Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 7
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1»85 7 Kolaverð ætti að gefa frjálst — segir Kristinn Pétursson á Bakkafirði SAMKVÆMT skoðunum fiskfram- leióenda, sem Morgunblaðið hefur rætt við, er ekki hægt að vinna kola miðað við núverandi hráefnisverð, öðru vísi en að tap verði á fram- leiðslunni. Hráefnisverð á kola var hækkað um 54% með ákvörðun verðlagsráðs sjávarútvegsins fyrir nokkrum vikum og Árni Benedikts- son, framkvæmdastjóri Framleiðni sf., sem situr í ráðinu fyrir hönd fisk- kaupenda, segir að með þessu hrá- efnisverði sé hægt að flaka kola þó ekki sé hagkvæmt að frysta hann. Kristinn Pétursson á Bakkafirði sagðist ekki myndi hefja vinnslu á kola meðan hráefnisverð væri óbreytt og Sigurður Garðarsson í Vogum, sagðist aðeins vinna kola tilneyddur, vegna kostnaðar sem þegar hefði verið búið að leggja út í, þegar hráefnisverðið var ákveð- ið. Hann sagðist þó einungis myndi vinna kola af eigin bátum, en ekki kaupa hann til vinnslu, eins og hefði verið ætlunin. „Hréfnisverð á kíló af besta kol- anum er 25 krónur upp úr sjó. Nýtingin er 24%, þannig að hrá- efnið í eitt kíló af afurðum kostar 104 krónur. Ef kolinn cr fram- leiddur fyrir Bandaríkjamarkað, roðlaus og beinlaus, fæst hæsta verð 140 krónur fyrir kílóið. Einn maður afkastar 5'/í> kílói á klukku- tíma, þannig að vinnulaun á hvert afurðakíló eru 30 krónur. Umbúðir utan um hvert afurðakíló kosta 5 krónur. Samtals eru þetta 139 krónur. Það verður því 1 króna eftir í svokallaða framlegð eða til að standa undir öllum öðrum kostnaði við framleiðsluna. Venju- lega er talið að framlegðin þurfi að vera 25—35%, en er í þessu til- felli 0,71%,“ sagði Kristinn Pét- ursson um hráefnisverðið. Um útreikninga Árna Bene- diktssonar í Morgunblaðinu, sem áttu að sýna að hráefnisverðið á kola væri ekki of hátt, ef hann væri flakaður, sagði Sigurður Garðarsson að þeir útreikningar væru fyrst og fremst mikil ein- földun, þar sem besta möguleg af- koma væri sett sem algild. Þá ættu menn ekki alltaf möguleika á að flaka kolann, en miðað við nú- verandi hráefnisverð lægi nærri að það væri hagkvæmara að henda honum heldur en að frysta hann. Sigurður sagði, að svo dæmi væri tekið væri afurðaverð á kola- og ýsuflökum á Bretlandsmarkaði svipað og svo væri einnig um hrá- efnisverðið. Framleiðslukostn- aðurinn væri hins vegar mun meiri fyrir hvert kíló af kola og þó væri ekki talið að það væri Sölur í Bretlandi: Meðalverð 45-50 kr. ÞRJÚ skip seldu afla sinn í Bret- landi í gær og var meðalverð fyrir kíló á bilinu tæpar 45 krónur til rúmlega 50 króna. Dalborg seldi í Hull 105,9 tonn fyrir 5,3 milljónir króna, meðal- verðið 50,34 kr. Mestur hluti afla Dalborgar var þorskur. Sólborgin seldi líka í Hull 66,3 tonn fyrir 3,1 milljón, meðalverðið 47,11 kr., en uppistaðan í afla hennar var ýsa, en einnig var nokkuð um þorsk. Þá seldi Beitir í Grimsby 154,3 tonn, mestmegnis þorsk, en einnig nokkuð af ýsu og kola. Verðið var 6,9 milljónir og meðalverðið 44,89 kr. í dag eru ráðgerðar tvær sölur í Bretlandi: Skúmur selur í Grimsby og Ýmir í Hull. grundvöllur fyrir því að framleiða ýsuflök fyrir Bretlandsmarkað. Þá bar þeim Sigurði og Kristni saman um að það væri furðulegt að hráefnisverð á kola veiddum í dragnót væri 41% hærra, heldur en á kola úr öðrum veiðarfærum. Kristinn sagði að réttast væri að verðlagsráð sjávarútvegsins kæmi aftur saman og gæfi kolaverðið frjálst í tilraunskyni og léti reyna á frjálsa verðmyndun í þessum efnum. Ljósmynd/EG Hópferð á fornbílum um Suðurnes Fornbílaklúbbur fslands efndi til árlegrar sumarferöar sl. sunnudag. Fariö var um byggöarlög á Suðurnesjum og til Keflavíkurflugvallar, en þar voru heimsóttir félagar í bifreiöaklúbbi Bandaríkjamanna. Á myndinni, sem tekin var á Reykjanesbraut, sést hluti bilanna er tók þátt í ferðinni. Teppaland geffur skýr svör og f reistandi A „TRAFIK“-GOLF Filtteppi í 200 og 400 sm breidd. Slitsterk og hentug gólfteppi t.d. á kjallara, veislusali, verslanir o.s.frv. Margir litir. Mjúkur botn eöa massívt. Verö frá: pr. m’ SLITSTERKIR VINYLGÓLFDÚKAR Ákaflega slitsterkir og þykkir gólfdúkar. Þægi- legir undir fæti og auöþrífanlegir. Fjölmörg mynstur og litir. 100% PVC. i mörgum breiddum. Verö frá: pr. m1 BELGÍSK BERBER-TEPPI Virkilega falleg beigelituö teppi á stofur, hol og herbergi meö mjúkum botni. 20% ull og 80% acryl. Breidd 400 sm. Verö frá: pr. m' tilboð „GRASTEPPI" Á svalir, verandir og garöhús. Slitsterk fagurgræn teppi sem þola vel bleytu og mikla áníöslu. Breidd 200 og 400 cm. Verö frá pr.fm. WILTON-OFIN STÖK TEPPI úr kembdri 100% ull. Einstök klassa- teppi meö austurlenskum mynstrum í hlýjum og djúpum litum. Stærð 140x200 5.905 Stærð: 200x300 9.970 Stasrö: 170x240 8.604 Stmrö: 250x350 VORUUPPLYSINGAR: .Fullvtssa er það lykllorð, sem Teppalana stendur fyrir. Skrifaðar vöruupplýslngar, þótt vandaðar séu, geta reynst torskildar Því er nauösyn á, að til staöar sé sérhæft starfsfólk, sem getur gefið rækilegar Ak leiðbeiningar um vöruval. Sölumenn f Teppalands 5^4 I . viöskipta T~if vinum okkar , fyllstu upplys- \ ‘ i.'ý ingar og leiö- \ Jk fr beinmgar um "m jSfS teppaval Jm 4* IP NYLONTEPPI á öll herbergi Praktisk lykkjuteppi, þettofin. Margir litir. 100% polyamid. Mjúkur svampbotn. 400 sm breidd. Lágt verð: pr. m' BERBER Praktiskt gæöateppi með góöum slitstyrk á stofur og hol í litum náttúrunnar. Dúnmjúkur svamp- botn. 300 sm breidd. Frábært verö: pr. m’ Sérverslun sem fylgist með tískunni. Fagmenn taka mól, sníða og leggja. Umboðsmenn um allt land. an ALULLARTEPPI SNÖGG OG ÞÉTT LYKKJUOFIN TEPPI 100% ullarteppi, sem henta á allá fleti heimilisins. Einkar hentug sem umgjörö fyrir stök teppi. I Ijósum Berber-litum. Mjúk ur svampbotn. Breidd 400 sm. Verö frá: pr.m' BERBER-M/ ULLARMERKI Bráöfalleg lykkjuofin Berber-teppi á stofur og hol. 100% hrein ný ull. Mjúkur svamp- botn. Breidd 400 sm. Verö frá: pr.m’ GRENSÁSVEG113, REYKJAVÍK, SÍMAR 83577 OG 83430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.