Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 29 Klögumál í Noregi vegna hvalveiðimála Osló, 24. júlí. Frá Jan Erik Lauré fréttariUra Morgunblaösins. KLÖGUMÁLIN ganga nú á víxl í Noregi í framhaldi af banni Alþjóðahvalveiðirádsins við hrefnuveiðum við Noreg. Annars vegar eru yfirvöld sökuð um að hafa lekið upplýsingum, sem voru trúnað- armál, til andstæðinga hvalveiða. Hins vegar krefst viðskiptaráðu- neytið þess að öllum hvalveiðum verði hætt þar sem það óttast að áframhaldandi veiðar komi til með að skaða útflutningsatvinnuveg- AP/Símamynd Áköf leit heldur enn áfram að þeim, sem saknað er eftir stífluslysið mikla á Ítalíu í síðustu viku. Fundizt hafa lík yfir 200 manna. Mynd þessi, sem tekin var í gær, sýnir froskmann við leit I stöðuvatni, sem myndaðist fyrir neðan stífluna. Handtökur vegna stífluslyssins Trenlo. 24. iúlí AP. Trento, 24. júlí AP. ÍTÖLSK yfirvöld hafa látið hand taka eiganda námu þeirrar, þar sem stíflugarður brast í síðustu viku með þeim afleiðingum, að yfir 200 manns týndu lífi. Hefur maðurinn, sem heitir Giulio Rota, verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Gaf hann sig sjálfur fram við yfirvöld, eftir að handtökuskipun var gefin út. Bróðir hans og meðeigandi var lagður inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum vegna hjarta- áfalls. Alls höfðu leitarmenn fundið lík 202 manna í gær og hafði þá enn ekki tekizt að bera kennsl á 34 þeirra. Gert er ráð fyrir, að margir menn kunni að verða handteknir á næstunni í tengslum við mál þetta, einkum ýmsir opinberir embættismenn, sem sóttir verða til saka fyrir refsiverða van- rækslu. í morgun sögðu tveir emb- ættismenn af sér, eftir að kunn- gert hafði verið, að þeir yrðu ákærðir í tengslum við stífluslys- ið. tna. Arne Synnes, ráðherraritari í viðskiptaráðuneytinu, segir í viðtali við blaðið Norges Hand- els og Sjöfartstidende í dag að Norðmenn eigi að fara að sam- þykktum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins og hætta hrefnuveiðum um áramót. Lætur hann í ljós ótta um að umhverfisverndarmenn muni fara með gífurlegum áróðri gegn Norðmönnum ef þeir hætti ekki hvalveiðum — útflutningshagsmunir séu í veði. Hann segir að Norðmenn verði að fara að leikreglum ef þeir vilji láta taka sig alvarlega á alþjóðavettvangi, t.d. á sviði umhverfisverndar. Það gangi ekki að leika tveimur skjöldum, velja sumt en hafna öðru. Hafa Greenpeace-samtökin fagnað yfirlýsingum Synnes síðustu daga. Tveir menn í norsku sendi- nefndinni á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Bournemouth halda því fram að andstæðingar hvalveiða hafi fengið upplýs- ingar, sem fara átti með sem trúnaðarmál innan sendinefnd- arinnar. „Friðunarsamtökin fengu þessar upplýsingar frá stjórnvöldum. Þau vissu um innihald símtala og skeyta, sem bárust frá utanríkisráðuneytinu í Osló,“ segir Jakob Strand, full- trúi norsku útvegssamtakanna, Norges Fiskarlag, í sendinefnd- inni. í sama streng tekur annar nefndarmaður, Egil Öen. Hvor- ugur þeirra telur sig vita með hvaða hætti upplýsingunum var lekið til hvalfriðunarmanna, en segja að það hafi komið sér mjög illa hversu nána vitneskju þeir virtust hafa um afstöðu nefndarmanna til mála á árs- fundinum. Per Paust, blaða- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ásakanir Strand og Öen það alvarlegar að ástæða sé til að láta rannsókn fara fram á sannleiksgildi þeirra. AP/Símamynd Frá tjaldbúðum shíta á lóó Atlit-fangelsisins við Haifa í ísrael. Shítarnir hafa hafst við ( tjöldunum. f gær voru 100 fanganna látnir lausir og fluttir til Líbanon. ísraelar láta 100 shíta lausa Ras El-Bajada, Líbanon, 24. júlí. AP. EITTHUNDRAÐ shítar, sem verið hafa í haldi ísraela, voru látnir lausir í dag og fluttir til heimalandsins, Líbanon, í bifreiðum Rauða krossins. Föng- unum var fagnað innilega við heimkomuna. ísraelar vísuðu á bug fullyrðing- bili. um um að fangarnir hefðu sætt illri meðferð. Sögðu þeir fulltrúa Rauða krossins hafa fylgst með aðbúnaði fanganna og heilsufari og skoðað þá með reglulegu milli- Shítarnir voru i hópi þeirra, sem ræningjar TWA-þotunnar á dögunum kröfðust að látnir yrðu lausir í skiptum fyrir farþega þot- unnar. Svíþjóð: Fékk nýtt hjarta Stokkhólmi, 24. jólf. Frá frélUriUra Mor((unblaó«iiw. FJÖRUTÍU og sjö ára gamall Svíi fékk nýtt hjarta í dag. Er hann annar Svíinn, sem hjarta er grætt í. Fyrsta aðgerð þessarar tegundar í Svíþjóð fór fram í fyrrasumar, en hjartaþeginn lézt er vika var liðin. Var lélegu heilsufari hans í heild kennt um. Læknar halda því hins vegar fram, að nýi hjartaþeginn sé vel á sig kominn yfirleitt. Megi því telja góðar horfur á því, að hann geti lifað áfram með nýja hjartað. Einn Svíi til viðbótar hefur feng- ið nýtt hjarta. Gerðist það um síð- astliðna páska og einnig í Karól- ínska sjúkrahúsinu eins og nú. Nýja hjartað var hins vegar gervihjarta frá Bandaríkjunum. Þessi maður er enn á lífi. BROGA skór fyrir siglingamenn Verð: 1.886 Stærðir: 38—47Vz Litir: hvítt blátt brún Efnið og munstriö í sólanum eru bylting I framleiðslu á sigl- ingaskóm. Skórnir þola salt og bleytu, vegna sérstakrar meðhöndlunar leöursins. ULiBttn Ananaustum Sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.