Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1965
Mikið um að vera hjá hestamönnum:
Þrjú hestamannamót um helgina
Hátíðisdagar hestafólks í Eyjafirði, Suðurlands-
mót f Holtsmúla og félagsmót á Kaldármelum
Morgunbladid/Valdimar
Meðal þeirra sem munu mæta i „Hitíöisdaga hestafólks" eru Penni fri
Akurhoíti og Magnús Halldórsson og munu þeir isamt fleiri góóum reyna að
sli gildandi met í skeiðgreinunum.
ÞAÐ verða nógir valkostirnir fyrir
hestamenn um næstu helgi eins og
flestar helgar sumarsins því alls þrjú
hestamót veröa haldin. Hesta-
mannafélögin í Eyjafirði halda
sameiginlegt mót i Melgerðismelum
og kalla þeir það „Hátíðisdaga
hestafólks". Á bænum Holtsmúla í
Landsveit verður haldið Suðurlands-
mót í hestaíþróttum og i Kaldármel-
um halda Snæfellingar sitt árlega fé-
lagsmót.
„Hátíðsdagar hestafólks" eru
haldnir í annað skipti og er
dagskráin með svipuðu sniði og í
fyrra, þ.e. gæðingakeppni félag-
anna þriggja, Léttis, Funa og Þrá-
ins, sem standa að mótinu. Einnig
verður haldið opið íþróttamót og
kappreiðar á einni bestu kapp-
reiðabraut landsins. Háð verður
einvígi þar sem munu mætast
annarsvegar Snjall frá Gerðum,
nýbakaður sigurvegari í B-flokki
gæðinga á Fjórðungsmótinu í
Reykjavík, og Kristall frá Kol-
kuósi, sem sigraði í B-flokki á
Fjórðungsmótunum 1983 og 1979 á
Norðurlandi. I A-flokki munu
hinsvegar etja kappi saman
Gormur frá Húsafelli og Sámur
frá Vallanesi. Parakeppni verður
haldin með sama sniði og í fyrra
og í auglýsingu frá mótinu segir:
„Komið og sjáið metin fjúka á
bestu hlaupabraut landsins" og er
engin goðgá að ætla að það geti
gerst því til leiks munu mæta
mörg bestu kappreiðahross land-
ins, þar á meðal Tvistur frá Götu,
sem setti met á þessum hátíðis-
dögum í fyrra og skeiðhestarnir
Leistur, sem er núverandi methafi
í 150 metra skeiði, Penni, sem
jafnaði met Leists fyrir stuttu og
Villingur, sem hefur jafnað metið
í 250 metrunum. Ef veður verður
hagstætt má reikna með að ný
met líti dagsins ljós.
Suðurlandsmótið í hestaíþrótt-
um sem nú er haldið í annað sinn
verður haldið á bænum Holtsmúla
hjá þeim hjónum Lísbet og Sig-
urði Sæmundssyni sem kunn eru í
röðum hestamanna. Er heldur fá-
títt að hestamót séu haldin á
sveitabæjum og í samtali við þau
hjón kom fram að beiðni hafi
komið um að mótið yrði haldið í
Holtsmúla frá þeim íþróttadeild-
um sem standa að mótinu, sem eru
íþróttadeildir Sleipnis, Smára og
Geysis. Skráning var í fullum
gangi og því ekki ljóst hversu mik-
il þátttakan verður en ljóst er að
margir góðir hestar mæta til leiks
ásamt knöpum sínum. f Holts-
múla er 200 metra hringvöllur og
skeiðbraut fyrir gæðingaskeið
ásamt gerði fyrir hlýðnikeppni og
nóg pláss er fyrir tjöld á staðnum.
Á laugardagskvöldið verður sam-
eiginleg grillveisla og að öllum lík-
indum verður eitthvað til gamans
gert að lokinni máltíð. Veður ætti
ekki að skipta öllu máli því í
Holtsmúla er griðarstór hlaða sem
hægt er að nota fyrir grillveislu og
kvöldvöku ef á þarf að halda.
Hestamannamót Snæfellings á
Vesturlandi verður á Kaldármel-
um, mótssvæði félagsins, dagana
25.-26. júlí nk. Unglingadómar
hefjast kl. 14.30 á föstudag, en
strax á eftir verður dæmt í A og B
flokki gæðinga.
Dagskrá á laugardag hefst kl.
13.30 með hópreið, en síðan taka
við kappreiðar og önnur dagskrá
ásamt verðlaunaafhendingu.
Menn eru þegar farnir að streyma
að úr öllum byggðarlögum á Snæ-
fellsnesi og nærliggjandi sveitum.
Mjög góð aðstaða er á mótssvæð-
inu, sex vellir, söluskálar, matar-
aðstaða og tjaldstæði. Tvö fjórð-
ungsmót hafa verið haldin áður á
Kaldármelum, árin 1980 og 1984.
Dómskólinn í
Lundi 900 ára
Elsti starfandi skóli á Noröurlöndum
Eigendur Grósku, Ragnheiður og Magnús.
Mikil gróska í garð-
yrkjustöðinni Grósku
eftir Pétur Pétursson
Þann 21. maí herrans árið 1085
undirritaði Knútur konungur hinn
helgi gjafabréf upp á mörg þúsund
kúgildi og a.m.k. 50 jarðir er renna
skyldu undir biskupsstólinn í
Lundi. Gjöfin var, samkvæmt
bréfinu sem varðveist hefur í
handriti frá 12. öld, brúðargjöf
konungs til hinnar nýju dóm-
kirkju, sem þá var ekki enn full-
byggð. Gjöf þessi gerði stólnum
kleift að setja á stofn og reka
skóla þar sem kirkjan menntaði
presta og forsöngvara sína næst-
komandi aldir. Dómskólinn er enn
starfandi og telst því elsta skóla-
stofnun á Norðurlöndunum. Hann
hefur að vísu vaxið frá hinni and-
Iegu móður sinni, dómkirkjunni,
flutt að heiman ef svo má segja og
lifir nú í þjónustu veraldlegs
menntakerfis sem menntaskóli
samkvæmt nýja kerfinu. Þar eru
nú um 1.500 nemendur við nám á
hinum ýmsu brautum, allt frá
fornmálum til flugvirkjunar.
Konunglegir gestir
í tilefni afmælisins fjölmenntu
gamlir nemendur skólans til
Lundar og mikið var um dýrðir á
afmælisdaginn sjálfan. Þar voru
sænsku konungshjónin mætt
ásamt Margréti Danadrottningu.
Eins og vera bar var upphafsins
minnst með því að ganga til dóm-
kirkjunnar og var hún eins konar
andlegur miðpunktur hátíðahald-
anna. Klúkkan 11 um morguninnn
mættu gestir við kirkjuna og
gengu þaðan með viðhöfn til bisk-
upsgarðs þar sem boðið var upp á
hádegisverð. Lundarbúar fylktu
liði við vegarkantinn og veifuðu til
hins konungborna fólks í sólskin-
inu. Við tækifæri eins og þessi eru
Svíar miklir konungssinnar. Eftir
matinn var svo ekið að skólanum
sjálfum og nemendur sýndu þar
afrek sín af ýmsu tagi. Þá var
haldið til hátíðarguðsþjónustu í
dómkirkjunni þar sem dómpró-
fastur og Kaupmannahafnarbisk-
up héldu ræður og minntust hins
gamla tíma þegar Guðs orð tengdi
alla saman, háa og lága, konunga
og kirkju.
Innsigli Knúts konungs helga.
Valdið og sagan
Dómkirkjuskólarnir voru i raun
uppsprettan eða forfeður mennta-
kerfisins á Vesturlöndum. Þar
voru kirkjuleg fræði kennd og
starfsmenn kirkjunnar menntaðir
framan af öldum. Fyrstu skólar á
íslandi voru náskyldir dómskólan-
um i Lundi og er skemmst að
minnast skólanna á biskupssetr-
unum Hólum og Skálholti. Hið
danska konungsvald lét sér annt
um dómskólann og styrkti stöðu
hans eftir mætti, en þegar háskól-
inn í Lundi komst á fót var það
hugsað fyrst og fremst til að
styrkja stöðu siðbreytingarinnar
og hins sænska konungsvalds.
Töluvert af jarðeignum dómskól-
ans var tekið undir háskólann eft-
ir friðarsamningana í Roskilde ár-
ið 1658. Einnig lagði Karl konung-
ur hinn ellefti töluvert undir sig af
eignum skólans sem hrakaði mjög
og var um eina og hálfa öld lítið
annað en barnaskóli. Eftir það
hefst nýtt blómatímabil í sögu
hans er hann varð latínuskóli.
Gjafabréfíð og fleiri skjöl
í tilefni hátíðarinnar hélt Há-
skólabókasafnið sýningu á hand-
ritum og skjölum varðandi sögu
Lundar og dómkirkjunnnar. Þessa
sýningu opnaði Danadrottning.
Þar var m.a. gömul ættartafla for-
feðra hennar allt aftur til Gorms
hins gamla sem kallaður var
heimskur í íslenskum ritum. Þar
gaf að líta fornlegar helgisiðabæk-
ur sem tilheyrt höfðu dómkirkj-
unni allt frá árdögum kristninnar
á Norðurlöndum. Gömul skinnblöð
voru þar sýnd, er rifin höfðu verið
úr fornum bókum og notuð fyrir
möppur utan um reikninga yfir
kjöt- og síldarsölu. Það voru sem
sagt fleiri en soltnir íslendingar
sem fóru illa með gamlar bækur
úr skinni.
Handrit að gjafabréfi Knúts
helga (kallaður helgur án efa
vegna gjafmildi í garð kirkjunnar)
er einnig á sýningunni. Enginn
skyldi ætla, sem lesið hefur, að
konungur hafi ekki meint það sem
hann lét upp teikna fyrir 900 ár-
um. Eftir að hafa útmálað mikil-
vægi kirkjunnar og Heilagrar
þrenningar og kallað biskupa og
helga menn sér til vitnis telur
hann nákvæmlega upp þær jarðir
og hlunnindi sem ganga skuli til
stólsins. Áður hafði hann gefið til
kirkjunnar sjálfrar svo að hún
yrði reist. Síðan segir í lauslegri
þýðingu:
„Verði nokkur til þess að reyna að
brjóta það sem hér með er ákveðið —
hvort sem hann er aðalborinn eður ei,
fæddur eða ófæddur; í hrokafullum
uppreisnarhug móti hinni heilögu trú
— skal sá hin sami vera eilíflega for-
dæmdur við endurkomu Herrans og vís-
að þangað þar sem maðkurinn deyr
ekki og eldurinn slokknar ekki ..."
Með þessum orðum hefur átt að
tryggja um aldur og æfi fjárhags-
afkomu skólans — hvort og að hve
miklu leyti staðið hefur við þessi
orð verða sagnfræðingar að
dæma.
Oft hafa konungar og drottn-
ingar komið til Lundar í opinber-
um erindagerðum og þá ekki sist
til að tryggja völd sín á Skáni, en
það hefur verið bitbein danskra og
sænskra. Biskupsstóllinn var mik-
ilvægur í þeim erjum og tóku bisk-
upar þátt í því valdaspili er fram
fór. Ekki var annað að sjá á höfð-
ingjunum en allt slíkt væri nú
gjörsamlega úr sögunni, enda fór
hið besta á með þeim eins og
myndirnar sýna.
Höfundur er frétlaritarí Morgun-
blaðsins í Lundi í Svíþjóð.
Hveragerði, 22. júlí.
GARÐYRKJUSTÖÐIN Gróska er
ungt fyrirtæki sem stendur við
Breiðumörk 3, sem er aðalgatan hér
í Hveragerði. Gróska er í eigu ungra
hjóna, þeirra Magnúsar Stefánsson-
ar og Ragnheiðar Hrefnu Jónsdótt-
ur. Hafa þau á fáum árum byggt
fyrirtckið upp af svo miklum dugn-
aði og myndarskap að athygli vekur.
Ég leit inn í Grósku á dögunum
og tók hjónin tali og spurði Magn-
ús fyrst:
— Hefurðu starfað lengi við
garðyrkju?
„Já, það er komið á annan ára-
tug síðan ég lauk námi frá Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum.
Ég vann svo að námi loknu í nokk-
ur ár við skólann, seinustu árin
sem garðyrkjustjóri og hlaut þar
dýrmæta reynslu, sem kemur sér
vel nú, því skólinn er með mjög
fjölbreytta úti- og inniræktun og
margháttaðar tilraunir.
Við kevptum svo þessa stöð árið
1981 af Agústi Kristóferssyni sem
þá var orðinn aldraður maður. Við
hófum strax endurbyggingu á hús-
unum, þau voru 750 m2 en nú eru
þau orðin 1500 m2. Þessi nýju hús
eru rúmgóð og björt og þar höfum
við komið fyrir nýtísku tæknibún-
aði s.s. sjálfvirkri vökvun, hita- og
loftunarútbúnaði. Þá notum við
vartarlýsingu frá því um miðjan
desember fram í miðjan mars.“
— Og hvað ræktið þið svo aðal-
lega?
„Við ræktum fjölbreytt úrval af
grænmeti, pottablóm og afskorin
blóm, en kaupum einnig ýmsar
tegundir af öðrum til að geta boðið
meiri fjölbreytni."
— Ertu eingöngu með heima-
sölu?
„Já við seljum alla okkar fram-
leiðslu á staðnum, t.d. er mjög
vinsælt hjá fólki sem á sumar-
bústaði hér eystra að koma við og
fá sér svona glænýtt grænmeti.
Við reynum ávallt að bjóða góða
þjónustu, góða vöru og hagstætt
verð.“
— Nú eru þið búin að gera hér
mjög smekklega söluaðstöðu, er
þetta ekki orðið dýrt fyrirtæki?
„Auðvita er allt dýrt í dag, en
okkur finnst mikið atriði að geta
tekið á móti viðskiptavinum okkar
í vistlegum húsakynnum.“
Þá lagði ég eina spurningu fyrir
Ragnheiði:
— Vinnur þú í stöðinni allan
daginn?
„Ég vinn eftir því sem heimils-
ástæðurnar leyfa, en við eigum
þrjú ung börn. Mér finnst þetta
fjölbreytt og skemmtileg vinna, í
sumar höfum við þrjá starfsmenn
hjá okkur.“
— Ertu bjartsýn á framtíð
garðyrkjubænda?
„Já, það er ég, neysluvenjur
okkar íslendinga eru að breytast
og grænmeti og ávextir eru að
verða meiri þáttur í daglegri
neyslu og notkun blóma fer vax-
andi bæði úti og inni. Með aukinni
tækni ætti afkoman að batna og
vinnan að verða þægilegri, en
farðyrkja er töluvert erfitt starf.
!g lít því björtum augum á fram-
tíðina.“
Ekki hafði Heiða lokið setning-
unni þegar hópferðabíll stað-
næmdist við skáladyrnar og hópur
útlendinga kom stormandi inn, en
ég lagði á flótta, með þá ósk í huga
að bjartsýnin og vinnusemin skil-
aði þessu unga fólki þeim arði sem
að er stefnt.
Sigrún.