Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. jQLl 1985 Höfum aldrei gert eins mikið til að samræma veiðar og vinnslu — segir Einar K. Guðfinnsson, útgerðastjóri hjá Einari Guðfinnssyni hf. Bolungarvík Koluneam'k. 22. jnlí. AFLABRÖGÐ hér í Bolungarvík hafa verið með afbrigðum góð það sem af er sumars. Héðan eru gerðir út þrír skut- togarar, mb. Sólrún sem stundar rækjuveiðar, mb. Dagrún og mb. Heiðrún. Frá því á síðasta ári hef- ur orðið mikil aukning á útgerð þriggja til átta lesta handfærabáta og lætur nærri að í flota Bolvík- inga hafi bæst um tuttugu slíkir bátar. Aflabrögð þessara báta hafa yf- irleitt verið góð og eru dæmi þess að einn maður hafi aflað rúmar tvær lestir í róðri. t síðustu viku komu t.d að landi færabátar, sem verið höfðu tvo sólahringa úti, með allt að 6,7 lestir á einn bát, en það voru þeir Rögnvaldur Guð- mundsson og Sigurgeir Þórarins- son á vélbátum Ingimar Baldurs- syni sem svo vel öfluðu. Þennan sama dag komu fjórir aðrir bátar að landi eftir jafn langan tíma og var enginn þeirra með minna en fjórar lestir. Afli togaranna hefur einnig verið mjög góður. Að sögn fróðra manna er hér yfirleitt um gott hráefni að ræða. Þegar vel aflast á þessum tímum kvótaskiptinga koma vafa- laust upp spurningar eins og hvort ákafinn í tonnafjöldann sé ekki fullmikill eða hvað með stjórnun fiskveiða af hendi heimamanna undir slíkum kringumstæðum? „Ég held að þær séu mjög orðum auknar þessar rokufréttir dag- Handfærabátur í höfn með góðan afla. samkvæmt kvóta og einnig mikill fjöldi af trillum og minni bátum. Það er sífellt verið að klifa á því að útgerðarmenn og fiskverkendur hirði ekki um að stjórna veiðunum og samræma veiðar og vinnslu, eins og það er kallað,“ sagði Einar. „Þetta er þó alrangt. Sannleikur- inn er sá að aldrei nokkru sinni fyrr hefur jafn mikið verið gert til að stjórna þessum hlutum. Og það má að mínu viti miklu fremur gagnrýna okkur fyrir að ganga um of inná starfssvið skipstjórnar- manna, en hitt, að við reynum Rögnvaldur og Sigurgeir á Ingimar Baldvinssyni, landa sínum góða afla, 6,7 lestum, eftir tvo sólarhringa. blaðanna upp á síðkastið, um að tugum og gott ef ekki hundruðum tonna sé sópað á land af hálfónýt- um fiski,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, útgerðarstjóri hjá Ein- ari Guðfinnssyni hf., er fréttarit- ari Morgunblaðsins spurði hann þessara spurninga. „Eins og blöð hafa skýrt frá hef- ur verið mikill afli á Vestfjarða- miðum og skip og togarar komið inn með fullfermi eftir aðeins ör- fáa daga. í Bolungarvík eru gerðir út tveir togarar á þorskveiðar Afli togarans Heiðrúnar ísaður í gáma til útflutnings. ekki að samræma veiðar og vinnslu. Þetta geta menn einfald- lega séð með því að bera saman róðrarlag nú og fyrir sárafáum ár- um. Það er tvennt ólíkt eins og allir vita sem fylgst hafa með. Það er svo önnur saga að menn hafa misjafnan háttinn á að stjórna,” sagði Einar ennfremur. „Sumir, sem hafa til þess kvóta, auka gámaútflutninginn. Aðrir grípa til þess ráðs að stöðva skipin, tak- marka aflann og þar fram eftir götunum. Það má segja að hér höfum við gert þetta allt í senn. Við höfum flutt út gámafisk, en einnig stöðv- að skipin. Það síðarnefnda er hinsvegar mjög erfitt að gera svo öllum líki. Svona takmarkanir verða aldrei vinsælar, því þær bitna alltaf á einhverjum. Nú síð- ast var til dæmis Dagrún stöðvuð í heila viku og framundan er 4 til 5 daga stöðvun hjá Heiðrúnu. Bæði skipin hafa verið látin sigla og Dagrún er nú einmitt á leið í sigl- ingu í ágústbyrjun. Litlu bátarnir voru stoppaðir í eina viku um dag- inn.“ Einar sagðist álíta að stjórnun- in á veiðunum væri mjög virk. Markmiðið væri að standa sem skynsamlegast að málum, þannig að aflakvótinn dygði út árið. — Gunnar. SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI.. ./óiafur Ormsson „Þú ert eins og grillaður kjúklingur“ þegar þessar línur eru festar á blað, laugardaginn 20. júlí um há- degi, er skýjað í borginni og ekki beinlínis hlýtt í veðri, hiti á mæli við eldhúsglugga hér í Norður- mýrinni sýnir sjö stig og það er hálf haustlegt um að litast en ég þori næstum að fullyrða að sum- arið er langt frá því að vera búið. í vagni, leið þrjú, Nes-Háaleiti, frá Hlemmi vestur á Bárugötu fyrr um morguninn uppúr klukk- an níu hitti ég Birgi Svan Símon- arson sjómann og skáld. Það lá bara vel á honum og hann skýrði frá því að hann væri háseti um borð I dragnótabátnum Stefni sem gerður er út frá Reykjavík og hásetahluturinn, tryggingin, rúm- ar fjörutiu þúsund krónur á mán- uði og ef eitthvað fiskast að ráði má hafa allgott kaup við aö starfa um borð í dragnótabát og þannig á það líka að vera, sjómennirnir okkar eiga að hafa góð laun, þeir starfa við þann atvinnuveg sem enn er hornsteinn afkomu þessar- ar þjóðar þó svo að verslunar- stéttin eigi ef til vill erfitt með að kyngja því. Birgir Svan hefur sent frá sér nokkrar ágætar ljóða- bækur á liðnum árum og mun eiga nokkuð stóran aðdáendahóp. Hann hefur verið að yrkja af og til um borð í Stefni undanfarna mánuði, þegar hann hefur skropp- ið ofan af dekki og niður í lúkar og sendir nú frá sér nýja ljóðabók á næstunni, bók um fimmtiu síður og ólafur Lárusson myndlistar- maður myndskreytir. Þetta er sjö- unda ljóðabók Birgis, sem er mað- ur á besta aldri, þrjátiu og fimm ára, og hefur með ritstörfum lengst af fengist við kennslu og sjómennsku. Ég gekk um miðborgina þennan laugardagsmorgun og alls staðar voru erlendir ferðamenn. I Nýja kökuhúsinu við AusturvöU var þéttsetið og þar voru töluð ein fimm tungumál. Við eitt borðið þýska, annað franska, þriðja danska, fjórða sænska og það fímmta enska. Erlendu ferða- mennirnir rýndu f landakort og bækur sumir voru með nýleg tímarit og blöð og þeir drukku ýmist kaffi eða súkkulaði. Það var ekki fyrr en í Bókaverslun Sigfús- ar Eymundsen í Austurstræti að ég kom auga á mann sem ég taldi líklegt að væri ekki erlendur ferðamaður, svipurinn var kunn- uglegur og við nánari athugun kom í ljós að það var Árni Ein- arsson fyrrverandi bflasali, inn- fæddur Reykvíkingur. I bóka- versluninni var allt fullt af er- lendum ferðamönnum og töluvert verslað. Á gangstéttum við Laugaveginn bar mikið á erlend- um ferðamönnum, þeir skoðuðu i búðarglugga, sumir voru með bak- poka á herðunum og þreytulegir. Upp við Hlemm sá ég hvar Her- mann Ólason, maður tæplega fer- tugur sem undanfarin ár hefur búið í kofa i Kristianfu f Kaup- mannahöfn og stundað hænsna- rækt með meiru, veifaði til min um leið og hann steig upp í vagn- inn, leið þrjú, Nes-Háaleiti, lfk- lega sama vagn og ég hafði ferð- ast með fyrr um morguninn. Sumarleyfi eru nú f hámarki og fjölmargir landsmenn f ferðum innanlands sem utan þessa dag- ana. Slæmur fjárhagur kann þó að hafa einhver áhrif á ferðir fólks, greinilegt er að fjárhagur margra er ekkert allof góður á þessu sumri sem nú er rúmlega hálfnað. Það var hér um daginn að í hópi vinnufélaga var verið að ræða um fyrirhugað sumarfrí og möguleika á að ferðast um á sem ódýrastan hátt. Einn vinnufé- laganna sem á liðnu sumri fór um Evrópulönd og átti dýrlega daga taldi ólfklegt að nokkuð yrði úr ferðalögum hjá honum nú f ár af efnahagsástæöum: — Ætli ég fari bara nokkuð nema út f garðinn við heimilið mitt að huga að gróðrinum, eða kannski verð ég bara á rúm- stokknum. Ég þarf að borga af húsinu, borga af lífeyrissjóðs- láninu, húsnæðisstjórnarláninu, handhafaláninu og svo er það vfx- illinn eftir um það bil þrjár vikur sem ég þarf að greiða upp. Bráð- um koma svo afborganir af sóffa- settinu og hljómflutnings- tækjunum. Annar maður sem býr við mun betri fjárhag og getur nokkurn veginn um frjálst höfuð strokið og hefur ferðast svolftið um landið f sumar og t.d. legið f sólbaði við sumarbústað í skógivöxnu um- hverfi úti á landsbyggðinni í tæp- ar þrjár vikur og er orðinn sól- brúnn og sællegur kom nýlega inn í verslun í miðborginni. Hann var að enda sitt sumarleyfi og var að skoða f hillur f versluninni þegar kaupmaðurinn gekk upp að hon- um og sagði allt i einu með bros á vör: — Þú ert eins og grillaður kjúklingur. Þú ert búinn að fá á þig brúna litinn sé ég. Viltu ekki segja hvernig þú ferð að þvf að verða svona sólbrúnn. Ég hefði ekkert á móti þvf að dökkna svo- lítið ég er hvítur eins og næpa, vinur minn, af þvf að ég stend hér innanbúðar frá morgni til kvölds. Við sem erum sjálfstæðir verslun- areigendur eigum aldrei mögu- leika á að komast f sumarfrf, þetta er þrotlaus þrældómur ef eitthvað á að hafa út úr þessu basli. Þeir þekkjast vel kaupmaður- inn og sólbrúni maðurinn og sá sfðarnefndi hafði bara gaman af orðum kaupmannsins. Það var sólskin og fagurt veður f borginni þennan dag þegar þeir hittust f versluninni og þeir ræddu lengi um baðstrandarlff úti f heimi á meðan aðstoðarmaður kaup- mannsins afgreiddi nokkra við- skiptavini sem litu inn á meðan sólbrúni maðurinn stoppaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.