Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐID, FJMMTUUAGUR25. JCM, I9$þ M. Frá Landakoti Svar til Hauks Benediktssonar — eftir Loga Guðbrandsson &af Örn Arnarson Undanfarnar vikur hafa farið fram umræður í Morgunblaðinu um hjúkrunarmál aldraðra í til- efni af því að Landakotsspítali hefur sóst eftir að fá Hafnarbúðir til rekstrar í því skyni að þeir öldruðu sjúklingar sem á spítalan- um dvelja í dag eigi kost á sams- konar þjónustu og aðrir þegnar samfélagsins. Um ástæður til þessa vísast til greinargerðar spít- alans, sem birt var í Morgunblað- inu þann 29. júní sl. Þann 20. júlí sl. birtist hinsvegar grein eftir Hauk Benediktsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Borgarspítal- ans og fyrrverandi formann Landssambands sjúkrahúsa. í grein þessari kveður við nýjan tón og fjallar hún að litlu leyti um hjúkrunarmál aldraðra heldur er hún fyrst og fremst árás á Landa- kotsspítala, lækna hans og stjórn- endur og þau stjórnvöld, sem ákváðu það rekstrarfyrirkomulag sem er á Landakotsspítala í dag. Með tilliti til stöðu höfundar í heilbrigðiskerfinu verður því ekki komist hjá að svara nokkrum at- riðum í þessari furðulegu og raun- ar að mörgu leyti óskiljanlegu grein. I grein sinni segir Haukur „í stað þess að endurskipuleggja reksturinn var framkvæmd sú ein- kennilegasta stjórnarvaldsaðgerð, sem um getur í heilbrigðisþjónust- unni, og hefur þó margt skrautlegt verið ákveðið þar. Heilbrigðis- ráðherra afhenti læknum spítal- ans þessa dýrmætu eign á þeim kjörum, að þeir mættu reka hana eftir eigin geðþótta næstu 20 árin. Búin var til sjálfseignarstofnun, hvað sem það nú er, með stjórn og fulltrúaráði, sem i sitja tugir valinkunnra sæmdarmanna, sem fæstir hafa þó verið kenndir við sjúkrahúsarekstur. Þetta apparat hefur nú rekið Landakot í 8—9 ár án þess að hafa látið sjálft grænan eyri af mörkum til starfseminnar og ráðstafar hundruðum milljóna árlega án sérstakra afskifta ríkis- ins.“ Hér eru nokkur atriði sem þarfnast athugasemda. Hverjir stjórna Landakoti? 1. Að heilbrigðisráðherra hafi afhent læknum spítalans o.s.frv. Rétt er að upplýsa hverjir stjórna spítalanum. I yfirstjórn sitja eft- irtaldir: Óttar Möller, formaður, Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytis, Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Gunnar Friðriksson, fyrrv. for- maður Slysavarnafélagsins, Logi Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri, Ólafur Örn Arnarson, yfir- læknir. í upphafi skipaði heilbrigðis- ráðherra stjórn þessa en hlutverk hennar er að samþykkja reikninga og rekstraráætlun, ákveða allar meiriháttar fjárfestingar, stað- festa kjarasamninga, vátrygging- ar, veiting prókúru og ráðning stjórnenda og hverskonar samn- inga um störf lækna við spítalann. Framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur samkvæmt lög- um um heilbrigðisþjónustur. I henni eiga sæti: Höskuldur ólafs- son, bankastjóri, formaður, Ingi- björg Magnúsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir, Björn Guðbrandsson, læknir, tilnefndur af Reykjavíkurborg og Sverrir Ormsson, umsjónarmaður til- nefndur af starfsmannaráði. Skylt er að geta þess að með stjórnendum og læknum og raun- ar starfsfólki öllu hefur tekist mjög góð samvinna enda veit ég að Haukur hlýtur að vera okkur sam- mála um gildi þess fyrir rekstur slíkrar stofnunar. Ekki grænn eyrir! 2. „Þetta apparat (leturbreyting okkar) hefur nú rekið Landakot í 8—9 ár án þess að hafa látið sjálft grænan eyri af mörkum til starf- seminnar ... Þegar St. Jósefssystur gerðu ríkinn tilboð á árinu 1976 um sölu spítalans var um tvennt að ræða. Annarsvegar sölu án nokkurra skilmála og hinsvegar tilboð, sem fól í sér stofnun sjálfseignarstofn- unar, en miðað við verðgildi í dag samkvæmt lánskjaravísitölu var seinna tilboðið um 90 milljónum krónum lægra. Má þvi gera ráð „Spítalinn tekur þátt í vaktkerfi ásamt Land- spítala og Borgarspítala í samræmi við stærð sína og samvinna þess- ara stofnana er mikil og vaxandi. Getgátur Hauks um að vandræð- in stafi af of mörgum læknum á Landakoti eru út í hött. Það getur hann sannreynt sjálfur með því að bera saman fjölda lækna á deildum spítalanna hér í Reykja- vík.“ hann lesið greinargerð Landa- kotsspítala um málið þar sem fyrst og fremst var vitnað til skýrslu borarlæknis og ummæla stjórnar sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar um þðrfina. Einnig má minna Hauk á fund sem hald- inn var á Borgarspítala í ársbyrj- un 1982 og hann sat, sem þáver- andi framkvæmdastjóri ásamt Öddu Báru Sigfúsdóttur fyrrver- andi formanni stjórnar Borgar- spítala, en þar gerðu yfirlæknir og formaður yfirstjórnar Landakots rækilega grein fyrir þessum mál- um. Þar var rætt um að Landakot fengi 10 rúm á fyrstu deildinni sem opnuð yrði í B-álmunni. Haukur veit jafnvel og við að við það hefur ekki verið staðið. Verksvið og verka- skifting spítalanna Hvað verksvið spítalanna snert- ir veit Haukur auðvitað einnig miklu betur en hann vill vera láta. Þar er starfað eftir óskráðu sam- komulagi sem gert var í framhaldi af starfi nefndar þeirrar sem Haukur segir að hafi dáið í hönd- um heilbrigðisyfirvalda. Hlutverk Landakots samkvæmt því er að vera almennur bráðaspítali. Þar er starfrækt almenn handlækn- isdeild, almenn lyflæknisdeild, fyrir því að stofnun sjálfseign- arstofnunarinnar hafi sparað rik- issióði umtalsvert fé. I tilefni af ummælum Hauks er rétt að geta þess að stjórnendur spít- alans hafi engin laun þegið fyrir störf sín í þigu spítalans fri því að sjilfseignarstofnunin tók til starfa 1. janúar 1977 og eru þvi öll stjórnar- störf unnin í sjilfboðavinnu. Stjórn spítalans hefur tekist að færa út kvíarnar og tryggja hon- um nokkrar eignir í nágrenni hans til nota fyrir starfsemina. Má þar nefna Holtsgötu 7 þar sem barna- heimili er rekið fyrir börn starfs- fólks, Öldugötu 17, Öldugötu 19 og Marargötu 2, þar sem lækninga- og skrifstofustarfsemi fer fram, en öll þessi hús hefur spítalinn eignast án þess að nokkur bein fjárframlög frá opinberum aðilum hafi komið til. Styrktarsjóður hef- ur verið stofnaður og auk þess hafa spítalanum borist gjafir frá velunnurum og líknarfélögum fyrir milljónir króna. f skipu- lagsskrá fyrir stofnunina segir svo: „Verði spítalarekstri hætt, skal sjálfseignarstofnunin leyst upp og skulu allar 'eignir hennar renna til ríkisins." í framhaldi af því mætti spyrja hvaða grænu aura hliðstæð „app- þeim í té. Og hver skyldi stjóm- arkostnaður annarra spítala vera? Engin ríkisafskifti! 3.ög þá er komið að síðasta at- riðinu í þessari málsgrein og þeirri undarlegustu. Haukur segir: „... og ráðstarfar hundruðum milljóna árlega án sérstakra af- skifta ríkisins". Hér hlýtur maður sem hefur verið í rekstri spítala í áratug að tala gegn betri vitund. Haukur hlýtur að vita að Landa- kot fær greitt fyrir þá þjónustu, sem spítalinn veitir, á fjárlögum. Og hann veit líka hvað það þýðir. Spítalinn verður að gera fjárlaga- og hagsýslustofnun itarlega grein fyrir starfsemi sinni og ekki er hægt að ráða svo mikið sem einn nýjan starfsmann án þess að leita samþykkis. Á fjárlögum, sem fara að sjálfsögðu í gegnum hreinsun- areld Alþingis, er meira að segja ákveðið hvaða upphæð fer i laun, hvað i annan rekstur og sömuleið- is hverju má eyða í viðhald og tækjakaup og finnst víst mörgum nóg um afskifti ríkisins af innri málum spitalanna. í stjórnum spítalans sitja tveir starfsmenn heilbrigðisráðuneytis, skrifstofu- stjóri þess og deildarstjóri, sem þar að auki hefur verið formaður sjúkrahúsanefndar, sem hefur haft það hlutverk að kanna rekst- ur sjúkrahúsa. Auk þess gefur spítalinn jafnan út ársskýrslu, þar sem starfsemi hans er tiunduð rækilega og reikningar eru birtir. ÖIl starfsemi fer því fram fyrir opnum tjöldum og stjórnvöldum í lófa lagið að fylgjast með starf- ráðuneyti og önnur stjórnvöld veruleg og spítalanum nauðsynleg. Og samt sér Haukur Benediktsson ástæðu til að ala á tortryggni i garð spitalans. Þörf Landakots fyrir hjúkrunarrými Haukur dregur þörf Landakots fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða i efa og ber fyrir sig að verksvið spítalans sé ekki skilgreint og af- markað. Um fyrra atriðið ætti Hauki að vera vel kunnugt hafi barnadeild og augndeild ásamt stoðdeildum, svo sem röntgen- deild, svæfingadeild, rannsókna- deild o.s.frv. Spítalinn tekur þátt í vaktkerfi ásamt Landspítala og Borgarspítala í samræmi við stærð sina og samvinna þessara stofnana er mikil og vaxandi. Getgátur Hauks um að vandræðin stafi af of mörgum læknum á Landakoti eru út i hött. Það getur hann sannreynt sjálfur með því að bera saman fjölda lækna á deild- um spítalanna hér i Reykjavík. Um Hafnarbúdir Haukur getur þess réttilega i grein sinni að breyting Hafnar- búða í langlegudeild hafi verið umdeild á sínum tíma. Siðan segir hann orðrétt. „Held ég að flestir hafi geri ráð fyrir að þessi rekstur yrði fluttur í eðlileg tengsl við stærri hjúkrunareiningar af þessu tagi og húsið selt undir rekstur í tengslum við útgerð eða hafnar- starfsemi og söluverði varið til sjúkrastofnana." Haukur staðfest- ir hér einmitt það sem við höfum haldið fram, þ.e.a.s. að á sínum tíma var alltaf rætt um að starf- semi Borgarspítala í Hafnarbúð- um flytti suður í Fossvog eftir því sem byggingu B-álmunnar miðaði áfram. Sem þaulkunnugur rekstri sjúkrahúsa hlýtur Haukur að sjá verulega hagkvæmni í því fyrir spítalann. En þá kemur spurningin ef húsið verður selt er þá ekki sama til hvers það verður notað áfram? Er ekki nauðnynlegt á meðan það neyð- arástand í hjúkrunarmálum aldraðra ríkir, sem Haukur ræðir um, að nýta það áfram til góðs fyrir þá nær 30 reykvísku hjúkrunarsjúklinga, sem nú dveljast á Landakoti við ófulln- ægjandi aðstæður? Og við vitum að Haukur er okkur sammála um að útkoman yrði til hagsbóta fyrir alla aðila, rekstrarhagkvæmni Borgarspítala ykist, nýtt fjár- magn kæmi til Reykjavíkurborgar sem nýta mætti til að flýta inn- réttingu B-álmunnar, Landa- kotsspítali væri betur í stakk bú- inn til þess að gegna hlutverki sinu sem bráðaspítali og hjúkrunarsjúklingar á Landakoti fengju loks jafnan rétt til þjón- ustu á þessu sviði við aðra borgara þessa þjóðfélags. Ríkisrekstur heil- brigðisþjónustu Haukur ræðst í grein sinni á þá ráðamenn, sem um þetta mál fjalla. Fjármálaráðherra fær sinn skammt og er nafngreindur en einnig fá heilbrigðisráðherra og borgaryfirvöld sitt. Haukur minn- ist réttilega á þann mikla þátt sem Albert Guðmundsson hefur átt í sambandi við þjónustu við aldrað fólk. Stuðningur hans við þetta mál er af sömu rótum runn- inn. Rétt er að minna Hauk á að allir þessir menn eru fulltrúar þess flokks, sem hefur á stefnu- skrá sinni að draga úr opinberum afskiftum og fela einstaklingum og samtökum þeirra aukin verk- efni. Valddreifing f heilbrigðis- þjónustunni er engu síður nauð- synleg en annars staðar í þjóðfé- aginu. Það hljómar fallega að :ala um samræmda vistun aldr- iðra en það hefur einfaldlega ekki rengið. Þá má minna á að í lands- ondarályktun Sjálfstæðisflokks- ns er lýst yfir fullum stuðningi /ið sjálfseignarstofnanir. Þessir nenn eru að framkvæma stefnu jess flokks sem þeir tilheyra og etti engum að koma á óvart. Er B-álman óhæf >em langlegudeild? Margt einkennilegt hefur verið tkrifað um þetta mál. Eitt af því com fram í grein Einars Valdi- marssonar læknis í Morgunblað- ínu þann 29. júní sl. en þar segir höfundur að B-álman sé hönnuð eftir nútímastaðli sjúkradeilda á bráðaspítala og henti því aðeins litlum hópi þeirra öldruðu. Eins og öllum sem til þekkja er kunn- ugt var lagður nefskattur á allan almenning í landinu til að leysa vandmál sjúks aldraðs fólks. B-álman átti að vera stærsta átakið á þessu sviði enda byggð að mestu leyti fyrir framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Ljóst er, samkvæmt umræðum í borgar- stjórn þ. 20. september 1984, að stjórn sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar hefur ritað heiíbrigðis- ráðherra bréf og farið fram á að reka deildir í B-álmu sem bráða- deildir en ekki langlegudeildir. Getur það verið að hönnunarfor- sendur B-álmunnar séu allt aðrar en látið hefur verið í veðri vaka? Landakoti 21. júlí 1985 Logi Guðbrandsaon er fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala og Ólafur Örn Arnarson er yfirlæknir spítalans. 160 Vestur- Islendingar í heimsókn 160 Vestur-íslendingar eru væntan- legir hingað til lands í dag frá Winnipeg. Þeir dvelja hér á landi til 14. ágúst. Hingað til lands kemur hópurinn á vegum ferðaskrifstofunn- ar Viking Travel í Gimli, sem Vest- ur-lslendingar bafa rekið í tíu ár og er þetta tíunda ferðin hingað á þeirra vegum. Þjóðræknisfélag íslendinga í Reykjavík tekur á móti Vestur- Islendingum með kaffisamsæti í safnaðarheimili Garðabæjar, Kirkjuhvoli, sunnudaginn 28. júlí, að lokinni messu í Bessastaða- kirkju. Fyrir þá sem þess óska verður farin hópferð frá Hljómskálanum kl. 13.30 og frá Bessastaðakirkju að Kirkjuhvoli að messu lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.