Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 6
MQRQUNBL4i>í£V FHMMTUDA&UR 2ði JtlU l985 6 UTVARP / S JON VARP Að utan Svokallaðir fréttapistlar úr fór- um þeirra fréttaritara ríkis- fjölmiðlanna er starfa á erlendri grund verða sífellt ábúðarmeiri. Hljóta afnotagjaldsgreiðendur að fagna þessari þróun því að þrátt fyrir að nokkur útgjaldaauki fylgi vaxandi umsvifum þessara tíðinda- manna er ekki að efa að frétta- pistlarnir gefa okkur, er hér sitjum nyrst á Atlantshafshryggnum, dýpri og raunsannari mynd af lífi þeirra þjóða er tíðindamennirnir gista. Það er nú einu sinni svo að mikið af þeim fréttum er berast okkur til eyrna eru þýddar af strimlum fjarritanna og oftast fylgja engar nánari útlistanir eða skýringar. Glymur þessi síbylja í eyrum manna í takt við glamrið í hníf og gaffli, enda fara fréttatím- ar oft saman við matartíma. Verður hér tekið dæmi af einni slíkri fjarritafrétt er sigldi að hlustum undirritaðs þá hann stakk siðasta bita sunnudagssteikurinnar í munn: Samkvæmt könnun Evr- ópuráðsins hafa meðallaun sífellt verið að lækka á undanförnum ár- um í Evrópu vegna vaxandi af- skipta ríkisstjórna á kostnað laun- þega, en atvinnurekendum til hags- bóta. Hvað segir svona fréttaskot í raun og veru? Er hér verið að boða þann „stórasannleik" að í raun ráði vondir stórkapítalistar því hverjir sitji í ríkisstjórnum á Vesturlönd- um? Eftir fréttinni að dæma sitja slíkir menn við stjórnvölinn í Evr- ópu. Ef þetta er rétt þá er um stór- frétt að ræða er kollvarpar öllum hugmyndum lýðræðissinna um þingræðið og lýðræðið. Nei í alvöru talað þá á frétt sem þessi ekki heima í ríkisfjölmiðli lýðrsðisþjóð- ar. Hún á miklu fremur heima í fjölmiðlum alræðisþjóðanna, þar sem fréttaskýringarnar eru hluti af áróðurspólitík stjórnvalda. í slíkum fjölmiðlum eru fréttir ekki settar í víðara samhengi heldur komið fyrir á réttum stað innan hins þrönga ramma hinnar opin- beru hugmyndafræði. Fyrrgreind frétt af „níðingshætti vestrænna ríkisstjórna" passar prýðilega inní slíkan hugsjónaramma, en stenst hún röklega skoðun þar sem efnahags- ástand heimsins og hinar sérstæðu forsendur v-evrópskra launasamn- inga eru teknar inní myndina? Hlutverk hins vestræna frétta- manns er ekki bara að lepja allt það er hrýtur af fjarritanum, svona einsog sveitabarn er kemur í kaup- stað og telur allt hjal borgarbarns- ins „stórasannleik." Fréttapistlarnir Eins og sagði hér áðan ættu fréttapistlar hinna erlendu frétta- ritara ríkisfjölmiðlanna að gefa raunsannari mynd af vettvangi en umrædd frétt. Þannig barst út- varpshlustendum nýverið til eyrna í þætti Páls Heiðars: Drög að dag- bók vikunnar, er hljómar af rás 1 á laugardagsmorgnum milli kl. 11 og 12, aldeilis prýðilegur fréttapistill frá Bjarna Sigtryggssyni í Osló. í pistli þessum greindi Bjarni frá því að fiskimjöl væri óðum að ryðja sér til rúms í Noregi sem heilsufæða. Væri nú svo komið að þarlendar fiskimjölsverksmiðjur hefðu vart undan að mala fiskbein og slóg oní landsmenn. Ástæðan fyrir þessum gífurlegu vinsældum fiskimjölsins meðal norskrar alþýðu er niður- stöður rannsókna er benda til ævin- týralegs næringargildis mjölsins. Greindi Bjarni vel og skilmerkilega frá öllum málavöxtum og settist sá er hér ritar vonglaður að soðning- unni þá Bjarni hafði lokið máli sínu, því hvar er að finna verk- smiðju er tandurhreinsar fiski- mjöl, með gufu úr iðrum jarðar, nema á gamla góða Fróni? Ólafur M. Jóhannesson Fjallað verður um fíkniefnamál í „Fimmtudagsumræðunni" í kvöld. Fimmtudagsumræðan: Rætt verður um fíkniefnamál í kvöld klukkan 00 35 22-35, að lokn- um fréttum og orði kvöldins, er fimmtu- dagsumræðan á dagskrá rásar 1. Að þessu sinni verða fíkniefnamálin til umræðu. Sigríður Árnadóttir fréttamaður stýrir um- ræðunum, en aðrir sem unnu að gerð þáttarins eru Helga Ágústsdóttir, Bergur Þorgrímsson og Ómar H. Kristmundsson. Er þátturinn gerður í eins konar framhaldi af þátta- röð um fíkniefnamál, sem var á dagskrá útvarpsins fyrir skömmu. Að sögn Helgu Ágústsdóttur verð- ur rætt um stöðu þessara mála í dag og hvað er helst til úrbóta, fræðslu og fyrirbyggjandi starf. Drepið verður á lagalegu hliðina, dómskerfið og þær rannsóknir sem beitt er í fíkniefnamálum, svo nokkuð sé nefnt. Rætt verður við Guð- rúnu Helgadóttur alþing- ismann, Hjalta Zóphaní- asson í dómsmálaráðu- neytinu, Þórarin Tyrf- ingsson yfirlækni og Sig- trygg Jónsson sálfræðing. Þáttur þessi var áður á dagskrá fimmtudaginn 11. júlí sl. en féll þá niður vegna þess að tæknimað- ur fékkst ekki til starfa. í kvöld verður sem sagt gerð önnur tilraun til að senda þáttinn út. Takist hún hefst hann eins og áð- ur sagði á rás 1 klukkan 22.35. Gestagangur: Tveir ungir læknar ræða við Ragnheiði ■■■■ Þátturinn 91 00 Gestagangur er & A ~' á dagskrá rásar 2 í kvöld klukkan 21.00. Það er að venju Ragnheið- ur Davíðsdóttir sem tekur á móti gestunum. Þeir eru að þessu sinni tveir lækn- ar af yngri kynslóðinni, þau Þóra Fischer kven- sjúkdómalæknir á Land- spítalanum og Einar Thoroddsen háls- nef- og eyrnalæknir á Borgarspít- alanum. Þess má geta að Þóra mun vera eina konan sem starfar hér á landi sem sérfræðingur í kven- sjúkdómum. Að sögn Ragnheiðar verður ekki mikið rætt um læknis- fræði eða sjúkdóma í þættinum, þó gestirnir séu læknar, heldur verður áherslan lögð á að spjalla vítt og breitt um áhuga- mál gestanna fyrir utan starfið. Sagði Ragnheiður að þau hefðu eflaust bæði frá mörgu að segja því þau væru hresst og at- hafnasamt fólk. Gestirnir munu velja Ragnheiður Davíðsdóttir tekur á móti gestum á rás 2 í kvöld kl. 21.00. tónlist þá sem leikin verð- ur í þættinum og ræða eitthvað um hana. Ragn- heiður sagði að lokum að aðaláherslan yrði þó á hið talaða orð og hefði það verið þróunin í þessum þáttum að undanförnu að tónlistin hafi verið að minnka á kostnað hins talaða orðs, vegna þess að gestirnir hafi alltaf frá svo mörgu skemmtilegu að segja að ekki veitti af einni klukkustund til að koma því á framfæri. Seinni hluti Draumleiks August Strindberg ■■■■ Seinni hluti 90 00 samsettrar dagskrár úr verkum sænska skáldsins Augusts Strindberg er á dagskrá rásar 1 i kvöld klukkan 20.00, en fyrri hluta var útvarpað fyrir hálfum mánuði. Nefnist þátturinn „Draumleikur". Lesið verður úr bréfum og dagbókarbrotum Strindbergs og leikarar úr Stúdentaleikhúsinu flytja kafla úr verki hans „Draumleik", en Stúd- entaleikhúsið sýnir verkið einmitt um þessar mund- Umsjónarmenn þáttar- ins eru Anton Helgi Jóns- son, Árni Sigurjónsson og Hafliði Arngrímsson. /Á UTVARP FIMMTUDAGUR 25. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endur- tekinn þáttur Ólafs Oddsson- ar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Erlingur Nl- elsson, fsatiröi, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund þarnanna: .Ömmustelpa'' eftir Armann Kr. Einarsson. Höfundur les (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagþl. (útdr ). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra. Þáttur I umsjá Þóris S. GuðÞergs- son. 11.00 „Ég man þá tlð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11J0 Létt tónlist. Dagskrá. Til- kynningar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Úti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar. Jón Þ. Þór les (16). 14J0 Miðdegistónleikar. a. Trló fyrir klarinettu, fiðlu og planó eftir Aram Katsjat- úrlan. Gervase de Peyer, Emanuel Hurwitz og Lamar Crowson leika. þ. Sónata nr. 2 I F-dúr fyrir selló og planó eftir Johannes Brahms. Janos Starker og Julius Katchen leika. 15.15 Tíðindi af Suðurlandi. Umsjón: Þorlákur Helgason. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A frlvaktinni. Sigrún Sig- uröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Draumleikur. Blandaöur þáttur um draum og veru- leika í tengslum við leikrit Strindbergs. Seinni hluti. Umsjónarmenn: Anton Helgi Jónsson, Arni Sigurjónsson og Hafliði Arngrlmsson. 20.30 Einsöngur I útvarpssal. Elln Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Höfundurinn leikur með á pl- anó. 21.00 Erlend Ijóð frá liðnum tlmum. Kristján Arnason kynnir þjóöaþýðingar Helga Hálfdanarsonar. Þriöji þátt- ur: „Kom fyll þlna skál". Les- ari: Erlingur Glslason. 21.25 Samleikur I útvarpssal. Sigurður I. Snorrason og Guöný Guömundsdóttir leika saman á klarinettu og planó. a. „Steflaus tilþrigði" eftir Werner Schulze. b. Fjögur Islensk þjóðlög I út- setningu Þorkels Sigur- björnssonar. c. „Stef og tilbrigði" eftir Je- an Francais. 21.45 Frá hjartanu. Umsjón: Kristján R. Kristjánsson. RU- VAK. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræöan. Um flkniefnamál. Stjórnandi: Sigrlður Arnadóttir. 23.35 Fiðlusónata nr. 3 I c-moll op. 46 eftir Edvard Grieg. Fritz Kreisler og Sergei Rakmaninoff leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. I SJÓNVARP 19.25 Refurinn og björninn. Þýðandi Kristln Mantyia. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). Ævintýri Berta 2. þáttur Sænskur teiknimyndaflokk- ur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Agnetha án ABBA (A som i Agnetha) Þáttur um söngkonuna Agn- ethu Faitskog sem söng áð- FOSTUDAGUR 26. júll ur með sænsku sveitinni ABBA en er nú að hefja sjálfstæðan tónlistarferil. Þýðandi Veturliði Guönason. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 21.15 Njósnarafjölskyldan (A Family of Spies) Bresk heimildamynd um mesta njósnamál sem upp hefur komið I Bandarlkjunum um árabil. Walker og fjöl- skylda hans seldu Rússum árum saman mikilvægar upplýsingar um varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. I myndinni er reynt að gera grein fyrir afleiðingum þessa mikla njósnamáls. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.50 Hvernig ég vann strlðiö (How I Won the War) Bresk blómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Richard Lester. Aðalhlutverk: Michael Crawford, Lee Montague. John Lennon, Roy Kinnear, Jack Mac Gowran. Myndin gerist I heimsstyrj- ðldinni siöari og er gert nap- urt grln að strlösbröltinu. Þetta er sagan af þvl hvernig Ljúfur liðsforingi leiddi her- deild slna til elns konar sig- urs. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 23.40 Fréttir f dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Gunnlaugur Helga- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 í geghum tiðina Stjórnandi: Þorgeir Astvalds- son. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdió og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Kvöldsýn Stjórnendur: Júlíus Einars- son og Tryggvi Jakobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.