Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGtlR 25. JtJLÍ 1985
Björn Svein-
björnsson
verkfrœðing-
ur látinn
Björn Sveinbjörnsson verkfræð-
ingur lést í Reykjavík sl. þriðjudag.
Hann var fæddur 30. desember 1925
að Knarrarbergi, Eyjafirði, einka-
barn hjónanna Guðrúnar Þ.
Björnsdóttur, garðyrkjukonu frá
Veðramóti, og Sveinbjörns Jónsson-
ar forstjóra Ofnasmiðjunnar.
Björn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1946, stundaði síðan nám við III-
inois Institute of Technology í
Chicago og lauk þaðan prófi í iðn-
aðarverkfræði 1951.
Björn starfaði sem verkfræð-
ingur hjá Ofnasmiðjunni hf. og
Einangrun hf. 1951—’58, var
framkvæmdastjóri Vefarans hf.
1952—'78 og verkfræðingur hjá
Rannsóknastofnun iðnaðarins
1976—’78. Hann vann við rann-
sóknir hjá Iðntæknistofnun fs-
lands frá 1978 og var deildarverk-
fræðingur þar frá 1979.
Björn átti sæti í stjórn Ofna-
smiðjunnar hf. frá 1951, Sáningar
hf. frá 1982 og í varastjórn Stálfé-
lagsins hf. frá 1982.
Björn starfaði mikið að félags-
málum, má þar sérstaklega nefna
Oddfellowregluna, Rotaryklúbb-
inn, Skátahreyfinguna, Blindra-
félagið, Verkfræðingafélagið og
Fél. íslenskra einkaflugmanna.
Fyrri kona Björns var Jakobína
Guðríður Finnbogadóttir og áttu
þau fimm börn. Eftirlifandi eigin-
kona Björns er Guðlaug Björns-
dóttir.
Stjóm Landssambands lögreglumanna:
Viðræður hafnar við
dómsmálaráðherra
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn
Landssambands lögreglumanna:
„Stjórn Landssambands lögreglu-
manna hefur fjallað um nýgenginn
dóm Hæstaréttar þar sem lögreglu-
maður er sakfelldur fyrir að valda
af gáleysi áverkum á fanga er hann
annaðist gæslu á í flutningi að lög-
reglustöð.
Niðurstaða dómsins hlýtur að
kalla á gjörbreytt skipulag og
starfsaðferðir lögreglu. Það fyrir-
komulag sem nú er algengast, að
einn lögreglumaður gæti handtekins
manns í flutningi hefur verið átalin
af Hæstarétti sem allsendis ófull-
nægjandi gæsla. Sá dómur Hæsta-
réttar er afdráttarlaus og verður að
bregðast við honum með því að
fjölga lögreglumönnum.
Löregluþjónum hefur vissulega
verið ljós sú ábyrgð sem starfinu
fylgir. Skylda þeirra er að gæta ör-
yggis þegnanna, þar á meðal hand-
tekinna manna. Ljóst er að þess ör-
yggis verður ekki gætt nema til
komi aukinn mannafli.
Lögreglumenn vilja ekki gerast
lögbrjótar. Sú stund hlýtur því að
vera nærri, að lögreglumenn veigri
sér við að sinna verkum sem geta
leitt til refsidóms og mannorðsmiss-
is. Ef lögreglumenn hinsvegar hlíta
ekki áminningu Hæstaréttar er
hægt að leiða rök að því, að þeir hafi
vísvitandi hundsað álit Hæstaréttar
og hlýtur þá réttarstaða þeirra að
verða enn óvissari ef óhapp verður.
Landssamband lögreglumanna
hefur þegar hafið viðræður við
dómsmálaráðherra um nauðsynleg-
ar úrbætur í löggæslumálum. Þá er
fyrirhuguð ráðstefna stjórnar
Landssambands lögreglumanna
með formönnum allra lögreglufé-
laga í landinu dagana 30.—31. júli
nk. Þar verður þetta mál rætt og
ákvarðanir teknar um hvernig lög-
reglumenn skuli bregðast við þess-
um breyttu viðhorfum."
Fjölskyldu-
og skátamót
Um verslunarmannahelgina verdur fjölskyldu- og skátamót í landi
skáta að Úlfljótsvatni í Grafningshreppi. Dagskrá mótsins er sniðin fyrir
fjölskyldur og skáta. Boðið verður upp á hressileg skátaverkefni svo sem
hike-ferðir og næturleiki, jafnframt varðelda, bátsferðir og fjölskylduleiki
og stuttar gönguferðir. Tjaldstæðin opna á föstudag en mótið verður sett
kl. 14.00 á laugardag.
Aðstaða að Úlfljótsvatni er öll
mjög ákjósanleg. Við Borgarvík
og Fossá eru tjaldstæði án nú-
tíma þæginda en í skjóli mikillar
náttúrufegurðar. Á túni við DSÚ
er einnig hægt að tjalda og þar er
að finna öll nútíma þægindi s.s.
rennandi vatn og salerni.
Mótsgjald er ekkert í peningum
en ætlast er til að þátttakendur
gefi staðnum 3—4 klukkustunda
vinnu þess í stað. Staðurinn er í
uppbyggingu og því gott að fá
nokkrar viljugar hendur til
starfa einhverja stund.
Frá BSÍ eru ferðir á Úlfljóts-
vatn á föstudögum kl. 20.00 og um
þessa helgi höfum við samið um
aukaferðir sem verða á laugar-
daginn kl. 13.00 og til baka á
mánudaginn kl. 17.00 og svo eru
ferðir til baka á sunnudaginn
eins og alltaf er. Næg bílastæði
eru við Úlfljótsvatn og við Fossá,
og á túninu við DSU má koma
fyrir tjaldvögnum.
Kjörorð mótsins er: „Með sól í
hjarta.“
(Fréttatilkynning frá Úlfljótsvatnsráði)
Hitaveituframkvœmdir í Fossvogi
ENDURNÝJUN stendur nú yfir á gamalli hitaveitulögn í Fossvoginum. Jafnframt
er verið að breyta lögninni lítilsháttar og stækka hana.
Verkið var boðið út í þremur hlut-
um. Hagvirki annast einn þeirra,
Eyrarland og aðrar götur í grennd
sem liggja í austur. Hinir tveir verk-
takarnir eru Grétar Sveinsson og
Eyjólfur og Kolbeinn sf. og annast
þeir Hörgsland og nærliggjandi göt-
Hjá Hagvirki fengust þær upplýs-
ingar að stokkar þessir hafi verið
fylltir á sínum tíma með svokallaðri
frauðsteypu og eru það þeir sem nú
er verið að skipta um.
Agdestein efstur á Skákþingi Noröurlanda:
Jóhann á góða möguleika
á stórmeistaraárangri
(ijövik í Noregi, 24. júlí. Frá Áskeli Erni
Kárasyni, fréttamanni Morgunblaósins.
í 9. UMFERÐINNI, sem tefld var 1 dag, kom loks að fyrsta íslenska tapinu í
landsliðsflokki er Norðmaðurinn Simen Agdestein vann Helga Ólafsson. Jóhann
Hjartarson gerði jafntefli við Öst-Hansen og er Agdestein þar með búinn að taka
forystuna í mótinu með sína 7 vinninga. íslendingarnir eru þó ekki langt undan og
þó aðeins séu eftir tvær umferðir eiga þeir góða möguleika á að skáka honum,
Jóhann er með 6'/i vinning og Helgi með 6 vinninga. Jóhann á góða möguleika á
að ná stórmeistaraárangri f mótinu.
Úrslit í 9. umferðinni urðu þessi: Helmers 'A — 'A, Yrjölá — Westerin-
Agdestein — Helgi 0—1, Öst-Hans- en V4 —V4 og Sciissler — Wiedenkell-
en — Jóhann ‘A — V4, Jens Chr. Han- er bið. Westerinen vann biðskák sfna
sen — Máki Vf> — V4, Curt Hansen — gegn Scössler úr 8. umferð.
Salan á hlutabréfum ríkisins:
Útilokum ekki erlenda kaupendur
m ÆT ■W# A . • • æ « « . « • a v. ™
Mat Fjárfestingarfélagsins á hlutabréfunum eölilegt mark-
aösverð segir Þorsteinn Guönason hjá Fjárfestingarfélaginu
ÞORSTEINN Guðnason, rekstrarhagfræðingur hjá Fjárfestingarfélagi
íslands, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að það væri ekki rétt,
sem haft var eftir Herði Sigurgestssyni forstjóra Eimskips í Morgunblað-
inu, að mat Fjárfestingarfélagsins á hlutabréfum ríkisins f Eimskip væri
einvörðungu mat á eigin fé fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið fól
fjármálaráðherra Fjárfestingarfélaginu að meta verðmæti hlutabréfa
ríkisins í Eimskip, Flugleiðum og Rafha, og reyndist matið vera um tífalt
nafnverð í öllum tilvikum, og líklegasta verð hjá Eimskip 10,9-falt nafn-
verð. Sala á bréfunum verður opnuð í dag og stendur til 30. september.
Fjárfestingarfélagið mun annast söluna, og sagði Þorsteinn að þeir úti-
lokuðu engan sem mögulegan kaupanda, hvort sem um innlendan eða
útlendan aðila væri að ræða. Sölulaun hafa ekki verið rædd, að sögn
Þorsteins.
Það sem Hörður Sigurgests-
son sagði efnislega í Morgun-
blaðinu í gær, var, að það færi
eftir því hvernig menn mætu
framtíðarhorfur fyrirtækisins
og stöðu hvert matið á hluta-
bréfunum ætti að vera, en það
væri ekki viðtekið að leggja að
jöfnu eigið fé fyrirtækis og verð
á hlutabréfum, eins og hann
taldi að Fjárfestingarfélagið
gerði í sinni skýrslu.
Vegna ummæla Þorsteins
Guðnasonar, að Hörður hefði
rangt fyrir sér í þessu efni, var
Þorsteinn beðinn um að skýra
nákvæmlega hvernig mat Fjár-
festingarfélagsins er hugsað:
„Við byggjum okkar mat á því
grundvallaratriði að hagrænt
verðgildi sérhvers fyrirtækis sé
jafnt núvirði framtíðartekju-
strauma, sem eignir, samsetnmg
eigna og stjórnun eigna fyrir-
tækisins afla eigendum eða
hluthöfum fyrirtækjanna um
ókomna framtíð. Þessi staðhæf-
ing er viðurkennd," sagði Þor-
steinn.
„Hitt er annað mál, að það er
vandkvæðum bundið að áætla
framtíðartekjustrauma fyrir-
tækis um ókomna framtíð. Til
þess að komast fram hjá þessum
vandkvæðum eru til nálgunarað-
ferðir, sem jafnan eru notaðar.
Ein aðferðin er sú (og hana not-
uðum við) að meta nettómark-
aðsvirði eigna og núvirði óvenju-
legs hagnaðar (supernormal
profit), sem samsetning eign-
anna og innri viðir fyrirtækja
geta hugsanlega aflað. Samtala
þessara tveggja þátta er'hag-
rænt gildi fyrirtækisins, og þar
með hagrænt verðgildi hluta-
fjárins.
En hins vegar komumst við að
því, að það er ekkert sem bendir
til þess, með tilliti til þeirrar
miklu samkeppni sem ríkir í at-
vinnugreininni, að um óvenju-
Iegan hagnað verði að ræða í
framtiðinni, hvort heldur hjá
Eimskip eða Flugleiðum. Áf
þessum ástæðum gerum við ráð
fyrir því að hagrænt verðgildi
hlutafjárins jafngilti nettó
markaðsvirði eignanna."
—En stenst þá ekki fullyrðing
Harðar, að hér sé einvörðungu
um mat á eignum fyrirtækisins
að ræða, úr þvi þið gerið ekki ráð
fyrir neinum „óvenjulegum
hagnaði“?
„Það er ekki svo að við tökum
efnahagsstöðu fyrirtækisins á
einum tímapunkti, heldur met-
um við markaðsvirði eigna og
skulda fyrirtækisins. Ástæðan
fyrir því er sú, að á virkum
markaði er markaðsvirði ein-
stakra eigna jafnt og núvirði
framtíðartekjustrauma sem
þessar eignir gefa af aér. Selj-
andi á þessum markaði selur
ekki eignirnar undir því núvirði
hagnaðar sem • hann fengi ef
hann leigði eigina, og kaupandi
kaupir ekki eignina yfir því nú-
virði tekna sem eignin aflar hon-
um á líftíma hennar. Vegna þess
að markaður fyrir eignir Flug-
leiða og Eimskips er tiltölulega
virkur, þá getum við nálgast
þetta hagræna verðgildi, sem ég
skilgreindi áðan, með þvf að
meta markaðsvirði einstakra
eigna.
Það má líka geta þess að við
notuðum einnig aðrar matsað-
ferðir til viðmiðunar (sem eru
ekki eins nákvæmar að okkar
mati) — sk. verðtekjuhlutfalls-
greiningu og sívaxtarlíkan — og
staðfestu þær fyrri niðurstöðu."
— En hver er kominn til með
að segja að markaðsverð hluta-
bréfanna sé hið sama og þið
nefnið hagrænt verðgildi bréf-
anna?
„Hagrænt verðgildi hlutabréf-
anna þarf ekki að vera það sama
og markaðsverð bréfanna, en á
vikrum hlutabréfamörkuðum
eru sérfræðigar sem meta hag-
rænt verðgildi hlutabréfa. Ef
markaðsvirði bréfanna er undir
hagræna verðgildinu þá kaupa
þeir hlutabréfin og þar með
eykst eftirspurnin eftir bréfun-
um, þannig að markaðsverð
hlutabréfanna leitast við að ná
jafnvægi í hagræna verðgildinu.
Á sama hátt: ef markaðsverð
hlutabréfanna er hærra en hag-
rænt verðgildi selja þeir bréfin
og þar með eykst framboðið og
lækkar verð bréfanna. Niður-
staðan er sú sama, markaðsverð-
ið nálgast aftur hagræna verð-
gildið. Væri slíkur markaður til
hérlendis væri sennilegt að
markaðsvirði bréfa Eimskips
væri nærri líklegasta tilviki í
mati Fjárfestingarfélagsins, eða
10,9-falt nafnverðið."
— En hér á landi er enginn
hlutabréfamarkaður sem mótar
verðið. Og viðbrögð forstjóra
Eimskips og Flugleiða, og reynd-
ar fleiri yfirmanna annarra
stórfyrirtækja, benda ekki til
þess að verð bréfanna sé raun-
hæft.
„Hagrænt verðgildi fyrirtækj-
anna er raunveruleg eign eigend-
anna eða hluthafanna. Fjár-
málaráðherra sem seljandi hef-
ur tekið þá aftstöðu að selja ekki
hlutabréf umbjóðenda sinna
undir því verðgildi sem þau
standa fyrir, og lái honum það
hver sem vill. Hann metur það
væntanlega svo að seljist bréfin
ekki nú á hagrænu verðgildi, þá
seljist þau síðar á hagrænu verð-
gildi, þegar hlutabréfamarkaður
hér á landi er orðinn virkari, en
það hlýtur að koma að því fyrr
eða síðar.
Fjármálaráðherra er einfald-
lega að gæta hagsmuna umbjóð-
enda sinna til fullnustu," sagði
Þorsteinn Guðnason.