Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐID, FJMMTUUAGUR25. JCM, I9$þ
M.
Frá Landakoti
Svar til Hauks Benediktssonar
— eftir
Loga Guðbrandsson
&af Örn Arnarson
Undanfarnar vikur hafa farið
fram umræður í Morgunblaðinu
um hjúkrunarmál aldraðra í til-
efni af því að Landakotsspítali
hefur sóst eftir að fá Hafnarbúðir
til rekstrar í því skyni að þeir
öldruðu sjúklingar sem á spítalan-
um dvelja í dag eigi kost á sams-
konar þjónustu og aðrir þegnar
samfélagsins. Um ástæður til
þessa vísast til greinargerðar spít-
alans, sem birt var í Morgunblað-
inu þann 29. júní sl. Þann 20. júlí
sl. birtist hinsvegar grein eftir
Hauk Benediktsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Borgarspítal-
ans og fyrrverandi formann
Landssambands sjúkrahúsa. í
grein þessari kveður við nýjan tón
og fjallar hún að litlu leyti um
hjúkrunarmál aldraðra heldur er
hún fyrst og fremst árás á Landa-
kotsspítala, lækna hans og stjórn-
endur og þau stjórnvöld, sem
ákváðu það rekstrarfyrirkomulag
sem er á Landakotsspítala í dag.
Með tilliti til stöðu höfundar í
heilbrigðiskerfinu verður því ekki
komist hjá að svara nokkrum at-
riðum í þessari furðulegu og raun-
ar að mörgu leyti óskiljanlegu
grein.
I grein sinni segir Haukur „í
stað þess að endurskipuleggja
reksturinn var framkvæmd sú ein-
kennilegasta stjórnarvaldsaðgerð,
sem um getur í heilbrigðisþjónust-
unni, og hefur þó margt skrautlegt
verið ákveðið þar. Heilbrigðis-
ráðherra afhenti læknum spítal-
ans þessa dýrmætu eign á þeim
kjörum, að þeir mættu reka hana
eftir eigin geðþótta næstu 20 árin.
Búin var til sjálfseignarstofnun,
hvað sem það nú er, með stjórn og
fulltrúaráði, sem i sitja tugir
valinkunnra sæmdarmanna, sem
fæstir hafa þó verið kenndir við
sjúkrahúsarekstur. Þetta apparat
hefur nú rekið Landakot í 8—9 ár
án þess að hafa látið sjálft grænan
eyri af mörkum til starfseminnar
og ráðstafar hundruðum milljóna
árlega án sérstakra afskifta ríkis-
ins.“
Hér eru nokkur atriði sem
þarfnast athugasemda.
Hverjir stjórna
Landakoti?
1. Að heilbrigðisráðherra hafi
afhent læknum spítalans o.s.frv.
Rétt er að upplýsa hverjir stjórna
spítalanum. I yfirstjórn sitja eft-
irtaldir: Óttar Möller, formaður,
Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri
heilbrigðisráðuneytis, Björn
Önundarson, tryggingayfirlæknir,
Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS,
Gunnar Friðriksson, fyrrv. for-
maður Slysavarnafélagsins, Logi
Guðbrandsson, framkvæmda-
stjóri, Ólafur Örn Arnarson, yfir-
læknir.
í upphafi skipaði heilbrigðis-
ráðherra stjórn þessa en hlutverk
hennar er að samþykkja reikninga
og rekstraráætlun, ákveða allar
meiriháttar fjárfestingar, stað-
festa kjarasamninga, vátrygging-
ar, veiting prókúru og ráðning
stjórnenda og hverskonar samn-
inga um störf lækna við spítalann.
Framkvæmdastjórn sér um
daglegan rekstur samkvæmt lög-
um um heilbrigðisþjónustur. I
henni eiga sæti: Höskuldur ólafs-
son, bankastjóri, formaður, Ingi-
björg Magnúsdóttir, deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, ólafur
Örn Arnarson, yfirlæknir, Björn
Guðbrandsson, læknir, tilnefndur
af Reykjavíkurborg og Sverrir
Ormsson, umsjónarmaður til-
nefndur af starfsmannaráði.
Skylt er að geta þess að með
stjórnendum og læknum og raun-
ar starfsfólki öllu hefur tekist
mjög góð samvinna enda veit ég að
Haukur hlýtur að vera okkur sam-
mála um gildi þess fyrir rekstur
slíkrar stofnunar.
Ekki grænn eyrir!
2. „Þetta apparat (leturbreyting
okkar) hefur nú rekið Landakot í
8—9 ár án þess að hafa látið sjálft
grænan eyri af mörkum til starf-
seminnar ...
Þegar St. Jósefssystur gerðu
ríkinn tilboð á árinu 1976 um sölu
spítalans var um tvennt að ræða.
Annarsvegar sölu án nokkurra
skilmála og hinsvegar tilboð, sem
fól í sér stofnun sjálfseignarstofn-
unar, en miðað við verðgildi í dag
samkvæmt lánskjaravísitölu var
seinna tilboðið um 90 milljónum
krónum lægra. Má þvi gera ráð
„Spítalinn tekur þátt í
vaktkerfi ásamt Land-
spítala og Borgarspítala
í samræmi við stærð
sína og samvinna þess-
ara stofnana er mikil og
vaxandi. Getgátur
Hauks um að vandræð-
in stafi af of mörgum
læknum á Landakoti
eru út í hött. Það getur
hann sannreynt sjálfur
með því að bera saman
fjölda lækna á deildum
spítalanna hér í Reykja-
vík.“
hann lesið greinargerð Landa-
kotsspítala um málið þar sem
fyrst og fremst var vitnað til
skýrslu borarlæknis og ummæla
stjórnar sjúkrastofnana Reykja-
víkurborgar um þðrfina. Einnig
má minna Hauk á fund sem hald-
inn var á Borgarspítala í ársbyrj-
un 1982 og hann sat, sem þáver-
andi framkvæmdastjóri ásamt
Öddu Báru Sigfúsdóttur fyrrver-
andi formanni stjórnar Borgar-
spítala, en þar gerðu yfirlæknir og
formaður yfirstjórnar Landakots
rækilega grein fyrir þessum mál-
um. Þar var rætt um að Landakot
fengi 10 rúm á fyrstu deildinni
sem opnuð yrði í B-álmunni.
Haukur veit jafnvel og við að við
það hefur ekki verið staðið.
Verksvið og verka-
skifting spítalanna
Hvað verksvið spítalanna snert-
ir veit Haukur auðvitað einnig
miklu betur en hann vill vera láta.
Þar er starfað eftir óskráðu sam-
komulagi sem gert var í framhaldi
af starfi nefndar þeirrar sem
Haukur segir að hafi dáið í hönd-
um heilbrigðisyfirvalda. Hlutverk
Landakots samkvæmt því er að
vera almennur bráðaspítali. Þar
er starfrækt almenn handlækn-
isdeild, almenn lyflæknisdeild,
fyrir því að stofnun sjálfseign-
arstofnunarinnar hafi sparað rik-
issióði umtalsvert fé.
I tilefni af ummælum Hauks er
rétt að geta þess að stjórnendur spít-
alans hafi engin laun þegið fyrir
störf sín í þigu spítalans fri því að
sjilfseignarstofnunin tók til starfa 1.
janúar 1977 og eru þvi öll stjórnar-
störf unnin í sjilfboðavinnu.
Stjórn spítalans hefur tekist að
færa út kvíarnar og tryggja hon-
um nokkrar eignir í nágrenni hans
til nota fyrir starfsemina. Má þar
nefna Holtsgötu 7 þar sem barna-
heimili er rekið fyrir börn starfs-
fólks, Öldugötu 17, Öldugötu 19 og
Marargötu 2, þar sem lækninga-
og skrifstofustarfsemi fer fram,
en öll þessi hús hefur spítalinn
eignast án þess að nokkur bein
fjárframlög frá opinberum aðilum
hafi komið til. Styrktarsjóður hef-
ur verið stofnaður og auk þess
hafa spítalanum borist gjafir frá
velunnurum og líknarfélögum
fyrir milljónir króna. f skipu-
lagsskrá fyrir stofnunina segir
svo: „Verði spítalarekstri hætt,
skal sjálfseignarstofnunin leyst
upp og skulu allar 'eignir hennar
renna til ríkisins."
í framhaldi af því mætti spyrja
hvaða grænu aura hliðstæð „app-
þeim í té. Og hver skyldi stjóm-
arkostnaður annarra spítala vera?
Engin ríkisafskifti!
3.ög þá er komið að síðasta at-
riðinu í þessari málsgrein og
þeirri undarlegustu. Haukur segir:
„... og ráðstarfar hundruðum
milljóna árlega án sérstakra af-
skifta ríkisins". Hér hlýtur maður
sem hefur verið í rekstri spítala í
áratug að tala gegn betri vitund.
Haukur hlýtur að vita að Landa-
kot fær greitt fyrir þá þjónustu,
sem spítalinn veitir, á fjárlögum.
Og hann veit líka hvað það þýðir.
Spítalinn verður að gera fjárlaga-
og hagsýslustofnun itarlega grein
fyrir starfsemi sinni og ekki er
hægt að ráða svo mikið sem einn
nýjan starfsmann án þess að leita
samþykkis. Á fjárlögum, sem fara
að sjálfsögðu í gegnum hreinsun-
areld Alþingis, er meira að segja
ákveðið hvaða upphæð fer i laun,
hvað i annan rekstur og sömuleið-
is hverju má eyða í viðhald og
tækjakaup og finnst víst mörgum
nóg um afskifti ríkisins af innri
málum spitalanna. í stjórnum
spítalans sitja tveir starfsmenn
heilbrigðisráðuneytis, skrifstofu-
stjóri þess og deildarstjóri, sem
þar að auki hefur verið formaður
sjúkrahúsanefndar, sem hefur
haft það hlutverk að kanna rekst-
ur sjúkrahúsa. Auk þess gefur
spítalinn jafnan út ársskýrslu, þar
sem starfsemi hans er tiunduð
rækilega og reikningar eru birtir.
ÖIl starfsemi fer því fram fyrir
opnum tjöldum og stjórnvöldum í
lófa lagið að fylgjast með starf-
ráðuneyti og önnur stjórnvöld
veruleg og spítalanum nauðsynleg.
Og samt sér Haukur Benediktsson
ástæðu til að ala á tortryggni i
garð spitalans.
Þörf Landakots fyrir
hjúkrunarrými
Haukur dregur þörf Landakots
fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða
i efa og ber fyrir sig að verksvið
spítalans sé ekki skilgreint og af-
markað. Um fyrra atriðið ætti
Hauki að vera vel kunnugt hafi
barnadeild og augndeild ásamt
stoðdeildum, svo sem röntgen-
deild, svæfingadeild, rannsókna-
deild o.s.frv. Spítalinn tekur þátt í
vaktkerfi ásamt Landspítala og
Borgarspítala í samræmi við
stærð sina og samvinna þessara
stofnana er mikil og vaxandi.
Getgátur Hauks um að vandræðin
stafi af of mörgum læknum á
Landakoti eru út i hött. Það getur
hann sannreynt sjálfur með því að
bera saman fjölda lækna á deild-
um spítalanna hér i Reykjavík.
Um Hafnarbúdir
Haukur getur þess réttilega i
grein sinni að breyting Hafnar-
búða í langlegudeild hafi verið
umdeild á sínum tíma. Siðan segir
hann orðrétt. „Held ég að flestir
hafi geri ráð fyrir að þessi rekstur
yrði fluttur í eðlileg tengsl við
stærri hjúkrunareiningar af þessu
tagi og húsið selt undir rekstur í
tengslum við útgerð eða hafnar-
starfsemi og söluverði varið til
sjúkrastofnana." Haukur staðfest-
ir hér einmitt það sem við höfum
haldið fram, þ.e.a.s. að á sínum
tíma var alltaf rætt um að starf-
semi Borgarspítala í Hafnarbúð-
um flytti suður í Fossvog eftir því
sem byggingu B-álmunnar miðaði
áfram. Sem þaulkunnugur rekstri
sjúkrahúsa hlýtur Haukur að sjá
verulega hagkvæmni í því fyrir
spítalann. En þá kemur spurningin
ef húsið verður selt er þá ekki sama
til hvers það verður notað áfram? Er
ekki nauðnynlegt á meðan það neyð-
arástand í hjúkrunarmálum aldraðra
ríkir, sem Haukur ræðir um, að nýta
það áfram til góðs fyrir þá nær 30
reykvísku hjúkrunarsjúklinga, sem
nú dveljast á Landakoti við ófulln-
ægjandi aðstæður? Og við vitum að
Haukur er okkur sammála um að
útkoman yrði til hagsbóta fyrir
alla aðila, rekstrarhagkvæmni
Borgarspítala ykist, nýtt fjár-
magn kæmi til Reykjavíkurborgar
sem nýta mætti til að flýta inn-
réttingu B-álmunnar, Landa-
kotsspítali væri betur í stakk bú-
inn til þess að gegna hlutverki
sinu sem bráðaspítali og
hjúkrunarsjúklingar á Landakoti
fengju loks jafnan rétt til þjón-
ustu á þessu sviði við aðra borgara
þessa þjóðfélags.
Ríkisrekstur heil-
brigðisþjónustu
Haukur ræðst í grein sinni á þá
ráðamenn, sem um þetta mál
fjalla. Fjármálaráðherra fær sinn
skammt og er nafngreindur en
einnig fá heilbrigðisráðherra og
borgaryfirvöld sitt. Haukur minn-
ist réttilega á þann mikla þátt
sem Albert Guðmundsson hefur
átt í sambandi við þjónustu við
aldrað fólk. Stuðningur hans við
þetta mál er af sömu rótum runn-
inn. Rétt er að minna Hauk á að
allir þessir menn eru fulltrúar
þess flokks, sem hefur á stefnu-
skrá sinni að draga úr opinberum
afskiftum og fela einstaklingum
og samtökum þeirra aukin verk-
efni. Valddreifing f heilbrigðis-
þjónustunni er engu síður nauð-
synleg en annars staðar í þjóðfé-
aginu. Það hljómar fallega að
:ala um samræmda vistun aldr-
iðra en það hefur einfaldlega ekki
rengið. Þá má minna á að í lands-
ondarályktun Sjálfstæðisflokks-
ns er lýst yfir fullum stuðningi
/ið sjálfseignarstofnanir. Þessir
nenn eru að framkvæma stefnu
jess flokks sem þeir tilheyra og
etti engum að koma á óvart.
Er B-álman óhæf
>em langlegudeild?
Margt einkennilegt hefur verið
tkrifað um þetta mál. Eitt af því
com fram í grein Einars Valdi-
marssonar læknis í Morgunblað-
ínu þann 29. júní sl. en þar segir
höfundur að B-álman sé hönnuð
eftir nútímastaðli sjúkradeilda á
bráðaspítala og henti því aðeins
litlum hópi þeirra öldruðu. Eins
og öllum sem til þekkja er kunn-
ugt var lagður nefskattur á allan
almenning í landinu til að leysa
vandmál sjúks aldraðs fólks.
B-álman átti að vera stærsta
átakið á þessu sviði enda byggð að
mestu leyti fyrir framlög úr
Framkvæmdasjóði aldraðra. Ljóst
er, samkvæmt umræðum í borgar-
stjórn þ. 20. september 1984, að
stjórn sjúkrastofnana Reykjavík-
urborgar hefur ritað heiíbrigðis-
ráðherra bréf og farið fram á að
reka deildir í B-álmu sem bráða-
deildir en ekki langlegudeildir.
Getur það verið að hönnunarfor-
sendur B-álmunnar séu allt aðrar
en látið hefur verið í veðri vaka?
Landakoti 21. júlí 1985
Logi Guðbrandsaon er fram-
kvæmdastjóri Landakotsspítala og
Ólafur Örn Arnarson er yfirlæknir
spítalans.
160 Vestur-
Islendingar
í heimsókn
160 Vestur-íslendingar eru væntan-
legir hingað til lands í dag frá
Winnipeg. Þeir dvelja hér á landi til
14. ágúst. Hingað til lands kemur
hópurinn á vegum ferðaskrifstofunn-
ar Viking Travel í Gimli, sem Vest-
ur-lslendingar bafa rekið í tíu ár og
er þetta tíunda ferðin hingað á
þeirra vegum.
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Reykjavík tekur á móti Vestur-
Islendingum með kaffisamsæti í
safnaðarheimili Garðabæjar,
Kirkjuhvoli, sunnudaginn 28. júlí,
að lokinni messu í Bessastaða-
kirkju.
Fyrir þá sem þess óska verður
farin hópferð frá Hljómskálanum
kl. 13.30 og frá Bessastaðakirkju
að Kirkjuhvoli að messu lokinni.