglegrar
uppskeruhátíðar einu sinni á ári.
Þá er gaman að lifa.
{ Helga Einarssyni sannast fag-
urlega hin fræga setning John
Keats „A thing of beauty is joy for
ever“, sem hefur verið útlögð „fag-
ur hlutur er æ til yndis". Hann
hefur sankað að sér drjúgu safni
fjölbreytilegra málverka og list-
muna og á vandað úrval bóka. Þá
á tónlistin mikil ítök i manninum,
og hann hefur tekið sígild verk
upp á snældur, er engum öðrum
datt það í hug, og þannig hafa fag-
menn orðið að leita til hans í neyð
sinni.
Helgi gengur enn að vinnu sinni
daglega og jafnvel á helgidögum,
ef nauðsyn ber til, og hann er enn-
þá jafn hugkvæmur sem inn-
rammari og jafnvel í framför á
sumum sviðum.
Helgi er ekki einungis maður
gleðinnar til orðs og æðis, heldur
einnig ferðagarpur mikill innan
lands sem utan. Er t.d. nýkominn
úr ferðalagi um meginland Evr-
ópu, sem hann naut út í fingur-
góma.
Helgi hefur alla tíð verið harður
af sér og frábitinn víli en þó kunn-
að að meta gæði lífsins, elskar
konur, blóm og vín og fer vel að
öllu. Garðskáli í íbúð hans er lík-
astur sjálfsævisögu sjónrænt séð,
a.m.k. lýsir fátt betur manninum
sjálfum og viðhorfum hans til lífs
og gróandi.
Þannig hefur líf Helga Einars-
sonar gengið fyrir sig, og þó hefur
hann ekki ávallt siglt lífsknerri
sínum í lognkyrrum sjó, — á hann
hefur fallið brotsjór, en hann hef-
ur þó hvergi látið deigan síga.
Maðurinn er í sjón og raun með
sanni einn af víkingum þessa
lands, sem hefur látið margt gott
af sér leiða, lifað tímana tvenna
og þrenna og er þar að auki gædd-
ur óvenjulegu fegurðarskyni, sem
listamenn hafa ríkulega fengið að
njóta. Þykir mér hinn fagri man-
söngur Jónasar Guðlaugssonar,
skálds frá Staðarhrauni (1887—
1916), vera sem sniðinn fyrir
Helga Einarsson á þessum tima-
mótum: „Á mínum vegi er rós við
rós/ ég reika á milli blóma,/ og
geislar dansa ós frá ós;/ frá efsta
tindi og fram til sjós/ um lífsins
yndi, ást og hrós/ nú allir strengir
hljóma./ Mér finnst sem húmið
fæði ljós,/ mér finnst ég sjálfur
ljóma!“
Margir hefðu kosið að heiðra
Helga Einarsson á þessum
merkisdegi og þrýsta hendi hans,
en sjálfur vildi hann dvelja á ein-
um fegursta stað landsins með
fagra nafnið Snæfjallaströnd í
sumarhúsi í nágrenni Unaðsdals.
Hann er því að heiman í dag, en
ég hylli hann úr fjarlægð og veit,
að það gera margir starfsbræður
mínir og öll hans vinafjöld.
ar víða yfir matnum, einkum sæt-
um súpum og „danska barbaríinu,
brúnuðum kartöflum í sykri“.
„Bréf frá íslandi“ komu fyrst út
1937. Mörgum þótti bókin vafasöm
sem þjóðarlýsing einkum þeir sem
voru sproksettir af höfundum.
Ragnar Jóhannesson skólastjóri
sem var leiðsögumaður þeirra
sagði að hann hefði forðast að
mæta ýmsum einstaklingum, sem
nefndir voru í bókinni, fyrst eftir
að hún kom út.
Auden og félagar hans komu úr
grónu borgaraiegu umhverfi til
lands, þar sem margt var ómótað,
fólk óstaðlað og gróin verkmenn-
ing í upplausn fyrir nútíma tækni.
Auden birtir bréf til Kristins
Andréssonar í bókarlok þar sem
hann lýsir samfélaginu hér eins og
hann skynjaði það.
Auden kom hingað aftur 1964,
hélt fyrirlestra og hitti ýmsa.
Hann orti kvæði um þá heimsókn
og þar segir „Fortunate island/
Where all men are Equal/ But not
vulgar — not yet“.
Tuttugu og eitt ár liðið frá því
þetta var ort.