Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLl 1985 Norskir hagir — Bergen 5/jóhannes Heigi Bersögli í Bergen Árið þúsund verður vart óvenju margra íslenskra skálda í Noregi, og er talið að tvennt hafi borið til. Harðærið á íslandi 976 og umrótið í trúmálunum. Hugir íslendinga hafa þá leitað mjög til Noregs, þar sem aðalvett- vangur átakanna var og halds og trausts að vænta fyrir málstað beggja. fslensk skáld enda au- fúsugestir við hirðir Noregskon- unga og að vonum. Skáldin voru einu fjölmiðlamenn þeirra tíma. Af fjörutíu skáldum raunar, sem Jón rektor Þorkelsson telur í rit- gerð sinni um Fagurskinnu, safn til sögu íslands I, 1859, frá Hornklofa skáldi Haralds hár- fagra til Einars Skúlasonar, er kvað um Harald Gilla um 1130, eru aðeins átta skáldanna norsk. Þrjátíu og tvö eru íslensk. Norsku skáldin eru flest einnar vísu skáld, þar á meðal þrír kon- ungar. Menn hefur lengi greint á um skýringar á þessu einkenni- lega hlutfalli og verður látið kyrrt liggja hér. En eins og hvert skólabarn veit voru íslensk skáld löngum í miklum metum við hirðir konunga. Eitt gleggsta dæmið er bóndasonurinn úr Grímsnesinu, Sighvatur Þórð- arson. Hann verður vinur og ráðgjafi Ólafs Haraldssonar, sem síðar var tekinn í dýrlinga- tölu og hefur dauður gengið und- ir nafninu Ólafur helgi. ólafur varð konungur 1015 og hafði strax í nógu að sýsla við að treysta kristindóminn í Noregi. Það var að vísu látið heita að Ólafur Tryggvason hefði lokið við að kristna Norðmenn þegar hann féll frá árið þúsund, en fagnaðarboðskapurinn var ekki rótfastari en svo, að hann var u.þ.b. að flosna upp og Norð- menn að hverfa til síns forna átrúnaðar þegar Ólafur kom til ríkis. Hann sást ekki fyrir, gekk þannig til verks að hann galt fyrir með lífi sínu á Stiklarstöð- um fimmtán árum síðar, og hlutu þeir þar eina og sömu gist- ingu, konungur og hirðskáld hans, Þormóður Kolbrúnarskáld, svo sem margfrægt er á fornum bókum og nýjum, en vonandi sér lesandinn gegnum fingur við ís- lending í Noregi. Það er að von- um að svipir úr sögunni leiti á hugann, svo nátengdur sem Nor- egur er íslandi frá fornu fari. Skarpar myndir, sterkir litir. Ég hef ekki komið að Stiklar- stöðum. Ég á ekki von á að þar sé annað að sjá en það sem hylur aðra blóðvelli sögunnar, Water- loo, Austerlitz, Ypres og Verdun. Gras. Grasið, sem grær yfir allt, og Sandburg orti um. II Sighvatur var svo heppinn að vera í Rómarför í orlofi konungs þegar svarf til stáls milli kon- ungshersins og bændahersins á Stiklarstöðum. Konungi varð ekki svefnsamt nóttina fyrir orustuna fremur en Napoleon fyrir Waterloo, rann þó höfgi á báða mót deginum, vöknuðu samt báðir jafnskjótt og dagur rann. Ólafi konungi þótti of snemmt að vekja herinn, en spurði hvort Þormóður vekti. Þormóður var nærri og spurði hvað konungur vildi. Tel þú oss kvæði nokkuð, kvað konungur. Spurði þá Þormóður stygglega Bergen til forna. en handlék öxi eina mikla. Konungur spurði hví hann byggist eigi til bardaga sem aðr- ir menn, hann hefði enga hlíf „eða ætlar þú að bændur kunni Skjaldarmerki Eiríks konungs Magnússonar (12. öld). hví Sighvatur skáld skemmti eigi og launaði svo gullinhjalt- ann (gullrekið sverð) — „er þú konungur gafst honum í jólagjöf í fyrravetur". „Veiztu eigi að Sighvatr er nú eigi hér? Engi mun oss nú þarf- ari en hann, er hann biðr fyrir oss á suðrvegum." Þormóður lét sér fátt um finn- ast og mælti: „Þá mun nú gera hvárr okkar, sem til færr er. Ek mun drýgja karlmennsku ok skemmtan í dag, en hann spilar fingrum sín- um at Rómi.“ Settist upp að svo mæltu og kvað svo hátt Bjarkarmál hin fornu að heyrðist um allan her- inn. Bjóst síðan til bardaga í rauðum kyrtli og hafði enga hlíf, eigi að berjast". Þormóður þóttist vita lengra nefi sínu, að konungur væri feig- ur og hugðist tryggja sér gist- ingu í sama heimi að kvöldi, en lét heita að búkallar skyldu finna þann dag að öxi hans væri honum bæði skjöldur og brynja. Féll síðan með konungi, átti enda ekki á vísan að róa með kost og frítt lóssi að honum föllnum. Það átti Sighvatur á hinn bóg- inn, er hann hafði spilað fingr- um að Rómi. Magnús, sonur Ólafs, erfir ríkið, og Sighvatur gerist hans maður. Magnús hafði fæðst að næturþeli, ambáttar- sonur og var ekki hugað líf, og blátt bann lá við því að raska nætursvefni konungs. Sighvatur var nærri og gaf sveininum nafn og nuddaði síðan lífi í hann. Morguninn eftir tiltækið varð konungur svo reiður að líf Sig- hvats hékk á bláþræði, en hann barg því með þeirri röksemd að hann hefði heldur viljað gefa guði tvær sálir en fjandanum eina, skýrði það þannig og þótti vel af sér vikið, að hefði drengur dáið óskírður þá hefði sál hans farið beinustu leið til fjandans, en hefði hann dáiö skírður og Sighvatur sjálfur goldið fyrir skírnina með lífi sínu, þá hefði guði hlotnast tvær sálir. III Sighvatur átti því á vísan að róa þar sem Magnús var og voru kærleikar með þeim. Stríðin um krúnuna i Noregi höfðu þá varað lengi, enda konungar kynsælir mjög og áttu auk þess marga laungetna syni, suma með írsk- um stelpum og efldi það sæði, er á legg komst, ribbaldalýð til fylgis við við sig með fyrirheit- um um gull og græna skóga er krúnan væri hremmd. Lá nú Magnúsi konungi þungt hugur til banamanna föður sins og hófst handa um hefndir og lét kné fylgja kviði. Bændum þótti seint láta af manndrápum og brennum og vildu láta konung vita að þeir hefðu hingað til líf- látið slíka konunga og mátti Magnús muna það manna gerst. En nú var vandinn meiri að segja konungi þessi tíðindi undir rós og til þess völdu þeir Sighvat Þórðarson, sem reyndist vand- anum vaxinn og gekk í málið með því mannviti og snilld sem hann bar í persónu sinni. Það varð mikið kvæði, Ber- söglisvísurnar, sem svo voru kallaðar síðarmeir. Sighvatur minnti konung á að bændur hefðu dáð Hákon góða, sem gaf þeim aftur löndin, sem faðir hans, Haraldur hárfagri, hefði af þeim tekið, og vilji nú bændur búa að löndum sínum í friði og að konungi sé ofraun að höggva niður bú þeirra til lengdar. Konungar til forna voru öðru vanir en að leggja hlustir við kurri kotkarla og voru þó mörg konungseyru, en nú brá svo við að konungur skipaðist við orð Sighvats. Hét uppfrá því Magn- ús góði, og urðu þeir ekki fleiri Noregskonungar, er það tignar- heiti hlutu. Slíkur er máttur orðsins, ef saman fer innsæi og snilldar- handbragð. IV „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur,“ gæti átt við hér. Menningar- tengsl landanna eru nú nánast engin. Ég fékk nýverið senda frá Ráðherranefnd Norðurlanda síð- ustu skýrslu um fjárveitingar til innbyrðis þýðinga á bókmennt- um landanna. Af fimmtíu og þrem bókum sem þýddar verða af einu Norðurlandamálanna yf- ir á annað verður aðeins ein ís- lensk bók þýdd yfir á norsku, Skáldskapur íslenskra kvenna á 17. öld. Yfir á dönsku verður þýdd Jarteiknabók Þorláks helga frá 13. öld, og Ömmustelpa Ár- manns Kr. Einarssonar yfir á grænlensku. Samtals þrjár ís- lenskar bækur yfir á jafnmörg hinna málanna. Þrenning allrar virðingar verð, ekki þar fyrir. En ekki er hlutfallið björgu- legt. Heyrði ég rétt? Var einhver að tala um sinnuleysi? Má vera. Það heyrist stundum hljóð úr horni. En við það situr og hefur setið lengi. Ég læt nú þessu grúski brátt lokið, mun þó fjalla um Hansa- verslunina í Bergen og tengsl hennar við fsland á síðmiðöldum í einni til tveim greinum, áður en ég tek til við Bergen eins og hún horfir við íslendingi árið 1985. Bergen, 5. júlí ’85 Heimildir: íslenda BenedikLs Clíslasonar frá Hofteitji, 1894, íslendinga sögur í útgáfu Guðna Jónssonar, 1946. Útihátíð Kleppjárnsreykjum, 22. júlí. UNGMENNASAMBAND Borgar- fjarðar gengst fyrir hátiðahöldum, innanhúss og utan, í Reykholtsdal um verzlunarmannahelgina. Reynt verður að vanda sem mest til dag- skrár og bjóða upp á skemmtiefni við hæfi sem flestra. Þar sem dagskráratriöi eru að hluta innan dyra er hátíðin ekki eins háð duttlungum íslenzkrar veðráttu svo sem hefðbundnar úti- hátíðir eru. Hljómsveitin Grafík heldur uppi fjöri á þremur dans- leikjum í Logalandi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Dansleikirnir hefjast kl. 23 og standa til klukkan 03. Á hátíða- svæðinu á Geirsárbökkum. sem er UMSB skammt frá Logalandi, verða tjaldstæði og veitingar. Sætaferð- ir eru á dansleikina og hátíða- svæðið. Á laugardag og sunnudag verð- ur boðið upp á samfellda skemmti- dagskrá fyrir hátíðagesti, hér- aðsbúa, fólk í sumarbústöðum og aðra þá sem sækja héraðið heim um þessa ferðahelgi. Hálft í hvoru, Jón Páll, Diskótekið Dísa og fleiri sjá um skemmtiatriði frá morgni og fram á kvöld. Sérstakir unglingadansleikir verða á laugar- dag og sunnudag. Flugáhugamenn verða með útsýnis- og leiguflug frá flugvellinum á Stóra-Kroppi. —• Bernhard Frá Logalandi, en þar verður hluti hátíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.