Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Framkvæmdir hafnar við milljón seiða laxeldisstöð Silfurlax hf. f Qlfusi: Upphafið rakið til lax- veiðiferðar í Norðurá „Kraftaverkamaður“ sænsks atvinnulífs, Curt Nicolin, meðal stofnenda Stærsta seiðaeldis- stöð landsins Rannsóknir hafa farið fram i Ölfusinu og arðsemisútreikningar gerðir. Þar er nú hafin borun eftir heitu vatni, enda er nægjanlegt heitt vatn forsenda frekari fram- kvæmda. Þegar árangur borana verður ljós verður hafist handa við að reisa klakhús fyrir klak i haust og í framhaldi af þvi verður síðan ráðist í að byggja eldishús sem þurfa að vera til á næsta ári til að taka við seiðunum. Bygg- ingarnar verða alls 1.600 fermetr- ar að grunnflatarmáli og auk þess verða útbúnar útitjarnir. Gert er ráð fyrir að í stöðinni verði fram- ÍSLENSK-SÆNSKA fískeldisfyrirtækið Silfurlax hf. hefur ákveðið að byggja stóra laxeldisstöð í landi Núpa III í Ölfusi. í Ölfusinu eru hafnar boranir eftir heitu vatni, sem allar líkur eru á að séu þarna fyrir hendi, en þegar jákvæður árangur fæst verður hafist handa við að reisa þarna klakhús og í framhaldi af því seiðaeldisstöð til framleiðslu allt að einnar milljónar sjó- gönguseiða á ári. Til samanburðar má geta þess að stöðin verður um fímm sinnum stærri en Kollafjarðarstöðin. Morgunblaðið/Þorkell leidd 'k—l milljón sjógönguseiða á ári og verður stöðin væntanlega stærsta seiðaeldisstöð landsins. Til samanburðar má geta þess að seiðaeldisstöð íslandslax hf. á Stað við Grindavík mun framleiða ‘k milljón seiða, og stærsta stöðin í dag, Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, framleiðir 150—200 þúsund seiði á ári. Seiði frá stöðinni verða seld á innlendum og erlendum markaði, en mikil eftirspurn er eftir seiðum í dag og verðið hefur hækkað. Auk þess hugsa Silfurlaxmenn sér að nota hluta af þeim til hafbeitar og hluta til áframhaldandi eldis í strand- og sjókvíum. Júlíus Birgir: „Við leggjum áherslu á að koma seiðaeldinu fyrst af stað. Ástæðan er sú að hvað svo sem menn hugsa sér að gera í laxeldi, þá þarf sjógöngu- seiði til. Eins og staðan er í dag er eftirspurn mikil eftir seiðum og verð þeirra hátt og er það því rökréttast að byrja á seiðaeldinu." Hlutafélagið Silfurlax hf. var stofnað í ágúst á síðasta ári sem samnorrænt verkefni á sviði fisk- eldis. I samþykktum félagsins seg- ir um tilgang þess: Tilgangur fé- lagsins er að stunda atvinnurekst- ur á sviði fiskiræktar (þ.a.m. fisk- eldi í fersku og söltu vatni, haf- beit, fóðurframleiðslu, rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi og tækni- þjónustu), vinnslu og sölu á fisk- ræktarafurðum og annan skyldan rekstur. „Þjóösagnapersóna í lifanda lífi“ 51% hlutafjár er í eigu ís- lenskra aðila en 49% i eigu Svía. Stofnendur eru Jón Magnússon, forstjóri heildverslunarinnar Jo- han Rönning hf., sem er stjórnar- formaður Johan Rönning hf.; Guð- mundur Einarsson verkfræðingur; dr. Curt Nicolin, stjórnarformað- ur ASEA AB; Thomas Iveroth læknir og Tomas Tengá fiskeldis- ráðgjafi. í Sviþjóð hefur verið rætt um Curt Nicolin sem „þjóð- sagnapersónu í lifanda lífi“. Hann hefur m.a. endurskipulagt tvö stórfyrirtæki, ASEA sem er stærsta rafvélafyrirtæki Norður- landa, og SAS-flugfélagið. Nicolin er nú stjórnarformaður ASEA AB og fleiri tengdra fyrirtækja og á auk þess sæti í stjórn SAS og fleiri fyrirtækja. Thomas Iveroth er eigandi 100 lesta eldisstöðvar (fyrir regnbogasilung) í Grás- marö, og Tomas Tengá er ráðgjafi margra fiskeldisfyrirtækja og á hlut í nokkrum slíkum fyrirtækj- um. Stjórn Silfurlax hf. réð ungan vísindamann, dr. Júlíus Birgi Kristinsson fiskalífeðlisfræðing, sem framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins. Rætt var við Jón Magnússon stjórnarformann og Júlíus á dög- unum um áform fyrirtækisins. Það þykir óneitanlega tíðindum sæta að hinn sænski viðskiptajöf- ur Curt Nicolin skuli vera kominn í fiskeldi á íslandi, og voru þeir því fyrst spurðir um tildrög þess. Upphafið var laxveiði- ferð í Norðurá 75 „Fyrirtækið Johan Rönning hf. er búið að vera umboðsaðili fyrir ASEA AB í áratugi og er reyndar elsti umboðsaðili ÁSEA í heimin- um í dag,“ sagði Jón. „Árið 1975 kom Curt Nicolin hingað til lands og fórum við til laxveiða í Norð- urá. Á leiðinni upp í Borgarfjörð JarAborinn Narfí að störfura fyrir Silfurlax í Olfíisinu I gær. spurði ég Curt að því hvað hann teldi best hægt að gera fyrir ís- lenskt atvinnulíf og var þá einkum með íslenskan iðnað í huga. Hann kom með ýmsar tillögur og ábend- ingar en spurði einnig af hverju við værum ekki komnir meira í fiskeldið þrátt fyrir að við hefðum til þess allar aðstæður: nóg af ódýru heitu vatni, friðaða laxveiði innan 200 mílna fiskveiðilögsögu og ekki þá fisksjúkdóma sem ann- ars staðar herja. Hann hafði aftur samband við mig nokkrum árum síðar og óskaði eftir upplýsingum um fisk- eldi á íslandi, sem ég aflaði mér og sendi honum. Hann sendi síðan tvo menn — þá Iveroth og Tengá — og þeir kynntu sér aðstæður á ýmsum stöðum á landinu. Eftir að margir staðir höfðu verið athug- aðir varð niðurstaðan sú að við sömdum við landeigendur á Núp- um III í Ölfusi um leigu á 10 ha lands með hitaréttindum til að reisa klak- og seiðaeldisstöð.“ MorgunDiaoio/UI.K.M. Júlíus Birgir Kristinsson, framkværadastjóri (t.v.), og Jón Magnússon, stjórnarformaður Silfurlax hf. Einar Gunnarsson, formaður Landssambands flugbjörgunarsveita, tekur við bfl- lyklunum úr hendi Páls Samúelssonar. Landssamband flugbjörgun- arsveita fær bifreið að gjöf Nýtt fræðslurit ferðafélagsins: Göngu- leiðir að Fjallabaki FERÐAFÉLAti íslands hefur nú ráðist í útgáfu á flokki fræðslurita fyrir ferðamenn og aðra unnendur fróðleiks. Efni ritanna er tvenns konar. Annars vegar eru kynntar ýmsar gönguleiðir, með tilheyrandi leið- arlýsingum og fróðleik um stað- fræði og náttúru leiðarinnar. Kort og myndir verða í hverri bók til skýringa og glöggvunar. Hins veg- ar eru bækur um hin og önnur náttúrufyrirbæri á landi hér, svo sem steina, dýralíf og jurtir. Stærð og gerð bæklinganna verður við það miðuð að þeir fari vel á ferðalagi. Fyrsta bókin í þessum flokki er þegar komin út. Nefnist hún „Gönguleiðir að Fjallabaki" og fjallar um Landmannalaugar, um- hverfi þeirra, sögu og þjóðtrú og Guðjón ó Magnússon Gönguleiðir að Fjallabaki gönguleiðina þaðan til Þórsmerk- ur. Höfundur verksins er Guðjón Ó. Magnússon kennari og land- vörður. Það er ekki að ástæðu- lausu að þetta svæði verður fyrir valinu í fyrsta bæklingi flokksins. „Laugavegurinn" eins og syðri Fjallabaksleið er oft nefnd mun nú einna fjölförnust íslenskra óbyggðaleiða og hefur Ferðafélag- ið reist gönguhús sem gist er í eft- ir hverja dagleið á þessari leið. Næsta rit í fræðsluflokknum nefnist „Lífið í fjörunni" og er eft- ir Agnar Ingólfsson. Sá bæklingur kemur út síðla hausts. „Opið hús“ í Norræna húsinu: Þingvalla- spjall og kvik- myndasýning Sumardagskrá Norræna hússins fyrir norræna ferðamenn ber heitið „Opið hús“. Verður næsta samkoma haldin í kvöld, 25. júlí, kl. 20:30. Hefst dagskrá kvöldsins með því að sr. Heimir Steinsson, þjóð- garðsvörður, spjallar um Þing- velli, hlutverk þeirra í vitund og sögu þjóðarinnar. Að því loknu verður gert kaffihlé, en síðan sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen, „Þrjár ásjónur íslands". Spjall sr. Heimis verður flutt á dönsku, en texti kvikmyndarinnar er norskur. I fréttatilkynningu Norræna hússins segir að dagskrá þessi sé einkum ætluð norrænum ferðamönnum, en ekki verði þó ís- lendingum úthýst, heldur séu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. (Úr (réttatilkynningu) LANDSSAMBANDI fíugbjörgunar- sveita hefur borist gjöf frá Toyota- umboðinu, P. Samúelsson & Co., í til- efni 15 ára afmælis fyrirtækisins á |ressu ári. llm er að ræða torfærubifreið af gerðinni Toyota Hi Lux með díselvél að verðmæti 640 þúsund krónur. Stjórn Landssambands flugbjörg- unarsveita hefur ákveðið að afhenda þennan bíl flugbjörgunarsveitinni undir Vestur-Eyjafjöllum, sem hefur ekki yfir bifreið að ráða og hafa fé- lagar lagt til eigin bila, þegar farnar hafa verið æfingaferðir eða þegar sveitin hefur verið kölluð út til að- stoðar. Lýst eftir rauðu hjóli Á mánudag var rauðu kvenmanns- reiðhjóli stolið frá Kleppsvegi 144. Hjólið er af gerðinni Free spirit. Þeir sem kunna að vita um afdrif hjólsins eru vinsamlega beðnir að hringja ( síma 39484.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.